Dagur - 30.07.1991, Page 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 30. júlí 1991
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31.
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SIMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 100 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON,
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Hriktir í stoðum
stjórnarsamstarfs
Bullandi ágreiningur er nú risinn milli þeirra Jóns Bald-
vins Hannibalssonar, utanríkisráðherra og formanns
Alþýðuflokksins, og Þorsteins Pálssonar sjávarútvegs-
ráðherra um framtíðarstefnu ríkisstjórnarinnar í sjávar-
útvegsmálum. Eins og kunnugt er höfðu sjálfstæðismenn
enga stefnu í sjávarútvegsmálum í síðustu kosningum
aðra en þá að móta nýja sjávarútvegsstefnu sem fyrst.
Alþýðuflokksmenn hafa hins vegar lengi verið hlynntir
því að taka upp einhvers konar auðlindaskatt í sjávar-
útvegi. Af fréttum sumra fjölmiðla að undanförnu að
dæma má ætia að auðlindaskatturinn eigi vaxandi fylgi
að fagna meðal sjálfstæðisráðherranna í ríkisstjórninni,
að undanskildum sjávarútvegsráðherra.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra hefur réttilega
bent á að sjávarútvegurinn þolir ekki meiri álögur en
hann ber nú þegar, auk þess sem auðlindaskattur í sjáv-
arútvegi hefði í för með sér gríðarlega tilfærslu á fjár-
magni frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins.
Flestir samráðherra Þorsteins virðast þó ætla að láta
þessi rök sem vind um eyru þjóta og halda sínu striki.
Innan ríkisstjórnarinnar hefur ágreiningurinn um sjáv-
arútvegsstefnuna magnast mjög að undanfömu. Sjávar-
útvegsráðherra hefur bent á að stjórnarflokkarnir hafi
ekki gert með sér neitt samkomulag um að taka beri upp
kvótaleigu. Hann fullyrðir að í stjórnarmyndunarvið-
ræðunum hafi ósk Alþýðuflokksins um sérstakan auð-
lindaskatt verið hafnað. Hins vegar hafi náðst um það
samkomulag að skipuð yrði sjö manna nefnd til að endur-
skoða fiskveiðilöggjöfina í heild og að hvor flokkur um sig
tilnefndi þrjá menn í hana. Eins og kunnugt er hugðist
Þorsteinn skipa Vilhjálm Egilsson alþingismann sem
formann nefndarinnar, en því hafnaði Jón Baldvin alger-
lega og vill fá að hafa hönd í bagga við skipun nefndar-
formannsins.
í DV í gær segir Jón Baldvin að Þorsteinn Pálsson hafi
„vart opnað svo munninn að hann noti ekki tækifærið til
að vísa á bug yfirlýstri stefnu Alþýðuflokksins í sjávar-
útvegsmálum. ítrekað hefur hann haldið því fram að
veiðileyfagjald eða aðrar breytingar á fiskveiðistjórnun-
inni séu ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Þetta er í and-
stöðu við það sem um var talað í stjórnarmyndunarvið-
ræðunum og er ein af forsendum stjórnarsamstarfsins.
Þetta eru stríðsyfirlýsingar gegn stefnu ríkisstjórnarinn-
ar.“
Ekki þarf glöggan mann til að sjá að tilvitnuð orð for-
manns Alþýðuflokksins ganga þvert á fullyrðingar sjáv-
arútvegsráðherra. Vegna þessa djúpstæða ágreinings
ráðherranna tveggja er þegar farið að hrikta í stoðum
stjórnarsamstarfsins. Senn mun því reyna á sátta-
semjarahæfileika Davíðs Oddssonar forsætisráðherra.
Það er í verkahring hans að reyna að sætta deiluaðila.
Davíð veit líklega manna best hvað þeim Jóni Baldvin fór
á milli í Viðey og ætti því að reynast létt að leiðrétta „mis-
skilninginn" og jafna ágreininginn. Eða eins og einn
ónefndur landkrabbi komst að orði: „Hvað er ein sjávar-
útvegsstefna milli vina? Er það eitthvað til að gera veður
út af“? BB.
