Dagur - 22.12.1990, Blaðsíða 9
Laugardagur 22. desember 1990 - DAGUR - 9
Auk þess þarf presturinn að
sinna hefðbundnum kirkjulcgum
athöfnum; skírn ungbarna, gift-
ingum og útförum í eynni."
í Akureyrarsókn
- Hvenær hófst þú störf í Akur-
eyrarsókn, og hvernig fannst þér
að starfa þar?
„Pað var 15. scptember, en þá
var ég beðinn að koma, og var
settur sóknarprestur í orlofi sr.
Pórhalls Höskuldssonar, sem nú
kemur aftur til starfa. Þetta bar
óvænt að, ég v ;ir að búa mig und-
ir að fara í þjónustu til nokkuð
lengri tíma í prestakall á Vest-
ljörðum, en af þvf varð ekki. þvt
ég ákvað að taka því erindi já-
kvætt þegar ég var beðinn um að
koma til Akureyrar. Pað er að
mörgu leyti erfitt að koma inn í
starf sem þetta í svo skamman
tima. í stóru og verkmiklu presta-
kalli. Tveir prestar starfa í Akur-
eyrarprestakalli, eins og kunnugt
er. Að mörgu leyti hefur minna
mætt á mér þennan tíma en gcrist
að jafnaði um skipaðan sóknar-
prest. jarðarfarir hafa t.d. ekki
nema að litlu leyti komið í minn
lilut, því eðlilega leita sóknar-
börnin frekar til þess sem lengur
hefur starfað á hverjum stað, við
góðan orðstír."
- Pú nefndir að Akureyrar-
prestakall væri stórt og umfangs-
mikið prestakall.
„Já. ég tel ljóst að hér sé um
afar stóra starfseiningu að ræða.
Margir skólar eru innan sóknar-
innar. svt> dæmi sé tekið. Eg lel
ekki óéðliíegt að skoða hvort
kæmi til álita að skipta sókninni
upp í minni starfseiningar. með
tilliti til afmarkaðra þátta eins og
barnastarfs. Pað er varla gerlegt
að hafa barnastarf í Akureyrar-
kirkju fyrir öll börn á svæðinu.
það er t.d. ekki einn barnaskóli
fyrir allt þetta svæði. Hvers
vegna skyldu þau þá sækja
sunnudagaskóla langt að, t.d.
ofan úr Lundárhverfi? Svo bætist
við að stofnanir eru innan sókn-
arinnar sem þjóna stórum
svæðum. ég vísa hér til Fjórð-
ungssjúkrahússins og Dvalar-
heimilisins Hlíðar. Á þessum
stofnunum. cinkum F.S.A.. er
oft mikið af fólki sem búsett er
utan prestakallsins, en þarf á
þjónustu að halda. Hér er því um
meira að ræða en venjulegt safn-
aðarstarf. Þá má ekki gleyma
Menntaskólanum. Verkmennta-
skólanum og Háskólanum. Ef
sinna á öllum þessum stofnunum
svo vcl sé þarf að útvíkka starfið
í sókninni. Ég þekki ekki nema
takmarkað til á stofnunum fyrir
aldraða hér í bæ. en þar er örugg-
lega brýn þörf fyrir öflugt starf."
Starf prestsins
- Margir líta á starf prestsins
fyrst og fremst í tengslum við
guösþjónustur, giftingar og aðrar
slíkar hefðbundnar athafnir. En í
hverju er starf prestsins fólgið
þar fyrir utan?
„Það er liætt við því að í fjöl-
mennum og stórum prestaköllum
og sóknum veröi fastar athafnir
ríkjandi í starfinu, þannig að
kirkjan verði nánast eins og
afgreiðslustofnun, þar sem
ákveönar athafnir eru afgreiddar
samkvæmt pöntun, svo að segja.
Pctta getur þýtt að möguleikar til
að bregðast viö breytingum, nýj-
um verkefnum eða vandamálum
sem upp korna eru takmarkaðir.
Pess vegna finnst mér nauðsyn-
legt að rýna í gerð samfélagsins á
hverjum stað, skoða bæjarfélagið
hér með tilliti til aldurssamsctn-
ingar og fleiri þátta, til að gera
sér grein fyrir hvaða þjónusta er
æskilcg, og hugsanlega með fleira
starfsfólki. Þetta vcrður aö gera
til að meta hvaða þætti þjónust-
unnar eigi aö cfla á hverjum
tíma.
