Dagur - 20.04.1991, Blaðsíða 21

Dagur - 20.04.1991, Blaðsíða 21
Laugardagur 20. ápríl 1991 - DAGUR - 21 efst f huga Reynslan er ólygnust Mér er það ansi ofarlega í huga að í dag fæ ég tækifæri til að segja álit mitt á landsfeðrunum svokölluðu. Það tækifæri ætla ég svo sannar- lega að nota. Ég ætla að keyra sem leið liggur niður I Oddeyrarskóla síðari hluta dags og fá kjörseðilinn minn afhentan. Síðan ætla ég að fara að tjaldabaki og kjósa samkvæmt bestu sannfæringu. Ég vona að enginn láti um sig spyrjast að hann sitji heima á kjördag, ef hann á annað borð á heimangengt. í öllum vestrænum lýð- ræðisríkjum virðist stjórnmálalegur áhugi fara þverrandi og æ fleiri kjörgengir sjá ekki ástæðu til að neyta kosningaréttar síns. Sumir segja sem svo: „Iss, það þýðir ekkert að kjósa. Það er sami rassinn undir öllum þessum stjórnmálamönnum og því skiptir mig engu máli hver stjórnar." Við höfum eflaust öll heyrt ummæli í þessum dúr frá einhverjum sem kýs að sitja heima. í þeirri ákvörðun felst hins veg- ar mikill misskilningur. Ef einhver er raunverulega svo óánægður með ALLA stjórnmálaflokkana að hann vilji ekki Ijá neinum þeirra atkvæði sitt, á sá hinn sami þann kost vænstan að fara á kjörstað og skila auðu. Auði seðillinn kemur skilaboðunum óbrengluðum til skila. Það að sitja heima í mótmælaskyni verður á hinn bóginn auðveld- lega misskilið sem leti, framtaksleysi eða félagsleg deyfð. Þess vegna skora ég á ALLA kjörgenga einstaklinga sem vettlingi geta vald- ið að fara á kjörstað og neyta kosningaréttar síns. Ég ætla sem sagt að kjósa - og kjósa rétt! Ég ætla að leggja mitt lóð á vogarskálina til að tryggja að góð ríkisstjórn haldi um stjórnar- taumana að kosningum loknum. Slíka stjórn verðskuldum við sannarlega, fslendingar, og þurfum á henni að halda. Eflaust geta flestir tekið undir það með mér að þjóðin eigi skilið að „kjósa yfir sig“ góða ríkisstjórn. Um hitt má svo lengi deila hvaða ríkisstjórn sé góð og hver sé slæm. Slíkt er ávallt matsatriði, auk þess sem hverjum þykir sinn fugl fagur, eins og þar stendur. Gamalt og gott máltæki segir að reynslan sé ólygnust og má það til sanns vegar færa. Mörgum hefur reynst affarasælast að byggja stórar ákvarðanir á eigin reynslu fremur en fjálglegum lýsingum og umsögnum annarra. Það „lífsmottó“ á aldrei betur við en einmitt í kosningum. Nútímakosningabarátta einkenn- ist á stundum af yfirboðum og innantómum kosningaloforðum. Að kosningum loknum hættir mörgum stjórnmálamanninum til að gleyma fyrirvaralaust að hann lofaði skattalækkunum, kauphækkunum, auknum framkvæmdum og auknu aðhaldi - öllu á einu bretti - í hita leiks- ins. Þess vegna eru kjósendur löngu hættir að taka kosningaloforðin of hátíðlega. Þeir vita sem er að reynslan er ólygnust. Á nýliðnu kjörtímabili sátu tvær ríkisstjórnir við völd. Fyrri hluta kjörtímabilsins hélt ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar um stjórnartaum- ana en haustið 1988 tók ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar við. Umskiptin voru ótrúleg og talar stöðugleiki efnahagslífsins síðustu misserin sínu máli um áhrif stjórnarskiptanna. Því segi ég: Reynslan er ólygnust. Á henni byggi ég mína ákvörðun í kjörklefanum í dag. Ég vona að sem flestir geri slíkt hið sama. Bragi V. Bergmann. SPÚISPRETTUR SPÓISPRETTUR Aðalfundur Sjómannafélags Eyjafjarðar verður haldinn í Alþýðuhúsinu, þriðjudaginn 23. apríl kl. 11.00 f.h. Fundarefni: 1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár. 2. Endurskoðaðir reikningar lagðirfram til afgreiðslu. 3. Lagabreytingar. 4. Breyting á reglugerð sjúkrasjóðsins. 5. Önnur mál. Akureyri, 17. apríl 1991. Stjórnin. Upptökutæki Samver á Akureyri biður þann eða þá sem tóku til handargagns upptökutæki, föstudaginn 5. apríl í nágrenni Blönduvirkjunar að hafa sam- band hið fyrsta. Aðeins 5 tæki sem þetta, eru til í landinu og því ekki gerlegt að fá annað lánað til notkunar en Samver hefur þörf fyrir tækið nú þegar. Fundarlaun! hf if Grundargötu 1, Akureyrr sími 96-24767. Konur í kosningaham Kosningakaffi Kvennalistans verður í Dynheimum frá kl. 10.-19. Opið verður á skrifstofunni, Brekkugötu 1 frá kl. 09.00 og fram á nótt. Akstur á kjörstað fyrir þá sem óska. Sími 11040. V er merki sigurs x-v

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.