Dagur - 27.11.1991, Blaðsíða 8

Dagur - 27.11.1991, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 27. nóvember 1991 Spurning vikunnar Hefurðu farið eða hyggstu fara í innkaupaferð til útlanda _________fyrir jólin?_______ Hildur Birkisdóttir: Alls ekki, ég ætla að versla hér á Akureyri og styrkja mína heimabyggð. Annað væri fáránlegt. Eg fer ekki einu sinni suðurtil að versla. Rannveig Árnadóttir: Nei, ég fer ekki, ég hef ekki efni á því. Ég versla allt fyrir jólin hér á Akureyri. En ég færi hiklaust til útlanda ef ég hefði efni á því. Það er ekki sþurning. Hermann Stefánsson: Nei, ég hef ekki áhuga á því. Ég versla hér á Akureyri fyrir jólin, læt það nægja. Einhver verður að styrkja kaupmenn- ina. Rafn Hjaltalín: Nei, það er ekki á dagskrá. Ég versla hér á Akureyri, það er minn eðlilegi máti. Það hefur aldrei komið til greina að fara í verslunarferð. Halla Svavarsdóttjr: Ég er búin að fara. Ég keygti ekki allt sem ég þarf til jól- anna, en ég sparaði mikið. Það er nú samt misskilningur sem blöðin segja að hver maður versli fyrir 100 þúsund krónur, ætli það hálfa sé ekki nær lagi. Mér finnst það eng- in spurning að fara út og versla þegar maður fær karl- mannspeysu fyrir 1.200 krónur. Það þýðir ekkert fyrir kaupmennina hér að kvarta, þetta er svo miklu hagstæð- ara. Fiskvinnslan er ein þeirra atvinnugreina sem útlendingar hafa sótt til. Þar hafa konur ekki síður sóst eftir störfum en karlmenn og veitt innlendum kynsystrum sínum samkeppni. Þessar systur eru frá Ástralíu og störfuðu hjá Hrað- frystihúsinu á Hofsósi fyrir nokkrum árum. Áhugi útlendinga á störfum hér á landi fer vaxandi - samningurinn um EES mun auka líkur á því að fólk flytjist hingað samkvæmt könnun ASÍ og félagsmálaráðuneytisins á störfum erlendra ríkisborgara hér á landi og atvinnu og launakjörum í Evrópu Að undanförnu hefur staðið yfir könnun á störfum erlendra ríkisborgara hér á Iandi og einnig á atvinnu- og Iaunakjör- um í Evrópu. Könnun þessari, sem var samstarfsverkefni Alþýðusambands íslands og félagsmálaráðuneytisins var ætlað að leiða í Ijós hvort og þá hvar líklegast megi teljast að Evrópubúar komi inn á frjáls- an vinnumarkað ef þeir fá frjálsan atvinnu- og búseturétt hér á landi I tengslum við samninga íslands og annarra EFTA-Ianda um Evrópskt efnahagssvæði. í niðurlagi greinargerðar aðstandenda könnunarinnar seg- ir meðal annars að mjög erfitt sé að gefa einhlít svör um hvaðan af EES-svæðinu líklegast sé að er- lendir ríkisborgarar komi hingað. Þar geti ráðið miklu um hvar og hvenær efnahags- og stjórnmála- kreppur komi upp í framtíðinni, sem enginn geti séð fyrir um. Þó megi telja fyrirsjáanlegt að íbúar Bretlandseyja að írlandi með- töldu verði að teljast líklegastir allra til þess að flytja hingað þar sem þeir eru í mestri nálægð, séu vanir loftslaginu, atvinnuleysi sé ríkjandi, þeir þekki fremur til fiskvinnslu en aðrir og búi auk þess við meiri mun í launa- og lífskjörum en flestir aðrir. Þá er bent á að fjöldi Breta sé meiri hér á landi en allra annarra Evrópu- búa að Dönum undanskyldum. Menn hafa gefíð sér að fjarlægð Islands og veður- far verji það fyrir ásókn útlendinga í greinargerðinni er einnig bent á að almennt hafi verið gengið út frá því að áhrif búseturéttinda