Dagur - 20.04.1991, Blaðsíða 23

Dagur - 20.04.1991, Blaðsíða 23
Laugardagur 20. apríi 1991 - DAGUR - 23 Loftmengun hættir ekki þótt hann hvessi á sunnan Það eru ekki fjarskalega mörg ár síðan orðið mengun gerði fyrst vart við sig í íslensku í þeirri merkingu sem nú er oftast notuð. Ekki þarf það endilega að þýða að viðátta orðsins hafi ekki verið til á landinu fyrr. Stundum eru ekki til orð yfir heild heldur að- eins hluta heildarinnar. En ábyggilega var íslendingum orðin þörf á því að fá svona orð til að geta brugðið fyrir sig. Það verður að játast, að þótt sumir haldi því fram að mengun á íslandi sé lítil sem engin, er það nokkuð fjarri sanni. Loftmengun hættir til dæmis ekki að vera til þótt hann hvessi á sunnan; mengaða loftið flyst bara úr stað. Þetta leiðir huga minn að því sem kallað var peningalykt áður en síldin hvarf og mengunin ruddi sér til rúms í orðaforða almennings. Þegar ég var barn og unglingur frammi í firði var mikill siður að bræða síld í Krossanesi. Af þeirri bræðslu stafaði talsverð loft- mengun og á góðum sumardög- um barst þetta mengaða loft fram fjörðinn með hafgolunni. Það lét oft nærri að þegar komið var út eftir seinnipartskaffið var komin Krossanesfýla. Ekki veit ég um neinn sem þótt svona lykt góð - nema ef það væru einhverjir Sigl- firðingar - en engum datt svo sem í hug að amast við þessu; þetta var óhjákvæmilegur fylgi- fiskur þessa iðnaðar og allir vissu að hann var af hinu góða. Sumir hafa lagt til að orðið mengun yrði stafsett með -i- nl. meingun til að hið illa eðli væri meir áberandi. Þetta er ekki galin hugmynd því mengun/meingun er einkum og sérílagi neikvætt orð. Því betur hafa menn gert sér grein fyrir því að það er viðsjár- vert að blanda hverskyns auka- efnum í ríki nátturunnar. Þess- vegna láta menn sér ekki í léttu rúmi liggja hvernig gengið er frá stórum verksmiðjum, nú er æ oft- ar sett skilyrði um meðferð úr- gangsefna frá slíkum stofnunum. Ekki veit ég hvort Akureyring- ar (svo dæmi sé tekið) hafa tekið sérstaklega eftir loftlagsbreytingu í bænum síðan hitaveitan kom til. En ætli kyndingareykur allra heimila í bænum hafi ekki jafnast á við dálítið stóra verksmiðju? Þetta kom óneitanlega dálítið oft upp í huga manns hér í Provo þegar kuldar urðu sem mestir í vetur. Þá gripu margir til þess ráðs að kynda arininn í stofunni sinni meir en endranær til að halda olíu- eða rafmagnsreikn- ingnum í skefjum. Auðvitað var þessum mönnum vorkunn en loftslagið í bænum var nú svo sem nógu bölvað áður en til þess kom. Hér er nefnilega á næstu grösum ein þessi verksmiðja sem veitir að vísu einhverjum þús- undum manna atvinnu, beint og óbeint. En svo góð sem atvinna er veitir þessi verksmiðja líka ólofti út í andrúm allra bæjar- búa. Á köldum vetrardögum verður veður hér gjarnan með þeim hætti að kalt loft safnast Valdimar Gunnarsson skrifar saman niðri við jörð en ofar er hlýrra loft sem bannar hinu kalda uppgöngu. Þá verður einskonar þak yfir dalnum hér og óloftið frá stálverksmiðjunni, bílunum og arineldum íbúanna safnast saman niðri við jörð. Þá er vont að vera í Provo. En þótt hlýni í veðri og þessi loftgildra opnist er hér ærið óloft á kyrrviðrisdögum. Mikið af því stafar frá stálverksmiðjunni sem áður var nefnd en mikið líka frá bílunt sem eru hér á sífelldri ferð allan daginn. Reyndar er það haft fyrir satt að hérumbil helm- ingur loftmengunar hér við Was- atch fjaligarðinn (frá því norðan við Salt Lake City og allangt hér suður eftir) stafi af bílaumferð. En hér í Provo er verksmiðjan aðalsökudólgurinn. Henni var lokað um sinn fyrir þrem árum og þá varð loft hér miklu betra og einkunt fækkaði mjög ferðum foreldra með ungabörn til lækna en hér eru sjúkdómar í öndunar- færum ótrúlega algengir hjá fólki á öllum aldri. Svo er sagt að í Utah - og eink- um hér í Provo - sé miklu minna um reykingar en annars staðar í Bandaríkjunum enda eru þær andstæðar trú Mormóna. Samt sem áður er lungnakrabbi ekki sjaldgæfari hér en þar sem menn reykja meir - heldur hið gagn- stæða. Flestir kenna hinu óholla loftslagi