Fimmtudaginn 18. júlí birtist
frétt í Degi um viðgerð kirkjunn-
ar að Möðruvöllum í Hörgárdal.
Vitnað var í orð mín í fréttinni,
en eins og oft vill verða þegar
leitað er frétta gegnum síma, þá
var sú tilvitnun ekki alveg eins og
ég vildi hafa hana.
Sóknarnefnd Möðruvalla-
klausturskirkju fékk birta leið-
réttingu vegna fréttarinnar
þriðjudaginn 23. júlí sl., þar sem
í fyrsta lagi kemur fram, að við-
gerð á kirkjunni sé alfarið á veg-
um heimamanna en ekki embætt-
is þjóðminjavarðar eins og haldið
var fram í áðurnefndri frétt. í
öðru lagi gerir sóknarnefnd
athugasemd við orð mín um ald-
ur kirkjunnar.
Ég vil leyfa mér að gera
athugasemd við þessa „leiðrétt-
ingu“ sóknarnefndar.
Hvað fyrra atriðið varðar þá
gætir misskilnings hjá blaða-
manni, þegar hann segir, að lag-
færingar á turni kirkjunnar séu á
vegum þjóðminjavarðar. Hið
rétta er, að þjóðminjavörður hef-
ur eftirlit með framkvæmdunum,
enda er kirkjan friðuð og smið-
irnir, sem vinna að endurbótun-
um, viðurkenndir af honum sem
sérfræðingar við slíka vinnu.
Kirkjan á Möðruvöllum. Á að miða afmæli hennar við afhendingardag eða
vígsludag?
. 1
1
I J / jí
[í(,fí TSSájJ
Hvernig reiknast aldur kirkna?
En það er söfnuðurinn sem
greiðir kostnaðinn af viðgerðinni
eins og fram kemur í leiðréttingu
sóknarnefndar. Þó vil ég taka
það fram að til þess fær söfnuður-
inn mjög rausnarlega aðstoð,
bæði frá Jöfnunarsjóði sókna
(þ.e. frá þjóðkirkjunni) og frá
Húsafriðunarsjóði (þ.e. frá em-
bætti þjóðminjavarðar). Ennþá
hefur söfnuðurinn ekki þurft að
greiða krónu af sóknargjöldun-
um vegna viðgerðarinnar, en þær
hófust í fyrrasumar.
Hvað síðara atriðið varðar,
þ.e. um það hvenær rétt sé að
minnast afmælis kirkjunnar, þá
vil ég taka fram eftirfarandi:
Gamla kirkjan á Möðruvöllum
brann 5. mars 1865. Þegar var
hafist handa við undirbúning
nýrrar kirkjubyggingar. Einungis
5 mánuðum eftir kirkjubrunann,
koma fyrstu kirkjuviðirnir til
landsins frá Danmörku.
Skilmálar vegna byggingarinn-
ar voru mjög ítarlegir. Þar kemur
m.a. fram, að kirkjan skyldi
messufær fyrir júlílok árið eftir
(þ.e. 1866).
Þetta stóðst að mestu, því
kirkjan var vígð einungis ári eftir
að fyrstu viðirnir komu, eða 5.
ágúst 1866 (einu ári og fimm
mánuðum eftir brunann). Þætti
slíkt góður kirkjubyggingarhraði
nú á tímum. Kirkjubyggingunni
var þó ekki að fullu lokið fyrr en
árið 1867 og kirkjan ekki afhent
söfnuðinum fyrr en 23. septem-
ber 1867.
Frá vígsludeginum segir bæði í
dagbókum Sveins Þórarinssonar
(sem varðveittar eru í Nonna-
safninu á Akureyri) og í kirkju-
bókinni.
Kirkjan virðist síðan hafa verið
notuð reglulega eftir vfgsluna,
því í reikningum hennar kemur
fram, að kirkjan sjálf hafi verið
þrifin mánaðarlega, svo og
messuklæði og fl. Auk þess virð-
ist yfirheyrsla barna hafa hafist
aftur í kirkjunni veturinn ’66-’67,
því í reikningshaldinu er aðeins
greint frá borgun fyrir lán á hús-
næði til þess veturinn ’65-’66 og
fram á vor. í bréfi stíluðu 15.