Par sem mikið er af börnum og
ungu fólki verður presturinn að
leggja rnikla áherslu á barnastarf
og starf meðal ungra hjóna,
reyna að styrkja heimilin. Pað
sama má segja um samfélag þar
sem mikið er af öldruðum, þar
þarf að sinna þeim og þeirra þörf-
um sérstaklega. Kirkjan verður
að taka eðlilegan þátt í hverju
samfélagi og axla sína ábyrgð
gagnvart sóknarbörnum, hvernig
svo sem söknirnar eru samsett-
ar."
- Prestar í stórum sóknurn i
Reykjavík hafa kvartað yfir
vinnuálagi, embættisathafnir eru
margar í hverri viku, en auk þess
þurfa þeir að tala milli hjóna. og
sinna margvíslegri sálusorgun. Er
Akureyrarprestakall í flokki með
þessunt erfiðu sóknum?
„Ég vil taka fram að hér hef ég
verið í takmarkaðan tíma, og að
mörgu leyti haft léttara verksvið
en skipaður prestur. Ég tel of
erfitt fyrir tvo presta í þessari
sókn, með cillu sem á þá hleöst.
að stunda mikið af heimsóknum,
hvort sem það er á vinnustaði, í
skóla eða á stofnanir. Slíkar
heimsóknir eru samt nauðsynleg-
ar til að halda sambandi við íbú-
ana, og ef svo ber undir er æski-
• legt að halda stuttar helgiathafnir
á fjölmennari vinnustöðunum.
Ég hef þá reynslu að slíkar helgi-
athafnir séu oft æskilegar og vel
þegnar. Ég hef ekki orðið var við
annað en að það litla sem ég hef
gert af þessu, t.d. hcimsöknin i
hádeginu til Útgerðarfélags
Akureyringa, hafi fallið í góöan
jarðveg."
Þúsund ára afmæli
kristnitöku og safnaðarstarf
- Nú styttist óðum í þúsund ára
afmæli kristnitöku á íslandi. Hef-
ur verið ákveðið að gera eitthvað
sérstakt þcnnan áratug sem er til
stefnu?
„Pjóökirkjan ætlar að nota
þennan áratug sérstaklega til
safnaðaruppbyggingar, og segja
má að í því hugtaki felist margt.
Safnaðarendurnýjun og safn-
aðarefling eru oft nefnd í því
sambandi. Hvaö sem menn vilja
kalla þetta þá er inntakið það að
söfnuðirnir skoði ástand sitt og
horfist í augu viö stööuna, og geri
áætlanir um hvaða starf beri að
efla. Markmið starfsins verða að
vera skýr. og leggja verður
áherslu á þá þætti sem mestu máli
skipta á hverjum stað."
- Er eðlilegt að líta eingöngu
til þjóna kirkjunnar um trum-
kvæði í þessum efnum?
„Á biskupsslofu helur sérstak-
ur starfsmaður verið ráöinn til að
sinna þessu verkefni. Megin-
þunginn hlýlur þó að vera a
söfnuðum landsins, frumkvæði
verður að koma þaðan. Söfnuð-
irnir verða að velja leiðir lil að ná
settum matkmiöum í eflingu
safnaöarstarfsins.
Ég tel heppilegt að skoða þessi
mál með hliöstæöu frá skóla-
starfi. Ég starfaði fimm ár sem
námsstjóri í kristnum fræðum við
menntamálaráðuneytið. áður en
ég kom hingað. Á þeint vettvangi
er unnið að starfsáætlunum og
gerð skólanámsskráa. sem bygg-
ist á því að hver skóli reyni, út frá
markmiðum aðalnámsskrárinn-
ar. að meta stöðu sína og gera
áætlanir. Þetta byggist á sam-
starfi við marga aöila á hverjum
stað. foreldra og aðra. En grund-
völlur þess að liægt sé aö taka
stefnumarkandi ákvarðanir er
auðvitað að gera sér grein fyrir
ástandi og þörfum á hverjum stað
og tíma. Pess vcgna cr mikilvægt
að söfnuðirnir fari sem fvrst að
vinna í þessu grundvallarmáli. að
kanna þarfir sínar, ástand og
samsetningu. Mikilvægt er að
hafa hlutina markvissa. í stað
þess að framkvæma út í bláinn án
áætlunar. eingöngu lil að geta
bent á aö eitthvað sé gert.
