Dagur - 20.04.1991, Blaðsíða 12

Dagur - 20.04.1991, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 20. apríl 1991 Hann hefnr atvinnn al bví ao töfra fram tóna »r stærsta hljóðfæri landsms - floknu og marBslungnu orgeli Akureyrarkirkju - við hin 8Tmsu tsekLri. Leiðir nokkra nemendur við TónHstarskólann á Akureyri í aUan sannle,ka um leyndardóma orgelsins. Stjornar auk bess Kór Akureyrarkirkju. Bjöm Steinar Þ* Sólbergsson, brítugur Skagamaðnr, er í helgarviðtah. Björn Steinar segist ekki vera af tón- listarættum, þó svo að tónlistar- gyðjan hafi svifið töluvert yfir vötnum á heimili hans á Akranesi. Móðir hans, Arnfríður Árnadóttir, söng í kirkjukórnum og það sama gerði amma hans. Faðir hans, Sólberg Björnsson, verk- stjóri hjá Þorgeiri og Ellert, sest stundum fyrir framan píanóið og gleymir sér f ýmsum dúrum og mollum. „Eldri bræður mínir spil- uðu báðir á hljóðfæri og þeir smituðu mig af þessari bakteríu. Ég byrjaði strax átta ára gamall að læra á píanó í Tónlistarskólanum á Akranesi. Haukur Guðlaugsson, þáver- andi skólastjóri Tonlistarskólans og núver- andi söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar var einn af kennurum mínum á píanóið. Hann fór síðan að sýna mér orgelið í kirkjunni á Akranesi og hvaða möguleika það hefði. Smám saman fékk ég áhuga á því og byrjaði tólf ára gamall að læra á það. Jafnframt lærði ég á píanó og hef alltaf æft mig mikið á það. Ég stundaði nám á tónlistarbraut Fjöl- brautaskólans á Akranesi og var jafnframt í Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Raunar hefur hann aðsetur í Reykjavík, en ég gat lokið náminu upp á Akranesi." I orgelnám til Rómar og Parísar Björn Steinar var þegar hér var komið sögu ákveðinn í því að helga sig tónlistinni og ekkert annað kom til greina en að drífa sig út fyrir landsteinana. Hann hafði augastað á orgelskóla í París og sótti um. Skólinn reyndist vera yfirbókaður og svarið var neikvætt. „Ég fór því fyrir tilstilli Hauks Guðlaugssonar ásamt konu minni, Hrefnu Harðardóttur, og dóttur, til ársdvalar í Róm og innritaðist til náms hjá kennara að nafni J.E. Göettche, sem nú er organisti páfans í Vatikaninu. Ég hafði aðeins einu sinni áður farið út fyrir landsteinana og fyrir mig var Róm önn- ur veröld. Það eina sem ég vissi fyrir víst var að ég myndi fá orgelkennslu einu sinni í viku. Haukur hafði sagt mér að auðvelt væri að fá leiguhúsnæði í Róm. Annað kom á daginn. Það var gjörsamlega vonlaust að fá leiguíbúð í borginni. Fyrstu sex vikurnar vorum við á „pensioni", ódýru hóteli, þar sem ekki var hægt að elda mat. Síðan kom- umst við í samband við konsúl íslands í Róm og hann hjálpaði okkur að finna hús- næði. Að endingu fengum við íbúð í úthverfi Rómar. Að mörgu leyti var hún á óhentugum stað, því það tók mig hálfan annan tíma í lest og strætisvagni að komast í kirkjuna þar sem ég æfði mig. Kennslan var öll í formi einkatíma. Þarna lærði ég meðal annars sérstaka pedaltækni sem kennari minn hafði sérhæft sig í. Þetta var líka góður skóli í að læra að æfa sig fjóra til sex tíma á dag. Ég hafði aldrei hugsað mér að læra áfram á ítalíu. Almenna skólakerfið þar er ekki eins gott og það gæti verið. Auk þess hafði hugur minn alltaf staðið til þess að fara til Frakklands, enda hefur mikil nýsköpun ver- ið í orgeltónlist þar á síðustu fimmtíu árum. Haustið 1982 hóf ég síðan nám í París og var þar næstu árin. Það er mikill munur á þessum tveim borgum. Róm er suðræn borg, en þrátt fyrir heimsborgarbrag Parísar er hún að vissu leyti nær okkur. Þar er gífurlega mikið um að vera á öllum sviðum tónlistarinnar. Þegar ég kom til Frakklands fann ég strax að ég var kominn í hinn harða heim tónlist- arinnar. í skólanum, sem er mjög eftirsótt- ur, var fólk allsstaðar að úr heiminum