Dagur - 20.04.1991, Blaðsíða 8

Dagur - 20.04.1991, Blaðsíða 8
• 8 - DAGUR - Laugardagur 20. apríl 1991 Bifrestingar í námsferð erlendis Nemendur útskriftarárgangs Samvinnuháskólans á Bifröst fóru í 10 daga ferð til Evrópu til að kynna sér það nýjasta í samningum EB og EFTA um sameiginlegan innri markað í lok ársins 1992. Komið var til fjögurra landa í þessari ferð og nokkur stórfyrirtæki heimsótt í leiðinni. Rútan beið Bifrestinganna á flugvellinum í Luxemburg. Myndir: Pórir Aðalsteinsson. Gildi námsferðar í nýja háskólanum á Bifröst er lögð rík áhersla á að fylgjast með því nýjasta sem er að gerast í viðskiptalífinu, hvort heldur það er innanlands eða utan. Á vor- misseri 1991 voru kennd fög á borð við alþjóðahagmál, utanrík- isviðskipti, markaðsfræði, stefnu- mótun fyrirtækja og mikil áhersla var lögð á það sem er að gerast í Evrópu þessi misserin. Fyrr í vet- ur fór hópurinn í námsferð til Reykjavíkur, þar sem ótal fyrirtæki voru heimsótt en námsferð okkar erlendis tengdist hinni hefð- bundnu útskriftarferð nemenda á Bifröst. Þessi utanlandsferð var mjög vel heppnuð og veitti okkur m.a. góða innsýn í það sem er að gerast þessa vikurnar í samninga- viðræðum EFTA og EB. Evrópudómstóllinn í Luxemburg Fyrsta dag ferðarinnar var Evrópudómstóllinn í Luxemburg heimsóttur, en sú stofnun er ein af fjórum meginstofnunum EB. Hlýtt var á fyrirlestur Steen Hjelmblinks upplýsingafulltúra um stofnanir EB, hlutvérk Evrópudómstólsins og ýmis praktísk atriði. Á eftir voru fyrir- spurnir og umræður og barst þá talið að samstarfi Norðurlanda- þjóða. Eins og allir vita eru Dan- ir eina Norðurlandaþjóðin í EB og það kom fram á fundinum að Norðurlandaþjóðirnar hefðu ver- ið sundraðar efnahagslega síðan 1973, en þá áttu þessar þjóðir kost á þvf að ganga í EB. Sumir gengu svo langt að halda því fram að um pólitískt slys hefði verið að ræða þegar hinar Norðurlanda- þjóðirnar gengu ekki í EB á þess- um tíma, enda hefðu þessar frændþjóðir verið sundraðar efnahagslega síðan. Aðspurður um það hvort Evrópudómstóllinn gæti þvingað lögum uppá íslend- inga ef þjóðin gengi í EB, sagði Hjelmblink að þar væri alltaf um samningsatriði að ræða. Hann lagði áherslu á að líklega myndu fámennar þjóðir í EB hafa hlut- fallslega meiri áhrif á störf dóm- stólsins. Eftir fyrirlesturinn var ekið í rútu áleiðis til Brussel í Belgíu. Evrópubandalagið: Hápunktur námsferðar Föstudaginn 22. mars voru höfuð- stöðvar EB heimsóttar, en þær eru í Brussel. Herra J. Lund, upplýsingafulltrúi á sviði sam- skipta milli þjóða og menningar- mála, hélt fyrirlestur um framtíð hinna ýmsu stofnanna í Evrópu. Han talaði fyrir hönd fram- kvæmdanefndar EB. Fram kom að það er ekki ólíklegt að í fram- tíðinni muni EB samanstanda af 24 ríkjum, þ.e. núverandi aðild- arlöndin tólf, EFTA þjóðirnar 6 og síðan af 6 austantjaldsþjóðum til viðbótar. En eins og mál standa nú er það í forgangsröð hjá EB áð ná samningum við EFTA um sameiginlegan innri markað í Evrópu. Ákvörðun þessara aðila um að stefna að þessu marki var tekin árið 1984 og alltaf hefur verið stefnt á að Sameiginlegt Evrópskt efnahags- svæði verði að veruieika fyrir árs- lok 1992. Sjálfstæði íslands ógnað ef við göngum í EB? Bifrestingum var umhugað um að vita hvort íslendingar þyrftu að afsala sér sjálfsákvörðunarrétti í eigin málum ef landið gerðist aðili að Evrópubandalaginu. J. Lund svaraði okkur á þann veg að valddreifing væri á stefnuskrá EB. Það væri góð stefna að ákvarðanir væru teknar á þeim stöðum þar sem þær væru teknar bestar og það þýddi að þeir sem hefðu mesta þekkingu á málum væru best til þess fallnir að taka ákvörðun um þau. Auðvitað myndi ísland eiga fulltrúa á Evr- ópuþinginu eins og aðrar aðildar- þjóðir ef til inngöngu kæmi og þingið er mjög valdamikil stofnun. Mörgum finnst það skjóta skökku við að á sama tíma og kerfi miðstýringar hrynur í austurblokkinni sé unnið að því að koma upp miðstýringarappa- rati í Vestur-Evrópu. En J. Lund, ásamt öllum þeim tals- mönnum EB sem við hittum í ferðinni, lagði áherslu á vald- dreifingu innan EB. Annars þurfa Islendingar ekki að hafa miklar áhyggjur vegna beinnar inngöngu í EB því bandalagið tekur ekki á móti umsóknum um aðild í bili. Vegna fjölgunar aðildarþjóða á síðustu árum er nú unnið að því innan EB að ná tökum á stjórnun og skipulagi bandalagsins. Það kom þó skýrt fram í heimsókn okkar