Dagur - 22.12.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 22. desember 1990 - DAGUR - 3
-i
fréttir
Framhaldsskólinn á Húsavík:
Sex nemendur útskrifast
- stúdent með frábæran námsárangur eftir sjö annir
Framhaldsskólinn á Húsavík
útskrifaði sex nemendur við
hátíðlega athöfn í Húsavíkur-
kirkju sl. fimmtudag, þar á
meðal sinn fyrsta stúdent sem
stundað hefur allt sitt stúdents-
nám við skólann, Ernu Björns-
dóttur. Skólinn hefur starfað
alls í sjö annir og er þetta í
sjötta sinn sem nemendur út-
skrifast. Áður höfðu 29
nemendur útskrifast, 17 iðn-
nemar, 9 af viðskiptabraut og 3
stúdentar.
Auk Ernu útskrifaðist Birgitta
Bjarney Svavarsdóttir með
almennt verslunarpróf, Víðir
Guðmundsson bakari og Áki
Hauksson, Kjartan Jónsson og
Sigmar Jónsson úr grunndeild
rafiðnaðar.
Erna hlaut fern bókavsrðlaun
við útskriftina, þau voru fyrir
frábæran námsárangur, íslensku,
sérstaka ástundun náms og dugn-
að og fórnfýsi við félagsmála-
störf. Birgitta hlaut einnig bóka-
verðlaun fyrir sérstaka ástundun
við námið.
Guðntundur Birkir Þorkels-
son, skólameistari, sagði í ræðu
sinni að skólastarfið væri að taka
á sig hefðbundna mynd. Hann
sagði frá nýbreytni í starfi
skólans, kennslu þroskaheftra
barna sem Jónína Hallgrímsdótt-
ir annast og að þar ynni hún mik-
ið brautryðjendastarf. Hann
sagði frá öldungadeild á Raufar-
höfn sem starfar undir verndar-
væng skólans og þar stunduðu 58
nemendur nám á haustönn.
Hann sagði einnig frá samvinnu
framhaldsskólanna á Húsavík og
Laugum unt Farskóla Þingey-
inga, og leyfi sem skólinn hlaut í
Útgerðarfélag Akureyringa hf.:
„Árið hefur verið
gott í alla staði“
sagði Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri
Togarar Útgeröarfélags Akur-
eyringa hf. eru að tínast inn.
Kaldbakur kom inn sl. mið-
vikudag með 90 tonn af
blönduðum afla og þá eru
aðeins tveir togarar Utgerðar-
félagsins á sjó þ.e. Harðbakur
og Sléttbakur. Togararnir
koma til löndunar á Þorláks-
messu. Nýi Sólbakur hefur
verið í slipp, en búið er að
mála skipið og það hefur feng-
ið sína réttu liti. Nýir yfirmenn
munu taka við skipinu um ára-
mótin, en ekki fékkst uppgefíð
hjá forstjórum Útgerðarfélags-
ins hverjir það yrðu.
„Nýi Sólbakur náði ekki kvóta
sínum, en það vissum við í upp-
hafi þegar skipið var keypt og
kemur ekki á óvart. Útgerð
skipsins hefur gengið samkvæmt
áætlun og við erum ánægðir með
gang mála. Nýir yfirmenn taka
við skipinu um n.k. áramót, en
ekki er hægt að gefa upp í dag
hverjir það verða. Málið skýrist á
næstu dögum,“ sagði Gunnar
Ragnars, framkvæmdastjóri ÚA.
Aflamarksskipin, Harðbakur,
Kaldbakur og Sléttbakur fara til
veiða milli jóla og nýárs, að sögn
Gunnars, til að freista þess að
fullnýta kvóta sinn.
„Ég hef ekki á hraðbergi hvað
vantar uppá að skipin nái kvóta,
en við förum langleiðina. Árið
hefur verið gott í alla staði,“
sagði Gunnar Ragnars. ój
Frostrásin:
„Hlustendur ánægðir
og við útvörpum að ári“
„Undirtektir Akureyringa og
Eyfírðinga eru mjög góðar.
Síðastliðiö laugardagskvöld
brunnu allar símalínur yfír, svo
mikið var hringt,“ sagði Davíð
Rúnar Gunnarsson einn
Jólamót í ísrael:
KSÍ hættir við
Knattspyrnusamband íslands
hefur ákveðið að hætta við
þátttöku ú/16 ára landsliðsins í
jólaknattspyrnumótinu í ísrael
vegna aukinnar spennu á
svæðinu.
Knattspyrnusambönd Sviss,
Þýskalands og Portúgal hafa hætt
við þátttöku. Knattspyrnusam-
band Svíþjóðar mun hins vegar
taka þátt í mótinu.
Utanríkisráðuneytið hefur
mjög eindregið ráðlagt KSÍ að
hætta við þátttöku. Ekki er talið
ráðlegt að senda unga drengi til
keppni við þessar aðstæður.
aðstandenda Frostrásarinnar
sem útvarpar allan sólarhring-
inn frá Akureyri í desember.
Að sögn Davíðs útvarpar
Frostrásin ýmsum dagskrárliðum
frá kl. 10.00 til 24.00, en ókynntri
tónlist frá 24.00 til 10.00. Hlust-
unarsvæðið er Akureyri og
Eyjafjörðurinn að stórum hluta.
„Við höfum verið í vandræð-
um með þann sendi sem við feng-
um hjá Pösti og síma. Svo virðist
sem sveitirnar móttaki okkur, en
hér á Akureyri eru svæði þar sem
ekkert heyrist. Við höfum beðið
starfsmenn Pósts og síma að líta
til okkar og koma þessu í lag, en
fáum alltaf sömu svörin. „Við
komum á morgun." Enginn er
kominn enn og nú styttist í að við
hættum útsendingum. Gantlárs-
dagur verður síðasti útsendingar-
dagurinn. Okkur hefur gengið
vel og skemmt okkur konung-
lega. Hlustendur virðast vera
ánægðir og Frostrásin fer aftur í
loftið að ári þ.e. 1. desember,“
sagði Davíð Rúnar Gunnarsson.
