Dagur - 20.04.1991, Blaðsíða 11

Dagur - 20.04.1991, Blaðsíða 11
Laugardagur 20. apríl 1991 - DAGUR - 11 menningarmál Sæluvika Skagfirðinga - kórsöngur og leiklist í öndvegi Hilmir Jóhannesson í hlutverki sínu í eigin verki, Tímamótaverki, sem sýnt var í Sæluviku Skagfírðinga. Sæluvika Skagfirðinga stóð yfir dagana 7. til 14. þessa mánaðar. Sæluvika hefur verið haldin í Skagafirði síðan elstu menn muna og gera Skagfirð- ingar sér dagamun og skreppa í leikhús eða sækja aðrar uppá- komur. Þó sæluvikan sé ekki sá stórviðburður sem áður var, þegar minna var um skemmt- anir, er hún skemmtileg til- breyting frá hefðbundinni afþreyingu. Leiklist hefur jafnan verið fast- ur liður í dagskrá Sæluvikunnar og var einnig svo að þessu sinni. Leikfélag Sauðárkróks setti upp leikritið Tímamótaverk eftir Hilmi Jóhannesson og var aðsókn mjög góð enda er leikrit- ið í mjög léttum dúr. Ungmenna- félagið Mývetningur sýndi Bless- að barnalán eftir Kjartan Ragn- arsson. Aðsókn var ekki rnikil og virtust heimamenn ragir við að fara á sýningu hjá Mývetningum. Nokkrar bíósýningar voru í Sæluviku en jafnan er reynt að hafa áhugaverðar myndir til sýn- ingar. Að þessu sinni bar hæst íslensku kvikmyndina Ryð í leik- stjórn Lárusar Ýmis Óskarsson- ar. Sem kunnugt er framleiðir Propaganda films, fyrirtæki Sig- urjóns Sighvatssonar, myndina. Aðsókn var ágæt að flestum sýn- ingum í Sæluvikunni. Stórtónleikar í Sæluviku Laugardaginn 13. apríl héldu kórarnir Heimir og Rökkurkór- inn söngskemmtun í Miðgarði í Varmahlíð. Ýveir gestakórar sungu með heimakórunum en það voru Karlakórinn Söngbræð- ur í Borgarfirði og RARIK-kór- inn frá Reykjavík. Karlakórinn Heimir byrjaði söngdagskrána og sungu kórfé- lagar sex lög. Greinilegt var að kórinn er í mjög góðu formi og strax eftir fyrsta lag, Sprett eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, klöppuðu áheyrendur kórfélög- um lof í lófa. Öll lög Heimisfé- laga vöktu hrifningu þó sérstak- lega seinasta lagið, Granada, en í því lagi söng Pétur Péturson ein- söng. Einnig vakti fjórsöngur Sigfúsar Pétuj-ssonar, Kolbeins Konráðssonar, Péturs Pétursson- ar og Þorle|fs Konráðssonar mikla hrifningu áheyranda. Greinilegt ér að Karlakórinn Heimir hefur sjaldan verið betri. Að margra áliti eru undirleikarar kórsins þau Richard og Jacqueline Simm mikil himnasending fyrir kórinn en Richard er lærður ein- leikari og greinilega mjög fær píanóleikari. Éinnig mátti heyra á kórfélögum að Stefán Gíslason stjórnandi kóriáns eigi ekki síður en þeir sjálfir þakkir skildar fyrir þann árangur sem kórinn hefur náð. Skemmtilegir gestakórar Karl^kórinn Söngbræður úr Borgarfirði flutti átta lög á stór- tónleikunum í Miðgarði. Lagaval Söngbræðra var skemmtilegt og flutningur oftast góður þó eiga Söngbræður nokkuð í land með að ná þeim árangri sem félagar þeirra í Heimi hafa náð. Theodora Porsteinsdóttir söng einsöng með Söngbræðrum í lag- inu Svanasöngur á heiði. Vakti hún mikla hrifningu áheyrenda með mjög fallegum og góðum söng. Greinilegt er að þar er á ferðinni söngkona sem vert er að gefa gaum í framtíðinni. Stjórnandi Söngbræðra er Sigurður Guðmundsson og undirleikari Ingibjörg Þorsteins- dóttir. RARIK-kórinn flutti sjö lög undir stjórn Violetu Smid. Lögin sem kórinn flutti voru úr öllum áttum og þar á meðal eitt