Dagur - 20.04.1991, Blaðsíða 4

Dagur - 20.04.1991, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 20. apríl 1991 Grænflöðrungur Nýverið setti Leikfélag Menntaskólans á Akureyri upp leikritið Grænfjöðrungur eftir greif- ann Carlo Gozzi í leikstjórn Jóns Stefáns Kristjánssonar. Þetta er líflegt ævintýraverk um tvíburana Rensó og Barbarínu og fjölskyldu þeirra. Persónurnar í leikritinu eru bæði skrýtn- ar og skemmtilegar og af öllum stærðum og gerðum. Sumar eru öðrum skrýtnari eins og hin brjóstastóra Smeraldína og Kalman, styttan valdamikla með sárið á nefinu. Einnig fyrir- finnast í leikritinu syngjandi epli sem eru ákaflega fyndin. Vel var staðið að uppsetningunni og greinilegt að þarna var að baki samheldinn og duglegur hópur ungra listamanna. Við tók- um tali þau Berglindi Rós, sem lék Smeraldínu, og Oskar Örn sem fór með hlutverk Rensós. Viðtalið er tekið meðan sýningar stóðu enn yfir. Þungjúgra býður gestum og gangandi að drekka. Smeraldína - Berglind Rós Magnúsdóttir. Óskar Örn Óskarsson: - Hvernigpersónu leikur þú? Óskar: Eg leik Rensó, sem er konungborinn án þess að vita það sjálfur. Honum var fleygt í síki strax eftir fæðingu ásamt tvíbura- systur sinni. Það eru svo slátrara- hjónin Trúfaldínó og Smeraldína sem slæða okkur upp og ala okk- ur upp sem sín börn. Hann er mjög heimspekilega sinnaður. Hann les mikið og hefur mikið álit á sjálfum sér. Hann telur sig gáfaðastan allra. Hann er nú ekki svo merkilegur inn við beinið og hann vill sjálfur vera að láta. Seinna í hlutverkinu verður hann ástfanginn af styttu, sem hann sér í garðinum hjá sér og getur ekki á sér heilum tekið fyrr en þessi stytta hefur öðlast líf. Hann legg- ur síðan í ýmsar þrautir sem hann telur að færi styttunni líf. - Hvernig líkar þér við þessa persónu? Óskar: Ég er nú ekkert yfir mig hrifinn af honum. Mér fannst hann alla vega afar leiðinlegur fyrst þegar ég byrjaði að lesa hlutverkið. Mér finnst hann núna ágætur inn við beinið þó að hann sé ákaflega uppsperrtur út á við. - Er hann líkur þér á einhvern hátt? Óskar: Það ætla ég að vona ekki! - Er erfitt að setja sig inn í persónu sem er ólík manni sjálfum? Óskar: Það fer eftir því hve mikið þú ætlar þér að kafa í per- sónuna, eða hvort þú ætlar að leika „karakterinn“ sem ég er bara að gera. Ég er ekkert að lifa mig alltof mikið inn í hann. - Heldurðu að það sé erfiðara að leika í svona ævintýri en að leika í raunsæisverki? Óskar: Já, þetta er barnaleikrit og það er vitað mál að börn eru kröfuharðari en fullorðnir. Þau taka ekki við neinu kjaftæði. Börn hlæja bara og klappa fyrir því sem þeim finnst fyndið en ekki öðru. Fullorðnir klappa fyrir því sem þeir halda að þeir eigi að klappa fyrir útaf kurteisi. Hjá börnum fær maður viðbrögðin alltaf beint í æð. - Skipta áhorfendur í salnum miklu máli? Óskar: Já, það „peppar" mann rnikið upp að fá gott klapp og að áhorfendur séu ekki eins og kart- öflupokar úti í sal sem hreyfa sig ekki. - Hverjir eru þínir martraðar- áhorfendur? Óskar: Þeir sem heyrist ekki bofs í og maður veit ekki hvort þeir eru sofandi eða vakandi. - Hefurðu leikið mikið áður? Óskar: Nei, ég hef ekki gert það. Ég lék í gagnfræðaskólanum heima á Sauðárkróki svo var ég með í uppsetningunni á „Draumi á Jónsmessunótt“ hjá LMA í fyrra. - Að hvaða leyti er þetta hlut- verk ólíkt þeim sem þú hefur leikið áður? Óskar: Það er bara rniklu stærra. Þetta er eitt af þeim stærstu í