Dagur - 22.12.1990, Blaðsíða 12

Dagur - 22.12.1990, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 22. desember 1990 Dagskrá sjónvarps og útvarpsf dagana 23.-27. desember Að vanda eru ýmsar skraut- fjaðrir í jóladagskrá sjón- varpsstöðvanna og ætlum við að líta á nokkrar þeirra. Við rennum yfir dagskrána frá sunnudegi til fímmtudags og lítum á kvikmyndir, tón- Iistarþætti og aðra dagskrár- liði sem líklegir eru til að vekja athygli áhorfenda. SS Þorláksmessa Sjónvarpið kl. 15.30: Borís Pasternak Þetta er nýleg sovésk-bresk sjón- varpsmynd um ævi og ritstörf Boris Pasternaks. Hann var einn þekktasti rithöfundur Sovétríkj- anna og skáldsaga hans um Sívagó lækni er sígilt bókmennta- verk. Líkt og fleiri rithöfundar þar eystra var hann kúgaður af Stalín og síðar Krjúsjeff. Skáld- sagan um Sívagó var bönnuð í Sovétríkjunum en Pasternak var tilnefndur til bókmenntaverð- launa Nóbels 1958. Með tilkomu glasnost fengu verk hans loks uppreisn æru í heimalandinu, en sjónvarpsmyndin sýnir okkur viðburðaríka ævi hans undir járn- hæl ógnarstjórnar. Alexander Smirnov fer með hlutverk Past- ernaks. Stöð 2 kl. 13.20: Alvöru ævintýri Hugljúft ævintýri sem segir frá músafjölskyldu í Rússlandi sem er að flytjast búferlum til Banda- ríkjanna. Þegar skipið, sem fjöl- skyldan ferðast með, nálgast fyrirheitna landið fellur Vífill, yngsti fjölskyldumeðlimurinn, fyrir borð og er talið að hann hafi drukknað. Vífill bjargast hins vegar í land og þá byrjar ævin- týraleg leit hans að fjölskyldunni. Aðfangadagur Sjónvarpið kl. 12.50-16.30: Afþreying fyrir yngstu kynslóðina Að vanda býður Sjónvarpið upp á samfellt barnaefni eftir hádegi á aðfangadag. Fyrst verður loka- þáttur Jóladagatalsins sýndur, þá kemur Töfraglugginn og sænsk jólasaga um Mörtu og jólin. Aðalsteinn Bergdal túlkar hinar bráðskemmtilegu vísur Jóhannes- ar úr Kötlum um jólasveinana þrettán og þá verða fluttar tvær erlendar jólasögur sem Anna Þ. Guðjónsdóttir myndskreytti. Af öðrum liðum má nefna þátt um Dindil og Agnarögn og jóla- ævintýrið Engillinn sem rataði ekki heim. Um kvöldið verður hefðbund- in dagskrá en kl. 23 verða fluttir erlendir jólasöngvar og meðal flytjenda eru Placido Domingo og Ileana Cotrubas. Stöð 2 kl. 13.45: Lísa í Undralandi Barnaefni Stöðvar 2 hefst kl. 9 á aðfangadag en eftir hádegi verð- ur sýnd kvikmynd um ævintýri Lísu í Undralandi. Lísa er úti í garði þegar hún sér hvíta kanínu á hlaupum. Hún stekkur á fætur og hleypur á eftir kanínunni sem fer ofan í holu. Það skiptir eng- um togum að Lísa fer á eftir kan- ínunni ofan í holuna og hrapar lengi, en lendir að endingu mjúk- lega í hrúgu af laufblöðum. Þá hefjast ævintýrin fyrir alvöru. Joladagur Sjónvarpið kl. 21.20: Harðlífur í heimi hér Þetta er sviðsett heimildamynd eftir Viðar Víkingsson um Guðmund biskup góða (1161- 1237), byggð á handriti Viðars og Guðrúnar Nordal. í helstu hlut- verkum eru Árni Pétur Guðjóns- son, Eggert