Dagur - 30.07.1991, Side 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 30. júlí 1991
ÍÞRÓTTIR
Sigursveit Svía í drengjaflokki. Ekki kæmi á óvart þótt meira heyrðist frá þessum piltum í framtíðinni.
Karen Sævarsdóttir lék mjög vel og hafnaði í 2. sæti í einstaklingskeppninni.
íslenska drengjasveitin, f.v.: Þórður Ólafsson, Þórleifur Karlsson, Örn Arn-
arsson, Arnar Astþórsson, Tryggvi Pétursson og Hannes Þorsteinsson. Á
myndina vantar Sigurpál Sveinsson.
Norðurlandamót unglinga í golfi:
Unglingamir fóru á
kostum á Jaðarsvelli
Svíinn Petter Ederö virðist ánægður með högg sitt upp úr sandgryfju á 18.
braut. Það er ekki skrítið því boltinn fór beint í holu og þar með var nýtt
vallarmet á 18 holum staðreynd. Myndir: Goiii og gt
Það er ekki ofsögum sagt að
Norðurlandamót unglinga í
golfi, sem fram fór á Jaðars-
velli á Akureyri um helgina,
hafi verið skemmtilegt. Ungl-
ingarnir sýndu sannkallaða
snilldartakta og í samræmi við
það náðist framúrskarandi
góður árangur á mótinu. Vall-
armetin á Jaðarsvelli fuku í
stórum stíl. Danska stúlkan
Iben Tinning náði bestum
árangri þegar hún lék síðustu
18 holurnar á 66 höggum, eða
flmrn undir pari. Karen Sævars-
dóttir lék síðustu 18 holurnar á
69 höggum og það sama gerði
norska stúlkan Vibeke Stansrud
á fyrstu 18 holunum. Vibeke
lék 72 holurnar á 288 höggum,
sem einnig er vallarmet á
Jaðri. Landi hennar, Knut
Ekjord, lék 72 holurnar á 287
höggum og bætti þar með vall-
armet Úlfars Jónssonar.
Eins og við var búist stóðu
sænsku unglingarnir uppi sem
sigurvegarar í sveitakeppni
drengja á 1501 höggi, fimm högg-
um á undan dönsku sveitinni í
öðru sæti. íslensku drengirnir
náðu fjórða sætinu, léku á 1535
höggum. Árangur íslensku
drengjanna í sveitakeppninni var
sem hér segir: Örn Arnarson 302
högg, Sigurpáll Geir Sveinsson
305 högg, Tryggvi Pétursson 305
högg, Þórður Olafsson 306 högg,
Arnar Ástþórsson 320 högg og
Þorleifur Karlsson 323 högg.
Knut Ekjord Noregi sigraði
örugglega í einstaklingskeppni
drengja á 287 höggum. Annar
varð Svíinn Petter Ederö á 290
höggum og landi hans Johan
Hagelin í því þriðja á 294
höggum. Örn Arnarson náði
bestum árangri íslensku kylfing-
anna, varð í 10. sæti á 302
höggum.
Norsku stúlkurnar sigruðu
með yfirburðum í sveitakeppni
stúlkna á 599 höggum. Dönsku
stúlkurnar komu næstar á 613
höggum, en þær ísiensku lentu í
því fjórða á 629 höggum. Árang-
ur íslensku stúlknanna varð sem
hér segir: Karen Sævarsdóttir 299
högg, Andrea Ásgrímsdóttir 332
högg og Herborg Arnarsdóttir
341 högg.
Þessi árangur tryggði Karenu
annað sæti í einstaklingskeppn-
inni, en þar bar sigur úr býtum
Vibeke Stansrud Noregi á 288
höggum. Andrea varð í 11. sæti í
einstaklingskeppninni og Her-
borg í því 13. óþh
Úrslit:
Sveitakeppni drengja högg
1. Svíþjóð 1501
2. Danmörk 1506
3. Noregur 1523
4. ísland 1535
5. Finnland 1548
Einstaklingskeppni drengja
1. Knut Ekjord Nor 287
2. Petter Ederö Sví 290
3. Johan Hagelin Sví 294
4. Morten Hagen Nor 295
5. Karsten Guldbæk 297
10. Örn Arnarson ísl 302
12. Sigurpáll Geir Sv. ísl 305
13. Tryggvi Pétursson ísl 305
14. Þórður Ólafsson ísl 306
26. Arnar Ástþórsson ísl 320
27. Þorleifur Karlsson ísl 323
Sveitakeppni stúlkna
1. Noregur 599
2. Danmörk 613
3. Svíþjóð 615
4. ísland 629
5. Finnland 689
Einstaklingskeppni stúlkna
1. Vibeke Stansrud Nor 288
2. Karen Sævarsd. ísl 299
3. Iben Tinning Dan 307
4. Cristina Kuld Dan 310
5. Sofie Strömgren Sví 311
11. Andrea Ásgrímsdóttir 332
13. Herborg Arnarsdóttir 341
Opna Landsbankamótið í golfi:
Axel Reynis hirti guilið
- hart barist um silfrið
Opna Landsbankamótið í golfi
fór fram á Húsavík um helgina
hjá Golfklúbbi Húsavíkur.
AIIs tóku þátt 93 kylfingar úr 8
klúbbum, allt frá Eskifirði til
Reykjavíkur, og tókst mótið
með ágætum ef undan er skilið
slagveður síðari mótsdag. Axel
Reynisson, Golfklúbbi Húsa-
víkur, sigraði í karlaflokki og
Akureyringarnir Jónína Páls-
dóttir og Birgir Haraldsson
sigruðu í kvennaflokki og ungl-
ingaflokki.
Leiknar voru 36 holur með og
án forgjafar. Fyrri keppnisdaginn
var blíðskaparveður og náðist
ágætis árangur hjá kylfingum. Að
morgni sunnudagsins rigndi líkt
og hellt væri úr fötu og hafði slag-
veðrið töluverð áhrif á högga-
fjölda keppenda. Landsbankinn
á Húsavík gaf öll verðlaun á mót-
inu.
Sverrir Þorvaldsson GA og
Kristján Hjálmarsson GA háðu
mikinn bráðabana um 2. sætið en
Sverrir hafði betur í fimmtu til-
raun. Sauðkrækingarnir Guðjón
Gunnarsson og Óli Barðdal
börðust um silfrið í unglinga-
flokki og vann Guðjón í bráða-
bana. Úrslit mótsins urðu þessi:
-bjb
Karlaflokkur án forgjafar.
1. Axel Reynisson GH 158
2. Sverrir Þorvaldsson GA 162
3. Kristján Hjálmarsson GA 162
Karlaflokkur með forgjöf.
1. Axel Reynisson GH 140
2. Sigurður Hreinsson GH 140
3. Bergur R. Björnsson GÓ 141
Kvennaflokkur án forgjafar.
1. Jónína Pálsdóttir GA 183
2. Erla Adolfsdóttir GA 193
3. Sólveig J. Skúlad. GH 204
Kvennaflokkur með forgjöf.
1. Ingibjörg H. Stefánsd. GA 152
2. Sólveig J. Skúlad. GH 154
3. Erla Adolfsdóttir GA 155
Unglingaflokkur án forgjafar.
1. Birgir Haraldsson GA 166
2. Guðjón B. Gunnarsson GSS 168
3. Óli Barðdal Reyniss. GSS 168
Unglingaflokkur með forgjöf.
1. Oli Barðdal Reyniss. GSS 128
2. Birgir Haraldsson GA 140
3. Guðjón B. Gunnarsson GSS 144