Torfi K. Stefánsson Hjaltalin.
nóv. 1866 er og sagt frá flutningi
tveggja kirkjuklukkna og altaris-
töflu til kirkjunnar. Þannig má
vera ljóst, að kirkjan hefur verið
notuð til messuhalds allt frá
vígsludegi hennar fyrir tæpum
125 árum.
Afmæli kirkna miðað við
vígsluafmæli
í flestum tilvikum er afmæli
kirkna miðað við vígsluafmæli
þeirra, en ekki afhendingardag.
Ástæðan er sú, að kirkjan er ekki
aðeins hús (bygging), heldur og
einnig starfseining. 5. ágúst n.k.
hefur kirkjubyggingin á Möðru-
völlum verið 125 ár í notkun sem
guðsþjónustuhús. Sem slík á hún
því 125 ára afmæli í byrjun næsta
mánaðar. En sem bygging, þ.e.
sem fullfrágengið hús, á hún ekki
125 ára afmæli fyrr en 23. sept-
ember á næsta ári.
í fyrrnefndri leiðréttingu sókn-
arnefndar kemur fram að jafnan
hafi verið miðað við ártalið 1867
þegar afmælis kirkjunnar hefur
verið minnst (þ.e. við afhending-
ardag). Reyndar er það svo að
afmæli kirkjunnar var fyrst hald-
ið hátíðlegt árið 1957. Séra
Sigurður Stefánsson (sóknar-
prestur á Möðruvöllum 1928-
1966) stóð fyrir þeirri afmælishá-
tíð en einhverja bakþanka, eða
nýjar upplýsingar, virðist hann
hafá fengið varðandi ártalið, því í
bók sinni „Lögmannshlíðar-
kirkja, aldarminning“ frá árinu
1962, segir hann til dæmis um þá
kirkju, að aldur kirkjunnar verði
að miðast við sjálfa vígsluna
(sem var 1860), þó svo að húsið
hafi ekki verið fullfrágengið fyrr
en sumarið 1861 og fyrst tekið út
síðsumars 1862.
Þetta sama á þá auðvitað einn-
ig við um kirkjuna á Möðruvöll-
um, enda vildi sonur séra Sigurð-
ar, séra Ágúst, sem þá var prest-
ur á Möðruvöllum, minnast
afmælis kirkjunnar árið 1966,
væntanlega undir áhrifum frá
föður sínum. Af því varð þó
ekki, bæði vegna andstöðu sókn-
arnefndar og vegna þess að séra
Ágúst sótti burtu þá um sumarið.
100 ára afmæli kirkjunnar var því
haldið hátíðlegt 1967 og 110 ára
afmæli 1977. Þannig hefur
afmælisins aðeins verið minnst
með viðhöfn þrisvar á 125 ára
ferli kirkjunnar, en þá hefur allt-
af verið miðað við afhendingar-
dag.
Ártalið 1867, sem séra Sigurð-
ur heitinn gerði að afmælisári
kirkjunnar, hefur þannig mótað
hefðina, þrátt fyrir það að hann
sjálfur hafi verið þeirrar skoðun-
ar eftirá, að miða ætti afmæli
kirkna við vígsludag.
Ég er sömu skoðunar og séra
Sigurður heitinn. Kirkjan, sem
guðsþjónustuhús, á 125 ára
afmæli 5. ágúst n.k. Það er
reyndar ekki skoðun mín, heldur
er það staðreynd. En að sjálf-
sögðu er það samkomulagatriði
milli prests, sóknarnefndar og
safnaðar, hvenær heppilegt sé að
halda upp á afmæli kirkjunnar og
hvort miða eigi við þann ára-
fjölda sem húsið hefur verið í
eigu safnaðarins (frá árinu 1867),
eða þann árafjölda sem kirkjuleg
starfsemi hefur farið þar fram
innan dyra (frá árinu 1866).
Torfi K. Stefánsson lijaltalín.
Höfundur er sóknarprestur Möðruvalla-
prestakalls.