Dagur - 20.04.1991, Blaðsíða 5

Dagur - 20.04.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 20. apríl 1991 - DAGUR - 5 Gúmmívinnslan hf. á Akureyri: Veltan náði 100 milljómim í fyrra - hjólbarðaþjónusta við einkabíla vaxandi þáttur í „Þróunin í sölu vörubílahjólbaröa er sú að þar er markaðurinn miklu jafnari, en líka miklar árstíöa- sveiflur“, segir Þórarinn Kristjánsson sein hér stendur við hjólbarðarekkann. Gúmmívinnslan hf. að Réttar- hvammi á Akureyri var stofnuð um mitt ár 1983, en regluleg starfsemi hófst árið 1984. Fyrir- tækið hefur vaxið jafnt og þétt, og hefur fyrir löngu hlotið viður- kenningu fyrir endurvinnslu úr gúmmíi. Hjólbarðaþjónusta og sólning eru þó sá þáttur starfsem- innar sem mikill vaxtarbroddur er í. Dagur fór í heimsókn í Gúmmívinnsluna og hitti Þórar- in Kristjánsson, framkvæmda- stjóra, að máli, til að spjalla um nýjungar í fyrirtækinu. Þórarinn segir að upprunalega hafi hjólbarðasólningin ásamt endurvinnslu verið vísirinn að þeirri starfsemi sem er í dag. Þróunin hefur verið í þá átt að hjólbarðaþjónustan og þjónusta við bifreiðaeigendur hefur vaxið hraðar en aðrar greinar starfsem- innar. Kaldsólning og sala nýrra og notaðra hjólbarða Hjá Gúmmívinnslunni fer fram svonefnd kaldsólning, en hún byggist á því að slitflöturinn eða baninn kemur tilbúinn, og er settur á hjólbarðann. Þessi aðferð er fyrst og fremst notuð við sólningu hjólbarða á vörubíla og jeppa, einnig fyrir lyftara og þyngri vinnutæki. Sólningin hef- ur farið árvaxandi, þannig að núorðið er mikið af hjólbörðum sólað og selt um land allt. Auk þess selur Gúmmívinnslan bæði sólaða og nýja hjólbarða fyrir minni bifreiðar, því fyrirtækið flytur sjálft inn nýja hjólbarða. „Hjólbarðamarkaðurinn er árs- tíðabundinn og mjög sveiflu- kenndur, þetta er afar erfið grein þjónustulega séð. Lítið er að gera nema vor og haust, hjól- barðar eru alltaf að verða betri og betri með árunum, þannig að hinn almenni neytandi þarf ekki á þjónustu hjólbarðaverkstæðis að halda nema þegar verið er að skipta af vetrardekkjum yfir á sumardekk eða öfugt. Þess á milli þurfa menn almennt ekki að fara mikið á dekkjaverkstæði, miðað við það sem áður gerðist. Minna er að gera í þessu aðra hluta af árinu. Þróunin í sölu vörubílahjól- barða er sú að þar er markaður- inn miklu jafnari, en líka miklar Ljósritunarvélar Konica U-Bix árstíðasveiflur. Jeppahjólbarðar fylgja einnig að mestu leyti vor- og hausttörninni. Stöðug hreyf- ing er í hjólbörðum á dráttarvél- ar og vinnuvélar. Sala á bifreiða- vörum er einnig vaxandi hjá Gúmmívinnslunni, t.d. selja þeir talsvert af rafgeymum, og einnig þar fer fram rafgeymahleðsla. Að auki eru seldir hjólbarðar á bifhjól. Við erum með hjólbarða af öll- um stærðum og gerðum, allt frá minnstu gerð undir heyvinnuvél- ar, hjólbarða undir dráttarvélar og vinnuvélar allt upp í stærstu hjólbarða fyrir stærstu hjóla- skóflur. Við getum sinnt mark- aðnum alveg, og búum yfir sér- þekkingu á hjólbörðum sem byggist upp á sólningunni. Ég segi því að við séum sérfræðingar í öllu sem að hjólbörðum lýtur. Ef menn verða fyrir því að skemma dekk þá getum við oft gert við. Gert við skemmda hjói- barða - bifreiðaeigendur spara stórfé