Dagur


Dagur - 27.11.1991, Qupperneq 14

Dagur - 27.11.1991, Qupperneq 14
14 - DAGUR - Miðvikudagur 27. nóvember 1991 Minning Með Snæbirni Sigurðssyni á Grund er genginn litríkur og eftirminnilegur maður, sem vafa- laust verður öllum þeim er kynnt- ust honum ógleymanlegur. Snæ- björn var mikill athafna- og atorkumaður, en samhliða mikl- um önnum gaf hann sér þó meiri tíma en flestir aðrir til að huga að menningu þjóðar sinnar og í öllu því sem laut að fornmenningu Islendinga var hann mjög vel heima. Snæbjörn leit á það sem grafalvarlegt starf að vera bóndi og hann taldi hin gömlu sannindi síst of oft kveðin, að „bóndi er bústólpi, og bú landstólpi“. Snæ- björn nefndi það oft, að fyrr á öldum var orðið „bóndi“ virðing- arheiti, og þannig ætti það að vera enn, þótt víða væri sótt að bændum í firringu samtímans. Þessi mál voru Snæbirni alvöru- mál, en margir munu ekki síður minnast hans sem gleðimanns og sem manns sem bjó yfir ríkri kímnigáfu. Allt þetta sameinað- ist með sérstökum hætti í Snæ- birni, og í jákvæðri merkingu þess orðs má vissulega telja að Snæbjörn á Grund hafi verið kynlegur kvistur á lífstrénu, en einmitt slíkir kvistir vekja oft meiri athygli og verða minnis- stæðari en þeir, sem falla óað- finnanlega í umhverfið. Foreldrar Snæbjarnar voru hjónin Hólmfríður Jónsdóttir og Sigurður Bjarnason bóndi og fræðimaður á Snæbjarnarstöðum í Fnjóskadal. Snæbjörn var yngstur níu systkina, en þau fæddust öll á Snæbjarnarstöðum. Sjálfur fæddist Snæbjörn á Garðsá í Eyjafirði nokkru eftir að foreldrar hans fluttu þangað, og var hann því „getinn Þingey- ingur en fæddur Eyfirðingur“ eins og hann sagði oft brosandi á svip, þegar uppruna hans bar á góma. Þegar Snæbjörn var sextán ára fluttist hann að Grund í Eyja- firði ásamt foreldrum sínum, en þar bjó þá systir Snæbjarnar, Margrét, sem var gift Magnúsi Sigurðssyni bónda á Grund. Magnús lést árið 1925, og tvítug- ur að aldri varð Snæbjörn ráðs- maður á Grund hjá systur sinni. Arið 1932 hóf Snæbjörn hins veg- ar búskap sjálfur á Hólshúsum, næsta bæ við Grund, og þá jörð keypti hann síðar. Frá Hólshús- um sést vel yfir Grundarpláss, og ekki þarf að efast um að oft hefur Snæbjörn litið yfir hið gjöfula tSnæbjöm Sigurðsson Grund í Eyjafirði Fæddur 22. ágúst 1908 - Dáinn 17. nóvember 1991 Grundarland ofan af hólnum, en árið 1947 keypti hann hálfa, Grund og bjó þar allt til ársins 1976, er hann lét búið í hendur börnum sínum. Snæbjörn var um skeið einn stærsti kúabóndi landsins, og að auki bjó hann með sauðfé og hross. Snæbjörn hafði kjark til að byggja búið upp 1 af miklum myndarskap, og hann hafði metnað til að reka það af sama myndarskap, og mátti með sanni segja að hann væri vel verð- ugur þess að búa á hinu forna höfðingjasetri. Snæbjörn hæfði Grund vel og Grund mátti vel við una að hafa hann sem bónda þar, einhvern veginn hæfir kotungs- háttur ekki þessari miklu jörð. Snæbjörn kvæntist árið 1933 Pálínu Jónsdóttur úr Ólafsfirði, og var hún ekki síður en Snæ- björn metnaðarfull fyrir hönd heimilis þeirra og bús á Grund. Pálína var komin af sterkum