Dagur - 22.12.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 22.12.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 22. desember 1990 Myndir og texti: Egill H. Bragason. Sr. Ingólfur fyrir altari Miðgarða- kirkju. Myiulir: EHB . „Kirkjan er staifstœki Drottins tilþjónustu við mennina “ - sr. Ingólfur Guðmundsson í helgarviðtali Það rökkvar snemma um miðjan desember í Grímsey. Úr gluggum liflu, fallegu kirkjunnar stafar bjarma, því þar loga öll Ijós. Þennan dag streyma Grímseyingar til kirkjunnar, það er jarðarför og fjölskyldurnar koma til að kveðja þann iátna hinstu kveðju. A þessari viðkvæmu stund eru Grímseyingar sem ein stór fjölskylda. Fyrir alt- arinu í Miðgarðakirkju er presturinn, séra Ingólfur Guðmundsson. Séra Ingólfur hefur þjónað Akureyrarprestakalli frá því snemma í liaust, settur sóknar- prestur í orlofi sr. Pórhalls Höskuldssonar, sem nú er aftur kominn til starfa. Ingólfur varð sextugur fyrir skömmu, hann hef- ur langa starfsreynslu að baki á ýmsum sviðum, m.a. starfað við lögreglustörf, sem kennari, námsstjóri í kristnum fræöum, leiðsögumaður og prestur. Talið berst fyrst að Grímsey, en þaðan var sr. Ingólfur nýkom- inn þegar blaðamaður hitti hann að máli. í Grímsey færði sr. Ingólfur Miðgarðakirkju Hand- bók íslensku kirkjunnar að gjöf. Handbókin var ekki til í eynni, og kom því í góðar þarfir. Sókn- arnefndarformaðurinn, Sigfús Jóhannesson í Vogi, veitti bók- inni viðtöku. Á 50 ára afmæli Akureyrarkirkju færði sr. Ingólf- ur Akureyrarsöfnuði þessa sömu handbók að gjöf. Bækurnar voru áletraðar, annars vegar Mið- garðakirkja en hins vegar Akur- eyrarsöfnuður. Ingólfur var spurður að því hvers vegna áletr- unin hafi ekki verið eins í báðum tilvikum, þ.e. annáðhvort til safnaðar eða kirkju? „Þarna kemur til einkenni- leg orðnotkun, við notum orð- ið kirkja bæði yfir húsið og söfnuðinn. Líklega erorðmyndin Miðgarðakirkja fastari í sessi í Grímsey, en þá á maður auðvitað líka við söfnuðinn. Sóknarnefnd- arformaðurinn tók bókina til varöveislu hjá sér, hún er ekki geymd í kirkjuhúsinu. Söfnuður- inn á kirkjuna og önnur tæki sem notuð eru við tilbeiðsluna. Á Akureyri er þetta kannski skýrara með kirkju og söfnuð, og mér finnst ástæða til að undir- strika að það er söfnuðurinn sem á og notar handbókina. Á Akur- eyri var það sömuleiðis formaður sóknarnefndar sem tók við bók- inni til að nota fyrir söfnuðinn. Safnaðarstarfið skiptir meginmáli alls staðar, en ekki varðveisla kirkjuhússins sem slíks, þótt hún sé auðvitað líka mikilvæg." Góð kynni af Grímseyingum - Varð nýlega einhver breyting á skipan prestþjónustu í Grímsey? „Grímsey var lcngst af þjónað frá Akureyrarprestakalli, en þeg- ar Glcrárprestakall var stofnað fór Grímsey undir þaö. Lögunum var aftur brcytt, og sú breyting átti að taka gildi l. júlí sl. Sam- kvæmt því átti eyjan að falla aft- ur undir Akureyrarprestakall, enda þjóna tveir sóknarprcstar þar og því væntanlega hægara um vik fyrir tvo menn að þjóna í Grímsey. Ég skil vel að annasamt getur verið fyrir einn mann í Glerárprestakalli aö sinna Grímsey eðilega. Það hefur raun- ar dregist að hrinda nýju lögun- um í framkvæmd, en þegar stað- gengill kom fyrir sr. Pétur Þórar- insson í Glerárprestakall þá ósk- aði hann cftir því að þurfa ekki að þjóna Grímsey. Ég var því beðinn að þjóna Grímsey meðan á dvöl minni hér stóð, og búinn að undirbúa messu sem átti að vera 15. desember. Þegar messan nálgaðist varð óvænt dauðsfall í eynni, þannig að fyrirhugð guðs- þjónusta varð að jarðarför. Ég fór út í Grímsey nokkrum dögum áður, heimsótti barnaskólann og tók þátt í litlu jólunum, sem var ánægjulegt á allan hátt. Jarðar- förin, sem er auðvitað guðsþjón- usta á sinn hátt, var síðan haldin á laugardegi." - Hver eru kynni þín af Gríms- eyingum? „Þau eru lítil en góö. Ég hafði aðeins komið þangað einu sinni áður en þetta var. og þá mcð ferðamönnum. En það er ákaf- lega gott að koma til Grímseyjar, tólkið er elskulegt og hlýlegt í viðmóti. Tíðarfarið lék við okkur þessa daga, það var nánast eins og á góðum haustdégi. Það er Ijóst að byggðin á í nokkrum vanda nú, hún á reyndar í vök að verjast eins og kunnugt er. Frá sjónarmiði prestsins, kirkj- unnar og safnaðarstarfsins er ljóst, að ekki er nægilegt að þjóna Grímsey með þeim hætti sem fyrirhugað er, og vandséð hvernig þjónustan verður rækt án þess að prestur hafi aðstöðu til að dveljast þar um lengri og skemmri tíma, og koma reglu- lega. Þarna þarf að sinna barna- starfi, fermingarundirbúningi og fleiru. Fólkið þarf að geta treyst á að prestur komi reglulega út. Ég skil það svo að með núverandi skipan eigi að halda fjórar mess- ur í eynni á ári, en það er alltof lítið. Til að halda uppi virku safn- aðarstarfi í Grímscy er lágmark að presturinn haldi a.m.k. messu mánaðarlega, auk þess sem 'ann- að safnaöarstarf þarl' að rækja.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.