Dagur - 22.12.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 22. desember 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUr,: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI,
SlMI: 96-24222 ■ SÍMFAX: 96-27639
ASKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI • UUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON.
RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON.
UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON.
BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþr.),_______
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG
MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON,
ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSM.: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON.
PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RlKARÐUR B. JÓNASSON,
ÞRÖSTUR HARALDSSON.
AUGLÝSINGASTJ.: FRlMANN FRlMANNSSON.
DREIFINGARSTJ.: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASlMI 22791.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL.
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Hátíð fer að höndum
Senn fer að höndum fæð-
ingarhátíð frelsarans, Jesú
Krists. Þessi mikla hátíð
skipar sérstakan sess í
hugum kristinna manna
um allan heim og veitir
þeim birtu og yl. Jólin eru
hátíð ljóss og friðar. Boð-
skapur þeirra um frið á jörð
mótar viðhorf og afstöðu
milljóna manna víðs vegar
um veröldina, allan ársins
hring. Margir virða á hinn
bóginn boðskap jólanna að
vettugi og virðast hafa
misst sjónar af hinu góða í
tilverunni. Um það vitna
þau fjölmörgu staðbundnu
stríð sem háð eru víða um
heim og ógnvænleg starf-
semi hryðjuverkamanna
sem telja að tilgangurinn
helgi meðalið. Ennfremur
er ljóst að fjölmargar þjóðir
og þjóðabrot sæta kúgun
af ýmsu tagi og fá ekki um
frjálst höfuð strokið. Á
sama tíma og hluti mann-
kyns býr við auðlegð og
allsnægtir búa milljónir
manna við örbirgð og
skortir flest það sem við
hin teljum til daglegra
nauðþurfta. Það er sem
sagt staðreynd að tugþús-
undir fólks láta lífið ár
hvert vegna illsku manns-
ins, illsku sem birst getur í
margvíslegum myndum.
Þetta er umhugsunarefni
hverjum kristnum manni.
Boðskapur jólanna um frið
og kærleik á jörð hefur
augsýnilega ekki náð til
allra. Mannkynið á langa
leið fyrir höndum áður en
því marki verður náð að
friður ríki í samfélagi þjóð-
anna. Ef til vill mun sá dag-
ur aldrei renna upp.
Jólin eru hátíð barnanna,
hátíð fjölskyldunnar. Um
jól gefst fjölskyldunni kær-
komið tækifæri til að vera
saman í nokkra daga og
njóta þess friðar og kær-
leika sem jafnan einkennir
hina miklu hátíð. Þetta
gildi jólanna er mjög mikil-
vægt því slíkar stundir eru
allt of fáar í algleymi
lífsgæðakapphlaupsins.
Jafnvinnusamri þjóð og
íslendingum veitir svo
sannarlega ekki af að njóta
kyrrðar jólanna og slaka á
frá spennu hversdagsins.
Flestir nota þá helgi sem
nú er hafin til að leggja
lokahönd á jólaundirbún-
inginn. Hjá hinum fullorðnu
verður helgin eflaust eril-
söm en þau sem yngri eru
bíða óþreyjufull komu jól-
anna. Og fyrr en varir er
biðin á enda. Innan tíðar
gengur jólahátíðin í garð
og ró færist yfir. Ljósin
skína skært og víkja svart-
asta skammdeginu til hlið-
ar um stund. Dagur óskar
lesendum sínum og lands-
mönnum öllum gleðilegra
jóla. Megi friður styrkjast í
mannheimi. BB.
til umhugsunar
Að brauðfæða heimiim
erum við nokkru nær?
Eftir Þórö ingimarsson.
