Dagur - 21.03.1991, Side 3
Fimmtudagur 21. mars 1991 - DAGUR - 3
-m-
fréftir
Alþingi - 113. löggjafarþingi slitið í gær mánuði fyrir kosningar:
Vináttan á erfitt þar sem valdið býr
- sagði Guðrún Helgadóttir, forseti
Eftir mikið reiptog undanfarna
sólarhringa var Alþingi, 113.
löggjafarþingi, loks slitid laust
fyrir hádegi í gær, réttum mán-
uði áður en nýtt þing verður
kjörið.
- sagði Guðrún Helgadóttir,
Sameinaðs þings, m.a. í þingslitaræðu
Halldór Blöndal, 2. þingmaður
Norðurlandskjördæmis eystra,
þakkaði forseta fyrir hönd
þingmanna fyrir sköruglega fund-
arstjórn um leið og hann óskaði
honum og fjölskyldu hans allra
heilla.
Steingrímur Hermannson,
forsætisráðherra, las að lokuin
bréf handhafa forsetavalds um
þingslit og lýsti því yfir að 113.
löggjafarþingi væri slitið. óþh
Ólafsfiörður:
Kosið verður um áfengis-
útsölu 20. aprfl nk.
Frarn kom í máli Guðrúnar
Helgadóttir, forseta Sameinaðs
þings, að þetta þing hafi setið
samtals í 139 daga. Fundirstóðu í
555 klukkustundir. í neðri deild
voru 78 fundir, efri deild 100
fundir og í Sameinuðu þingi 76
fundir.
Á þessu þingi voru 65 stjórn-
arfrumvörp og 7 þingmanna-
frumvörp afgreidd sem lög frá
Alþingi. Af 96 þingsályktunartil-
lögum var 31 tillaga samþvkkt
sem ályktun Alþingis, 4 var vísað
til ríkisstjórnar, 2 kallaðar aftur
og 59 voru óútræddar.
Þess má geta að tvö ný met
voru sett á þessu þingi í ræðu-
mennsku. Hjörleifur Guttorms-
son sló margra ára met Sverris
Hermannssonar í þaulsetu í
ræðustóli með því að halda 6
klukkustunda ræðu um álmálið
og Ásgeir Hannes Eiríksson hélt
stystu ræðu sem haldin hefur ver-
ið á Alþingi um santa mál. Ræð-
an var einfaldlega svona: „Álver
rísi.“
Undir lök ræðu sinnar sagði
forseti Sameinaðs þings: „Hátt-
virtir þingmenn kveðjast nú hér í
dag eftir langa og erfiða vinnu-
lotu og er margur nú eflaust
lúinn. En stjórnmálamenn eru
seinþreyttir og því leggja nú
mörg okkar út í baráttu fyrir
áframhaldandi þingsetu. Sú er
ósk mín best okkur öllum til
handa að okkur auðnist að vera
verðugir andstæðingar. Vináttan
á erfitt þar sem valdið býr. Þó
hygg ég að við lok þessa
kjörtímabils skilji menn í vin-
semd og ég óska öllum háttvirt-
um þingmönnum góðrar heim-
ferðar og heimkomu. íslending-
urn öllurn óska ég heilla og ham-
ingju.“
Nú liggur fyrir að kosið verður
um hvort opna eigi áfengis-
útsölu í Ólafsfirði samhliða
kosningum til Alþingis 20.
apríl nk.
Samkvæmt núgildandi lögum
þarf undirskriftir þriðjungs
atkvæðabærra manna eða sam-
þykkt viðkomandi bæjarstjórnar
til þess að fram fari kosning um
opnun áfengisútsölu.
Undirskriftalistar hafa legið
frammi í Ólafsfirði á undanförn-
um vikum þar sem þess er farið á
leit við bæjaryfirvöld að kosiö
verði um opnun áfengisútsölu á
staönum. Tvö hundruð sjötíu og
fjórar undirskriftir söfnuðust,
sem nægir til þess að kosning fari
Kristján Ásgeirsson, fram-
kvæmdastjóri íshafs hf. og
Höfða hf. á Húsavík, sem gera
út togarana Kolbcinsey ÞIl-10
og Júlíus Havsteen ÞH-1, seg-
ist vonast til þess að ekki komi
til uppsagna sjómanna á þeim.
„Við erum í viðræðum við
sjómennina, en það eru alls engin
fram. Miðað er við kjörskrá 1.
desember sl., en þá voru 817 á
kjörskrá í Ólafsfirði.
I kosningunum 20. apríl nk.
þarf einfaldan meirihluta fólks á
kjörskrá til þess að samþykkja að
opnuð verði áfengisútsala í
Ólafsfirði. Verði það niðurstað-
an, er hins vegar óvíst að Áfengis
og tóbaksverslun ríkisins opni
þar áfengisútsölu í náinni
framtíð. Nú þegar mun vera
langur biðlisti á borði Höskuldar
ríkisforstjóra um áfengisútsölur.
Meðal annars er Blönduós þar á
blaði, en íbúar þar samþykktu
samhliða sveitarstjórnarkosning-
unun sl. vor að opna áfengis-
útsölu. óþh
læti. Kolbeinsey er í siglingu á
Þýskaland og því er hluti áhafn-
arinnar heinta. Af þeim sökum
gefst nú tækifæri til þess að ræða
þessi mál. Við látum mál ekki
fara í hnút. Sjómennirnir hér
hafa í gegnum árin vcriö rnjög
tillitssamir, en auðvitað kapp-
kostum við að láta þá ekki búa
við það lakasta," sagði Kristján.
óþh
Kjaramál sjómanna á Húsavík:
Það eru engin læti
- segir framkvæmdastjóri íshafs og Höfða
Pústþjónusta
Pústkerfi undir flestar tegundir bifreiða.
Pakkningar, klemmur, upphengjur.
Fast verð fyrir pústkerfaskipti.
Höfum fullkomna beygjuvél.
Ryðvarnarstöðín sf.
Fjölnisgötu 6e • Sími: 96-26339 • 603 Akureyri.
Góða veislu gjöra skal
og þú færð allt
sem t0 þarf hjá okkur
Fljót og góð þjónusta
Opið virka daga kl. 10.30 til 18.30
Opið iaugardaga kl. 10.00 til 14.00
0
MARKAÐUR
FJÖLNISGÖTU 4b
Gerið hagstæð helgarinnkaup hjá okkur
norr á sértilboði!
Við bjóðum Knorr sósur og
sósujafnara á sérstöku tilboðsverði
í öllum kaupfélögum á Norðurlandi,
meðan birgðir endast. Komið og
prófið Knorr í næstu kaupfélagsbúð!
Kaupfélagið
-þegar við eldum mat!