ey- firskum stofnum, því foreldrar hennar voru hjónin Þorgerður Jörundsdóttir og Jón Bergsson í Ólafsfirði. Jón var kunnur hag- leiksmaður og listamaður, ættað- ur úr Svarfaðardal, en Þorgerður var alin upp í Hrísey, dóttir Há- karla-Jörundar. Snæbjörn og Pálína eignuðust sex börn: Sigurð bónda á Höskuldsstöðum í Eyjafirði, Hólmfríði lögfræðing í Reykja- vík, Sighvat lækni í Reykjavík, Jón Torfa kennara og útvegs- bónda í Lónkoti í Skagafirði og tvíburana Ormarr og Sturlu, sem báðir hafa verið kennarar á Akureyri. Barnabörn þeirra Pálínu eru fjölmörg, og eitt þeirra, Þórð Sturluson, ættleiddu þau og ólu upp. Þórður er við háskólanám í Bandaríkjunum. Pálína lést árið 1982, en bæði hún og Snæbjörn áttu við tölu- verða vanheilsu að stríða síðustu æviár sín. Sem fyrr segir hafði Snæbjörn mikinn áhuga á sögu þjóðarinn- ar, og Islendingasögur og forn fræði voru honum ofarlega í huga. Einkum hafði hann dálæti á Njálssögu og Sturlungu, og Sturlungu hygg ég að hann hafi lesið nær árlega áratugum saman, auk þess sem hann gluggaði oft í ritið. Hann hafði gaman af að ræða efni Sturlungu og hafði oft á hraðbergi tilvitnanir úr henni, og fannst mér raunar oft sem honum fyndist sögupersónur og atburðir Sturlungaaldar miklum mun merkilegri og mikilvægari en ýmislegt það, sem fram fór í sam- tímanum. Hann lifði sig inn í heim Sturlungu og honum fannst sem hann hefði ákveðnum skyld- um að gegna við hinar fornu hetjur, þar sem hann sjálfur sat á einu helsta höfuðbóli Sturlunga- ættarinnar, bæ Sighvats Sturlu- sonar. Þess má meðal annars sjá merki í nafngiftum barna hans, og hann var stoltur af því er sum barnabörnin voru aftur látin heita í höfuðið á Sturlunum. Ég minnist þess að sem barn þótti mér mikið til Snæbjarnar á Grund koma, og þegar hugsað var norður að Grund kom í hug- ann nokkurs konar ævintýra- heimur, enda voru þær ófáar sögurnar, sem fjölskyldan öll hafði að segja af Grundarheimil- inu. Þar bar hæst aðalsöguhetj- una Snæbjörn, en einnig komu við sögu Pálína kona hans og svo öll börnin, og enn koma sögur frá Grund, sannar, ýktar og lognar, að góðu haldi í fjölskylduboðum, þegar létta þarf geð viðstaddra. Þegar ég svo fluttist norður til Akureyrar haustið 1972 kom það af sjálfu sér, að ég tók að venja kornur mínar að Grund, og þar var mér vissulega vel tekið, en svo háttaði til að Snæbjörn var þar enn um hríð, eftir að ég kom norður. Þá var mikil tilhlökkun í því fólgin að fara fram í Grund um helgar og hitta Snæbjörn bónda, og oftar en ekki var setið fram eftir nóttu og rætt um Sturl- ungu. Ekki spillti fyrir ef guða- veigar voru hafðar í farteskinu, og sló Snæbjörn þá oft upp veislu fyrir komumenn og var borið fram feitt hangikjöt eins og hver gat í sig látið. Snæbjörn hafði gaman af að taka á móti gestum, og hann var í essinu sínu þegar húsið var fullt af fjölskyldu hans, verkafólki og gestum. Snæbjörn hafði gaman af að fá sér neðan í því, og hann var kátur með víni. Hann hafði hins vegar fyrirlitn- ingu á drykkjuskap, og hvers kyns óregla og ómennska sem af neyslu áfengis stafaði var honum ekki að