Að kvöldi föstudagsins 14. desember höfðu safnast 6,3 milljón-
ir króna í jólasöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar. Er það um
1200 þúsund krónum meira en safnast hafði á sama tíma fyrir
ári. Landssöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar nefnist Brauð
handa hungruðum heimi. Framlag okkar í baráttunni við
örbirgð og allsleysi er ekki mikið miðað við þau vandamál er
við er að glíma í mörgum löndum veraldar. En með þekkingu
á málefnum hinna sveltandi jarðarbúa og góðri skipulagningu
er þó unnt að nýta framlag 250 þúsund manna þjóðar á þann
hátt að það komi að notum. Einskorða það við verkefni sem
við erum megnug að leysa, stærðar okkar vegna. Starf Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar minnir okkur á að velmegun ríkir ekki á
meðal allra þjóða. Allsleysi er enn víða til staðar og hungurvof-
an læðist um á meðal margra jarðarbúa. Athygli vekur að
hungur og bjargarleysi hafa jafnan fylgt mörgum veðursælum
og frjósömum hlutum heimsins. Koma þar mismunandi ástæð-
ur til, bæði þróunarlegs eðlis en ekki síður af stjórnmálalegum
toga. Oft hefur verið deilt um réttmæti matarsendinga til svelt-
andi fólks, þjóða eða þjóðarbrota. Nær væri að koma þessu
fólki til sjálfshjálpar og kenna því að nýta umhverfi sitt til fæðu-
öflunar í stað þess að sitja máttfarið með hendur og höfuð í
skauti með algjört vonleysi í veganesti. Að sjálfsögðu eiga þær
skoðanir rétt á sér og flestum er Ijóst að án möguleika til sjálfs-
hjálpar verður íbúum margra landsvæða og jafnvel heilla þjóða
vart komið til bjargar. Leiðin til þess er þó því miður bæði löng
og grýtt. Oft eru matarsendingar nauðsynlegar til að forða stór-
um slysum á meðan ekki gefst færi til að sinna þessum tröll-
auknu verkefnum á annan hátt.
Þurfa 40 þúsund börn að deyja á dag?
Hin mikla barátta við hungurvofuna, sem enn er framundan, leiðir
síðan hugann að öðrum málefnum er tengjast fæðuöflun og verslun
með matvörur. Nýlega sátu fulltrúar 105 þjóða, sem mynda banda-
lag um verslun og viðskipti, á fundi í „höfuðborg Evrópu“ Brussel.
Á fundinum var tekist á um hvort hinar efnaðri þjóðir heims, á
borð við Japan og ríki Vestur-Evrópu, ættu að draga saman stuðn-
ing er þær hafa veitt landbúnaði og hefja á þann hátt að margra
dómi skipulagðan samdrátt fæðuöflunar. Talsmenn þess benda á
að mun hagkvæmara sé að rækta korn og ala nautgripi á víðlendum
sléttum Vesturálfu og í Eyjaálfu en í fjöllóttri og þéttbýlli Evrópu.
Ef matvælaframleiðsla er einungis litin með augum hagfræðikenn-
inga má sjá skynsemi í því að framleiða mestalla fæðu á þeim stöð-
um sem skilyrði frá hendi náttúrunnar eru best. En hagfræðin er
aðeins ein þeirra fræðigreina sem mannkynið hefur þróað til að
skilgreina sig og samskipti sín í milli og því varasamt að líta til
hennar einnar þegar jafnalvarleg mál eru til umfjöllunar og að fólk
hafi að borða. Þótt ekki sé efast um viljann til hagkvæmrar versl-
unar hlýtur það að teljast varasamt að afhenda ákveðnum svæðum
jarðarinnar nánast alla matvælaframleiðslu í krafti þess að neyslu-
vörur hljóti að verða ódýrari. Samkomulag jarðarbúa hefur hingað
til ekki verið á þann veg að einungis hluta þeirra sé treystandi fyrir
fæðuöfluninni, sem er undirstaða alls lífs. Ef samkomulag væri alls
staðar ríkjandi milli þjóða og einnig innan þeirra, hvort sem það
byggðist á viðskiptalegum eða siðferðislegum grunni, þyrftu 40
þúsund börn ekki að deyja á degi hverjum hér á jörð.
Postular landauðnarstefnunnar pirraðir
Samkvæmt nýlega gerðri könnun á vegum Félagsvísindastofn-
unar um afstöðu íslendinga til landbúnaðar kom í ljós að meiri-
hluti þeirra er hlynntur áframhaldandi matvælaframleiðslu í
landinu. Meira en helmingur þeirra er könnunin náði til kvaðst
tilbúinn að greiða hærra verð fyrir innlend matvæli en hugsan-
lega yrði unnt að ná með kaupum á þeim frá Evrópu eða
Bandaríkjunum. Einnig kom skýrt í ljós að íslendingar vilja
viðhalda byggð í landinu og leggja nokkuð af mörkum til að svo
megi verða, í formi neyslu innlendrar landbúnaðarframleiðslu.
Niðurstöður afstöðukönnunarinnar koma ekki á óvart. Þótt
miklum áróðri hafi verið haldið að landsmönnum varðandi hag-
kvæmni og nauðsyn innflutnings á landbúnaðarafurðum hafa
postular landauðnarstefnunnar ekki haft erindi sem erfiði.
Einn helsti talsmaður þeirra, Jónas Kristjánsson, ritstjóri, var
þess vegna pirraður er hann ritaði forystugrein sína í helgar-
blað DV fyrir viku. Hann vænir íslendinga um að vera sein-
þroska þjóð, sem ekki getur skilið hvernig unnt sé að spara 10
til 12 milljarða á ári með því að hætta að framleiða matvæli.
