Dagur - 27.11.1991, Blaðsíða 16

Dagur - 27.11.1991, Blaðsíða 16
DACKJ& Akureyri, miðvikudagur 27. nóvember 1991 ^eimsendingarþjónusta JO JLJL alla daga Sunnudaga til fim.m.tuciaga. lcl. 12.00-22.30 Föstudaga og laugardaga kl. 12.00-04.30 Hádegistilboð alla daga VEITINGAHUSIÐ Glerárgötu 20 • ® 26690 Bindindisdagur Qölskyldunnar Bindindisdagur íjölskyldunnar er í dag, miðvikudaginn 27. nóvember. Fyrir deginum standa mörg bindindissinnuð félagasamtök á landinu undir forystu Stórstúku Islands. Eins og fram kemur í ávarpi frá forseta íslands, landlækni, biskupi og heilbrigðisráðherra er megintilgangur dagsins að vekja foreldra til umhugsunar um ábyrgt uppeldi barna sinna, vekja athygli á forvarnarstarfi og hvetja til þess, styrkja vímulausa ímynd fjölskyldunnar og vekja fólk til umhugsunar uin þær hættur sem eru samfara áfengisneyslu. í gær birti Dagur greinar í tengslum við bindindisdaginn og nánar er fjallað um hann á bls. 4 í dag. SS Helgi Hall- grúnsson nýr vegamálastjóri Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, skipaði í gær að tillögu Halldórs Blöndal, samgöngur- áðherra, Helga Hallgrímsson, aðstoðarvegamálastjóra, í stöðu vegamálastjóra frá og með 1. janúar nk. Helgi tekur við starfinu af Snæbirni Jón- assyni, sem lætur af störfum fyrir aldurs sakir um næstu áramót. Helgi Hallgrímsson var einn umsækjenda um stöðu vegamála- stjóra. Hann er fæddur árið 1933, verkfræðingur að mennt, og hóf störf hjá Vegagerð ríkisins að loknu námi árið 1958. Eiginkona hans er Margrét Schram og eiga þau fjögur börn. Fráfarandi vegamálastjóri, Snæbjörn Jónasson, lætur af störfum fyrir aldurs sakir, en hann verður sjötugur þann 18. desember nk. Snæbjörn hefur að baki 45 ára starf hjá Vegagerð- inni. Hann hóf þar störf árið 1946 að loknu verkfræðinámi og tók við stöðu vegamálastjóra árið 1976. óþh Akureyri: Stúlka skarst á höfði eftir árekstur Stúlka var flutt á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri í gær eftir árekstur í bænum. Hún skarst á höfði, en meiðsl hennar voru ekki talin alvarleg. Slysið varð þegar tveir fólks- bílar rákust saman á mótum Bugðusíðu og Austursíðu í tölu- verðri hálku. Stúlka, sem var farþegi í öðrum bílnum, var flutt á sjúkrahús með skurð á höfði, að sögn lögreglu og sjúkraflutn- ingamanns. óþh Konfektinu raðað í Lindu-kassana í Jólastemmning svífur yfir vötnum hjá Lindu: Unnið fram á kvöld alla daga við konfektfrainleiðsluna „Endanlegur frágangur á jólakonfektinu stendur núna sem hæst og hér vinnum við 15 tíma vinnudag, alla daga vikunnar,“ segir Sigurður Arnórsson, framkvæmda- stjóri Súkkulaðiverksmiðj- unnar Lindu, um konfekt- framleiðsluna fyrir komandi jól. Sigurður segir að unnar séu kvöld- og helgarvaktir í verk- smiðjunni við að pakka kon- fekti. „Þetta er mikil handa- vinna sem þarf að gera á skömmum tíma. Vélar sem velja úr og raða í kassana eru dýrar þannig að mannshöndin þarf að sjá um þetta og sinna gæðaeftirliti um leið,“ sagði Sigurður. Mesta álagið vegna framleiðsl- unnar á jólakonfektinu segir Sigurður að sé í október og nóvember og síðari mánuðinn unnið um helgar. Á kvöldvakt- irnar er ráðið sérstakt starfsfólk og þá gjarnan fólk sem vinnur í afleysingum í verksmiðjunni á sumrin. „Það er ágæt stemmning meðan á þessu stendur. Þetta eru tugir þúsunda konfektkassa sem hér er sett í á þessum tíma og nú fer allt jafnóðum út til verslana. Þegar vika er liðin af desember þá byrjar jólakon- fektið að seljast en þetta er fyrst og fremst vara sem keypt er til gjafa.“ Sigurður segir að konfektið fari í allar stórmarkaðsverslanir landsins auk mikils fjölda ann- arra verslana. „í konfektinu er bullandi samkeppni því mikið er flutt inn af þessari vöru en landinn hefur sem betur fer vissa trú á okkar framleiðslu og við njótum þess. Konfektframleiðslan hefur alltaf verið flaggskipið okkar og hvar sem er í heiminum er slík fram- leiðsla toppurinn í sælgætis- framleiðslunni enda er nostrað við þessa framleiðslu og notuð í hana bestu hráefnin,“ sagði Sigurður. JÓH Framboð á aflakvóta umfram eftirspurn: „Tökum ekki þátt í leiknum“ - segir Gunnar Ragnars, forstjóri ÚA Gunnar Ragnars, forstjóri Útgerðarfélags Akureyringa hf., telur að kvótaviðskipti með fisk á íslandi séu út úr allri mynd um þessar mundir, að verð sé allt of hátt og