Dagur - 22.12.1990, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 22. desember 1990
Kvikmyndasíðan
Jón Hjaltason
Jóladagskrá Borgarbíós
Segja má að forráðamenn Borg-
arbíós hafi þegar hafið jóladag-
skrá sína. Robocop 2 ríður á vað-
ið en sýningar á henni eru hafnar.
Eins og nafnið ber með sér er hér
um framhaldsmynd að ræða.
Hinn brynjaði vörður réttvísinn-
ar sýnir sig öðru sinni og sem fyrr
á hann við harðsvíraða glæpa-
menn að etja. Robocop 2 verður
í bíó fram yfir hátíðar.
í afskekktinni
eftir Guðmund Halldórs-
son frá Bergsstöðum.
Þessi nýja skáldsaga Guð-
mundar Halldórssonar frá
Bergsstöðum gerist á heið-
arbýli í byrjun fyrra stríðs.
Aðalpersónur sögunnar
eru hjón sem strita hörðum
höndum fyrir lífsbjörg
sinni og barna sinna, en
hrekkur þó ekki til.
Ómegð vex og skuldir
hlaðast upp. Hreppsnefnd-
in er sem á nálum um að fá
þau á sveitina með alla
ómegðina. Talið er að
svipaðir atburðir og lýst er
í þessari nýju skáldsögu
Guðmundar frá Bergsstöð-
um hafi gerst vítt og breitt
um landið í tíð þeirra sem
nú eru á efstu árum.
Verð aðeins kr. 2.250.
Bókaútgáfan
HILDUR
Til að vega eitthvað upp á móti
spennumyndinni um véimennið,
og fyrir þá er kjósa fremur létt
gaman, verður boðið upp á Líf
og fjör Beverly Hills en eftir því
sem Sigurður Arnfinnsson herm-
ir ofanrituðum mun sú mynd
verða komin í bíó þegar þessi orð
birtast á prenti. Meðal leikara má
nefna Jacqueline Bisset og Paul
Mazursky.
Jóladagskrá Borgarbíós á sér
tvær rúsínur í pylsuendanum,
önnur er ætluð fullorðnum og
nefnist Blue Stell á frummálinu.
Eftir því sem mér er tjáð verður
þessi nýjasta kvikmynd Ieikstjór-
ans Kathryn Bigelow frumsýnd á
svipuðum tíma hér á Akureyri og
í London, nefnilega á annan í
jólum. Aðalhlutverk er í höndum
Jamie Lee Curtis sem einnig fór
með aðalkvenhlutverkið í hinni
frábæru gamanmynd A Fish
Called Wanda. En nú er hún ekki
á neinum gaman-buxum. I hlut-
verki lögreglukonunnar Megan
Turner lendir Curtis í miklum sál-
arháska. Hún verður ástfangin af
karlmanni (Ron Silver) sem er
ímynd hins fullkomna manns út á
við en undir niðri krauma með
honum hvatir geðsjúklings og
morðingja.
Hin rúsínan í pylsuendanum er
heldur betur að smekk barnanna
og nefnist Ævintýrí Pappírs Pésa.
Byggt er á hugmynd Herdísar
Egilsdóttur, þeirri sömu og börn-
in hafa séð í sjónvarpinu. Ari
Kristinsson hefur samið handrit
og leikstýrir einnig Pappírs Pésa.
Úr Pappírs Pésa.
Loksíns, loksins;
stynja handritshöíiindar
„Umboðsmaðurinmn hringdi og
kvaðst geta útvegað mér starf fyr-
ir Fritz Lange. Eg var upptekin
við að skrifa Storm Center,
ádeilu á McCarthy-tímann, fyrir
Stanley Kramer. Frekar en að
segja nei ákvað ég að fara fram á
himinhá laun þannig að þeir
myndu hætta við og láta mig í
friði. En mér varð ekki kápan úr
því klæðinu, þeir féllust á launa-
kröfu mína.“
Sá sem segir svona frá heitir
Daniel Taradash, fyrrverandi
lögfræðingur frá Harward og
einn af virtari handritshöfundum
Hollywood. Himinhá launin sem
hann fór fram á voru 90 þúsund
íslenskar krónur á viku.
Nú er öidin önnur. Fyrir ári
síðan gat ungur handritshöfund-
V
Sendum viðskiptavinum okkar
bestu jóla-
og nýársóskir.
Þökkum viðskiptin á liðnu ári.
S.J.S. verktakar,
Laufásgötu 3, sími 27366, Akureyri.
/
Vertu stilltur
allan sólarhringinn...
