Dagur - 20.04.1991, Blaðsíða 6

Dagur - 20.04.1991, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 20. apríl 1991 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþr.),_______ KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSM.: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRÍMANN FRÍMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165. FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL. PRENTUN: DAGSPRENT HF. Kosiö umforystu í dag ganga landsmenn að kjör- borðinu og velja sér það fólk sem þeir telja hæfast til að veita þjóð- inni forystu næstu fjögur árin. Kosningabaráttan er á enda og fyrr en varir fara fyrstu kosninga- tölur að berast. Framundan er spennandi kosningavaka sem flestir landsmenn taka vafalaust þátt í. Þótt alþingiskosningar séu ávallt mjög mikilvægar má auð- veldlega færa rök fyrir því að kosningarnar í dag séu þær mikilvægustu um langt árabil. Kosningarnar nú snúast fyrst og fremst um tvö mál. Annars vegar verður kosið um það hvaða flokk- ur eigi að veita forystu þeirri ríkisstjórn sem mynduð verður að kosningum loknum. Hins veg- ar verður kosið um það hvort áfram eigi að fylgja þeirri efna- hagsstefnu sem nú er við lýði. Kjósendur kveða upp sinn dóm við kjörborðið í dag. Þótt fleiri flokkar séu í boði nú en áður er ljóst að valið stendur fyrst og fremst um það hvort framsóknarmenn eða sjálfstæðis- menn eigi að hafa forystuhlut- verkið í landsstjórnarmálum með höndum næsta kjörtímabil. Aðrir flokkar koma ekki til álita í því sambandi. Það er þjóðarinnar að segja til um hvort hún vill leiða hin hörðu íhaldsöfl til öndvegis á ný eftir tæpra þriggja ára hlé eða hvort hún veitir félagshyggju- stjórn undir forystu framsókn- armanna umboð til að halda áfram því árangursríka starfi sem ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar hóf haustið 1988. Morgunblaðið hamrar að venju á því að þjóðin „megi ekki undir nokkrum kringumstæðum kjósa yfir sig vinstri stjórn" og hvetur fólk til að fylkja sér um Sjálf- stæðisflokkinn. Þennan sama áróður viðhafði Morgunblaðið einnig fyrir alþingiskosningarnar 1987 en í forystugrein Morgun- blaðsins á kosningadaginn það ár sagði m.a.: „Efnahagsófarirnar á verð- bólgutímum ættu að standa okk- ur nægilega nærri til að við áttum okkur á því, að þar er ekki um ófrávíkjanlegt lögmál að ræða heldur veltur jafnan mest á því hver á heldur." Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar afsannaði þessa glundroðakenn- ingu Morgunblaðsins og sjálf- stæðismanna í eitt skipti fyrir öll á nýliðnu kjörtímabili. Óskandi er að kjósendur séu ekki búnir að gleyma því að einungis tæp þrjú ár eru liðin frá því ríkisstjórn undir forystu sjálfstæðismanna hrökklaðist frá völdum og við blasti neyðarástand í efnahags- og atvinnulífi landsmanna. „Efnahagsófarirnar á þeim verðbólgutímum", svo vitnað sé í orð Morgunblaðsins, ættu að standa okkur nægilega nærri til að við förum ekki að endurtaka leikinn þann. Það var versti óvin- ur Morgunblaðsins, félags- hyggjustjórn undir forystu Stein- gríms Hermannssonar, sem tók í taumana og afstýrði þeirri efna- hagslegu og atvinnulegu óáran sem við blasti. Um þetta snúast kosningarnar í dag. Það verður kosið um árangur fráfarandi ríkisstjórnar og einnig um það hvor verði næsti forsætisráðherra, Stein- grímur Hermannsson eða Davíð Oddsson. Einungis glæstur kosn- ingasigur Framsóknarflokksins í öllum kjördæmum landsins gefur góðar vonir um áframhaldandi stöðugleika í efnahagsmálum og trausta forystu í landsmálum. BB. Samviniiumenn