Þorleifsson og Guð- rún Kristín Magnúsdóttir. Sjónvarpið kl. 22.00: Pelli sígurvegarí Dönsk óskarsverðlaunamynd frá 1988 sem Bille August leikstýrir. Myndin gerist í Danmörku í lok nítjándu aldar og fjallar um feðg- ana Lassa og Pella, sem er átta ára. Þeir flýja örbirgð og atvinnu- leysi í Svíþjóð en í Danmörku bíða þeirra litlu skárri kjör. Pelli lætur sig þó dreyma um betri framtíð. Með aðalhlutverk fara Max von Sydow og Pelle Hvene- gaard. Stöð 2 kl. 21.25: Cavalleria Rusticana Hér fáum við að sjá stórsöngvar- ann Kristján Jóhannsson í essinu sínu. Hann syngur aðalhlutverk- ið í þessum magnaða einþáttungi eftir Pietro Mascagni. Óperan var tekin upp í borginni Siena á Ítalíu í ágústmánuði síðastliðn- um og lofuðu ítalskir gagnrýn- endur frammistöðu Kristjáns í hinu erfiða hlutverki Turuddi. Hér er stórkostlegt tækifæri til að sjá okkar fremsta söngvara í glæsilegri uppfærslu. 2. joiadagur Rás 1 kl. 10.25: Erum við betri um jóiin? Þessi þáttur kemur frá Ríkis- útvarpinu á Akureyri. Þeirri spurningu er velt upp hvort mannfólkið sé betra um jólin en á öðrum stundum. Erum við betri hvert við annað, elskum við náungann meira og er veröldin friðsælli staður að búa í um jólin en á öðrum tíma árs? Þátttakend- ur eru Guðrún Sigurðardóttir fé- lagsráðgjafi, Jón Björnsson sál- fræðingur og Pétur Pétursson læknir. Umsjónarmaður er Erna Indriðadóttir. Sjónvarpið kl. 21.30: Ormur umrenningur Leiksmiðjan Kaþarsis spinnur hér út frá íslenska þjóðsagna- minninu um kirkjuprestinn f Skálholti. Sagan er um baráttu góðs og ills. í leikhópnum eru Bára Lyngdal Magnúsdóttir, Ell- ert Ingimundarson, Skúli Gauta- son, Sigurður Skúlason og Kári Halldór, sem jafnframt er leik- stjóri. Tónlist er eftir Árna Harð- arson. Stöð 2 kl. 15.30: Pavarotti Á annan í jólum fáum við að sjá tónleika sem stórsöngvarinn Pavarotti hélt í tilefni heims- meistarakeppninnar í knatt- spyrnu á Ítalíu. Þessi dáði söngv- ari syngur alls sextán verk á 90 mínútum og á efnisskránni eru verk eftir helstu tónskáld óperu- sögunnar. 27. desember Sjónvarpið kl. 21.40: Island-Svíþjóð Rétt er að minna íþróttaáhuga- menn á beina útsendingu frá seinni hálfleik handknattleiks- viðureignar íslendinga og Svía í Laugardalshöll. Þar fá íslensku strákarnir tækifæri til að reyna sig á móti sænsku heimsmeisturun- um. Laugardaginn 29. desember kl. 16.45 verður síðan bein útsending frá leik íslendinga og Dana. Sjónvarpið kl. 22.15: Þar sem syndin er falleg Egg leikhúsið spinnur út frá íslensku þjóðsagnaminni. í hópn- um eru Viðar Eggertsson, Ingrid Jónsdóttir, ÞórTúliníus, Kristján Franklín Magnús og leikstjórinn Hávar Sigurjónsson. Leikmynd- ina gerði Guttormur Magnússon og tónlistina samdi Lárus Grímsson. Á föstudaginn verður síðan þriðja verkefnið í flokki þjóðsagnaspuna á dagskrá en þá túlkar leikhópurinn Frú Emelía söguna um kölska og konuna úr þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.