ój
haust til að starfrækja sjúkraliða-
braut í samvinnu við Sjúkrahúsið
í Húsavík. Fyrirhugað er að
nemendur hefji verklegt nám á
næstu önn.
Útskriftarathöfnin var hin
hátíðlegasta. Einar Porbersson
kennari las kvæði eftir Leo
Tolstoy og Norman Dennis og
Anna Lilja Karlsdóttir léku á
trompeta.
Nýstúdentin-n Erna Björns-
dóttir er dóttir hjónanna Hall-
fríðar Jónasdóttur og Björns
Hólntgeirssonar, umboðsmanns
Flugleiða á Húsavík. 1M
Þessi fríði flokkur nemenda við Framhaldsskólann á Húsavík útskrifaðist frá
skólanum sl. fimmtudag. Mynd: im
Bæjarstjórn Akureyrar:
Sala á eignarhlut bæjarins
í Landsvirkjim könnuð
Fulltrúar frá Landsvirkjun,
Reykjavíkurborg, ríkinu og
Akureyrarbæ hittust á Akur-
eyri sl. mánudag. Efni fundar-
ins voru fyrstu þreifíngar
vegna hugsanlegrar sölu á
eignarhlut - Akureyrarbæjar í
Landsvirkjun.
Eignarhlutur Akureyrarbæjar í
Landsvirkjun er 5,475%. Halldór
Jónsson bæjarstjóri segir að við-
ræður þessar séu í beinu fram-
haldi af málefnasamningi núver-
andi bæjarstjórnarmeirihluta frá
í vor. Stefnt hefur verið að fundi
um þessi mál alllengi, en af ýmsum
ástæðum var ekki hægt að halda
hann fyrr. Engar ákvarðanir voru
teknar aðrar en þær að næsti
fundur verður haldinn í febrúar.
„Efnislega er ekkert frá fund-
inunt að segja annað en að þetta
er komið af stað, og ntenn voru
sammála um að skoða málin hver
hjá sér og ræða saman á nýju
ári,“ segir Halldór. Að sögn
bæjarstjóra eru sölumöguleikar
háðir ýmsum atriðum, t.d. því
hvort santeignaraðilar bæjarins,
ríkið og Reykjavíkurborg, sam-
þykkja söluna. Þá er eftir að
koma sér niður á verð sent menn
Ei^narmatsmál Qárbænda í Húnaþingi:
Ar liðið frá niðurskurði
en ekkert mat enn komið
sætti sig við, og síðast en ekki síst
er ekki vitað hverjir rnuni hugs-
anlega kaupa. „Það er búið að
reifa þessa hluti, þetta voru
vinsamleg skoðanaskipti og
rabb,“ sagði Halldór að lokum
um fundinn.
Akureyrarbær eignaðist hlut í
Landsvirkjun þegar Laxárvirkjun
var afsöluð fyrirtækinu. Ríkið og
Reykjavíkurborg eiga forkaups-
rétt að hlut Akureyrarbæjar, en
erfitt mun vera að gera sér grein
fyrir hvers virði hann er. Talan
einn til einn og hálfur ntilljarður
króna hefur þó verið nefnd.
Eignaraðild að Landsvirkjun
er þannig háttað að kaupi annað
hvort Reykjavíkurborg eða ríkið
hlut Akureyrarbæjar, þá eignast
sá aðili meirihluta í Landsvirkjun
frá þeim tíma. EHB
Ekki liggur enn fyrir mat Eign-
armatsnefndar á fjárstofni
Hjalta Jósefssonar, bónda að
úrðarbaki í Þverárhreppi og
Hauks Magnússonar Brekku í
Sveinsstaðahreppi, en eins og
fram hefur komið sættu þeir
sig ekki við bætur frá ríkinu
vegna riðuniðurskurðar haust-
ið 1989.
Fjárstofn Hjalta var skorinn
niður þann 2. desember í fyrra og
þá skaut hann málinu til Eignar-
matsnefndar. Nefndin kom norð-
ur í sumar og kannaði aðstæður.
/-----------------------------
Síðan hefur ekki til hennar
heyrst. Hjalti sagði í samtali við
Dag í gær að hann hefði fregnað
það af gangi mála að nefndin
hefði hug á að ganga frá matinu
fyrir jól. Samkvæmt því mætti
eiga von á því í lok þessarar viku.
Bæði voru skorin niður lömb
og fullorðið fé. Hjalti segir að
matið nái aðeins til lambanna, en
ekki hafi enn fengist greiðslur
fyrir fullorðna féð. „Það hafa
engar deilur staðið unt fullorðna
féð, en þrátt fyrir það hafa þeir
ekki viljað borga okkur,“ sagði
Hjalti. óþh
OPIÐ
/' kvöld til kl. 23.00
Aðfangadag kl. 9-12
Lokað 27. desember
GíeMeg
jóC!
Verndargripur
Sets
eftir Söru Hylton
Þetta er þriðja bók Söru
Hylton sem út kemur á
íslensku. Ensk stúlka, dótt-
ir fornleifafræðings er
gædd yfirskilvitlegum
hæfileika til að upplifa í
draumum sínum, mörg
þúsund ára atburði úr lífi
egypskrar prinsessu.
Verð aðeins kr. 1.900.
Hörkuspennandi bók
frá fyrstu til síðustu
blaðsíðu.
Bókaútgáfan
HILDUR