Hjólbarðaviðgerðir hafa farið fram hér í mörg ár, en sú þjón- usta er samt lítið þekkt á Akur- eyri og Norðurlandi. Við getum gert við ýmsar skemmdir sem áður gerðu af verkum að hjól- barðar voru taldir ónýtir. Viðgerðir á skemmdum dekkj- um fara mikið eftir því hvernig skemmdin er, en verkið fer þann- ig fram að fyrst er raspað upp úr skemmdinni og sett hrágúmmí á staðinn, sem síðan er soðið. Því næst er sett styrking sem sam- svarar skemmda staðnum, þann- ig að hjólbarðinn haldi sínum eiginleikum, og á hann að vera jafngóður á eftir. Þetta getur sparað mönnum býsna mikil útgjöld, ég tala ekki um ef það eru góð dekk sem verða fyrir skemmdum. Gúmmívinnslan hf. býr yfir góðri aðstöðu til að þjónusta all- ar gerðir bifreiða, fólksbíla ekki síður en aðra bíla. Fyrirtækið velti um 100 milljónum á síðasta ári, og er vaxandi. Hér er gott pláss til að sinna því sem þarf, og fyrir skömmu var innnréttuð kaffistofa fyrir viðskiptavini til að bíða meðan skipt er um dekk eða gert við. Hér er töluvert vöruúr- val, þannig að menn ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, og auk þess upplýsingar sem á þarf að halda,“ segir Þórarinn. Með lager upp á annan tug milljóna króna Hjólbarðalagerinn hjá Gúmmí- vinnslunni hf. er mjög stór. Þór- arinn segist ekki vita dekkjafjöld- ann, en verðmæti lagersins er ekki undir fjórtán til fimmtán milljónum króna. Meðal þeirra nýjunga sem teknar hafa verið upp í fyrirtæk- inu á undanförnum árum er sandblástur á felgum. Þetta er þjónusta sem kemur í ntjög góð- ar þarfir fyrir marga, ekki síst eigendur vörubíla og vinnuvéla. „Þjónusta okkar við hinn almenna íbúa á Akureyri hefur stóraukist á undanförum árum. Ég sé ekki annað en að stefni í að við munum þjónusta íbúa efri hluta Brekkunnar og hluta Gler- ár- og Síðuhverfis. Staðsetning Gúmmívinnslunnar er þannig að fyrirtækið liggur vel við þessum stöðum. Ég hef oft orðið var við það síðustu ár að menn halda að hér fari eingöngu fram þjónusta við vörubíla og vinnuvélar. Menn virðast ekki átta sig nægilega vel á að við bjóðum upp á mjög góða aðstöðu og hjólbarðaúrval fyrir einkabíla, sá þáttur hefur þó vax- ið mikið á undanförnum árum,“ segir Þórarinn Kristjánsson. EHB Út i' heim, feráabteklingur Flugleiáa, liggur Jrammi á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboósmönnum um land allt og á ferðaskrifstofum. Ltka er htegt að fá bteklittginn sendan ípósti með þvi að hringja í91-690300. 19 borgir. 15 þjóðlönd. Útíheim er ný- útkominn ferðabæklingur Flugleiða sem þú getur nálgast hjá umboðsmanni okkar í þinni heimabyggð. Markverðir staðir, leikhús, tónleikahallir, söfn, fornminjar, skemmtigarðar, skemmtanalíf, veitinga- hús, verslanir, hótel, náttúruperlur, útivistarsvæði, ökuleiðir. tit í heim greinir frá mörgu af því sem bíður ferðamannsins á áfangastöðum Flugleiða og á ferðalögum í eigin bíl um heillandi lönd í Evrópu og Bandaríkjunum. FLUGLEIDIR Út t heim er grundvöltur að ógleymanlegri upplifun i 19 borgum og 15 þjóðlöndum austan hafs og vestan, veröld innan seilingar bvar sem þú ert. Þú þarft ekki að fara langt til að vera með út í heim! I|ff Oflug þjóð í eigin landi X-B

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.