Á svipaðan liátt má segja unt
kirkjuna að kirkjuhúsiö sjálft
getur ekki verið kjarni málsins
eða undirstaða og uppistaða
starfsins. Kirkjuhúsið er tæki fyr-
ir söfnuöinn til að starfa í, söfn-
uöurinn starfar ekki til að halda
húsinu í notkun. eða til að \ið-
halda bvggingunni sem slíkri.
Kirkuhús eru ekki byggð til að
vera sjálfstæöir helgidómar.
heldur eru þau starfstæki safnað-
anna til aö ná þeim markmiðum
sem að er keppt. Pað \ erður því
að sníða gerð og nýtingu húsanna
að þvt starfi sem söfnuðurinn
ákveður sjálfur. Markmiöin sjálf
eru sett af Kristi. okkur eru sett
fyrir ákveöin verkefni. t.d. aö
gjöra allar |ijóðir að lærisveinum.
Kristniboðsskipunin og skírnar-
skipunin eru í sjálfu sér frum-
skipanir kristninnar. F.n á hverj-
um stað verður að nást samstaða
um hvað í þessu fclst. og hvernig
menn \ilja vinna að þessum
málum."
- Söfnuðurinn og kirkjuhúsiö
eru ekki það sama.
„Að suniu leyti er óþægilegt aö
nota sama orðið yfir söfnuð og
hús. en orðið kirkja merkir hvort
tveggja. Ég hef tilfinningu fyrir
því aö í hugum margra sé kirkja
fyrst og fremst Inisið sjálft. og
jafnvel að kirkjuhúsið eigi hlut-
ina og starfsemina, en ekki öfugt.
Söfnuöurinn er auðvitað lifandi
fólk. og jafnvel þótt söfnuöur
hafi ekki hús til að starfa í telst
hann kirkja. s\ro framarlega sem
fólkið kemur saman í Jesú nafni
og starfar í hans anda."
- Pað \æri sem sé ekki í anda
kristindómsins að tilbiðja kirkju-
húsið sem slíkt.
„Nei. við verðum að passa
okkur á að gera ekki húsið eða
stofnunina að meginatriði. það
hlvtur að \era starfsemin og sá
Drottinn sem er tilbeðinn. og
fólkiö sem söfnuöurinn nær til að
þjóna. Kirkjan er ekki til fyrir
sjálfa sig, hún er fyrir aðra. Hún
er starfstæki Drottins, til þjón-
ustu við mennina og alll
mannkyn.”
Aðventuljósin sjö
og merking þeirra
Séra Ingólfur hefur undanfarið
minnst töln\ert á uðventuljósin
sjö í ræðum og ávörpum. en þessi
sjö Ijós lýsa í gluggum þúsunda
heimila um land allt á aðvent-
unni. Hann var spurður um tákn-
ræna merkingu þessara sjö Ijósa.
„Ýmsir nýir jólasiðir hafa rutt
sér til rúms undanfarna áratugi
hérlendis, m.a. aðventukransinn
með fjórum kertum. Par er nokk-
uð augljóst fvrir flesta Itvað kert-
in merkja. en þau standa fvrir
sunnudagana fjóra í aðventunni.
Hvert kerti er revndar einnig
hægt að tengja við ákveöin atriði
í jólaboðskapnum. En ljósin sjö í
gluggunum hafa valdiö mörgum
útlendingum talsverðum heila-
brotum.
Erlendis eru menn vanir því aö
sjöarma Ijósastikan er gyöinglcgt
tákn. Hún er reyndar eitt höfuð-
tákn gyðingdómsins. Pví vaknar
sú spurning meðal ókunnugra
hvort á Islandi búi svo margir
Gyðingar. Gyðingar híða enn
komu Messíasar, þeir trúa ekki
að Jesús hafi verið sá fyrirheitni.