skapi. Hann var þrátt fyr- ir allt of mikill alvörumaður til að láta sér detta í hug að taka skemmtanir fram yfir alvöru lífsins, og eins var honum bú- reksturinn alltaf efstur í huga, þótt hann leyfði sér um leið að láta hugann reika í frelsi tíma og rúms. Kynni mín af Snæbirni voru ekki löng, en mér verður hann þó alltaf ógleymanlegur, sem og allt umhverfið á Grund í tíð hans og Pálínu móðursystur minnar þar. Það var gott að koma að Grund og það er gott að minnast Snæ- bjarnar. Mér mun jafnan koma hann í hug, þá er ég heyri góðra manna getið. Andcrs Hanscn. Rússneski ritgæðingurinn Leo Tolstjo var þeirrar skoðunar að fyrir siðmenntaða menn væri dauðinn marklaus. Rök hans voru á þá leið, að um leið og líf þeirra tengdist framförunum tæki það stefnu út í hið óendanlega. Sá sem valið hefði veg framfar- anna tryggði sér því jafnframt miða á fyrsta farrými inn í eilífð- ina. Leiðarlokum yrði m.ö.o. aldrei náð. í þessu sambandi taldi hann mörk lífs og dauða ekki á nokkurn liátt geta sett strik í reikninginn. í stað eins kæmi ein- faldlega annað. Vissulega kunna menn að mót- mæla þessu en hlýtur kenning, sem felur í sér endalausa upp- skeru mannsandans, ekki að vera þess virði að henni sé gaumur gefinn. í það minnsta er það mín trú að þegar líf einstaklinga (þ.e.a.s. í jarðlegum skilningi) þjónar ekki nokkrum tilgangi lengur, sé öllum fyrir bestu að viðkomandi hverfi á fund óviss- unnar og þess sem hún kann að bera í skauti sér. Ekki get ég, með góðri sam- visku, sagt að ég hafi þekkt afa minn, Snæbjörn á Grund, vel. Þar vegur þungt sú staðreynd að ég var ekki ýkja gamall þegar ókunn öfl rændu hann lífsþróttin- um og dæmdu í framhaldi af því, nauðugan til vistar í fangelsi fábreytileikans. Örlög þeirra sem þurfa að hýrast, um lengri eða skemmri tíma, í biðstofu dauð- ans eru grimmileg. Ekki síst þeg- ar lífsglaðir og atorkusamir ein- staklingar eru annars vegar. Vafalítið fylgja því slíkir leik- soppar hins óþekkta ekki síðasta andardrættinum úr hlaði með mikilli eftirsjá. En þó ég þekkti manninn sjálf- an ekki vel, þekkti ég goðsögnina þeim mun betur. Því í litlum samfélögum eru litríkir persónu- leikar jafnan á allra vörum. Og ég velkist ekki í nokkrum vafa um að Snæbjörn á Grund hafi verið einn slíkur. Hann setti sterkan svip á sína samtíð, það veit ég fyrir víst, enda vandfund- inn sá Eyfirðingur, yfir fertugu, sem ekki hefur heyrt hans getið. Víða hafa sögurnar af honum flogið og ófáar þeirra tekið hús á mínum eyrum. Og oftar en ekki hafa þær ómað úr börkum fólks, mér allsendis óskyldu. Fyrir vikið hefur mér alltaf þótt gamli mað- urinn sveipaður einhverjum ævintýraljóma. Enda ósjaldan lcitt hugann að því hvort hann hefði ekki tekið sig vel út í ein- hverri klassíkinni hans Laxness. Þá er því ekki að neita að nokkur brögð hafa verið að því, í gegnum tíðina, að manni hafi beinlínis verið talið til tekna að vera afkomandi Grundarbónda. Enda tel ég fullvíst að þeir sem af því státa séu ekkert að lúra á þeirri ánægjulegu staðreynd. Ég játa mig því alfarið sekan um að renna kenningu Tolstojs hýru auga á