Dagur - 30.07.1991, Síða 13
Þriðjudagur 30. júlí 1991 - DAGUR - 13
Tónlist____________________
Flauta og píanó
Sem betur fer er nokkuð um það,
þó að sumar sé, að góðir tónlist-
armenn fari urn landið til þess að
halda tónleika. Tveir slíkir Hall-
fríður Ólafsdóttir, flautuleikari,
og Atalia Weiss, píanóleikari,
heimsóttu Akureyri mánudaginn
22. júlí og héldu tónleika í Safn-
aðarheimili Akureyrarkirkju
már.udaginn 22. júlf.
Fyrsta verkið á efnisskránni
var Sónata í e-moll, BWV 1034,
eftir J. S. Bach. Hallfríður lék
þetta verk af öryggi og smekk-
vísi. Skemmtilegt var, hve vel
henni tókst að ná frarn innileika
og frjálslegum blæ ekki síst í
andante kaflanum og hve leikur
hennar var léttur og sem næst
gáskafullur í seinni allegrókafla
verksins.
Undirleikur Ataliu Weiss í
sónötu Bachs var öruggur og
agaður. Þó var það svo, að þrátt
fyrir natin og mjúk tök hennar á
flygilinn, var greinilegt, að ekki
hafði höfundurinn píanó í huga,
þegar hann samdi verkið, enda
það ekki til. Kliðmjúkur tónn
sembalsins hefði vissulega farið
betur.
Annað verk tónleikanna var
La Merle Noir (Svartþrösturinn)
eftir Messiaen. I þessu verki átti
flygillinn sannarlega vel heima
með flautunni og frammistaða
Ataliu Weiss var glæsileg ekki
síður en Hallfríðar Ólafsdóttur.
Sérlega var skemmtilegt að fylgj-
ast með öguðum en jafnframt lip-
urlegum tökum þeirra í erfiðri og
hraðri lokahrynu verksins, þar
sem samleikur hljóðfæranna var
afburða vandlega útfærður.
Þriðja verkið, sem Hallfríöur
Ólafsdóttir og Atalia Weiss léku
á tónleikunum í safnaðarheimil-
inu var Sónatína eftir Pierre
Sancan. Petta er afar líflegt og
fjörlegt verk, sem gerir ekki síð-
ur kröfur til píanistans en flautu-
leikarans. Pað naut sín skemmti-
lega í meðförum tónlistarmann-
anna tveggja. Líflegt upphafið
var leikandi og fjörugt og hið
sama var um glaðlegan lokahlut-
ann. Miðhlutinn, ígrundandi og
hægari, myndaði skemmtilega
andstæðu í túlkun tónlistarmann-
anna, sem tókst vel að draga
fram þessi blæskipti verksins.
Næstsíðasta verkið á efnis-
skránni var Inngangur og til-
brigði um „Trock’ne Blumen“
op. 160 eftir Schubert. Eins og
fyrr var samspil tónlistarmann-
anna tveggja náið. Þeim tókst vel
að ná fram hinum schubertska
anda í söngrænum leik
flautunnar og vel útfærðum
undirleik. í þessu verki brá því
þó fyrir, að styrkleikahlutföll
flygils og flautu voru ekki alveg
við hæfi, svo að fyrir kom, að
flautan hvarf um of.
Lokaverk tónleikanna, Sónata
eftir Poulenc, var glæsilega flutt.
Fyrsti hlutinn, Allegro malin-
conico, var sérlega vel leikinn og
agaður. Annar kaflinn, Cantil-
ena, var söngrænn og ljúfur og
með skemmtilega ákveðinni
andstæðu í miðhluta sínum, sem
tónlistarmönnunum tókst vel að
draga fram. Lokakaflinn, Presto
giocoso, var, í samræmi við heiti
sitt, gáskafullur og hraður.
Einnig hér var góð áhersla á
blæmun miðhluta kaflans.
Þetta voru góðir tónleikar.
Vandaður samleiðkur Hallfríðar
Ólafsdóttur og Ataliu Weiss bar
þess vitni, að þær hafa ígrundað
verkin af alúð. Slíkt er aðals-
merki góðra flytjenda. Það trygg-
ir líka, að tónleikar verða eftir-
minnilegir, eins og þessir verða
án efa þeim, sem þá sóttu.
Haukur Ágústsson.
