Dagur - 20.04.1991, Blaðsíða 22
22 - DAGUR - Laugardagur 20. aprtl 1991
af erlendum vettvangi
Dularfullur sjúkdómur
veldur brjálun kúa
Á Stóra-Bretlandi hafa nú margir hætt að borða nautakjöt. Þeir óttast, að
dularfullur sjúkdómur í nautgripum geti borist í menn.
1TVÖFALDUR1. vinningur
Á liðnu hausti höfðu eigi færri en
14 þúsund breskar kýr veikst af
dularfullum sjúkdómi, sem held-
ur áfram að breiðast út, og nú er
óttast að hann hafi borist til
Frakklands. í daglegu tali nefnist
veiki þessi kúaæði - Mad Cow
Disease - og leggst á heila dýr-
anna.
Veikinnar varð fyrst vart, svo
vitað sé, á árinu 1986. Þá fór að
bera á því, að gripir misstu
matarlystina. Kýrnar vildu ekki
láta mjólka sig, og þær urðu van-
stilltar og viðskotaillar. Að lok-
um fór svo, að dýrin gátu ekki
lengur hreyft sig, - duttu og gátu
ekki risið á fætur.
Við krufningu fundust miklar
heilaskemmdir. Það er einkenn-
andi, að heilinn leysist upp og í
honum myndast holrúm líkt og í
þvottasvampi.
Ástandið ntinnir á sjúkdóm í
sauðfé, sent heitirscrapie. Hugs-
anlega er um sömu veikina að
ræða og hún sé nú farin að herja
á fleiri dýrategundir.
Fjöldi Englendinga er nú hætt-
ur að leggja sér nautakjöt til
munns af ótta við að veikin geti
borist í menn. Meira en 2000
skólar eru hættir að hafa nauta-
kjöt á borðum. Eigi að síður
segja heilbrigðisyfirvöld, að kjöt-
ið sé óskemmt og hættulaust.
Óttinn við kjötið stafar ekki
síst af því, að vísindamönnum
hefur ekki tekist að sýna fram á
eftir hvaða leiðum veikin breiðist
út. Þeir hafa heldur ekki fundið
smitefnið, en ljóst er að það erfist
ekki með DNÁ-sameindum. Það
getur því hvorki verið um bakte-
ríu eða vírusa að ræða. Eigi að
síður dreifist smitefnið, en
hvernig?
Vísindamenn telja líklegast,
að smit berist með fóðrinu. Eng-
lendingar hafa löngum blandað
sláturúrgangi í fóður nautgripa.
Ef leifar af nauti eða kú með
umrædda veiki eru notaðar í
fóður, getur sjúkdómurinn átt
auðvelda leið til næstu kynslóðar.
En hvert sem þetta dularfulla
smitefni er, þá þolir það suðu,
gerilsneyðingu og sótthreinsunar-
efni á borð við formalín. Það líð-
ur mjög langur tími - allt að átta
árum - frá því smitun á sér stað
og þar til veikin kemur í ljós. En
ekki hefur tekist að finna neina
mótefnamyndun í ónæmiskerfi
hýslanna.
Gagnrýnendur hins iðnvædda
húsdýraeldis fullyrða, að smitun
myndi aldrei eiga sér stað, ef dýr-
in fengju að lifa eðlilegu lífi og
éta hey og venjulegt kraftfóður.
Nýjustu fréttir herma, að veik-
in sé nú einnig komin til
Frakklands, en þar hefur all-
mörgum kúm verið slátrað, þar
sem eigendurnir töldu þær komn-
ar með æði.
Nánari athuganir hafa samt
leitt í ljós, að a.m.k. helmingur
gripanna, sem slátrað var, var
ekki með kúaæði. en yfirvöld á
sviði dýralækninga í Frakklandi
halda áfram rannsóknum á því,
hvort hið illræmda enska kúaæði
kunni að hafa borist til megin-
lands Evrópu.
(Fakta 10/90. - Þ.J.)
Risakaktusinn
er friðaður
HVERNIG
viltu vakna á morgun?
Viltu vakna viö yfirvofandj:
★ Stefnuleysi
★ Glundroða
★ Verðbólgu
— eða viltu vakna sjá fram á:
★ Sterka forustu
★ Stöðugleika
★ Öfluga þjóð — í eigin landi
Þitt er valið
Með x við B tryggir þú best framtíð þírta
í Bandaríkjunum hafa yfir 20
manns verið ákærðir fyrir ólög-
lega sölu á saguaro-kaktusum
eða risakaktusum. Þessir tignar-
legu kaktusar eru friðaðir og
njóta virðingar sem þjóðarjurt
Arizona.
Risakaktusar geta orðið allt að
12 metra háir og sjö tonn að
þyngd. Þeir þurfa að vaxa í 50 ár
áður en þeir blómstra og þroska
fræ. Þeir, sem hæstum aldri ná,
verða um það bil 150 ára.
Plöntuþjófarnir athafna sig
venjulega um nætur og hafa
útbúnað til að grafa jafnvel
stærstu kaktusa upp á 20 mínút-
um. Safnarar kaupa fallega vaxna
kaktusa fyrir allt að 15 þúsund
dollara (825 þús. ísl. kr.), segir í
tímaritinu Green Magazine.
(Fakta 10/90. - P.J.)
borpsKapar
sterkir og vandaðir
að allri gerð.
Henta vel jafnt fyrir heimili
og ýmiss konar
útivistarsvæði.
Sendum hvert á land
sem er.
Vírnet hf.
Borgarnesi,
sími 93-71296, fax 93-71819.