forsendum ósk- hyggjunnar. Því standist hún opnast tvímælalaust fyrir þann áhugaverða möguleika að við Snæbjörn á Grund gætum átt eft- ir að stilla saman strengi okkar og e.t.v. fá okkur saman í nefið, ein- hverntíma í framtíðinni á liinum voldugu víðáttum óendanleik- ans. Orri Páll Ormarsson. B/ekur Ný matreiðslubók: Villibráð - og veisluföng úr náttúru íslands Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér matreiðslubókina Villi- bráð og veisluföng úr náttúru Islands. Höfundarnir eru sjö íslenskir matreiðslumeistarar sem sl. vor tóku þátt í einni stærstu alþjóðlegu matreiðslu- keppni sem haldin er í heimin- um, American Culinary Classic í Chicago. í kynningu Forlagsins segir: „í þessa glæsilegu bók hafa mat- reiðslumeistararnir sjö safnað uppskriftum að 46 réttum handa þeim sem vilja spreyta sig á að matreiða villibráð eða aðrar nátt- úruafurðir. Hér eru forréttir og súpur, aðalréttir og ábætisréttir. Leiðbeiningar eru um úrbeiningu á fugli og fjallað er um soð og sósur. Bent er á ýmsar jurtir, ber og sveppi sem nota má við mat- reiðsluna, en auk þess gefa mat- reiðslumeistararnir ýmis hagnýt ráð við matreiðslu. Sjömenningarnir fóru ekki erindisleysu vestur um haf, held- ur unnu bæði til silfur- og brons- verðlauna. Þeir eru Ásgeir H. Erlingsson, Baldur Öxdal Hall- dórsson, Bjarki Ingþór Hilmars- son, Sigurður L. Hall, Sverrir Þór Halldórsson, Úlfar Finn- björnsson og Örn Garðarsson." Villibráð og veisluföng úr nátt- úru íslands er 128 bls., prýdd fjölda litmynda. Þetta er önnur bókin í ritröðinni íslenskt eldhús. Óðfluga - Ijóðabók handa börnum eftir Þórarin Eldjárn Bókaútgáfan Forlagið hefur gefið út bókina Óðfluga, ljóðabók fyrir börn eftir Þórarin Eldjárn. Systir hans Sigrún Eldjárn myndskreytti bókina sem er litprentuð. í kynningu Forlagsins segir: „Hér vinna tvö fjölhæf systkini að gerð óvenjulegrar ljóðabókar sem leiftrar af fjöri og hugmynda- flugi í leik sínum að tungumál- inu. í þessari bók verða bílarnir sófasett á hjólum, tjáið rennur í tundrið og hvippurinn fer út um hvappinn. Kýrin skýra Klara klórar sér um hupp, og óð fluga nálgast óðfluga. Hér hafa skáldið og myndlist- armaðurinn endaskipti á veröld- inni og sýna börnunum óvæntar hliðar á hversdagslegum hlut- um.“ Hverbjómigtfl? Iðunn hefur gefið út bókina Hver bjó mig til? eftir Malcolm og Meryl Doney. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Þetta er bók fyrir lítil börn sem oft spyrja stórra spurninga og ein af þeirn mikilvægustu er einmitt spurningin „Hver bjó mig til?“ í bókinni er þessari erfiðu spurningu svarað á máli sem börnin skilja og sagt af nærfærni og hreinskilni frá tilurð nýs lífs og fjölgun í fjölskyldunni. Bókin er fyrst og fremst ætluð foreldrum og börnum til að lesa og skoða saman og við samningu hennar hafa höfundar byggt á eigin reynslu af að svara spurningum sem börn þeirra hafa spurt. Til- gangur hennar er að hjálpa öðr- um foreldrum að leysa úr spurn- ingum barna sinna um mál sem reynst getur flókið og vandasamt að útskýra fyrir þeim.“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.