Bókaútgáfan Björk 50 ára
- efnir til verðlaunasamkeppni um barnabók
Um þessar mundir á Bókaút-
gáfan Björk 50 ára afmæli. í
tilefni þess efnir stjórn út-
gáfunnar til verðlaunasam-
keppni um myndskreytta
barnasögu handa yngri lesend-
unum. Heitið er verðlaunum
kr. 150 þús. (auk ritlauna) fyrir
það handrit sem dómnefndin
telur best. Séu höfundar tveir -
myndlistarmaður og sögumað-
ur - er ætlast til að þeir skili
verkum sínum sameiginlega.
Barnabækur hafa frá upphafi
verið megin þátturinn í útgáfunni
og á síðari árum hafa bækur
handa hinum yngri lesendum
færst í aukana. Fyrstu árin gaf
Bókaútgáfan Björk út hluta af
barnabókum Stefáns Júlíussonar
rithöfundar í frumútgáfunni, sem
síðar hafa orðið þjóðkunnar og
komið út aftur og aftur, eins og
Þrjár tólf ára stelpur, Kári litli í
sveit og Auður og Ásgeir. Af
þýddum bókum eru kunnastir
Palli er einn í heiminum, eftir
danska rithöfundinn Jens Sigs-
gaard, ásamt nokkrum öðrunt
bókum eftir hann og Selurinn
Snorri eftir norska höfundinn
Frithjof Sælen. Margar útgáfur
hafa komið út af þessum bókum,
sem hafa orðið lesefni tveggja
kynslóða. Þá má nefna Bamba og
Börnin hans Bamba eftir Walt
Disney o.m.fl.
Á síðari árum hefur útgáfan
lagt aukna áherslu á útgáfu vand-
aðra bóka fyrir lítil börn í bóka-
flokknum: Skemmtilegu smá-
barnabækurnar. Á þessu ári
koma út í honum 5 nýir titlar og
verða þá alls 30 titlar komnir út í
þeim bókaflokki. Sumir hafa
kontið út í nokkrum útgáfum eins
og Stubbur, sem kom út á sl. ári í
8. útgáfu. Bækur þessar hafa not-
ið afburða vinsælda um langt
skeið og náð til yngstu lesend-
anna eins og best getur orðið,
enda valdar og íslenskaðar af
hinum færustu skólamönnum og
hin síðari ár prentaðar í 4 litum.
Forráðamönnum útgáfunnar
þótti því vel við hæfi á þessum
tímamótum að stuðla að gerð
íslenskra bóka handa yngri les-
endum. Þannig væru höfundar og
myndlistarmenn hvattir til að
semja bækur - sem í máli og
myndum stæðu íslenskum börn-
um nærri - og kynnti þeim
umhverfi og aðstæður, sem þau
væru vaxin upp úr og þekktu eða
þyrftu að kynnast.
Bókaútgáfan Björk væntir þess
Tvær nýjar Úrvalsbækur eru
komnar á markaðinn, spennu-
sögur númer 7. og 8. í ritröð-
inni Úrvalsbækur. Þær tvær
bækur sem nú koma út á
íslensku eru hvor úr sinni átt-
inni. Annars vegar er það bók-
in „Falin markmið“ eftir kana-
díska rithöfundinn Önnu Park-
er og hins vegar metsölubókin
„Lömbin þagna“ eftir Thomas
Harris.
í kynningu frá útgefanda,
Frjálsri fjölmiðlun hf, segir m.a.:
„Falin markmið heitir á frum-
málinu „Hidden Agenda“. Þegar
George Harris, þekktur kana-
dískur bókaútgefandi, bíður
bana undir neðanjarðarlest, lítur
lögreglan aðeins á það sem slys
eða kannski sjálfsvíg.
Blaðamaðurinn Judith er frá-
skilin móðir tveggja barna og á
þar að auki við erfiða móður að
etja. Hún hefur því lítinn áhuga á
að flækjast í rannsókn á dauðs-
falli. En hún getur ekki varist
þeirri áleitnu hugsun að Harris
hafi verið myrtur og vill fá að vita
hvers vegna. Morð á öðrum gild-
unt bókaútgefanda, í New York
að þessu sinni, verður til þess að
Judith og Marsha vinkona henn-
ar lenda í miðri hringiðu rann-
sóknarinnar..."