þjóðlag frá Tékkóslóvakíu og var það flutt á þýsku. Kórinn er mjög góður og samhæfður enda klöpp- uðu áhorfendur kórnum lof í lófa að loknum söng hans. Sérstak- lega eru fallegar kvenraddir í kórnum sem njóta sín vel í laga- vali kórsins. Seinasti kórinn sem kom fram var Rökkurkórinn úr Skagafirði. Oft hefur verið sagt um Rökkur- kórinn að hann sé mikill stemmn- ingarkór og eigi auðvelt með að fá áheyrendur á sitt band. Svo fór einnig á tónleikunum þann 13. apríl í Miðgarði. Kórinn söng lög í léttari kantinum sem áheyrend- ur könnuðust vel við t.d. lag Geirmundar Valtýssonar, Ég syng þennan söng, við ljóð Guðbrands P. Guðbrandssonar. Mikill áhugi á söng í lok tónleikanna sungu blönd- uðu kórarnir saman og síðan karlakórarnir. Karlakórarnir náðu nokkuð vel saman þó að ekki hefði gefist tími til að æfa saman. í lokalagi tónleikanna, Hermannakórnum, var kraftur- inn slíkur að þeir fimm hundruð áheyrendur sem í salnum voru sátu heillaðir eftir. Athygli vakti að áheyrendur voru á öllum aldri, ekki síður ungt fólk heldur en aldið. Svo virðist að sönglistin sé síður en svo á undanhaldi í Skagafirði ef marka má fjölda áheyrenda sem settu ekki fyrir sig að standa því ekki voru sæti fyrir alla í salnum. í ávarpi Porvalds G. Óskars- sonar, formanns Karlakórsins Heimis, kom fram að mikil ásókn er meðal kóra að fá að koma og syngja með heimakórunum á tónleikum sem haldnir eru í Mið- garði. Tímamótaverk Leikfélag Sauðárkróks sýndi leikritið Tímamótaverk eftir Hilrni Jóhannesson í Sæluviku Skagfirðinga. Hilmir samdi leikritið sérstaklega fyrir leikfé- 1 lagið í tilefni fimmtíu ára afmælis félagsins, að því leyti er verkið tímamótaverk. Um leikritið má segja margt gott þó óneitanlega séu á því nokkrir gallar. Persónusköpun Hilmis er að mörgu leyti stór- kostleg. Persónurnar eru mjög trúverðugar og kannast allir við einhvern sem Hilmir gæti hafa haft í huga við persónusköpunina og sennilega ætlast Hilmir til þess. Leikritið gerist hjá leikfélaginu sjálfu þ.e.a.s. á Sauðárkróki og lýs- ir aðalfundi félagsins þar sem verið er að undirbúa fimmtíu ára afmæli þess. Formaður félagsins, Baldur, leikinn af Þorleifi H. Óskarssyni er hinn mesti vand- ræðamaður, drykkfelldur og heldur við gjaldkera félagsins sem leikin er af Ágústu Ingólfs- dóttur. Einnig er hann grunaður um að fara frjálslega með sjóði félagsins. Konu Baldurs leikur Elsa Jónsdóttir en hún leikstýrir einnig verkinu. Anna kaffikerl- ing og Dóra meðstjórnandi eru leiknar af Helgu Hannesdóttur og Sólveigu Jónasdóttur. Fjórir ungir leikarar, í hlut- verki ungliða leikfélagsins, setja mikinn svip á sýninguna. Skúli B. Gunnarsson á góða spretti og verður að telja rappatriði hans með eftirminnilegustu senunt verksins. Að öðrum ólöstuðum stóðu Hilmir í hlutverki Ella leik- tjaldasmiðs og Skúli í hlutverki Gunna verulega upp úr hvað leik varðar. Segja má að tilþrif vanti hjá flestum nema þeim félögun- um. kg Skúli Gunnarsson og Páll Friðriksson í hlutverkum klæðskiptinga í Tímamótaverki Hilmis Jóhannessonar. RARIK-kórinn frá Reykjavík söng sem gestakór á stórtónleikum fjögurra kóra í Miðgaröi. Við píanóið situr Violeta Smid stjórnandi kórsins. Karlakórinn Heimir syngur undir stjórn Stefáns Gíslasonar á söngskemmtun í Miðgarði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.