Dagur - 27.11.1991, Side 5

Dagur - 27.11.1991, Side 5
Miövikudagur 27. nóvember 1991 - DAGUR - 5 Fréttir Framhaldsskólinn á Húsavík: Húsnæðisþáttur nýútkominnar sóknaráætlunar í nýútkominni Sóknaráætlun fyrir Framhaldsskólann á Húsavík til næstu tíu ára, er gerð áætlun um hvernig hægt væri að nýta húsnæði skólans til verklegrar kennslu, og einnig um byggingaframkvæmdir sem teljast nauðsynlegar til að skól- inn geti veitt þá þjónustu sem eðlilegt má teljast. Hús Framhaldsskólans á Húsa- vík var byggt sem gagnfræðaskóli og tekið í notkun 1972, og sex árum síðar var kennaraálma hússins tekin í notkun. Fram- haldsskólinn á einnig Tún, gamla sýslumannssetrið sem er íbúðar- hús með skrifstofuálmu. Haustið 1993 er reiknað með að allir nemendur grunnskóla njóti kennslu í húsnæði barna- skólans, sem nú er verið að byggja við. Framhaldskólinn tók til starfa fyrir fjórum árum, en þar til í haust hafa þrír efstu bekkir grunnskóla hlotið kennslu í húsnæði Framhaldsskólans. Áttunda bekkjar nemar fluttust ekki milli skóla í haust og reikn- Landsbjörg: Ríkið starfræki björgunarþyrlu Landsbjörg, landssamband björgunarsveita, hefur sent frá sér ályktun þar sem ítrekuð er áskorun til stjórnvalda um kaup og starfrækslu á björgun- arþyrlum. „Stjórn Landsbjargar, lands- sambands björgunarsveita, telur nauðsynlegt að íslenska ríkið starfræki öflugar björgunarþyrlur er standist ströngustu kröfur og henti aðstæðum hér á landi til að sinna björgunarstörfum bæði á sjó og landi. Stjórnin skorar á yfirvöld að hraða ákvarðanatöku um fram- tíðarskipan þyrlumála svo að landsmenn geti eins fljótt og kostur er búið við það öryggi sem öflugur þyrlurekstur veitir.'1 JÓH að með að þeir ljúki námi í grunnskóla áður en þeir flytjast milli skóla. Þar sem húsnæði framhalds- skólans er byggt sem gagnfræða- skóli er gert ráð fyrir fjölda nemenda í hverri bekkjardeild og kennslustofur því stórar. Nauðsyn ber til að breyta kennslustofun- um þannig að þær verði fleiri og minni í framtíðinni. í áætluninni er gert ráð fyrir að á næsta ári verði núverandi skóla- húsnæði hannað upp á nýtt. Einnig að mötuneytisaðstaða fyr- ir kennara og nemendur verði til- búin um haustið. Ári seinna, haustið ’93, þegar grunnskóladeildir eiga ekki leng- ur að stunda nám við skólann, er gert ráð fyrir að bókasafn verði komið á framtíðarstað og tölvur og ritvélar í sérhannaða stofu. Endurskipulögð skrifstofa skólans mun taka til starfa. Hugmyndir eru uppi um að grunndeild tréiðna fái inni í sérútbúinni smíðastofu grunnskólans, þar sem Framhaldsskólinn gæti lagt til nauðsynlegan vélakost. Árið 1994 er gert ráð fyrir að lágmarksfélagsaðstaða fyrir nemendur verði tilbúin. Einnig að grunndeild rafiðna fái sitt framtíðarhúsnæði og sérgreina- stofur fyrir eðlis- og efnafræði, líffræði og jarðfræði verði tilbún- ar. Næsta haust cr stefnt að því að taka málver í notkun með full- komnum búnaði til tungumála- kennslu. Einnig að aðstaða til verklegrar kennslu á sjúkraliða- braut verði tilbúin og