Dagur - 20.04.1991, Blaðsíða 20

Dagur - 20.04.1991, Blaðsíða 20
20 - DAGUR - Laugardagur 20. apríl 1991 carmína Sigmundur Ófeigsson í Carmínuviðtali: Sætti mig illa við að ná ekki árangri í því sem ég tek mér fyrir hendur Sigmundur Ófeigsson. Mynd: Goiii Sigmundur Ófeigsson, deild- arstjóri Byggingavörudeildar Kaupfélags Eyfirðinga, seg- ist vera Akureyringur í húð og hár þótt hann sé raunar aðfluttur til bæjarins. Hann fæddist á Siglufirði en ólst upp fyrstu ár æfi sinnar í Neskaupstað þar sem faðir hans, Ófeigur Eiríksson var bæjarfógeti um tíma áður en fjölskyldan fluttist til Akur- eyrar og Ófeigur tók við starfi bæjarfógeta þar. Leið Sigmundar lá í gegnum skólakerfið í bænum og út- skrifaðist hann frá Mennta- skólanum á Akureyri vorið 1978. Á mynd sem teiknuð var af honum í Carmínu það vor stendur hann á árbakka í stígvélum og með veiðistöng í hendi. Honum fannst tæp- ast réttlátt að hann væri spurður um hvort hann hafi verið farinn að stunda veiði- mennsku á skólaárunum í Menntaskólanum því þá hefði hann verið búinn að veiða í mörg ár. Veiðiáhug- inn væri sér nánast með- fæddur. Sigmundur sagðist beinlínis vera háður því að veiða enda myndi hann ekki eftir sér öðru- vísi en veiðar væru snar þáttur í lífi sínu. Hann sagði að faðir sinn hefði verið mikill áhugamaður um veiðimennsku og því snemma tekið soninn með sér til veiða. „Ég var bundinn við stein á bakk- anum til þess að ég dytti ekki út í.“ Hann sagði að faðir sinn og tveir félagar hans hefðu keypt veiðiá í Fljótum í Skagafirði til þess að geta sinnt þessu áhuga- máli sínu og kvaðst Sigmundur hafa verið tíður förunautur þeirra í veiðiferðum. Seinna hefði faðir sinn tekið Mýrarkvísl í Reykjahverfi á leigu í nokkur ár. En þrátt fyrir það hafi þessar veiðiferðir ekki verið eina veiði- mennskan sem hann stundaði í bernsku. Hann minnist áranna austur í Neskaupstað. „Við bjuggum nánast á bryggjunni svo stutt var niður að sjónum og eitt helsta sport eða öllu heldur atvinnugrein okkar strákanna var að dorga ufsa. Síðan söfnuðum við aflanum í tunnu og seldum í bræðsluna. Við fengum einhverja peninga fyrir og þóttumst miklir menn. Þegar ég kom til Akureyr- ar fannst mér mikill ókostur hvað langt var niður á bryggju og bryggjurnar hér voru einnig fremur dapurlegt leiksvæði mið- að við bryggjurnar í Neskaup- stað.“ Varð að bíða með byssuna til tvítugs Þarna skaut samt Akureyringur- inn í Sigmundi Ófeigssyni rótum og hann hefur vaxið mikið frá þessu fyrsta sumri hans á Akur- eyri þegar hann saknaði sjávar- síðunnar fyrir austan. Sigmundur hefur fleiri áhugamál varðandi veiðimennsku en stöngina sem honum er svo handföst á teikn- ingunni í Carmínu 1978. Hann stundar einnig skotveiði og segist hafa verið um 17 ára þegar áhugi hans á byssum tók að vakna. En þar sem hann var sonur lögreglu- stjórans á staðnum þótti ekki til- hlýðilegt að hann væri að fikta með skotvopn svo ungur og því varð hann að bíða með skotveið- ina þar til hann varð fullra tutt- ugu ára og gat fengið löglega pappíra til að handleika slík tæki. Sigmundur segist skjóta mikið. Skotveiði verði þó ætíð að byggj- ast á þekkingu á fuglalífinu og virðingu fyrir því. Stundum komi fyrir að sér finnist fugl of fallegur til þess að skjóta hann. Hann seg- ist aldrei skjóta fugl nema unnt sé að koma honum í mat. Fuglinn sé ónýtt náttúruauðlind. Hann vitn- ar til ummæla sérfræðinga þess efnis að sú fuglaveiði sem stund- uð sé á íslandi virðist ekki hafa nein áhrif á stærð stofnana. Sig- mundur segir að skotveiðin skipt- ist í ákveðin tímabil. Á haustin séu það gæsir og eftir gæsaveiði- tímabilið taki andaveiðar við. Rjúpnaveiðin hefst síðan 15. október og stendur fram til jóla. Eftir áramótin er veiddur svartfugl, í janúar og febrúar. í mars til maí er hvíldartími veiði- mannsins en í júní taki laxveiðin við.“ Var svo heppinn að hætta mér ekki í laxeldið Hvarflaði aldrei að laxveiði- manninum Sigmundi Ófeigssyni að fara út í laxeldisbúskap? Hann kveðst hafa verið áhugasamur um það og meðal annars farið á námskeið í fiskeldi við Bænda- skólann á Hólum veturinn 1985. „Mér fannst hinsvegar að menn væru alltof bjartsýnir og sumir voru farnir að gera út á væntan- legan hagnað áður en nokkur raunveruleg starfsemi var komin af stað.“ Sigmundur sagði að nokkurt millibilsástand hafi ríkt hjá sér þegar hann var að hugsa um að reyna fyrir sér í fiskeldinu. