Dagur - 29.12.1990, Blaðsíða 17
efst í huga
Laugardagur 29. desember 1990 - DAGUR - 17
--------------—-------------------\
l
Að fá að njóta flugeldanna
Þá er enn eitt áriö að renna sitt skeiö á enda og
fjölskyldur sameinast við flugeldaskot til að kveðja
það gamla og fagna nýju. í London fyllast öll stræti
af fagnandi fullu fólki þegar nýtt ár heldur innreið
sína, en sem betur fer er það ekki enn svo hér á
landi. Alltaf virðist samt verða meira um að fólkfari
út að skemmta sér á alls kyns áramótafagnaði og
er sjálfsagt hægt að finna bæði kosti og galla á því
eins og öðru. Eg kýs aftur á móti að enda líðandi
ár og fagna nýju í faðmi fjölskyldunnar.
Flugeldar eru nauösynlegir á gamlárskvöldi og
stundum er furðulegt að sjá fullorðna menn
umturnast gjörsamlega við það að skjóta uþp flug-
eldum. Það er eins og þeir gangi í barndóm öðru
sinni og keppni við nágrannann, um það hvor
skjóti upp fallegri og stærri flugeldum, fer oft fram
í þeim málum líkt og öðrum. Annars er ég úr sveit
og þar skýtur maður upp einum flugeldi I senn og
horfir síðan dágóða stund á þá sem koma uþp frá
öðrum bæjum. Málið er bara það að þeim fer alltaf
fækkandi sem skotið er upp í kringum mig og
kemur það til af þeim samdrætti sem orðið hefur í
sveitum landsins síðustu árin. Sú þróun þykir mér
miður, enda voru landnámsmennirnir miklir land-
búnaðarsinnar, þó að stöku sinnum færu þeir í
víking. Nú er það helsta markmið sumra í þjóðfé-
laginu að leggja allan búskap af og flytja inn aliar
þær vörur sem við þörfnumst. Hugmyndin hljómar
hlægilega, en því miður er hún ekkert hlægileg því
svo gæti farið að þetta yrði raunin. Sveitirnar legð-
ust í eyði og atvinnuieysið biossaði upp í þéttbýl-
iskjörnum landsins og það sem meira og verra er,
auðvaldshyggja höfuðborgarinnar lokkaði til sín
landsbyggðarfólk svo á endanum yrði lítið annað
úti á landsbyggðinni en sumarbústaðir og hress-
ingarhæli. Varla held ég að það sé það sem fólk
vill, en slíkt verður hver og einn að gera upp við
sig sjálfur.
Komandi ár er kosningaár og gefst fólki þá kost-
ur á að velja sér framtíð. Þó að barlómur hafi verið
mikill á árinu sem er að líða held ég að allir þeir
sem hugsa um hlutina og skoða sinn hag, sjái að
hann hefur vænkast. Hvenær hefur fólk t.d. áður
séð tíu, tólf ára gömul lán lækka við afborganirnar
svo einhverju nemi? Fleira mætti telja upþ, en
aðalatriðið er þó hve verðbólgan er orðin lág og
guð forði okkur frá því að hún rjúki upp úr öllu valdi
aftur, eins og oft hefur gerst þegar stjórnendur fá
ekki að Ijúka við þau verk sem þeir byrja á. Von-
andi þarf ég í framtíðinni ekki að troðast í gegnum
mannfjöldann fullan á götum Reykjavíkur eftir
miðnætti þess 31. desember. Vonandi get ég haft
það gott I sveitinni, eða einhverju þéttbýli lands-
byggðarinnar og notið flugelda nágrannanna um
leið og minna eigin. Skúli Björn Gunnarsson.
Lausnarsedill myndagátu
Lausn:
Nafh:
Ileimlllsfang: Sími:
IJtanáskriíitin er: Datíur - (myndaí>áta) • Strandgötu 31 • Póstliólf 58 • 602 Akureyri
Skilaírcstur er til 30. janúar 1991
INNLAUSNARVERÐ
VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA
SPARISKlRTEINA RÍKISSJÓÐS
11. FL B1985
Hinn 10. janúar 1991 er tólfti fasti gjalddagi vaxtamiöa verötryggðra
spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B1985.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 12 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir:
Vaxtamiðimeð 5.000,- kr. skírteini kr. 487,00
Vaxtamiðimeð 10.000,-kr. skírteini kr. 974,00
___________Vaxtamiöi með 100.000,- kr. skírteini_kr. 9.740,00_
Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10-júlí 1990 til 10. janúar 1991 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985
til 2969 hinn 1. janúar 1991.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga.
Innlausn vaxtamiða nr. 12 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands,
Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1991.
Reykjavík, 29. desember 1990
SEÐLAB ANKIÍSLANDS
VIÐ STYÐJUM
FLUGELDASÖLU
HJÁLPARSVEITAR SKÁTA
AKUREYRI
KkÐs(ii!W
Hafnarstræti 108 Akureyri Sími 22685
V__________________/
Vörutalning
Matvöruverslanir KEA
Vegna vörutalningar verða kjörbúðir KEA, Brekku-
götu 1, Byggðavegi 98 og Sunnuhlíð 12 ekki opnað-
ar fyrr en kl. 16 miðvikudaginn 2. janúar, en KEA
Nettó verður opnað kl. 13. Hins vegar verður Kjör-
markaður KEA við Hrísalund lokaður allan daginn.
Raflagnadeild, Bygginga-
vörudeild og Vöruhús KEA:
Lokað 2., 3. og 4. janúar.
Kaupfélag Eyfirðinga.
DALVIK
[aJ Veitustjóri
W á Dalvík
Laus er til umsóknar staða veitustjóra á Dalvík
við Hita- og vatnsveitu Dalvíkur.
Veitustjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri fyrir-
tækjana og starfar samkvæmt reglugerðum fyrir
Hita- og vatnsveitu Dalvíkur.
Nánari upplýsingar um starfi veitir undirritaður í
síma 96-61370.
Umsóknum skal skila á skrifstofu Dalvíkurbæjar,
Ráðhúsinu, fyrir 14. janúar 1991.
Bæjarstjórinn á Dalvík.
Hjartkær eiginmaöur minn,
TRYGGVI RAGNAR GUÐMUNDSSON,
Ránargötu 4,
sem lést 23. desember, veröur jarðsunginn frá Akureyrar-
kirkju, fimmtudaginn 3. janúar kl. 13.30.
Fyrir hönd bræðra og annarra vandamanna,
Svafa Kristjansdóttir.