verkinu. Það er nieira að læra og ábyrgðartilfinningin er meiri þar sem meira hvílir á manni. - Ertu aldrei hræddur um að gleyma rullunni? Óskar: Það kom fyrir en ég leyfði mér ekki að hugsa mikið um það. Áður en ég fer inn á svið stend ég yfirleitt útsviðs og syng fyrir sjálfan mig, hugsa ekkert um það sem ég á að fara að gera. Tartaljóna - araman ógurlega. Rensó - Óskar Örn Óskarsson. - Hvað gefur það þér að leika? Óskar: í fyrsta lagi er þetta alveg stórkostlegur hópur sem er í þessu. Það er frábært að geta unnið með þessum krökkum. Svo er bara skemmtilegt að vera með í svona viðburði. Berglind Rós Magnúsdóttir: - Hvernig persónu leikur þú? Linda: Eg leik Smeraldínu, feitu konu slátrarans Trúfaldín- ós. Ég er sem sagt slátrarafrúin, vel feit, góð, rosalega hjartnæm, og læt samt engan vaða ofan í mig. Trúfaldínó maðurinn minn hefur samt farið mjög illa með mig. Hann heldur framhjá mér, kíkir svona af og til til stúlknanna í litlu húsunum, eins og þau kall- ast í leikritinu. Hann hirðir reyndar mjög lftið um mig og gef- ur alltaf skít í mig. - Er Smeraldína mikið skass? Linda: Já, hún er mjög mikið skass og kjaftfor. Hún missti barnið sitt en fann síðan Rensó og Barbarínu konungsbörnin í síki einu. Þau elur hún upp og er mjög góð við þau en alltaf mjög áhyggjufull yfir Rensó og Barba- rínu. Éiginlega lifir hún bara fyrir þau, en svo fara þau frá henni. - Er erfitt að leika svona gott skass? Linda: Já, það er dálítið erfitt. Ég er ekki að rífa mikið kjaft í umgengni við annað fólk þannig að þetta er svolítið ólíkt sjálfri mér. En það er alveg rosalega gaman að leika þetta. - Er þetta stórt hlutverk? Linda: Rullan er ekki löng. Hún er ekki með miklar ræður en hún er mikið inni á sviðinu. - Leikurðu mest á móti Trú- faldínó? Linda: Já, og Barbarínu dóttur minni. Ég verð hirmey hennar seinna í leikritinu. - Hvernig er að taka þátt í svona leiksýningu? Linda: Það er stórkostlegt. Ég bjóst ekki við að þetta yrði svona rosalega gaman. Þetta er að vísu búið að eyðileggja gjörsamlega fyrir mér þessa önn í sambandi við skólann, ritgerðir hafa fengið að sitja á hakanum. - Hvað gefur þetta þér? Linda: Rosalega reynslu. Mað- ur þroskast mikið á þessu. Þetta er svo mikið álag að gleyma nú ekki neinu og gera leikstjórann ekki að fífli með því að rugla eitthvað. - Hvað lærirðu á því að túlka aðra manneskju? Linda: Að þekkja sjálfa mig betur. Leikstjórinn leiðréttir hjá mér þegar ég er ég sjálf í staðinn fyrir persónuna sem ég er að leika. Maður fattar allt í einu „já, ég er svona“. - Þarf mikið sjálfstraust til þess að stíga upp á sviðið og leika? Linda: Nei, þetta er ekki mað- ur sjálfur. Maður lokar allt frá sér og er bara sá sem maður er að leika. - Hefurðu leikið mikið áður? Linda: Nei, ég var með í „Gretti“ þegar ég var í 1. bekk. Svo var ég eitthvað í þessu í grunnskóla. Þetta er stærsta verk sem ég hef tekið þátt í. - Hvenær fékkstu áhuga á leiklist? Linda: Ég held að þetta hafi alltaf blundað í mér. - Ertu komin með leiklistar- bakteríuna? Linda: Já! - Ætlarðu að leggja stund á leiklist í framtíðinni? Linda: Ég veit ekki hvort á að þora að stefna á leiklist. Það er svo erfitt að komast í skóla og að koma sér á framfæri. Það kemur þó alveg til greina. - Værirðu tilbúin til að fórna ævinni í leiklist þrátt fyrir léleg launakjör? Linda: Já, ég myndi segja það. Þetta er svo þrælgaman.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.