Dagur - 21.03.1991, Síða 7

Dagur - 21.03.1991, Síða 7
Fimmtudagur 21. mars 1991 - DAGUR - 7 ----------------------------------- Ljósanotkun er lögboðin bæði að nóttu seni degi og virðist notkun þeirra nokkuð góð víðast livar. Þó cru niargir sein gleynia of oft að kveikja á Ijósunum. Könnun á notkun öryggisbúnaðar bifreiða: Ástandið víðast gott norðan heiða - Pórshafnarbúar mega þó taka sig á í beltanotkun Könnun var gerð á öryggisbún- aði bifreiða á landinu í lok febrúarniánaðar þar sem lög- reglumenn horfðu eftir notkun bílbelta, ástandi hjólbarða og Ijósanotkun. Þegar niðurstöð- ur könnunarinnar hafa verið teknar saman keniur í Ijós að 94,5% ökumanna nota bílljós og 79% þeirra nota bílbelti við aksturinn. Athyglisvert er einnig að 85% farþega í fram- sæti nota bílbeltin en minnst er notkun bílbelta í aftursætum bifreiða, eða 67%. Könnunin leiddi líka í Ijós að um 5% bif- reiða var á sumarhjólbörðum þó hávetur sé á ineðan 23% bif- reiða var á ónegldum hjól- börðum en 68% á negldum. En lítum á niðurstöður á ein- stökum stöðum á Norðuriandi. Húnavatnssýslur í úrtaki lögreglumanna í Húna- vatnssýslum voru 33 bílar. í 23 bílum voru karlmenn við stýrið en í 10 tilvikum óku konur. Af þessum bílum voru 20 fólksbílar en 13 jeppar. Langflestir, eða 25 bílanna, voru á negldum hjól- börðum en 8 á ónegldum. Allir ökumennirnir notuðu bílljósin og þá var beltanotkun þeirra einnig góð þó þrír ökumannanna reynd- ust án belta. Hins vegar voru farþegar í framsætum 11 þessara bifreiða og voru þeir allir ineð belti. Sömuleiðis voru farþegar í aftursætum einnig með belti, undantekningalaust. Skagafjörður í úrtaki lögreglunnar í Skagafirði voru 48 bílar. í 32 bílum voru karlmenn við stýrið en konur í 15 tilfellum. í einu tilfelli treysti lög- reglan sér ekki til að segja til um kyn ökumanns. Af þessum bílum voru 31 fólksbíll. 13 jeppar og 4 sendiferöabílar. Af bílunum voru 38 á negldum hjólbörðum en 10 á ónegldum. Fjórir ökumannanna notuðu ekki ökuljós og fimm þeirra voru án bílbclta. I 20 bíl- um voru farþegar í framsætum og notuðu 18 þeirra bílbeltin. í 17 bílanna voru farþegar í aftursæt- um og notuðu 15 þeirra beltin. Siglufjörður Hjá Siglufjarðarlögreglunni voru 25 bílar í úrtakinu. í 17 tilvikum voru karlmenn við stýrið en kon- ur í 8 tilfellum. Af þessum bílum voru 22 fólksbílar, tveir jeppar og einn sendiferðabíll. Ljósa- notkun virðist góð á Siglufirði því allir notuðu ökumennirnir ljósin. Pá voru 18 þeirra með öryggis- belti og af 9 farþegum í framsæt- um voru 8 með beltin. Hins vegar var beltanotkun í aftursætum bifreiðanna slakari því af 11 far- þegum voru aðeins 5 með beltin. Hvað varðar hjólbarðana þá reyndist einn bíll á sumarhjól- börðum, 21 bíll á negldum hjól- börðum en þrír á ónegldum. Ólafsfjörður í Ólafsfirði voru líka 25 bílar í könnuninni. Þar voru einnig 17 karlar við stýrið en 8 konur. Eins og á Siglufirði reyndust allir nota ökuljós en þrír ökumannanna notuðu ekki öryggisbeltin. Hins vegar reyndust allir farþegar í framsætum með belti og sömu- leiðis farþegar í aftursætum. Astand hjólbarðanna var þannig að einn bíll var á sumarhjólbörð- um, annar á ónegldum hjólbörð- um en aðrir á negldum vetrar- hjólbörðum. í úrtakinu voru 22 fólksbílar, tveir jeppar og einn sendiferðabíll. Dalvík Á Dalvík var 31 bíll í könnun- inni. Þar voru 17 ökumannanna karlar en 14 konur. Af þcssum bílum voru 28 fólksbílar og 3 jeppar. Allir reyndust bílarnir á negldum hjólbörðum og allir nema einn með ökuljósin kveikt. Bílbeltanotkunin virðist ágæt á staðnum því 29 ökurhannanna voru með belti og af 12 farþcgum í framsætuni voru 9 meö belti. Af 16 farþegum í aftursætum voru 12 með beltin spennt. Akureyri Könnunin á Akureyri náði til 74 bifreiða. I 48 þcirra voru karl- menn undir stýri en konur í 26 til- fellum. Af bílunum voru 55 fólksbílar, 11 jeppar, 7 sendi- ferðabílar en einn bíll var utan þessara flokka. Flestir, eða 68, voru á negldum hjólbörðum en 6 á ónegldum. Ljós notaði 71 öku- maður en þrír óku án ljósa. Þá voru 65 ökumannanna með belti en 9 án belta. Allir farþegar í framsætum reyndust með beltin spennt en einn af farþegum í aftursætum var án belta. Þórshöfn Þórhöfn skar sig mjög úr í könnuninni vegna dræmrar belta- notkunar ökumanna. Kannaðir voru 25 bílar og voru karlmenn ökumenn í 17 þeirra en konur í 8. Belti notuðu aðeins 6 af þessu fólki og af fimm farþegum í fram- sætum var aðeins einn með belti. Sömu sögu er að segja af belta- notkun í aftursætum bifreiða á Þórshöfn. Ökuljósin notuðu hins vegar 23 þannig að ljósanotkunin er betri á staðnum en beltanotk- unin. Ástand hjólbarða bílanna var þannig að 15 bílar voru á negldum hjólbörðum, 4 á sumar- hjólbörðum, 5 á ónegldum vetrarhjólbörðum en um einn af bílunum er ekki vitað. JÓH & BIFREIÐASKODUN ÍSLANDS HF. Lokað verður föstudaginn 22. mars nk. Opnað verður aftur mánudaginn 25. mars að Frostagötu 3a. Opið er frá kl. 08.00 til 16.00 alla virka daga. Athugið að panta þarf tíma í skoðun, sími 23570. BIFREIÐASKOÐUN ISLANDS HF. Akureyri TREFJARÍK JÓGURT - full af fjörefnum Nýtt, ferskt og hressandi bragð <ÍFa Rútuferöir um fegurstu staöi Sviss með íslenskum fararstjóra Akureyri-Zurich >— ' \\i Brottfarir 23. júní og 4. ágúst Verð frá kr. 73.400 yy{ Ferðaskrifstofan NONNI hf. } Brekkugötu 3 Y"' v/Ráðhústorg símar 27922 og 27923 Umboð á Akureyri fyrir Ferðaskrifstofuna pr. m. í 2ja m. herb.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.