Dagur - 22.12.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 22.12.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 22. desember 1990 - DAGUR - 5 Átakasena í Ættarmótinu. Klerkurinn með brjóstmynd af höfðingja ættarinnar í fanginu og aðrir í ættinni virðast ekki ýkja ánægðir á svip. Ragnhildur Gísladóttir, Björn Björnsson og Jón St. Kristjánsson í hlutverk- um sínum. Jólaverkefni Leikfélags Akur- eyrar nefnist Ættarmótið og er eftir Böðvar Guðmundsson. Undirtiíill verksins er - þjóð- legur farsi með söngvum, og má því búast við fjörugri sýn- ingu þar sem skopskyn Böðv- ars fær að njóta sín. Leikritið verður frumsýnt 27. desember kl. 20.30 og verða sýningar alls Qórar fyrir áramót. Böðvar Guðmundsson vann leikgerð að verkinu Fátækt fólk sem Leikfélag Akureyrar sýndi á síðasta leikári. Þegar Böðvar kom til að sjá þessa sýningu færði hann leikfélaginu Ættarmótið að gjöf. Nýir íslenskir farsar eru ekki á hverju strái og voru leik- félagsmenn því mjög ánægðir með þessa óvæntu og höfðing- legu gjöf. Ættarmótið sýnir ansi skraut- lega ætt sem kemur saman í félagsheimili til að skemmta sér. Þetta er fólk úr ýmsum áttum og stéttum og víst leynist misjafn sauður í mörgu fé. Skondin atvik og óvæntar uppákomur setja svip sinn á þetta ættarmót og kemur ættingi frá Vesturheimi þar mjög við sögu. Ættarmótið er ramm- íslenskur ærslaleikur fyrir alla fjölskylduna. Leikstjóri er Þráinn Karlsson, leikmynd og búninga hannaði Gylfi Gíslason og Ingvar Björns- son hannaði lýsingu. Tónlist og söngvar skipa veglegan sess í verkinu og er Jakob Frímann Magnússon höfundur tónlistar- innar. Kunnir tónlistarmenn eru einnig í aðalhlutverkum, þau Ragnhildur Gísladóttir og Val- geir Skagfjörð. Fleiri hljóðfæra- leikarar koma einnig við sögu. Aðrir leikendur eru Björn Björnsson, Jón Stefán Kristjáns- son, Þórey Aðalsteinsdóttir, Sunna Borg, Björn Ingi Hilmars- son, Rósa Rut Þórisdóttir, Árni Valur Viggósson, Nanna Ingi- björg Jónsdóttir, Marinó Þor- stejnsson, Kristjana N. Jónsdótt- ir, systurnar ungu Þórdís og Guðrún Silja Steinarsdætur sem Nikkan þanin og ættjarðarlög sungin. Eins og aðrar myndir á síðunni er þessi mynd tekin á æfíngu og gefur því ekki rétta mynd af endanlegri uppsetningu. Myndir: Golli Valgeir Skagfjörð gerir hosur sínar grænar fyrir Ragnhildi Gísladóttur. Það er engu líkara en að presturinn í ættinni sé að hefja sig til flugs. Myndir: Golli Leikfélag Akureyrar frumsýnir Ættarmótið: spila einnig á fiðlu, Arnar Tryggvason, Kristján Pétur Sig- urðsson, Haraldur Davíðsson, Jóhann Jóhannsson, Svavar Þór Guðjónsson og Hörður Kristins- son. Ættarmótið verður frumsýnt fimmtudaginn 27. desember kl. 20.30. Næstu sýningar verða föstudag og laugardag á sama tíma og fjórða sýningin sunnu- daginn 30. desember kl. 17. Þráðurinn verður tekinn upp á nýju ári. SS Þjóðlegur farsi með söngvum - ærslaleikur Böðvars frumsýndur 27. desember

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.