kennsla hefjist í grunndeild málmiðna. Árið 1996 stendur til að hanna nýbyggingu sem staðsett verði sem næst núverandi skólahúsi. Hugsanlega verður um tvær byggingar að ræða, aðra fyrir mötuneyti og félagsaðstöðu en hina sem svefnálmu heimavistar. Árið eftir verði gerðir samningar um fjármögnun og bygginga- framkvæmdir, þærhefjist 1998 og að árið 2000 verði heimavist fyrir 100 nemendur tekin í notkun og mötuneyti og félagsaðstaða fyrir 250 nemendur. Að lokum gerir áætlunin ráð fyrir að viðbygging við kennslu- álmu verði hönnuð til útboðs árið 2001. Skólanefnd segir í lokaorðum sínum að áætlunin sé ekki endan- leg og óumbreytanleg, en heild- stæð áætlun ætti að auðvelda þeim sem fara með fjárveitinga- valdið, að skilja hverjar og hversu brýnar þarfir skólans eru. IM Akureyri: Efnt til ráðstefiiu um rækjuvinnsluna - fjöldi athyglisverðra erinda á Hótel KEA nk. föstudag og laugardag Félag rækju- og hörpudisk- framleiöenda gengst fyrir ráö- stefnu um stefnu framleiöenda og stjórnvalda í þróun rækju- vinnslu á Islandi nk. föstudag og laugardag, 29. og 30. nóvem- ber á Hótel KEA. Ráðstefnan Borgarbíó: Ökeypis á sýn- ingu kl. 18 í tilefni bindindisdagsins bjóða stúkurnar ísafold og Brynja upp á ókeypis sýningu á dönsku fjölskyldumyndinni Dansað við Regitze í Borgar- bíói klukkan 18 í dag, en stúk- urnar reka bíóið sem kunnugt er. Þessi rómaða danska mynd verður sýnd í A-sal bíósins og er öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir og sem fyrr segir er aðgangur óþeypis. hefst á föstudag kl. 14 og lýkur á sama tíma á laugardag. Á föstudag kl. 14 til 15.15 halda ávörp Halldór Jónsson, formaður Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda, Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, Ásgeir Daníelsson, hagfræðingur (staða rækjuiðnaðar í þjóðar- búskapnum) og Unnur Skúla- dóttir, fiskifræðingur (ástand rækjustofna við Island). Að loknu kaffihléi, kl. 15.40 til 17.10, verður fjallað um rækju- vinnslu. Grímur Valdemarsson, forstöðumaður Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins, ræðir um rannsóknir í rækjuiðnaði, Ágústa Gísladóttir, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins á ísafirði, ræðir um gæðaáherslur í rækjuvinnslu og Sigurjón Arason, verkfræð- ingur á RF, fjallar um nýtingu í rækj uverksmiðj um. Á laugardag kl. 9.10 byrjar Gríiiiur Valdcmarsson og Jón Þórðarson eru meöal þeirra sem flytja crindi á ráðstefnunni um næstu helgi. Ásgeir Daníelsson, hagfræðing- ur, með erindi um afkomu fyrir- tækja í rækjuiðnaði og þróun markaðsverðs og kl. 10.10 ræða þeir Guðmundur Eydal frá Islenskum sjávarafurðum og Magni Geirsson frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna um mark- aðsmál rækjuiðnaðar. Jón Þórð- arson, deildarstjóri sjávarútvegs- deildar Háskólans á Akureyri, verður síðan með erindi kl. 11.10 um öflun upplýsinga og skýrslu- gerð fyrir rækjuiðnað. Klukkan 13 til 14 verða að lok- um dregnar saman niðurstöður um hvernig standa skuli að stefnumótun fyrir