Dagur - 30.07.1991, Page 5

Dagur - 30.07.1991, Page 5
Þriðjudagur 30. júlí 1991 - DAGUR - 5 Steinhólaskáli í Exjafirði: Sextán ár frá opnun - „þörfin fyrir þennan rekstur margbúin að sanna sig,“ segir Kristjana Kristjánsdóttir, veitingamaður Kristjana Kristjánsdóttir, veitingamaður í Steinhólaskála. Mynd: Golli Steinhólaskáli í Eyjafirði var stofnaður sumarið 1975 og er því 16 ára um þessar mundir. Kristján Oskarsson, fyrrum bóndi í Grænuhlíð, hóf verslun og veitingarekstur í skálanum eftir að hann lét af búskap og sonur hans tók við jörðinni. Kristján starfrækti síðan skál- ann þar til fyrir einu og hálfu ári að Kristjana dóttir hans tók við rekstrinum ásamt manni sínum Jóni Albertssyni frá Akureyri. Kristjana sagði að hugmyndin að stofnun og rekstri skálans hefði orðið til þegar faðir sinn hætti búskap. Hann hefði ekki viljað flytja úr sveitinni og því farið að huga að því á hvern hátt hann gæti skapað sér einhverja atvinnumöguleika. Engin verslun eða veitingasala hefði verið til staðar í sveitinni og því hefði orðið úr að reyna þetta. Krist- jana sagði að þetta framtak hefði strax hlotið góðar viðtökur, bæði hjá sveitungum og ekki síður ferðafólki, sem átti leið um innri byggðir Eyjafjarðar. í upphafi var megin áherslan lögð á versl- unarreksturinn en þó var einnig boðið upp á veitingar. Kristjana sagði að veitingasalan hefði auk- ist mjög fljótt, einkum yfir sumarmánuðina og því komið í ljós að full þörf var fyrir þessa þjónustu. Verslunin er enn rekin í Stein- hólaskála en veitingareksturinn hefur sinám saman orðið stærri og stærri hluti starfseminnar. Kristjana sagði að þótt sumarið væri aðal annatíminn þá færi umferð á veturna einnig vax- andi. Kæmi það meðal annars til af batnandi vegum og fólk æki því rneira inn í fjörðinn um helg- ar en verið hefði. Einnig væri búið að byggja nokkuð af orlofs- húsum í innanverðum Eyjafirði og gestir þeirra nýttu sér þjónust- una í Steinhólaskála. Kristjana Verslunarmannahelgin: Skátamót í Vaglaskógi Um verslunarmannahelgina (2,- 5. ágúst) 1991 verður haldið skátamót í Vaglaskógi. Vegna mótshaldsins verður hluti af tjaldsvæðum í Vaglaskógi lokað- ur öðrum en þeim sem sækja mótið. Aðrir hlutar tjaldsvæð- anna verða opnir fyrir fjölskyldu- fólk alla verslunarmannahelgina. Skátafélagið Klakkur á Akur- eyri stendur fyrir þessu móts- haldi. Mótið verður sett kl. 20 föstudaginn 2. ágúst og því verð- ur slitið kl. 14 mánudaginn 5. ágúst. Yfirskrift mótsins er „Á grænni grein“ og mun mótshaldið miðast við umhverfi mótsins og tillits- semi við það. Þetta skátamót verður að mestu í hefðbundnum stíl og þar er tjaldbúðalíf mikilvægt. I því felst til dæmis að skátarnir reyra saman hlið og girðingar, turna og fleira úr trönum og ýmsu öðru byggingarefni. Tjaldbúðaskoðun verður á hverjum degi þar sem foringjar líta eftir umgengni og umhirðu í tjaldbúðinni. Skátarnir munu ennfremur vinna öll störf t.d. við matargerð og taka á móti gestum. Mikil dagskrá verður á mótinu og má þar nefna hefðbundin atriði eins og þrautabraut, renni- braut, vatnasafarí, varðelda, gönguferðir og tívolí. Af póstum sem eru tengdir yfirskrift mótsins má nefna endurvinnslu á pappír, sorp- flokkun, útplöntun og viðgerðir á rofabörðum. Laufblaðið mun koma út á hverjum degi og útvarpsstöðin Ilmbjörk mun hjálpa til við að skapa skemmtilegt andrúmsloft í Vaglaskógi og nágrenni. Heimsóknardagur er á sunnu- dag en þá er öllum sem hafa áhuga velkomið að heimsækja mótið og verða meðal annars við varðeld um kvöldið. Ekkert skátamót kemst af án vinnubúða og enn er tækifæri til að skrá sig í þær. Fjölskyldubúðir verða starfræktar á mótinu og þar er tækifæri fyrir eldri skáta að koma með fjölskylduna og taka þátt í dagskrá mótsins eftir aðstæðum. Skráning í vinnu- og fjölskyldubúðir er í síma 96- 26894 kl. 17-19 alla virka daga og þar má fá allar nánari upplýsing- , (Fréttatilkynning) Þær stöllur Aðalbjörg Bragadöttir (t.v.) og Gunnhildur H. Guðjónsdóttir, til heimilis að Vanabyggð 4 á Akureyri, stóðu nýlega fyrir tombólu. Þeim tókst að safna kr. 6.553.00 og peningunum komu þaer til Akureyrardeildar Rauða krossins. Mynd: -bjb sagði að verulegur kippur kæmi í starfsemina á hverju sumri þegar vegurinn um Sprengisand opnað- ist fyrir umferð því Steinhólaskáli sé fyrsti staðurinn sem býður þjónustu eftir að komið er af fjöllunum. Vegurinn um sandinn opnist hins vegar seint og umferðartíminn sé því stuttur. í I því sambandi hafi rnenn í Eyja- firði velt því fyrir sér hvort ekki mætti lengja þann tíma, sem fært væri inn á sandinn með því að vegurinn um svonefnda Vatna- hjallaleið yrði endurnýjaður. Garnli vegurinn um Vatnahjalla stendur enn þótt ekkert hafi ver- ið gert til að halda honum við í langan tíma á meðan lagfæra verði leiðina, sem nú er farin upp á Hólafjall mikið á hverju vori. í Steinhólaskála er nú aðstaða til að taka á móti allt að 60 manna hópum. Kristjana sagði að nokkuð væri um að hópar erlendra ferðamanna nýttu sér þá þjónustu og benti á að skálinn biði einnig ákjósanlega aðstöðu til fundarhalda og minni ráð- stefna á hvaða árstíma sem væri. Hún sagði að lokum að þörfin fyrir rekstur verslunar- og veit- ingaþjónustunnar væri margsinn- is búin að sanna sig á þeim sextán árum sem skálinn hefði verið rekinn. ÞI Mávar í matarleit.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.