Hann líkir sjálfsbjargarhugsunarhætti þjóðarinnar við sjálfs-
refsingarstefnu og segir að ef hagsæld eigi að haldist í heimi
vorum á komandi tímum megi einungis 2% af vinnufærum
mannafla þjóðanna stunda landbúnað. Jónas Kristjánsson er
annars skemmtilegt undur í skoðanaskiptum. Öfgar krydda
umræðuna og eru oftast hættulitlar eins og nú hefur berlega
komiö í ljós. Einnig vaknar spurning um hvort hrossabóndinn
á Seltjarnarnesi meinar hvert orð er hann ritar á síður málgagns
síns.
Atvinnan flyst til
Önnur tíðindi og óvænni komu fram í umræddri könnun Fé-
lagsvísindastofnunar. Fáfræði var áberandi varðandi tengsl
landsins við stofnanir á erlendum vettvangi. Um 21% aðspurðra
hélt að ísland væri nú þegar aðili að Evrópubandalaginu. Á
sama hátt álitu 24% svarenda að við séum ekki aðilar að frí-
verslunarbandalaginu EFTA, 37% vissu ekki hvort við erum
aðilar að GATT-tollabandalaginu eða ekki og 19% halda að
GATT sé okkur óviðkomandi þrátt fyrir allmikla umræðu um
málefni þess að undanförnu, bæði í sjónvarpi, útvarpi og dag-
blöðum. Þótt málefni Evrópubandalagsins snúist um annað og
meira en landbúnað þá snerta þau okkur fyrst og fremst sem
matvælaframleiðsluland. Þau snerta okkur ekki síst vegna þess
að við erum fiskveiðiþjóð og eigum mikið undir mörkuðum á
meginlandi Evrópu. Norðurlandaþjóðirnar eru nú hver af ann-
arri að móta afstöðu sína til bandalagsins. Danir eru aðilar að
því og Svíar hafa nú ákveðið að leita eftir inngöngu. Skiptar
skoðanir eru um málið í Noregi og Finnar eru í biðstöðu eins og
við íslendingar og kjósa að sjá hver framvinda viðræðnanna,
sem nú standa yfir milli EFTA og Evrópubandalagsins, verður.
I greinargerð, sem norsku atvinnuvegasamtökin hafa gefið út
og fjallar um stöðu fiskveiða gagnvart EFTA og EB, er lögð
áhersla á að unnt sé að flytja unnar sjávarafurðir til ríkja
Evrópubandalagsins. Norðmenn flytja nú um 60% af sjávaraf-
urðum til EB. Nú blasir sá vandi við þeim að innan EB eru
hærri tollar af unnum matvælum úr sjávarfangi en af hráefninu
eins og það kemur um borð. Höfundar norsku skýrslunnar telja
að alltof stór hluti útflutningsins sé lítt unnið hráefni og að
mörg þúsund manns hafi nú atvinnu við vinnslu matvæla úr
norskum fiski. Þessi sömu vandamál hafa gert vart við sig hér á
landi og fara vaxandi. Menn hafa af því nokkrar áhyggjur og
ekki að ástæðulausu.
Erum við nokkru nær?
Teljast verður kaldhæðnislegt að mikil vandamál í samskiptum
þjóða í milli skuli stafa af framleiðslu matvæla og viðskiptum
með þau á sama tíma og 40 þúsund börn deyja úr næringar-
skorti á degi hverjum. En breytingar á viðskiptakerfi með land-
búnaðar- og sjávarútvegsafurðir milli hinna iðnvæddu þjóða
leysa ekki vanda hins sveltandi hluta mannkyns. Ríki hungur-
vofunnar kaupa ekki þá umframframleiðslu sem iðnríkin kosta
til að framleiða. Það er því til umhugsunar um þessi jól hvort
við stöndum nokkuð nær því að brauðfæða heiminn en í byrjun
þessarar aldar þegar tækni og þekking á auðlindum jarðar var
öll önnur og takmarkaðri en í dag. Það er til umhugsunar hvort
mannkynið er nokkru nær þeirri samstöðu sem því er nauðsyn,
þrátt fyrir tvær heimsstyrjaldir, kaldastríðsátök og nú síðast
„þjóðarsátt" austurs og vesturs. Stærsta vandamál hcimsins er
enn óleyst: Hvernig við ætlum að skipta lífsnauðsynjum jarðar
á milli jarðarbúa, sem sífellt fer fjölgandi.