Um metsölubók Thomasar
Harris segir m.a.:
„Lömbin þagna hefur verið
að þátttaka t verðlauna-
samkeppninni verði góð. Af
fyrirspurnum og viðræðum síðan
auglýsing um hana birtist í maí sl.
má ráða að svo verði. Formaður
dómnefndar - Stefán Júlíusson
rithöfundur í Hafnarfirði - veitir
frekari upplýsingar um gerð fyrir-
hugaðrar bókar, ef þess er óskað.
Skilafrestur er til 10. okt. n.k.
metsölubók austan hafs og vestan
síðan hún kom fyrst út árið 1988
og samnefnd kvikmynd er sýnd
þessa dagana í Háskólabíói.
Bókin heitir á frummálinu The
Silence of the Lambs. Sögu-
þráðurinn er í stuttu máli á þá
lund að geðveikur morðingi
gengur laus. Annar er í haldi,
Lecter geðlæknir, dæmdur til lífs-
tíðardvalar á geðveikrahæli.
Hann býr yfir vitneskju sem get-
ur orðið til að binda endi á atferli
hins.
En það er ekki fyrir hvern og
einn að ná sambandi við Lecter.
Clarice Starling, nemi í lögreglu-
skóla FBI, ung og óhörðnuð,
verður til þess að brjóta ísinn.
Samskiptin milli Clarice Starling
og Hannibals Lecters og sagan
sem þau leiða okkur inn í eru
magnþrungin átök milli góðs og
ills...“
DAGUR
Akurevri
©96-24222
Norðlenslrt dagblað
Tvær n\jar Úrvalsbækur
- Lömbin þagna og Falin markmið
Okkur vantar starfsmann í fullt starf frá og
með miðjum ágúst.
Einnig vantar okkur starfsmann eftir hádegi
frá og með 1. september.
Umsækjendur sendi upplýsingar um aldur
og fyrri störf í pósthólf 450, 602 Akureyri,
fyrir 2. ágúst nk.
Sporthú^idhf
AKUREYRARB/íR
Öldrunarþjónusta
Hjúkrunarfræðingar
Deildarstjóri óskast á eina deild Hjúkrunarheim-
ilisins Hlíðar á Akureyri. Starfið veitist frá 1. okt.
nk. eða eftir samkomulagi. Laun samkvæmt
kjarasamningi Hjúkrunarfélags Íslands/Félags
háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga. Umsókn-
arfrestur er til 15. ágúst.
Við viljum einnig ráða hjúkrunarfræðinga nú þeg-
ar eða eftir samkomulagi til starfa á hjúkrunar-
deildum.
Sjúkraliðar
Á Hjúkrunarheimilinu Hlíð eru einnig lausar
nokkrar stöður sjúkraliða. Er þar bæði um heilar
og hiutastöður að ræða og samkomulagsatriði
hvenær starf hefst.
Upplýsingar um fyrrgreind störf gefur hjúkrunar-
forstjóri á skrifstofu Oldrunardeildar í Hlíð, eða í
síma 96-27930, alla virka daga frá kl. 08.00-
16.00. Upplýsingar um kaup og kjör er einnig
hægt að fá hjá starfsmannastjóra Akureyrarbæjar
í síma 96-21000. Umsóknareyðublöð fást á skrif-
stofu starfsmannadeildar í Geislagötu 9.
Öldrunardeild Akureyrarbæjar
- Hjúkrunarheimilið Hlíð.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR,
Stórholti 10,
andaðist að heimili sínu miðvikudaginn 24. júlí og verður
jarðsungin frá Glerárkirkju, þriðjudaginn 30. júlí, kl. 13.30.
Sigrún Gústafsdóttir, Lárus Marteinsson,
Ragnheiður Lárusdóttir, Stefán ívar Hansen,
Sigurður Lárusson, Valdís Þorvaldsdóttir
og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andát og útför eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa,
HELGA SIGURGEIRSSONAR,
Stafni, Reykjadal.
Jófríður Stefánsdóttir,
María Kristín Helgadóttir, Hallur Jósefsson,
Ólöf Helgadóttir, Kristján Jósefsson,
Ingibjörg Helgadóttir, Guðlaugur Valdimarsson,
Asgerður Helgadóttir, Jón Hannesson,
Guðrún Helgadóttir, Gunnar Jakobsson,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
Látum fara vel um barnið,
og aukum öryggi þess
um leið!
mÉUMFERÐAR
Uráð