og aðrir sósíalistar Lengi hefur það þótt góð latína að hjálpast að og vinna saman, þeir sem betur væru settir hjálpuðu hinum sem minna mættu sín. Öllum þykir bæði sjálfsagt og eðlilegt að foreldrar styðji börn sín og börn veiti öldruðum for- eldrum sínum hjálp. Það þykir kristi- legur hugsunarháttur að hjálpa og bera blak af þeim sem minna mega sín og sumir sannkristnir menn fórna öllu fyrir aðra. Raunar er þetta ein af grundvallarkenningum Krists og krist- innar kirkju og kristinna manna, eins og menn þekkja, samanber söguna um miskunnsama samverjann. í Hávamálum, hinu heiðna vís- dómskvæði frá miðöldum, sem íslend- ingar einir hafa varðveitt, stendur þetta: Ungur var eg forðum, fór eg einn saman, þá varð eg villur vega. Auðugur þóttist er eg annan fann: maður er manns gaman. Margar hendur vinna létt verk „Betur sjá augu en auga,“ segir gamalt íslenskt orðtak og „margar hendur vinna létt verk“. Fyrstu sveit- arfélögin á íslandi, hrepparnir gömlu, eru sennilega fyrstu tryggingar- eða samvinnufélögin í heiminum. Hrepps- búar voru skyldir að bæta brunatjón hver hjá öðrum. Brynnu hús fyrir ein- um bættu hinir það upp og framfærslu- skylda fátækra hvíldi líka á hreppnum. Það var góð skipan mála þótt flestum sé ofar í huga sagnir um illa og ómannúðlega meðferð hreppsómaga. Eins og víðar hefur Einar Benedikts- son skáld orðað þetta betur en aðrir, því að í kvæði sínu Fákar segir hann: Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur. Kenningin um samhjálp og sam- vinnu er því bæði gömul með þjóðinni og auk þess grundvöllur kristinnar trúar. Uppbygging atvinnuvega á ís- landi á þessari öld og endurreisn þjóð- arinnar byggðist á þessari kenningu um sameiningu og samvinnu. Þau atvinnufyrirtæki og félög sem reynst hafa okkur notadrýgst eru samvinnu- og sameignarfyrirtæki. Framsóknar- flokkurinn, Álþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið - og gamli Sam- einingarflokkur alþýðu, Sósíalista- flokkurinn - byggðu allir baráttu sína á hugmyndinni um samhjálp og sam- vinnu og voru í andstöðu við Sjálf- stæðisflokkinn, sem byggði kenningu sína á frelsi einstaklingsins og arði af auðmagni. Afl auðmagnsins Nú um hríð hefur ekki blásið byrlega fyrir kenningunni um samvinnu, sam- einingu og samhjálp. Vegna ómannúð- legrar kúgunar valdhafa í ríkjum Austur-Evrópu og vegna þess að sam- vinnufélög á Islandi áttu um hríð í erf- iðleikum vegna verðbólgu og rangrar fjárfestingar í Reykjavík, hefur því verið haldið fram að sósíalismi og samvinnustefna hefðu runnið sitt skeið á enda. Frjálshyggjan, sem svo hefur verið nefnd, hefur hins vegar verið talin leysa allan vanda. Málsvör- um auðmagnsins og kenningarinnar um frjálsan flutning á fjármagni hefur tekist að telja sumu fólki trú um að óheft samkeppni á öllum sviðum og frelsi fjármagnsins til allra hluta gætu leyst allan vanda. Þetta er svonefnd allsherjarlausn á vandanum, sem margir hafa verið ginnkeyptir fyrir. Kapítalismi Samvinna ríkja Evrópubandalagsins byggist á þessari allsherjarlausn þar sem fjórfrelsið á að ríkja, það er að segja frjáls flutningur á fólki, fjár- magni og vörum og þjónustu með það fyrir augum að auka arðsemi fjár- magnsins. Þetta var einu sinni kallað kapítalismi. Það orð þorir nú helst enginn að nefna á nafn lengur því að auðmagnið er átrúnaðargoð svo margra. En sú kemur tíð að menn átta sig á að samvinna og samhjálp duga betur þegar til lengdar lætur. Akur- eyrar- pistill Tryggva Gíslasonar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.