Dagur - 30.07.1991, Síða 7
Þriðjudagur 30. júlí 1991 - DAGUR - 7
Kastkeppni Visa íslands og Mazda:
Einar hársbreidd frá meti
Einar Vilhjálmsson sigraði
örugglega í spjótkastinu í kast-
keppni Visa Island og Mazda
sem fram fór í Mosfellsbæ á
sunnudag. Einar kastaði 85.30
m sem er aðeins 18 cm frá
Islandsmetinu sem hann á
sjálfur. Sigurður Matthíasson
kastaði 77.56 m og hafnaði í 4.
sæti.
Annar í spjótkastinu varð
Kaleta frá Eistlandi með 81.88 m
og Yevsjukov landi hans í þriðja
sæti með 78.24 m. Sigurður varð
fjórði eins og fyrr segir og Unnar
Garðarson fimmti með 71.40 m
en Sigurður Einarsson gat ekki
tekið þátt vegna veikinda.
Pétur Guðmundsson fékk litla
keppni í kúluvarpinu en kastaði
þó 20.67 m sem er besti árangur
hans á þessu ári. Tveir sterkir
kúluvarparar, sem ætluðu að
vera með, afboðuðu komu sína á
síðustu stundu.
I kringlukastinu sigraði Romas
Ubartas frá Lettlandi með 62.42
m, landi hans Kidikas varð annar
með 61.44 m og Vésteinn Haf-
steinsson varð þriðji með 59.76 m
sem er langt frá hans besta.
Samhliða mótinu fór frant
stigamót í frjálsum íþróttum. Par
bar m.a. til tíðinda að Jón
Stefánsson, UFA, sigraði nokk-
uð örugglega í 3000 m hlaupi
karla á 8:49.7 m, og Kristján
Gissurarson, UMSE, sigraði í
stangarstökki, stökk 4.90 m.
Nánar verður sagt frá stigamót-
inu á morgun.
1. deild kvenna:
Tveir stórir ósigrar hjá KA
KA-stúlkur riðu ekki feitum
hesti frá viðureignum sínum í
1. deild kvenna um helgina. Á
laugardag lék liðið við Val í
Reykjavík og tapaði 2:7 og á
sunnudag tapaði það 0:6 fyrir
IA á Akranesi.
KA-liðið byrjaði afar illa gegn
Val og eftir 7 mínútur var staðan
orðin 3:0. Þá jafnaðist leikurinn
og um miðjan fyrri hálfleik
minnkaði Patti Turner muninn
eftir sendingu frá Eydísi Marinós-
dóttur. KA sótti síðan meira í
framhaldinu en það voru þó
Valsstúlkur sem skoruðu næsta
mark úr skyndisókn og staðan í
hléi var 4:1.
í seinni hálfleik skoraði Valur
tvö mörk á upphafsmínútunum
en Arndís Ólafsdóttir minnkaði
muninn með hörkuskoti áður en
Valur bætti 7. markinu við.
Mörk Vals skoruðu Bryndís
Valsdóttir (2), Sirrý Haraldsdótt-
ir (2), Kristin Arnþórsdóttir,
Ragnheiður Víkingsdóttir og
Arney Magnúsdóttir.
Á Skaganum var um algera
einstefnu að ræða í fyrri hálfleik
og skoraði heimaliðið þá öll
mörkin. í seinni hálfleik jafnaðist
leikurinn og liðin sóttu á víxl en
fleiri urðu mörkin ekki. Ragn-
heiður Jónasdóttir, Laufey Sig-
urðardóttir og Friðgerður
Jóhannsdóttir skoruðu tvö mörk
hver fyrir ÍA.
KA-liðið þarf ekkert að
örvænta þrátt fyrir þessi töp enda
bæði liðin í toppbaráttu, Skaga-
liðið reyndar í efsta sæti. Þá er
KA-liðið ákaflega ungt, meðal-
aldurinn aðeins um 18 ár og
yngsta stelpan ekki nema 13 ára
gömul.
Einar Vilhjálmsson.
Samskipadeildin:
„Sýndum að það býr margt í liðinii“
KA-menn unnu geysimikil-
vægan sigur á Breiðabliki á
Akureyrarvelli á sunnudags-
kvöldið, 3:1. Með ósigri hefði
liðið verið í afar erfiðri stöðu
en liðinu tókst að þoka sér úr
fallsæti, a.m.k. um stundar-
sakir, og staðan í deildinni er
nú þannig að ekki þarf mörg
stig til að þoka sér upp um
nokkur sæti. „Við vorum
ákveðnari en áður og það gerði
gæfumuninn. Við urðum að
vinna þennan leik. Við vorum
óstyrkir og lékum illa í byrjun
en náðum okkur upp og það er
piús. Mér líst bara vel á fram-
haldið, við sýndum að það býr
margt í þessu liði og við getum
þetta,“ sagði Ormarr Órlygs-
son, þjálfari KA.
