Dagur - 27.11.1991, Side 11

Dagur - 27.11.1991, Side 11
MiftviknHaniir 27. nóvember 1991 — DAGUR — 11 Laugar í Reykjadal: Tríóið Skólastjórar og frænka hreppstjórans Samkvæmt tóbaksvarnalögum er óheimilt að reykja ó rakarastofum, hórgreiðslustofum og snyrtistofum! Plastmodel TfUtL - líflegt tónlistarlíf og 60 nemendur í tónlistarskóla Leikfangamarkaöurinn Hafnarstræti 96 | Sími 27744 í O: £ [Jí^ Veistu aó þriöja hver fjölskylda í land- inu á um sárt að binda af völdum áfengisneyslu einhvers eöa einhverra í fjölskyldunni? Veistu aö áfengisneysla hefur aukist um 17-20% með tilkomu bjórsins? Veistu hve mörg börn og unglingar verða aö öllum lí,kindum fórnarlömb áfengis næstu árin? Er ekki tímabært aö staldra viö og at- huga sinn gang, barnanna vegna? Bindindisdagur fjölskyldunnar — ekki bara í dag. Samstarfsnefnd um Bindindisdag fjölskyldunnar. Vantar þig hljómsveit? Ein lítil með öllu, það er að segja fámenn en tölvuvædd, er til í að bregða sér af bæ og spila fyrir Norðlendinga. Sökum fámennisins er hljómsveitin ódýr en hún heitir þó engu smánafni. Fullu nafni kallast hún: Skólastjórar og frænka hreppstjórans, en hversdags er hún bara kölluð: Tríóið frænku hreppsstjórans. Hljómsveitina skipa: Ólafur Arngrímsson, skólastjóri grunn- skólans á Laugum, Björn Þórar- insson, skólastjóri Tónlistarskól- ans á Laugum og Sigríður Birna Guðjónsdóttir, kennari við tón- listarskólann og frænka Jóns Jón- assonar, hreppstjóra á Þverá í Verk eftir Brahms og Mendelssohn í dag kl. 12.05 verður Björn Steinar Sólbergsson, organisti Akureyrarkirkju, með orgel- tónleika í Akureyrarkirkju í tilefni af 30 ára vígsluafmæli orgels kirkjunnar. A efnisskránni eru tveir sálm- forleikir eftir J. Brahms; O Gott, du frommer Gott og Es ist ein Ros entsprungen og sónata nr. 6 í d-mpll eftir F. Mendelssohn. Brahms samdi 11 sálmforleiki fyrir orgel. Þeir eru með því síð- asta sem hann samdi og sameina snilli hans í kontrapunkt og næmi fyrir laglínum. Mendelssohn er tónskáld frá rómantíska tímabilinu. Sónata nr. 6 í d-moll er ein af 6 sónötum sem hann samdi fyrir orgel. rríóið frænka hreppstjórans, frá vinstri: Ólafur, Sigríður (með köttinn Manna) og Björn. Laxárdal. Hljómsveitarmeðlimir eru allvel ættaðir úr öðrum hljómsveitum. Ólafur var liðs- maður hljómsveitarinnar Heima- bruggs á Borgarfirði eystra, Björn og Sigríður voru í Kaktus, og Björn var einnig með Mánum á Selfossi á sínum tíma. Hljómsveitin Skólastjórar og frænka hreppstjórans tók til starfa um síðustu áramót. Hljóm- sveitin lék aðallega á þorrablót- um í fyrravetur, en er þó til með að leika á hvaða balli sem er, og er eiginlega til í hvað sem er, að sögn hljómsveitarmeðlima. Síð- an í haust hefur hljómsveitin æft jafnt gömlu dansana sem rokk, og einnig gömlu góðu lögin. Og ef þig vantar svona hljómsveit þá er pantanasíminn 43104 eða 43167. Sigríður og Björn sögðu í samtali við Dag að þeim líkaði vel að spila fyrir Norðlendinga. í vetur hefði verið sérstaklega ánægjulegt að spila á þorrablóti í Laxárdal og á þorrablóti á Kópa- skeri. Þar hefði fólkið verið svo létt í skapi, ákveðið að skemmta sér og glatt. Að sögn Björns er líflegt tón- listarlíf að Laugum. í tónlistar- skólanum eru 60 nemendur og gott samstarf er við grunnskól- ann, en þar stunda 36 nemendur nám. Nemendur úr framhalds- skólanum og fólk úr sveitinni stundar einnig nám við tónlistar- skólann. Kór er starfræktur á vegum skólans og tók hann þátt í kóramóti barnakóra á Akureyri í vor. IM VANDAÐARI MODEL PARÍS HF TÓBAKSVARNANEFND Oi pH£'sG, . ft í Ókeypis! Fjölskyldusýning í Borgarbíói kl. 18.00 í dag miðvikudaginn 27. nóv. í tilefni af bindindisdegi fjölskyldunnar. Sýnd verður myndin „Dansað við Regitze". Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir! Stúkurnar ísafold og Brynja. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT ÞORBERGSDÓTTIR, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 24. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 28. nóvember kl. 14.00. Eyþór Guðmundsson, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.