Dagur - 27.11.1991, Blaðsíða 2

Dagur - 27.11.1991, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 27. nóvember 1991 Fréttir Heilbrigðisþjónustan á landsbyggðinni: Sjúkrahúsin nýtast sem dvalarstofiianir - yfir 70% innlagðra á 14 sjúkrahúsum yfir sjötugt Mjög fáar aðgerðir eru fram- kvæmdar á mörgum sjúkra- húsum á landsbyggöinni á hverju ári og á sumum þeirra fara engar aðgerðir fram tímun- um saman. Ástæður þess liggja að einhverju leyti í því að full- komnara sjúkrahús er á næsta leiti og sjúklingar er þarfnast aðgerða því sendir þangað sem aðstæður eru betri til að takast á við vanda þeirra. Samkvæmt skýrslum landlæknis voru eng- ar aðgerðir framkvæmdar á fimm af sjúkrahúsum landsins á árinu 1989 og á bilinu ein til 60 aðgerðir voru framkvæmd- ar á nokkrum öðrum sjúkra- húsum. Þessar upplýsingar koma fram í umfjöllun um heilsugæsluna í októbertölu- blaði tímaritsins Frjálsrar verslunar. Frá því að ný lög voru sett um heilbrigðisþjónustuna 1973 hefur orðið mikil uppbygging heilsu- gæslustöðva og sjúkrahúsa á landsbyggðinni. Heilsugæslustöð er nú í flestum byggðarlögum og 23 sjúkrahús eru starfandi í land- inu að stóru og sérhæfðu sjúkra- húsunum í Reykjavík og á Akur- eyri meðtöldum. Dvalarheimil- um fyrir aldraða hefur einnig fjölgað mikið og á mörgum stöð- um eru slík heimili starfandi við hlið sjúkra- og heilsugæslustofn- ana. Sjúkrahúsin gegna einnig hlutverki dvalarheimila á lands- byggðinni ef litið er til fjölda aðgerða sem framkvæmdar eru á mörgum þeirra og hlutfalli fólks yfir sjötugu sem þar hefur dvalið. Á árinu 1989 var hlutfal! inn- lagðra 70 ára og eldri yfir 70% á 14 sjúkrahúsum á landsbyggð- inni. Á fimm þessara sjúkrahúsa var engin aðgerð skráð á sama ári og á fjórum þeirra til viðbótar voru skráðar aðgerðir undir eitt hundrað. Flestar aðgerðir utan Reykjavíkur voru framkvæmdar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri eða alls 2601 á árinu 1989. Þá voru 458 aðgerðir framkvæmdar á sjúkrahúsinu á Neskaupstað, 334 á Selfossi, 260 á Húsavík, 246 á Sauðárkróki og 148 á ísafirði. Framangreindar tölur benda til þess að sjúkrahúsin á lands- byggðinni séu nýtt að verulegum hluta sem dvalarstofnanir fyrir eldri borgara og þjóni því hlut- verki er elli- og hjúkrunarheimili og opin heilsuvernd í heimahús- um gætu annast. ÞI Flestar aðgerðir utan Reykjavíkur voru framkvæmdar á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri, eða aíls 2601 á árinu 1989. Heilsugæslustöðin á Akureyri: „Andstaða við öD áform um aukna gjaldtöku“ segir í ályktun læknaráðs stöðvarinnar „Læknaráð Heilsugæslustöðv- arinnar á Akureyri lýsir ein- dreginni andstöðu við öll áform um aukna gjaldtöku fyr- ir heilsuvernd á heilsugæslu- stöðvum. Heilsuvernd, sem nær til allra án tillits til efna- hags og búsetu,“ segir í álykt- un er send var nýverið Sighvati Björgvinssyni, heilbrigðisráð- herra. Fram kemur í ályktun lækna- ráðsins, að ein af grundvallar- forsendum árangursríkra for- varna sé að til þeirra náist sem eru í áhættuhópum. Gjald fyrir heilsuvernd myndi stórlega tor- velda slíkt og væri þannig frá- hvarf frá þeirri yfirlýstu stefnu heilbrigðisyfirvalda og Alþingis Akureyri: Þórarmn B. Jónsson kjörræðismaður Finna að leggja beri aukna áherslu á forvarnir. Þá hvetur læknaráð Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri til, að gjaldtöku fyrir aðra þjónustu á heilsugæslustöðvum verði mjög í hóf stillt. Hátt gjald gæti tafið fyrir því, að læknis sé leitað í tíma. Það myndi auka ásókn í símaþjónustu og stuðla að ómarkvissari læknisméðferð og auka eftirsókn eftir annarri heil- brigðisþjónustu, sem reynst gæti þjóðfélaginu mun dýrari og óhag- kvæmari. ój Söfnun fyrir nýrnavél handa Finni Eydal: 35 þúsund frá starfs- mönnum Pósts og síma Góð viðbrögð eru þegar komin í söfnun þeirri sem Zonta- klúbburinn Þórunn hyrna á Akureyri hefur hrint af stað þar sem safnað verður fyrir nýrnavél handa Finni Eydal, tónlistarkennara og klarinettu- leikara á Akureyri. Einstakl- ingar hafa sent inn framlög í söfnunina og þegar hefur eitt fyrirtæki á Akureyri sent inn 35 þúsund krónur eftir söfnun meðal starfsmanna. Það var starfsfólk Pósts og síma á Akureyri sem afhenti Zontaklúbbnum þessa peninga á dögunum. Konný Kristjánsdótt- ir, formaður klúbbsins, sagði þetta framtak starfsfólksins góða vítamínsprautu í upphafi söfn- unarinnar og sýna