Leikurinn fór afar rólega af
stað en KA-menn náðu smátt og
smátt undirtökunum og fyrsta
markið var búið að liegja góða
stund í loftinu þegar Árni Her-
mannsson, sem nú fékk tækifæri í
byrjunarliðinu, skoraði með við-
stöðulausu skoti af stuttu færi eft-
ir frábæran undirbúning Pavels
Vandas og Sverris Sverrissonar.
KA-menn voru mun sterkari það
sem eftir lifði fyrri hálfleiks og
voru nálægt því að bæta vjð þegar
boltinn rúllaði eftir marklínu
- sagði Ormarr Örlygsson eftir góðan sigur KA á Blikum
Breiðabliks en enginn KA-maður
náði að pota í hann.
Á 65. mínútu jöfnuðu Blikar
metin þegar KA-vörnin opnaðist
upp á gátt og Willum Pór Pórsson
skoraði með skoti úr miðjum
vítateignum. En KA-menn gáf-
ust ekki upp, náðu undirtökun-
um á miðjunni og pressuðu stíft.
Örn Viðar hleypti nýju blóði í
leik liðsins með þrumuskoti af 25
m færi sem Eiríkur varði naum-
lega og á 79. mínútu skoraði
Pavel Vandas stórglæsilegt mark
með þrumuskoti af 20 m færi.
Blikar voru ákaflega ráðlausir í
framhaldinu en voru þó ekki
langt frá því að skora gegn gangi
leiksins þegar Steindór Elíson
skallaði í þverslá. En það var
Ormarr sem innsiglaði sann-
gjarnan sigur KA þegar hann
skoraði á 87. mínútu. Árni Her-
mannsson sendi þá góða send-
ingu fyrir markið úr erfiðri stöðu,
Örn Viðar skallaði í varnarmann
og þaðan barst boltinn til Ormars
sem skoraði af stuttu færi.
Pavel Vandas lék á miðjunni í
þessum leik og virðist finna sig
betur þar en í framlínunni.
A.m.k. lék hann einn sinn besta
leik í sumar, barðist vel og skap-
aði oft hættu með góðum send-
ingum. Árni Hermannsson lék
vel í framlínunni en enginn var
þó betri en Steingrímur Birgisson
sem lék frábærlega í vörninni.
Ágætur leikur hjá KA-mönnunt
sem sýndu að þeir eru með allt of
sterkt lið til að falla í 2. deild.
Blikar voru vægast sagt slappir
og er erfitt að sjá út á hvað liðið
hefur fengið stigin sín í sumar.
Reyndar vantaði Kretovic í vörn-
ina en Valur Valsson fyllti skarð
hans ágætlega. Hins vegar galt
rniðjan greinilega fyrir það og
þrátt fyrir spretti Arnars og
Hilmars náði liðið aldrei að sýna
tennurnar.
Lið KA: Haukur Bragason, Halldór
Kristinsson, Steingrímur Birgisson,
Erlingur Kristjánsson. Ormarr Örlygs-
son, Örn Viðar Arnarson, Gauti Laxdal,
Einar Einarsson, Pavel Vandas, Árni
Hermannsson, Sverrir Sverrisson (Páll
Gíslason á 83. mín.).
Lið Breiðabliks: Eiríkur Þorvarðarson,
Steindór Elíson, lngvaldur Gústafsson
(Rögnvaldur Rögnvaldsson á 74. mín.),
Sigurður Viðarsson, Guðmundur Guð-
mundsson, Gústaf Ómarsson, Kristófer
Sigurgeirsson (Willum Þór Þórsson á 46.
mín.), Arnar Grétarsson, Grétar Stein-
dórsson, Valur Valsson, Hilmar Sig-
hvatsson.
Mörk KA: Árni Hermannsson 29., Pavel
Vandas 79. og Orntarr Örlygsson 87.
Mark Breiðabliks: Willunt Þór Þórsson
65.
Gul spjöld: Pavel Vandas, KA, og Will-
um Þór Þórsson, UBK.
Dómari: Bragi Bergmann.
Línuverðir: Marinó Þorsteinsson og
Guðmundur Stefán Maríasson.