um. Reyndar er talið að þessi blettur þar sem ég nú sit og skrifa sé þriðja mengaðasta þétt- býli í gervöllum Bandaríkjunum og taki ni.a. fram stórborgum eins og Los Angeles og Chicago. En fleira er mengað en and- rúmsloft og er þá sama sagan hér og heima á Fróni. Ég hefi e.t.v. áður nefnt í bréfi hve menn eru hér kærulausir um hvar þeir henda rusli. Við höfum undrast þetta en kannski getur íslending- urinn ekki svo mjög djarft úr flokki talað? Gestsaugað er sjálfsagt gleggra eins og fyrri daginn - svo ekki sé nú talað um bjálka og flísar. En óneitanlega þykir manni norðan af íslandi kaldranalegt að koma hér í miðri borginni í skógarreit sem er notaður sem öskuhaugur nærliggjandi íbúðahverfa. Það er svo sem sök sér að hafa svona bletti ógrisjaða og óhirta en er ekki óþarft að fylla þá af neyslu- rusli manna? Margri hafa gert sér að skyldu - einkum þeir sem fara oft en stutt í einu til útlanda - að bera útlönd saman við ísland og finna þessu „skeri“ allt til foráttu. Víst er um það að víða er matur miklu ódýrari en á íslandi, sumstaðar eru laun (sumra) hærri og skattar lægri, verið getur að annars stað- ar sé grasið grænna og eggin stærri. En ekki má gleyma því sem fsland hefir umfram flest önnur lönd, t.d. tiltölulega ó- spillta náttúru; vatn, haf, land og loft. Ég veit að sumir munu segja að ekki geri þessir hlutir mikið til að létta okkur lífsbaráttuna. En skyldi það ekki geta gerst? Valdimar G. Músiktilraunir Tónabæjar Ár livert heldur félagsmiðstöðin Tónabær og ÍTR hljómsveitar- keppni sem kallast Músiktilraun- ir sem er opin öllum áhugahljóm- sveitum hvaðanæva af landinu óháð öllum markaðs- og sölu- sjónarmiðum. Nú standa fyrir dyrum Músiktilraunir Tónabæjar 1991 þar sem 24 hljómsveitir keppa. Þetta er níunda sinn sem Músiktilraunir Tónabæjar eru haldnar. Misjafnlega tekst hljómsveit- unum að halda á frægðinni, en t.d. hljómsveitin Greifarnir sem unnu 1986 urðu mjög vinsælir um allt land, Dúkkulísurnar sem sigruðu 1983 og urður geysivin- sælar, Stuðkompaníið frá Akur- eyri sigraði 1987 og urðu vinsælir um land allt og fleiri hljómsveitir hafa sprottið upp frá Músiktil- raunum Tónabæjar og orðir vin- sælar. Fyrsta Músiktilraunakvöldið var haldið 11. apríl sl. Þetta kvöld kepptu átta hljómsveitir um sæti í úrslitum. Mjög mikil stemmning var í salnum og voru um 500 manns mættir til að horfa og hlusta á þessa ungu hljóm- sveitarmenn. Stjórhljómsveitin Síðan skein sól var gestahljóm- sveit kvöldsins og var framlag hennar stórkostlegt. Úrslit kvöldsins urður þau að hljómsveitin Infusoría sigraði, önnur varð hljómsveitin Nirvana, en dómnefnd ákvað síðan að hljómsveitin Durkheim ætti að fá að spreyta sig úrslitakvöldið. Annað Músiktilraunakvöld Tónabæjar og Stjörnunnar var haldið fimmtudaginn 18. apríl og léku þá hljómsveitirnar Krossbrá frekar en Ijósbrá, Möbel Fakta, No Comment, Saktmóðeur, Myrstar, Strigaskór nr. 42, Bar- baríans og Mortuary. Gesta- hljómsveit kvöldsins var Risaeðl- an. Þriðja Músiktilraunakvöld Tónabæjar og Stjörnunnar verð- ur 25. apríl og úrslitakvöldið verður síðan 26. apríl. spurning vikunnar Einar Benediktsson: Já, að vissu marki. Þetta er engin barátta sé litið til fyrri ára. Steingrímur Hermannssoit mun verða í forsvari næstu ríLs- stjórnar. Björn Sveinsson: Vissulega fylgist ég með. Hver tekur við forsætisráðuneytinu er erfitt að segja um, því ráða „hrossakaup". Sverrir Kiernan: Ég kýs nú í fyrsta sinn til Alþing- is og því hef ég fylgst grannt með kosningabaráttunni. Ungt fólk hefur áhuga á stjórnmálum og Davíð Oddsson er okkar maður. Hann verður forsætis- ráðherra að kosningum loknum. Hinrik Hinriksson: Nei, en Steingrímur Hermanns- son og Framsókn halda sínu striki og Steingrímur verður forsætisráðherra sem fyrr. Heiðdís Norðfjörð: Vegna anna þá hefur það ekki verið. Ég hef ýmsar væntingar að þingkosningum loknum og styð Framsóknarflokkinn og Steingrím Hermannsson til dáða. Hefur þú fylgst með kosningabaráttunni og hver verður næsti forsætisráðherra?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.