Pví er mikilvægt fyrir okkur að
gefa þessum íjósurn kristilega
merkingu. Auðvitað er þetta
tengt gyðingdómi. þ.e.a.s. krist-
indómur er að hluta til arfur frá
gyðingum. Mcðal þess. sem við
höfum fengið í arf, er Drottinleg
bæn sem Jesús kenndi; Faöirvor-
ið. Sú bæn er í raun samsett af sjö
bænum. og Gyðingar gætu vel
beöiö þá bæn án erfiðleika. því
ekkert í henni er þess eðlis að
Gyöingar gætu ekki tekið undir
það. Pess vegna hefur mér verið
það nokkur't kappsmál að láta
aöventuljósin sjö minna á sjö
bænir Faðirvorsins. Fyrst kemur
ávarp, þá sjö bænir og niöurlag.”
Starfsreynsla
- Þú hefur starfað sem lögreglu-
maður. kennari, leiðsögumaöur
og prestur. Hefur eitthvað af
fyrri reynslu þinni nýst sérstak-
lega hér?
„Auðvitaö kemur öll starfs-
reynsla sér vel fyrir presta. t.d.
að hafa starfað mikiö sem leiö-
sögumaður með útlendingum.
þegar ég hef verið að sýna Akur-
eyrarkirkju. Pað er ánægjulegt
að geta sýnt og kynnt fallegt
kirkjuhús. Kennslureynslan kent-
ur að gagni við fermingarundir-
búning. og auk |iess hef ég hlaup-
ið í skarðið við kennslu í Gagn-
fræðaskóla Akureyrar. Par hefég
aðallega leiðbeint um fíknivarn-
ir. og kennt íslensku. Samstarfið
við nemendur og kennara Gagn-
Iræðaskólans hefur verið gott.
Reynsla mín af lögreglustarfinu
hefur kentit mér að nauösynlegt
er fyrir menn úr ólíkum starfs-
stéttum að ræða saman um
vandamálin sent upp koma. og á
þeim tíma sem ég hef verið á
Akureyri hafa veriö samráös-
fundir lögreglumanna. lækna og
prcsla um ákveöin mál. Mér hef-
ur virst það árangursríkt, og vona
að franthald geti orðiö á því.
En prestreynsla mín áður er
ekki að öllu leyti sambærileg við
starfiö undanfarna mánuði. Ég
þjónaöi að vísu eitt ár í Laugar-
nesprestakalli í Reykjavík. og
naut þess þá að hafa safnaöar-
systur. Eg finn verulega til þess
hversu miklu auðveldara væri að
starfa í Akureyrarprestakalli í
sambandi \ið sjúkrahúsið og clli-
heimilið. ef sainaðarsystir væri í
starfi sem tengiliður við prestana.
Hvað hugsanlega fjölgun starfs-
manna í Akureyrarprestakalli
snertir vil ég gjarnan koma því á
Iramfæri að ekki er alltaf nauð-
synlegt að fjölga prestum. safn-
aöarsystur og djáknar eru einnig
mjög mikilvægir starfsmenn."
Dýrmætt tækifæri
- Hvað viltu segja að lokum?
Mér er efst í huga, þótt ég hafi
ekki sóst eftir að koma hingað og
vaxið það dálítiö i augum. að
þetta hefur verið dýrmætt tæki-
færi. Ég tengdist aftur því lífi sem
ég átti hér áður fyrir 40 árum. á
menntaskólaárunum, en margar
góðar og gleðilegar minningar á
ég síðan. Auk þess hafa tengsl
við frændur, vini og kunningja á
svæðinu eflst. ekki síst við föður-
ættina í Fnjóskadal. m.a. hafði
ég tækifæri til að messa á llluga-
stöðum. í kirkju foreldra minna
og forfcðra. Einnig var dýrmætt
að kynnast fjölbreyttu safnaöar-
lífi og mannlífi á Akureyri. Éger
þakklátur fyrir góðar móttökur,
en þjónusta í svo skamman tíma
kemur ekki að því gagni sem
æskilegt væri, og til þess finn ég
nokkuð. En ég vil nota tækifærið
til að þakka þeim fjölmörgu
ágætu manneskjum sem ég hef
kynnst, ckki síst samstarfsmönn-
unt mínum í Akureyrarkirkju.
sr. Birgi Snæbjörnssyni, sókn-
arnefndarmönnum og starfs-
mönnum kirkjunnar." EHB