Dagur - 22.12.1990, Blaðsíða 19

Dagur - 22.12.1990, Blaðsíða 19
Laugardagur 22. desember 1990 - DAGUR - 19 poppsíðon Bubbi - Sögur af landi: Betri en síðast Nú munu vera um tíu ár síðan Bubbi Morthens kom fram á sjón- arsviðið með Isbjarnarblúsinn sinn, þá plötu sem markaði upp- haf nýs skeiðs í íslenskri rokk- tónlist og sem sumir telja að sé eitt hið merkasta í sögu hennar. Ekki þarf að rekja ferii Bubba hér því svo vel er hann kunnur popp- áhugamönnum. Tónlistarlega hafa þessi tíu ár verið nær óslitin sigurganga fyrir Bubba og er hann óneitanlega ókrýndur kon- ungur íslensks rokks. Á öðrum Umsjón: Magnús Geir Guömundsson sviðum hefur hins vegar ýmislegt bjátað á og hafa textar og tónlist ekki farið varhluta af því. Eins og kunnugt er kom út fyrir jólin ævi- saga Bubba til þessa og er þar farið rækilega ofan í sigra og ósigra hans á þessu tímabili m.a. Sögur af landi verða að teljast visst skref fram á við á ferli Bubba, a.m.k. hvað textagerð varðar, því þótt þeir hafi löngum verið góðir, þá hafa þeir stórbatn- að formlega séö og væri nær að nefna skáldskapinn Ijóð en dæg- urlagatexta. (T.d. Sonnettan og Stúlkan sem starir á hafið.) Tónlistarlega séö eru Sögur af landi ekki nein bylting og í sjálfu sér er ekkert nýtt sem einkennir hana af hendi Bubba. Hins vegar eru lagasmíðarnar heilsteyptar og grípandi, nokkuð sem vantaði alveg á síðustu plötunni, Nóttinni löngu, en sú plata er að dómi umsjónarmanns Poppsíðunnar Bubbi heldur sínu striki. ein slakasta plata Bubba. Bestu lög plötunnar finnst mér vera Laugardagsmorgunn, Sonn- ettan og Sú sem aldrei sefur, en flest hinna laganna eru einnig ágætlega áheyrileg. Sögur af landi er ekki besta plata Bubba en hún uppfyllir áreiðanlega þær kröfur sem aðdáendur hans gera og því er takmarkinu væntanlega náð. Ný dönsk - Regnbogaland: Ágæt á sinn hátt Ný danskri skaut fyrst upp á stjörnuhimininn þegar hún sigr- aði í músíktilraunum Tónabæjar fyrir nokkrum árum. Vakti hljóm- sveitin mikla athygli fyrir hressi- legt rokk og bráðskemmtilega sviðsframkomu þar sem Daníel Ágúst Haraldsson söngvari fór fremstur í flokki. Ný dönsk fór síðan eins vel af stað og hugsast gat með laginu sínu Hólmfríður Júlíusdóttir, en W. Axl. Rose slapp með skrekkinn Úrskurður í máli söngvara Guns ’n’ Roses, W. Axl. Rose er nú fenginn og var á þá lund að mál- inu var vísað frá vegna skorts á sönnunargögrium. Eins og Popp- síðan skýrði ítarlega frá fyrir skömmu kærði nágrannakona Rose hann fyrir líkamsárás, en hún hélt því fram að söngvarinn hefði ráðist að sér og barið sig með vínflösku þegar hún bank- aði upp á hjá honum til að kvarta undan hávaða hjá honum. Var málinu vísað frá á þeim forsend- um að ekki tókst að sanna að Rose hefði barið hana með flösk- unni. Hyggst Rose nú í kjölfar þessa leiðindamáls flytja úr fjöl- býlishúsi því sem hann bjó í og kaupa sér hús í Hollywoodhæð- um. U2 í hljoöveri Aðdáendur stórhljómsveitarinnar írsku U2 geta nú fariö að hlakka til næsta árs því hljómsveitin kom nýlega saman í hljóðveri í Bprlín til að taka upp nýja breið- skífu. Herma fregnir að þeir fé- lagar í U2 séu nú þegar komnir með ein 30 til 40 lög sem til greina koma á plötuna og að e.t.v. enn fleiri muni bætast við. En U2 hefur ekki bara verið að vinna að upptökum á nýrri plötu í Berlín heldur einnig notað veru sína þar til að gera nýtt mynd- band við lagið Night and Day sem var framlag hljómsveitarinnar á plötunni Red, Hot and Blue sem gerð var til styrktar baráttunni gegn alnæmi. Pað var enginn annar en hinn frægi þýski kvik- myndaleikstjóri Wim Wenders sem stjórnaði gerð myndbands- það lag er í huga margra, og þar á meðal umsjónarmanns Popp- síðunnar, eitt besta rokklag sem sett hefur verið á plast á íslandi hin seinni ár. Fyrsta breiðskífa hljómsveitar- innar kom svo út í fyrra og þótti hún að mörgu leyti hin ágætasta rokkplata. Á nýju plötunni, Regn- bogalandi, hefur hljómsveitin hins vegar heldur slakað á rokk- klónni, ef svo má að orði komast. ins en hann hefur hlotiö heims- frægö m.a. fyrir mynd sína París, Texas Hvorki nafn né útgáfudag- ur hafa verið ákveöin fyrir plöt- una en hún kemur í fyrsta lagi út einhvern tímann á næsta sumri. Með tilkomu hinna sérlegu að- stoðarmanna, þeirra Jóns Ólafs- sonar og Stefáns Hjörleifssonar (Possibillies- og Bítlavinamenn) hefur tónlistin róast mikið og eru það því róleg píanó- og kassa- gítarstef sem eru áberandi, þótt allar lagasmíðar séu þeirra kumpána Daníels og Björns Jr. Friðbjörnssonar. En þrátt fyrir þessa vissu stefnubreytingu er Regnbogaland sem slík hin ágætasta poppplata. Það er þó í lögum þar sem meiri krafts gætir sem hljómsveitinni tekst best upp og eru lögin Tíminn og Draumar þar sýnu best. Ný dönsk er greinilega komin til að vera í íslensku poppi en að ósekju mætti rokkaðri hlið hljóm- sveitarinnar njóta sín meira í framtíðinni en hún gerir á Regn- bogalandi. Poppsíðan óskar lesendum sínum gleðilegra jóla. íT OPIÐ 13.00-18.00 strnrmdagiirti 23. des. Mikið úrval af vörum fr á HEIMSIvJÓSI og margt, margt íleira ☆ Veiið velkomin FfNARIÍNUR GJAFAVARA SKIPAGÖTU 13. J Hitt og þetta Jólasveinar koma í heimsókn kl. 16-18 í dag Veríö velkomin. HAGKAUP Akureyri l/l jólagjafa! Mikid úrval af utivistarfatnadi frá Skátabúðinni Protex kuldafatnaður Karrimor fatnaður. Úrval af fjallgönguskóm frá Scarpa. Legghlífar, lúffur, húfur, svefnpokar, stál- hitabrúsar, áttavitar og fl. o.fl. EYFJORÐ Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275 /-------------------------------------\ íspan auglýsir: Spegla-súlur • Spegla-flísar • Speglar í plaströmmum • Speglar með myndum • Smellurammar • Speglar skornir eftir óskum • Plexygler ISPAN HF. Norðurgötu 55 Símar: 96-22688 og 96-22333.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.