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri fór hann suður og innritaðist í Háskóla íslands. „Ég prufaði nám við Háskólann í nokkra mánuði en leist ekkert á að halda áfram á þeirri braut. Ég hætti því og fór aftur norður. Fór á sjóinn á Sléttbak hjá Áka skipstjóra. Meðan á fyrsta túrnum mínum stóð gerði aftakaveður og mér leist ekkert á blikuna. í þessu veðri fórust tveir rækjubátar á ísafjarðardjúpi. Ég var einnig ailtaf hálf sjóveikur en harkaði þó af mér í hálft ár.“ Tvö ár viö nám í Edinborg en lauk prófi frá Háskólanum á Akureyri Sigmundur segir að haustið eftir, 1980, hafi hann verið ákveðinn í að fara til útlanda og kynnast ein- hverju nýju. Hann hélt því til Edinborgar og hóf nám við Edin- borgarháskóla. „í Edinborg kynntist ég nokkrum ágætum íslendingum sem þá voru þar við nám. Má þar nefna Sigurð P. Sig- mundsson, fyrrum framkvæmda- stjóra Iðnþróunarfélags Eyja- fjarðar og Arna Mathiesen, dýra- lækni og verðandi þingmann á Reykjanesi." Sigmundur dvaldi tvö ár í Edinborg en kom þá heim til Akureyrar og hóf að vinna á nýjan leik. Hann kveðst hafa verið óákveðinn í hvort hann héldi áfram námi en þó hafi alltaf blundað alvarlega í sér að hann yrði að ljúka einhverju. „Á þessum tíma varð ég veikur fyrir laxeldinu. Hvort ég ætti að fara út í það af fullum krafti. En eftir að hafa metið stöðuna varðandi laxeldið og komist að því að ég ætti ekki að fara þá leið fór ég að huga að því á hvern hátt ég ætti að ljúka námi. Þá var verið að koma Háskólanum á Akureyri á fót og fannst mér hann strax mjög áhugaverður kostur. Ég hefði ekki farið suður til náms, að minnsta kosti ekki það haust. Ég tók síðan þá ákvörðun að hefja nám á viðskiptabrautinni við Háskólann á Akureyri af full- um krafti. Skólastarfið var þá í mótun og einnig var mikið stuðst við aðkomna kennslukrafta þar sem fáir fastir kennarar voru komnir til starfa. Stundum var kennt allt upp í átta til tíu tíma á dag í nokkurn tíma en síðan var lítil kennsla á milli og gátum við þá notað tímann til þess að vinna úr því sem fyrir okkur hafði verið lagt í kennslustundunum.“ Sig- mundur var í fyrsta árgangnum sem útskrifaðist frá Háskólanum á Akureyri. Hann telur að stofn- un skólans sé með mestu fram- förum sem orðið hafi hér á síð- ustu árum. Mikilvægt sé að fólk eigi þess kost að stunda nám í heimabyggð og skólinn sé einnig byggður upp á hagnýtum náms- greinum. Þetta tvennt stuðli að því að fólk skili sér betur til atvinnulífsins á heimaslóðum. Sigmundur segist hafa sett sér ákveðið takmark þegar hann inn- ritaðist í Háskólann á Akureyri. Hann hafi ætlað sér ákveðinn tíma til að ná þessu takmarki og hann sé þannig gerður að hann verði óhress með að ná ekki þeim takmörkum sem hann hafi sett sér. Þarna kemur veiðimaðurinn fram í annarri mynd. Að missa ekki af þeirri bráð sem hann hef- ur ákveðið að ná. Sigmundur segist vera mikill Akureyringur. En hefur Akur- eyri breyst að hans dómi frá því hann var teiknaður með veiði- stöngina í Carmínu og yfirgaf menntasetrið á Syðri-Brekkunni? Hann segir að sér finnist að Akureyri hafi dalað. Menn lifi hér í sömu ímynd og fyrir tíu til tuttugu árum, að Akureyri sé svo fallegur og snyrtilegur bær. „Margt hefur versnað. Til dæmis hefur verið trassað að ganga frá miðbæjarsvæðinu. Ónýtt húsa- rusl er þar of áberandi. Þó má ekki gleyma því að gott starf hef- ur verið unnið í gróðurmálum sem gefur ýmsum stöðum í bæn- um fallegan blæ. Ég hef mikla trú á mannlífinu hér en við verðum að hafa meira frumkvæði í atvinnumálum og allri uppbygg- ingu. Við höfum heldur ekki tek- ið almennilega á því af hverju við ætlum að lifa í framtíðinni. Við eigum mikla möguleika á sviði ferðamannaþjónustu en of lítið er unnið að því að nýta þá. Við verðum til dæmis að samræma opnunartíma íþróttamannvirkj- anna í bænum. Ferðamenn sem koma hingað til að fara á skíði verða til dæmis að geta notað sundlaugina á eftir.“ Hann ræðir meira um atvinnumálin og þá deyfð sem honum finnst ríkja á þeim vettvangi. Deyfð er ekki að skapi veiðimannsins. Við getum látið lýsingu hans á sjálfum sér verða lokaorðin í þessu spjalli en Sigmundur sagðist sætta sig illa við að ná ekki árangri í því sem hann tæki sér fyrir hendur. Texti: Þórður Ingimarsson Mynd: Golli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.