hug fólks til málefnisins. Þá nefndi hún einnig sem dæmi að á dögunum hafi borist ávísun frá eldri konu í Reykjavík og orðsending með þar sem hún sagði að í gegnum árin hafi þau hjón Helena og Finnur skemmt sér og nú fengi hún loks kærkomið tækifæri til að þakka fyrir það. Konný segir að leitað hafi ver- ið til félagasamtaka um framlög í söfnunina og einnig til fyrirtækja. Hápunktur söfnunarinnar á Akureyri verða ágóðatónleikar sem haldnir verða í Sjallanum þ. 6. desember en kvöldið áður verða sams konar tónleikar í Hápunktur söfnunar fyrir nýrnavél fyrir Finn Eydal verða ágóðatón- leikar í Reykjavík 5. desember og 6. desember á Akureyri. Reykjavík. Þeim sem leggja vilja söfnuninni lið er bent á reikning nr. 4040 í Sparisjóði Akureyrar. JÓH. Verkalýðsfélagið Hvöt: Greiðir víxil vegna Út- gerðarfélags V-Húnvetninga Skiptum í þrotabúi Fiskmars hf. í Ólafsfiröi lauk á föstudag. Þá var á haldinn skiptafundur þar sem samþykkt var frum- varp að úthlutunargerð. Ekkert fékkst upp í almennar kröfur í búið. Að sögn Kjartans Þorkelsson- ar, skiptaráðanda í Ólafsfirði, leysti Sparisjóður Ólafsfjarðar til sín eignir og lausafé, þ.e. fram- leiðslutækin sjálf, en Sparisjóð- urinn átti 1. veðrétt í þessum tækjum fyrir 12 milljónir. Bæjar- Utanríkisráðherra Finnlands hefur útnefnt Þórin B. Jónsson, umboðsmann Sjóvá- Almennra á Akureyri, kjör- ræðismann Finna á Akureyri með Norðurland sem umdæmi. Hákan Branders, sendiherra Finnlands á íslandi, gaf út skip- unarbréf Þórarins í embætti sl. fimmtudag og Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráð- herra, gaf út viðurkenningarbréf til Þórarins. Friðrik Þorvaldsson hefur ver- ið ræðismaður Finna á Akureyri frá árinu 1975, en hann óskaði eftir lausn frá embætti. óþh sjóður Ólafsfjarðar átti 2. veðrétt í tækjunum fyrir 8 milljónir. Sparisjóðurinn leysti tækin til sín samkvæmt mati fyrir um 8 millj- ónir króna, að meðtöldum virðis- aukaskatti. Kjartan segir að aðrar eignir búsins hafi verið litlar. Samþykkt hafi verið ein forgangskrafa, þ.e. lífeyrissjóðskrafa að upphæð um 100 þúsund krónur, sem var greidd. Einnig fékkst fyrir skiptakostnaði en ekkert kom upp í almennar kröfur. JÓH Verkalýðsfélagið Hvöt á Hvammstanga er um þessar mundir að greiða þriggja og hálfrar milljón króna víxil vegna Utgerðarfélags V.-Hún- vetninga. Félagið fór fram á að Hvammstangahreppur greiddi helming upphæðarinnar, en erindinu var hafnað. „Okkur þykir að sjálfsögðu slæmt að hreppurinn skuli ekki vilja taka þátt í að greiða þennan víxil, þar sem Hvammstanga- hreppur var aðili að Útgerðarfé- laginu þó hann fríi sig af öllu núna. Annars var það meira formsins vegna sem við sendum þetta bréf til hreppsins, heldur en við byggjumst við að fá nokkuð út úr því,“ segir Jón Haukdal Kristjánsson, formaður Hvatar. Útgerðarfélag V.-Húnvetninga var stofnað fyrir um fjórum árum og gerði bátinn Geisla HU út á rækju og fisk. Stofnaðilar félags- ins voru auk Hvatar og Hvamms- tangahrepps: Kaupfélag V.-Hún- vetninga og nokkrir einstakling- ar. Að sögn Jóns gekk dæmið ekki upp og fyrir nokkru var Geislinn seldur. Ekki hefur verið farið fram á að félagið verði lýst gjaldþrota og segir Jón það ekki ætlunina, heldur sé verið að greiða skuldir þess. „Auðvitað er þetta nokkuð stór biti fyrir Verkalýðsfélagið, að greiða þennan víxil sem er til kominn vegna launagreiðslna, en þessu verður bjargað einhvern' veginn," segir Jón. SBG Hótel Húsavík: Hagnaður 1,7 milljómr - fyrstu níu mánuði ársins Hagnaður af rekstri Hótel Húsavíkur eftir afskriftir og fjármagnsgjöld nemur rúmlega 1,7 milljónum frá áramótum til 30. sept. sl. Þetta kemur fram í níu mánaða milliuppgjöri sem var lagt fram á stjórnarfundi hótelsins sl. sunnudag. Allt árið í fyrra nam hagnaður hótelsins tæplega 2,3 milijón- um. Stjórnin telur fyrirsjáan- legt að tæplega verði sama velta í ár og í fyrra. Langtímaskuldir hótelsins nema 1,2 milljónum en skamm- tímaskuldir 11 milljónum. Veltu- fjármunir nema tæplega 11,3 milljónum þannig að veltufjár- hlutfall er 1.02, en í árslok í fyrra var veltufjárhlutfall 0.58. Eignir hótelsins eru metnar á 66,7 millj- ónir og er eiginfjárstaða því mjög góð. Fyrstu níu mánuði ársins námu laun og launatengd gjöld sem hótelið greiddi 18,3 milljón- um. IM Þrotabú Fiskmars hf. í Ólafsfirði: Skiptum í búinu lokið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.