og hlutfallslega fæstir Frakkar. Samkeppnin var gífurleg og mér varð fljótlega ljóst að það þýddi ekkert annað en að duga eða drepast. í háskólanum voru þrjú orgel og auk þeirra fengum við tækifæri til þess að spila einu sinni í mánuði á stórt orgel í kirkju í útborg Parísar. Auk þess hafði ég æfinga- aðstöðu í Kalvínistakirkju, þar sem ég spil- aði í staðinn við messur. Auk Bachs, sem er höfuðtónskáld orgels- ins, lagði ég áherslu á að kynna mér franska orgeltónlist þessarar aldar, en auðvitað einnig rómantísk tónskáld eins og Mendel- sohn og Cesar Franck," sagði Björn Steinar. Dvölin í Frakklandi var ánægjuleg að sögn Björns Steinars. Þó sagði hann að Parísarbúar væru ekkert sérstaklega vinsam- legir. Þeir viðurkenna ekkert annað tungu- mál en sitt eigið og því sagði hann að erfitt hefði verið að koma „mállaus" inn í þetta samfélag. „í fríum fórum við oft út á land og við urðum þess strax vör að yfirbragð fólks- ins þar var allt annað en í París. Það var opnara og vinalegra. En auðvitað er hægt að finna gott fólk í París eins og allsstaðar ann- ars staðar í heiminum." Frá Frans til Akureyrar Gengið var frá ráðningu Björns Steinars í stöðu organista við Akureyrarkirkju tveim árum áður en hann lauk námi í París. „Jakob Tryggvason hafði lýst yfir að hann vildi láta af störfum. Sóknarnefnd Akureyrarkirkju fór þá að svipast um eftir nýjum organista og meðal annars frétti hún af mér. Ég var fenginn norður til þess að spila til prufu og í framhaldi af því var ákveðið að ráða mig. Jakob féllst síðan á að starfa áfram við kirkjuna þangað til ég lyki námi. Ég var strax mjög spenntur fyrir því að flytja til Akureyrar. Þetta er góð staða og orgelið í Akureyrarkirkju er stærsta hljóð- færi landsins. Auk þess vissi ég að í þessu fælust ýmsir möguleikar í tónlist við kirkj- una. Fljótlega eftir að ég tók við þessu starfi árið 1986 fór ég fram á að gert yrði átak í því að efla tónlistarlíf við kirkjuna og sókn- arnefndin hefur staðið vel við bakið á mér í þeim efnum." Stórkostlegasta hljóðfærið Talið berst að uppbyggingu og sérkennum orgelsins. Björn Steinar leggur áherslu á orð sín þegar hann segir að orgelið sé stórkost- legasta hljóðfæri sem til er. „Það sem gerir orgelið svo tignarlegt er þessi gríðarlega stærð og umfang þess. Orgelið gefur mikla möguleika í blæbrigðum og raddvali. Upp úr hinu svokallaða sinfóníska tímabili orgelsins var litið á það sem nokkurskonar hljómsveit og oft voru hljómsveitarverk umskrifuð fyrir það. Það er gífurlega mikið til af efni fyrir orgel. Öll helstu tónskáldin hafa skrifað fyrir það. Hins vegar eru ekki til nógu mörg góð íslensk orgelverk. Á því verður að ráða bót." •' Engin tvö pípuorgel eru eins. Orgelið í Akureyrarkirkju er þýskt, af gerðinni Sfein- meyer, smíðað árið 1961. „Það vill svo skemmtilega til að bæði ég og orgelið eigum þrítugsafmæli á þessu ári," sagði Björn Steinar og brosti. „Orgel hafa sín sérein- kenni eftir því hvenær þau eru smíðuð. Talað er um barokkorgel, rómantísk orgel og svo framvegis. Orgelið í Akureyrarkirkju er undir rómantískum formerkjum. Það þýðir að það hentar best fyrir tónlist frá rómantíska tímabilinu og reyndar er það einnig mjög hentugt fyrir nýrri tíma tónlist. Orgelið er 45 radda. Stærsta pípan í því er sextán fet, sem þýðir að dýpsta pípan í pedalanum er sextán fet. Til samanburðar er dýpsta pípan í efstu röddinni eitt fet. Þetta hljóðfæri hefur fjögur verk, eitt fyrir pedalana, og eitt fyrir hvert þriggja hljóm- borða. Pípurnar breytast í takt við hitabreyting- ar. Því verður að stilla orgelið reglulega og ég geri það að hluta til sjálfur. Auk þess Ég er aldrei einmana við orgelið - rætt við Björn Sólbergsson, organista og kórstjóra

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.