Dagur - 22.12.1990, Blaðsíða 17

Dagur - 22.12.1990, Blaðsíða 17
t Laugardagur 22. desember 1990 - DAGUR - 17 efst í huga Jólatrén okkar og þeirra Og hvaö skyldi nú einum nýfluttum höfuöstað- arbúa vera efst í huga þegar hann situr viö tölvuna langt noröur í landi í síöustu viku fyrir jól? Ætli það sé nokkuð frábrugöið því sem öörum landsmönnum er efst í huga á þessum stystu dögum ársins? Vitaskuld eru það jólin og allt tilstandið í kringum þau sem yfirskyggir aöra atburöi. Aö þessu sinni eru jólin kennd við launafólk vegna þess að jóladagarnir raöa sér þannig aö úr þeim næst hámarksnýting. Áður fyrr hétu svona jól stórubrandajól og mun þaö nafn dregið af orðinu brandur í merkingunni „logandi raftur". Sem aftur leiðir hugann aö Ijósadýrðinni í kringum jólatilstandið. Hún eykst frá ári til árs og þótt Ijósin séu kærkomin í svartasta skammdeginu fer ekki hjá því að maður þykist merkja dulítinn kauþmannaþef af sumum Ijósaskreytingunum. Nú er svo komið að hér á landi fyrirfinnst vart svo aumt pláss að það skarti ekki af jólatré sem einhverjir bæjarstjórar f norrænum vinabæjum hafa sent til að lífga upp á tilver- una hjá okkur hér á hjaranum. Vitaskuld er stærð trjánna í réttu hlutfalli við íbúafjölda hvers bæjar. Jólatréð sem á hverju ári berst frá Ósló og er sett upp á Austurvelli í Reykja- vík er ekki bara stærsta tréð heldur einnig það sem mestrar athygli nýtur í fjölmiðlum allra landsmanna. Hér um árið þegar vinstrimönnum tókst um skeið að stugga Sjálfstæðisflokknum frá völd- um í borgarstjórn Reykjavíkur var haft á orði að erfiðasta ágreiningsefni nýja meirihlutans heföi verið að koma sér saman um það hver skyldi verða forseti borgarstjórnar. Ástæðan var sú að sá sem því virðulega embætti gegndi höndlaði einnig það hnoss að fá að kveikja á norska jólatrénu. Þetta kom mér i hug þegar ég sá í Morgun- blaðinu á dögunum fréttamynd sem sýndi hvar Davíð Oddsson borgarstjóri var að kveikja á Ijósum prýddri jólabjöllu sem hangir yfir höfði borgarbúa skáhallt norður af Morg- unblaðshöllinni. Þarna fékk karlanginn örlitla sárabót fyrir að hafa þurft að horfa á Magnús L. kveikja á stóra trénu í sviðsljósi fjölmiðl- anna nokkrum dögum áður. Og um síðustu helgi fékk Steingrímur J. Sigfússon að snúa lykli í hengilás og opna nýju Múlagöngin. Það er hins vegar haft fyrir satt að ekki verði klippt á borðann og kampa- vínið teygað fyrr en svo stutt sé til kosninga að hljóðið í skærunum endurómi ennþá í hlustum háttvirtra kjósenda þegar þeir kjósa á þing í vor. Mér flaug í hug að nú væru þessir tveir stjórnmálamenn búnir að tryggja sig gegn því að fara í jólaköttinn um þessi jól. Þeir hafa fengið sínar jólagjafir sem þeir vonast til að nægi til að fleyta þeim inn á þing í vor. Það er líka svo gott útsýni yfir norska jólatréð úr Alþingishúsinu. Kannski er þaö þess vegna sem þeir sækja það svo fast margir hverjir að komast á þing. Við sem erum flutt úr nágrenni Austurvallar eða höfum jafnvel aldrei búið þar verðum að láta okkur nægja lágreistari tré. Við verðum líka að láta okkur lynda að sjónvarpið sér ekki ástæöu til að sýna alþjóð þegar við kveikjum okkar eigin jólaljós. Það verður samt vonandi ekki til að spilla jólagleðinni fyrir okkur. Þröstur Haraldsson. Og svo hvetur þú hann til að æfa keppnisíþrótt. \ Bæjarbúar! Þökkum ykkur veittan stuðning við söfnun mæðrastyrksnefndar. Við sendum ykkur gleðilegar jóla- og nýárs- óskir. MÆÐRASTYRKSNEFND AKUREYRAR. Sendum viðskiptavinum, svo og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsœlt komandi ár Sparisjóður Akureyrar og Arnarneshrepps Brekkugötu 1, sími 24340. —4 Félagar í Sjómannafélagi Eyjafjarðar Félagsfundur verður haldinn föstudaginn 28. desember n.k. kl. 13.00 að Skipagötu 14, 4. hæð. Fundarefni: Atkvæðagreiðsla um nýgerðan kjarasamning. Lífeyrissjóðsmál. Önnur mál. Áríðandi að sem flestir mæti. Stjórnin. Harmonikuunnendur Dansleikur verður í Lóni v/Hrísalund, laugardaginn 29. desember kl. 22.00-03.00. Félagar úr Harmonikufélagi Þingeyinga ieika með okkur fyrir dansi. Aílir velkomnir. Félag harmonikuunnenda Eyjafirði. AKUREYRARBÆR Gæsluvellir Opnunartími gæsluvalla Akureyrarbæjar verður sem hér segir milli jóla og nýárs: Eyrarvöllur 27. og 28. des. kl. 14-17. Lundarvöllur 27. og 28. des. kl 14-17. Borgarvöllur 27. des. kl. 14-17. Bugðuvöllur 28. des. kl. 14-17. Aðrir vellir bæjarins verða lokaðir þessa daga. Dagvistardeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.