full ástæða sé til að lækka verðið. Á nýafstöðnu uppboði fór var- anlegur þorskkvóti á 184 kr/ kg- Kvótamiðlarar eru farnir að hasla sér völl í ríkara mæli en áður. Þannig hafa a.m.k. tvö fyrirtæki verið stofnuð gagngert til þess að miðla kvótum, Kvóta- markaðurinn hf. og Kvótamiðl- unin. Á fyrsta uppboði Kvóta- markaðarins, 11. nóvember á Hótel Sögu, seldust rösklega 100 tonn af kvóta og var meðalverð á varanlegum þorskkvóta 184 kr/ kg, á ýsukvóta 188 kr/kg og á ufsakvóta 87 kr/kg. Þá seldust 111 tonn af þorskkvóta til eins árs afnota á 44-45 kr/kg og leigukvóti af ufsa á 24-25 kr/kg. Af ýmsu má ráða að vaxandi framboðs er farið að gæta á kvóta og verðið fari lækkandi. Að vísu eru verðhugmyndir manna nokk- uð misjafnar enda skiptir máli hvort kvótinn er greiddur út í hönd eða ekki, auk þess sem áhrif hefur hvort fleiri tegundir en þorskur fylgir með. Á mark- aðnum eru einkum kvótar af trill- um undir 6 brl. „Utgerðarfélag Akureyringa hf. hefur ekki keypt varanlegan kvóta þar sem verðhugmyndir manna eru út úr allri mynd. Ögn höfum við tekið af leigukvóta, en ekki á síðustu mánuðum. Kvóta- sölumálin í dag eru á röngum grunni. Við hjá ÚA erum íhalds- samir og tökum ekki þátt í leikn- um, leik þar sem margir hafa sprengt sig. Hvort verð hafi lækk- að skal ég ekkert segja um, en hinsvegar er full ástæða til að ætla að svo sé. í dag er erfitt að segja til um hvort ÚÁ muni vanta kvóta. Aflabrögð síðustu vikna benda ekki til þess. Lítið hefur fiskast. Þetta er mesti ræfill,“ sagði Gunnar Ragnars, forstjóri Útgerðarfélags Akureyringa hf. ój Fasteignasala í Reykjavík biðlar til landsbyggðarinnar: Kaup á íbúðum í höftiðborginm er raunhæf byggðastefna Fasteignasalan Eignamiðlunin hf. í Reykjavík hefur sent sveitarstjórnum út um land bréf með yfirskriftinni „Raun- hæf byggðastefna“ þar sem þeim eru boðnar nýjar íbúðir til kaups í höfuðborginni. í bréfi sínu segir fastcignasalan að með fjárfestingu sveitarfé- laga í íbúðum á höfuðborgar- svæðinu geti sveitarfélögin dregið úr fólksflutningunum til Reykjavíkur. í bréfinu er rakið að mörg undanfarin ár hafi einstaklingar, stéttarfélög og fleiri aðilar af landsbyggðinni í auknum mæli fest kaup á íbúðarhúsnæði í Reykjavík. Einstaklingar eða hjón sem kaupi íbúð í Reykjavík án þess að flytjast þangað bú- ferlum séu í mörgum tilfellum tilneydd þar sem börnin þurfi að sækja framhaldsskóla í Reykja- EIGNAMIÐLUNIN11! Raunhæf byggðastcíl Undanfarin ár hafa einstaklingar, siéttarfélög og fleiri ai nueli fest kaup á íbiiðaihilsnæöi í Reykjavík. Tilgangurt misiafn. Stéttarfélög og siiikrasjóöir kaupa fbiiöir fyrir M þurfa að konu til Reykjavíkur til orlofsdvalar, leita sér hj Einstaklingar eöa hjón sem kaupa (bilð f Reykjavflc, ánB búferlum, eru í mörgun tilvikum tilneydd til þess, þar ¥ framhaldsskóla í Reykjavflc. Eins og flestir vita er leigii erfiöur og því miöur fátítt að fótk fii sanngjama leigu í ffl teknar á leigu að hausti og sleppt úr leigu að vori vegna l| StaÖreyndin er hins vegar sú að faestir hafa efni á því a" I Það er þvf oft að fidlskyL ^v.-ur ölH'Wlu^ Bréfíð sem Eignarmiðlunin sendi sveitarstjórnum um land allt. vík. Fæstir hafi efni á að eiga og reka aukaíbúð í borginni og því fari oft svo að fjölskyldan flytjist búferlum til Reykjavíkur nauðug viljug. „Við viljum með bréfi þessu vekja athygli sveitarstjórna á þessu vandamáli og um leið að benda á leiðir til lausnar þessum vanda. Til lengri tíma litið hlýtur það að vera æskilegt að auðvelda fólki sem það vill að búa áfram í sinni heimabyggð. Það hlýtur að vera stefna sveitarstjórna að draga úr fólksflutningum til Reykjavíkur. Með hverjum skattgreiðanda sem flytur burt minnka tekjur sveitarfélagsins, en áfram þarf sveitarfélagið að veita sömu þjónustuna heima fyrir. Nú gefst sveitastjórnum raunhæft tækifæri til að draga úr fólksflóttanum og eyða óöryggi og óvissu íbúanna um það hvern- ig eigi að koma börnunum fyrir í öruggu húsaskjóli meðan á námsvist stendur í Reykjavík. Námsfólkið getur að sjálfsögðu líka leigt íbúðirnar yfir sumarið en einnig er hægt á þeim tíma að leigja þær fólki sem þarf til Reykjavíkur annarra erinda og annars gisti á hóteli,“ segir í bréfi fasteignasölunnar til sveitar- stjórna á landsbyggðinni. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.