Dagur


Dagur - 27.11.1991, Qupperneq 3

Dagur - 27.11.1991, Qupperneq 3
Miðvikudagur 27. nóvember 1991 - DAGUR - 3 Fréttir Fámenn sveitarfélög rísa ekki undir félagsþjónustu: Nauðsynlegt að sveitarfélög sameinist um þjónustusvæði - segir Bragi Guðmundsson, aðstoðar- maður félagsmálaráðherra Á ráðstefnu um fjármál sveit- arfélaga ræddi Bragi Guð- brandsson, aðstoðarmaður fé- lagsmálaráðherra, um lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og fjármálaleg áhrif þeirra. Hann talaði um annmarka á félags- þjónustunni sem nauðsynlegt væri að sníða af: standa höllum fæti og vísaði Bragi þar í kafla um fjárhags- aðstoð og húsnæðismál. Þá mið- uðu lögin að því að tryggja þroskavænleg uppeldisskilyrði, sbr. kaflar um málefni barna, ákvæði um leikskóla og kafli um þjónustu við unglinga. „í þriðja lagi, að veita þjón- ustu til þess að fólk geti búið sem lengst í heimahúsum, stundað atvinnu og lifað sem eðlilegustu lífi. Kaflar laganna um þjónustu við aldraða, þjónustu við fatlaða, aðstoð við áfengissjúka og vinnu- miðlun falla sérstaklega undir þetta atriði. Loks er kveðið á um aðgerðir til að koma í veg fyrir félagslegan vanda,“ sagði Bragi m.a. í ræðu sinni. SS Leiðalýsing St. Georgsgildið stendur fyrir leiðalýsingu í kirkju- garðinum eins og undanfarin ár. Tekið á móti pöntun- um í síma 22517 og 21093 fram til föstudagsins 6. desember. Verð á krossi er kr. 1200. Þeir sem vilja hætta tilkynni það í sömu símum. Góðir Akureyringar Enn leitum við til ykkar, um stuðning. Við munum ekki ganga í hús. Þess í stað munu konur verða við verslanir, með fötur seinnipart föstudagsins 29. nóvember. „Kornið fyllir mælinn." Þökkum frábæran stuðning á liðnum árum. Mæðrastyrksnefnd Akureyrar. „Loks skal getið eins stærsta annmarka félagsþjónustunnar, sem er að hún stendur einungis hluta landsmanna til boða og hef- ur það skapað mikinn ójöfnuð eftir búsetu í landinu. Flest sveit- arfélög í landinu eru of fámenn til þess að geta ein sér risið undir því að veita félagsþjónustu sem heitið getur. Nauðsynlegt er því að þau hafi með sér samvinnu og sameinist um þjónustusvæði í félagsmálum. Þetta hefur hins vegar verið óframkvæmanlegt þegar skyldur þeirra eru á reiki samhliða því að hvergi er kveðið á um með hvaða hætti slíkt sam- starf geti orðið,“ sagði Bragi. I lögunum er bent á aðgerðir til að bæta lífskjör þeirra sem Skák Skákfélag Akureyrar: Minnmgarmót um Júlíus Bogason Fimmtánda minningarmótið um Júlíus Bogason hefst í fé- lagsheimili Skákfélags Akur- eyrar á morgun, fimmtudaginn 28. nóvember, og mótinu lýkur sunnudaginn 1. desember. Tetldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi og verða tvær fyrstu umferðirnar með 20 mín- útna umhugsunartíma á kepp- anda en í hinum umferðunum verður umhugsunartíminn 1 klukkustund og 30 mínútur á 36 leiki og síðan 30 mínútur til að Ijúka skákinni. Þetta mót verður jafnframt síðasta minningarmótið um Júlíus Bogason. Að lokum má geta þess að mikið verður um að vera í skák- lífinu í desember, s.s. sveita- keppni grunnskóla, bikarmót Skákfélags Akureyrar, 15 mín- útna mót og hraðskákmót, en nánar verður greint frá þeim mótum síðar. SS SBBA þakrennur Varanleg lausn BLIKKRÁS HF. Hjalteyrargötu 6, símar 27770,26524, fax 27737. Uppskriftakort fylgja hverri pakkningu Matargerð er list og undirstaðan er úrvals hráefni !sm SMJÖRLfKISGERÐ

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.