Frortrqái
FM 98.7
★ Góð tónlist
★ Getraunir
★ Viðtöl
Fro^Tf
FM98.7
-útvarpið þitt í jólaskapi.
ur þénað allt að 15 milljónum fyr-
ir „spec“ en svo kalla frændur
okkar vestanhafs kvikmynda-
handrit sem selt er án nokkurs
loforðs um að það verði
kvikmynd. Örfáir þekktustu
höfundarnir gátu þá krafist 60
milljóna fyrir hugverk sitt. Og
svo hefur þróunin verið ör að í
dag, 12 mánuðum síðar, þykja
þetta smápeningar. Nýgræðingar
í faginu, eins og til dæmis Shane
Black, fá nú 105 milljónir fyrir
handrit og hinn reyndi Joe
Eszterhas hefur fengið allt að 180
milljónum fyrir handrit. Þetta er
í fyrsta sinnið í sögu Hollywood
að handritshöfundar geta vænst
þess að fá álíka mikið fyrir snúð
sinn og sjálfar kvikmyndastjörn-
urnar. En það er einn galli á gjöf
Njarðar; handritið verður að
vera drápsævintýri eða spennu-
saga.
Þetta snýst um fækkun samtala
og fjölgun bílaárekstra, segir
handritshöfundurinn Manny
Coto. „Ef höfundur er á höttun-
um eftir lottóvinningnum skrifar
hann síkvika dráps-ævintýra-
mynd.“ Félagi Cotos, Brian
Heigeland, bætir við að allir sitji
nú sveittir við að skrifa handrit
að slíkum ævintýra- eða spennu-
myndum. Þessir 29 ára félagar
tala af reynslu því að í mars síðast-
liðnum urðu þeir nánast að goð-
sögnum þegar handrit þeirra,
The Ticking Man, seldist fyrir
rúmlega 90 milljónir. Sagan fjall-
ar um kjarnorkuvopnað vél-
menni sem skyndilega byrjar að
hugsa sjálfstætt. Umboðsmaður-
inn Joel Millner, er sá um söluna,
segir það ekki lengur nein tíðindi
þó greiddar séu 6 milljónir fyrir
handrit, enginn veiti því nokkra
athygli.
Þegar leitað er skýringa á
þessu mikla stökki úr 90 þúsund
króna vikulaunum Taradash og
upp í milljónirnar og tugmillurn-
ar vandast málið. Kannski er
áhrifaríkasti þátturinn hin stór-
kostlega markaðsaukning banda-
rískra mynda á erlendri grund.
Forseti Warner Bros, Terry
Semel, segir það æ erfiðara að
gera kvikmynd sem aðeins er ætl-
uð heimamarkaði, myndin verði
að hafa víðari skírskotun. Einnig
er farið að gæta vaxandi tor-
tryggni í garð stjörnukerfisins í
Hollywood; það er í meira lagi
dýrt en jafnframt óáreiðanlegt.
Hver verður til dæmist útkoman
þegar safnað er saman í einn stað
stjörnum eins og Dustin
Hoffman, Sean Connery og
Matthew Broderick - örugg
mynd á topp tíu listann? Nei
niðurstaðan er Family Business -
þrjár söguhetjur villtar á hvíta
tjaldinu.
Annar áhrifavaldur á kaupið er
tíður samruni kvikmyndafyrir-
tækja og innganga voldugra fyrir-
tækjasamsteypa í kvikmynda-
heiminn. Fyrir vikið hafa mörg
kvikmyndaver eignast fjársterka
bakhjarla og eigendur. Og vita-
skuld eru stjórnendur verkanna
áfjáðir í að gera herra sína
ánægða, ef ekki með því að kvik-
mynda stórgróðamyndir þá að
minnast kosti með því að krækja
í efnileg handrit. Afleiðingin
verður sú að handritshöfundar fá
meira fyrir vinnu sína.
Að auki eru fjöldinn allur af
sjálfstæðum framleiðendum á
markaðinum er spara fátt til að
slá í gegn. Esther Newberg,
aðstoðarframkvæmdastjóri hand-
ritsdeildar hins volduga umboðs-
fyrirtækis International Creative
Managements, telur helstu
ástæðuna fyrir launahækkun
handritshöfunda vera einmitt
þennan mikla fjölda ríkra fram-
leiðenda.
Handritshöfundurinn Coto er
ekkert að fjargviðrast yfir
laununum. „Að mínu áliti eru
handritshöfundar nú loksins farn-
ir að fá það sem þeim ber. Mér
finnst það átakanlegt að sjá allt
þetta upphlaup og fjölmiðlafár
vegna launa handritshöfunda
þegar vitað er að leikstjórar og
leikarar fá miklu hærri greiðslur í
sinn hlut, en ég held að þessir
aðilar séu alls ekki jafn mikilvæg-
ir og handritið sjálf.“