að tals- menn EB höfðu mikinn áhuga á að fá fulltrúa Norður-Evrópu inn í bandalagið á næstunni, þ.e. Norðurlöndin. Yfirstandandi samninga- viöræður EFTA og EB Frú M. Van Rij, sérfræðingur í samskiptum EB og nokkurra smáþjóða kom okkur bifresting- um á óvart með mikilli þekkingu sinni á málefnum íslands. Frúin var nýkomin af fundi samninga- nefndar EB og EFTA og færði okkur glænýjar upplýsingar um stöðu mála. Hún sagði okkur að EB þjóðirnar færu fram á að EFTÁ þjóðir legðu fjármuni í sjóð áður en samið væri um innri markað í Evrópu. Upphæðin sem íslendingar þyrftu að láta af hendi rakna árlega gæti numið 200 milljónum króna. Þessi krafa EB þjóðanna byggir á því að EFTA þjóðir eigi meira aflögu og sjóðnum sé ætlað að jafna lífskjör. Önnur krafa samninga- manna EB á hendur EFTA er að EFTA verði gert að stofnun. Þetta er skiljanleg krafa þar sem EB hefur engan einn aðila til að semja við heldur verður að semja við hverja og eina af hinum 6 EFTA þjóðum sérstaklega. Staða íslands gagnvart EB Nú stendur aðallega á því að ná samkomulagi um fiskveiðar EB þjóða á íslandsmiðum. ísland mun örugglega slíta samninga- viðræðum ef ekki næst sam- komulag um fiskveiðiheimildirn- ar. M. Van Rij fullyrti að ekki kæmi til greina að semja á þeim nótum að EB fengi aðgang að 30.000 tonna kvóta eða þá 10% af heildarkvóta. EB myndi krefj- ast aðgangs að 70.000 tonna kvóta í það minnsta og væri það vegna þrýstings frá Spánverjum og Portúgölum. Fram kom að það ylti á ýmsu hvort samningur Islands við EB frá 1972 væri í hættu ef ísland næði ekki sam- komulagi með EFTA þjóðum við EB um sameiginlegt efnahags- svæði. Frú M. Van Rij benti á að fyrsti áfanginn í samningaviðræð- um EFTA og EB gæti náðst inn- an fárra mánaða, jafnvel strax nú í júní. Nú stendur yfir kosninga- barátta á íslandi og búast má við að það taki einhverjar vikur að mynda stjórn. Ákvarðanataka er erfiðari við þessar aðstæður en ljóst er að stjórnmálamennirnir okkar þurfa að halda vel á spöðunum strax eftir kosningar. Ánnars sagði frúin það skoðun sína að íslendingar hefðu ekkert að gera í EB, á meðan það ástand varir að almenningur veit ekkert um hvað málið snýst. Hins vegar virðast sífellt fleiri rök hníga að því að samningaviðræður EB og EFTA séu aðeins milliskref EFTA ríkjanna í þá átt að ganga í EB. Eftir fyrirlesturinn var keyrt til Amsterdam í Hollandi. Fyrirtækjaheimsóknir í Hollandi Hópurinn naut lífsins í Amster- dam eina helgi en strax mánudag- inn 25. mars var haldið til Rotter- dam á fund fulltrúa Samskip hf. Þar fengum við góðar útskýringar á umsvifum félagsins í Evrópu og skoðuðum höfnina, sem er sam- tals 47 kílómetrar á lengd og þar vinna yfir milljón manns störf sem tengjast vöruflutningum. í tengslum við þessa heimsókn var litið inn hjá Europe Combined Terminals, ECT, sem er risafyrir- tæki á sviði uppskipunar, útskipunar og vöruflutninga. Samskip er í viðskiptum við ECT, en það fyrirtæki er það stærsta sinnar tegundar í Evrópu og þriðja stærsta í heimi. Shell í Haag Daginn eftir fór hópurinn svo í heimsókn í höfuðstöðvar Shell, en þær eru í Haag. Hlýtt var á fyrirlestur upplýsingafulltrúa fyrirtækisins, sem jafnframt á sæti í stjórn Skeljungs á íslandi. Fyrirlesturinn var almennt um starfsemi Shell og síðan voru hin- ar hefðbundnu fyrirspurnir okkar bifrestinga á eftir. Persónulegar viðræður við forkólfa fyrirtækis- ins í matarboði eftir fundinn þóttu skila mestu í þessari heim- sókn. Unesco í París Menningar, félags og mennta- stofnun Sameinuðu þjóðanna í París var heimsótt miðvikudag- inn 27. mars: Hópurinn var nýkominn til Parísar og hafði rétt náð að bóka sig inn á Hotel Cec- ilie við Sigurbogatorgið þegar Hannes Heimisson, sendiráðs- fulltrúi í París kom á okkar fund. Hann lagði lífsreglurnar fyrir hópinn varðandi hin ýmsu mál og sagði frá athyglisverðum stöðum sem við gætum skoðað. Hannes fylgdi okkur síðan í Unesco* þar sem við hlýddum á erindi fulltrúa á sviði þróunar mjög lítilla ríkja innan Unesco. Tilgangur Unesco er að stuðla að friði í heiminum, enda er ástæða styrjaldarátaka yfirleitt misskilningur sem stafar af mismunandi menningu þjóða. Fyrirspurn barst frá íslendingun- um um úrsögn Breta, Banda- ríkjamanna og Singapoor úr Unesco, en það hefur valdið stofnuninni miklum erfiðleikum. Þegar þessum fyrirlestri lauk var

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.