Dagur - 27.11.1991, Blaðsíða 9

Dagur - 27.11.1991, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 27. nóvember 1991 - DAGUR - 9 Mannlif Valva Gísladóttir flautuleikari fer yfir nótur með stjórnandanum en píanó- leikarinn bíður átekta. Myndir: im Þrír ættliðir í óperunni. Fanney Sigtryggsdóttir og sr. Sigurður Guðmundsson. Vigfús Jónsson og Ásgeir Leifsson. Töfraflautan að Ýdölum: Norðlendingar fjöl- menntu á óperuna - önnur sýningarferð íslensku óperunnar í Aðaldal Sýningum íslensku óperunnar á Töfraflautunni aö Ýdölum sl. sunnudag var mjög vel tekið. Húsfyllir var á fyrri sýning- unni, rúmlega 320 manns og á kvöldsýninguna komu um 200 manns. Fjöldi sýningargesta kom frá Akureyri og Eyjafirði, sveitum Suður-Þingeyjarsýslu og Húsavík, einnig kom fólk frá Dalvík, Kópaskeri og víðar að. Það er mikið fyrirtæki að fá slíka sýningu sem Töfraflautuna norður í land, og það jafnvel þó hljómsveit og sviðsmynd séu skil- in eftir í Reykjavík. Listafólkið ásamt tækniliði taldi alls um 60 manns og mikið álag var á fólk- inu. Að lokinni sýningu á sunnu- dagskvöld hafði óperan alls ver- ið flutt sjö sinnum á tíu dögum. Þar með talin var sýning á laugar- dagskvöld í Reykjavík, en á sunnudagsmorgun þurfti hópur- inn að fljúga norður til Akureyr- ar. Þaðan var farið með rútu að Ýdölum, en eftir tvær sýningar á óperunni þar bauð Margrét Bóasdóttir, formaður Menor, hópnum heim til kvöldverðar að Grenjaðarstað. Listafólkið gisti að Sumarbúðunum við Vest- mannsvatn, hótelinu í Þinghús- inu og víðar í Aðaldal, en flaug síðan suður frá Húsavíkurflug- velli um hádegi á mánudag. Áætlaður kostnaður við sýning- ar óperunnar að Ýdölum nam 700 þúsund krónum og vegur ferðakostnaður þar þyngst. Sig- mar Ólafsson, skólastjóri Hafra- lækjarskóla sagði síðdegis á mánudag, að eftir væri að gera upp fjárhagslega dæmið en fyrst ætlaði hann að fá sér smáblund. Það kemur engum á óvart sem til þekkja, því Sigmar er manna drýgstur við að leggja hönd á plóginn við óperusýningar að Ýdölum. Sigmar sagði að Menn- ingarsjóður félagsheimila hefði styrkt sýningar óperunnar að Ýdölum, og sveitarfélög hefðu tekið beiðnum um styrkveitingar Ijúfmannlega. Einnig hefðu ýmis fyrirtæki veitt styrki, þar á meðal Kaupfélag Þingeyinga, Vátrygg- ingafélag íslands, bankaútibúin, sparisjóðurinn á Húsavík og olíu- ' félögin. Fimm börn úr Hafralækjar- skóla stigu á svið með listafólkinu úr óperunni, og Bergþór Pálsson söngvari, í hlutverki Papagenó, staðfærði hluta af texta sínum við mikla kátínu, en Valva Gísla- dóttir, flautuleikari frá Dalvík, lék tóna töfraflautunnar. Þetta er í annað sinn er íslenska óperan kemur með sýn- ' ingu að Ýdölum. Fyrir tveimur árum var Brúðkaup Fígarós sýnt þar, og gengu þá heimamenn í ríkara mæli til liðs við óperuna, sungu í kórnum og önnuðust undirleik. Er Margrét Bóasdóttir þakkaði listafólkinu fyrir kom- ; una hafði hún orð á því að tvisvar væri hefð. Er Sigmar var spurður hvenær von væri á næstu sýningu frá íslensku óperunni að Ýdölum sagði hann: „Ja, hún kemur ekki | aftur fyrir áramótin." IM Þröng á þingi í hléi. Sýningargestir fagna listafólkinu. Fólk dreif að frá öllu Norðurlandi til að sjá Töfraflautuna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.