rækjuiðnaðinn í framtíðinni. óþh Líkur á áfenigssýki: Karlar á þrítugs- aldri stærsti áhættuhópurinn Karhnenn á aldrinum 20-29 ára eru líklegastir til að greinast meö áfengissýki eða annan vímuefnavanda en hjá konum eru líkurnar mestar á aldrinum 40-49 ára. Hjá körluni í heild eru líkurnar 27,8% en 11,5% hjá konum. I>etta kcmur frain í töluni sem kynntar voru á blaöamannafundi á Vogi sl. miövikudag. Líkurnar á að greinast með áfengissýki eða annan vímu- efnavanda eru sem hér segir: Yngri en 20 ára: Karlar 1,6%, konur 1,0%. 20-29 ára: Karlar 7,0%, konur 2,2%. 30-39 ára: Karlar 6,7%, konur 2,8%. 40- 49 ára: Karlar 6,5%, konur 3,0%. 50-59 ára: Karlar3,4%, konur 1,6%. 60-69 ára: Karlar 2,0%, konur 0,7%. 70 ára og eldri: Karlar 0,6%, konur 0,2%. Ef við berum þessar tölur sanuin við aldur karla og kvenna sem dvalið hafa á sjúkrahúsinu Vogi má finna nokkra samsvörun. Árið 1989 voru 31% karla á Vogi á aldr- inum 20-29 ára og 29% á aldr- inum 30-39 ára. Árið 1990 voru 28% á þrítugsaldri og 32% á fertugsaldri. Þessir aldurshópar hafa frá 1984 ver- ið fjölmennastir á Vogi. Hjá konum hafa þrír aldurs- hópar vcrið algengastir. Árið 1989 voru 26% kvenna á aldr- inum 20-29 ára, 26% á aidrin- um 30-39 ára og 24% á aldrin- um 40-49 ára. Árið 1990 voru fleslar konur á Vogi á fertugs- aldri eða 30%, 26% voru á þrítugsaldri og 22% á fimm- tugsaldri. Hlutfall kvenna yngri en 20 ára hefur aukist meðal sjúkl- inga á Vogi og það sama gildir um karla. SS Frostrásin FM 98,7 Útvarp á Norðurlandi með aðsetur á Akureyri. Við viljum minna ykkur á Jóhann Jóhannsson milli kl. 7 og 10. Góða tónlistin að sjálfsögðu á sínum stað og fróðleiksmol- ar. Frostrásin FM 98,7 ^ Sími 11657 ★ Útvarp með sál.^^S^ Fiskmiðlun Norðurlands á Dalvík - Fiskverð á markaði vikuna 17.11-23.111991 Tegund Hámarks- verð Lágmarks- verð Meðalverð (kr/kg) Magn (kg) Verðmæti Grálúða 57 40 54,25 105 5.696 Hlýri 46 40 41,34 103 4.258 Karfi 37 30 32,91 354 11.651 Keila 30 11 23,98 529 12.687 Lúða 110 40 96,72 58 5.610 Skarkoli 20 20 20,00 10 200 Steinbítur 55 40 46,82 570 26.688 Ufsi 40- 40 40,00 15 600 Ýsa 113 70 75,20 5.307 399.100 Þorskur 115 64 76,20 64.949 4.948.988 Þorskur, smár 78 50 64,96 15.103 981.116 Samtals 73,44 87.103 6.396.594 Dagur birtir vikulega töflu yfir fiskverö hjá Fiskmiölun Norðurlands á Dalvík oggreinir þar frá verðinu sem fékkst í 'fkunni á undan. Petta er gert í Ijósi þess að hlutverk fiskmarkaða í verðmyndun íslenskra sjávarafurða hefur vaxiö hröðum skrefum og þvi sjálfsagt aö gera lesendum blaðsíns kleift að fylgjast með þróun markaðsverðs á fiski hér á Noröurlandi. „Opið hús“ fyrir aldraða er hvern fimmtudag í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 15-17. Fimmtudaginn 28. nóv. er skemmtidagskrá sem hefst kl. 15.30. Söngur: Kór aldraðra. Spjall um gamla daga: Sr. Sigurður Guðmundsson. Hljóðfæraleikur: Anna Podhajska, fiðla, Richard Simms, píanó. Fjöldasöngur • Kaffiveitingar. Undirbúningsnefndin.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.