yrðu ekki umtalsverð og sú niðurstaða byggð á því mati að Norðurlandabúar hafi ekki nýtt sér þessi réttindi hér á landi svo teljandi sé og reynsla annarra Evrópuþjóða sé sú að jafnvægi sé á milli aðfluttra og brottfluttra þegar til lengri tíma sé Iitið. Þá hafa menn einnig gefið sér þá forsendu að atvinnu- og búsetu- flutningar eigi sér einkum stað á milli samliggjandi landa og nátt- úruleg landamæri íslands, það er að segja hafið og frábrugðið loftslag fyrirbyggi búferlaflutn- inga að mestu leyti. Færri útlendingar í Finn- landi og í Suður-Evrópu Bent er á að þær ályktanir, sem dregnar hafa verið af því hvað Norðurlandabúar hafa sótt lítið hingað geti verið rangar í megin- atriðum. íbúa- og atvinnuleysis- tölur Norðurlandanna miðað við önnur lönd í Evrópu séu ekki sambærilegar og lífskjör og vel- ferðarkerfi séu einnig mikið betri á Norðurlöndunum en í flestum öðrum ríkjum álfunnar. Þá leiddu niðurstöður könnunarinn- ar í ljós að þótt heildarfjöldi erlendra ríkisborgara sé hlutfalls- lega enn lítill á Islandi fer áhugi erlendra manna fyrir búsetu í landinu hægt vaxandi og hlutfall erlendra borgara hefur vaxið úr 1,4% í 1,9% á síðasta áratug. Lægra hlutfall erlendra ríkisborg- ar á Norðurlöndunum er aðeins að finna í Finnlandi eða 0,5% íbúa. Önnur lönd í Evrópu þar sem hlutfall erlendra íbúa er lægra en hér eru Portúgal, Spánn og Ítalía þar sem erlendir íbúar teljast undir 1% og Grikkland með 1,2%. Til viðbótar þessum tölum er talið að fjöldi óskráðra og landvistarleyfislausra manna sé nokkur í þessum löndum. Enginn vandi að fá útlendinga til að starfa hér á Iandi í greinargerðinni er bent á að óvarlegt sé að treysta lengur á náttúruleg landamæri landsins sem verulega hindrun fyrir að- flutning fólks. Fólk úr öllum heimshornum sé nú þegar búsett hér á landi og engum vandkvæð- um virðist vera bundið að fá fólk til þess að starfa hér á landi þegar á þarf að halda nema ef um fólk með mjög eftirsótta sérþekkingu er að ræða. Sæmilega launuð störf og næg atvinnutækifæri eru af skornum skammti í flestum ríkjum Evrópubandalagsins og er það eitt nægilegur hvati til þess að laða fólk hingað til lands. Óvissa ríkjandi vegna „frelsunar“ Austur-Evrópu Þá er bent á í greinargerð Alþýðusambandsins og félags- málaráðuneytisins að mjög erfitt sé á þessu stigi að meta hvaða áhrif samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði muni hafa á stöðu kvenna á vinnu- markaði og spurningar vakni um hvernig konur séu í stakk búnar til þess að standa í þeirri sam- keppni, sem búast megi við um fjölmörg atvinnutækifæri hér á landi. Þar er einkum um að ræða ýmis ófaglærð störf, sem að ;nikl- um hluta er sinnt af konum. Þá er einnig bent á þá óvissu sem „frelsun“ Austur-Evrópu geti haft. Þegar stjórnarfarslegum átt- hagafjörtum er aflétt af fólki komist verulegt rót á það er leiði fyrst til búferlaflutninga innan viðkomandi landa en einnig á milli ríkja. Þá er einnig bent á að búast megi við verulegum hindr- unum af hálfu ríkja Vestur-Evr- ópu nema þar sem neyðarástand skapist á svipaðan hátt og nú er í Júgóslavíu. Hins vegar megi búast við því að slíkum hindrun- um verði rutt úr vegi ef einhver af ríkjum Austur-Evrópu gerist aðilar að Evrópubandalaginu sem þurfi alls ekki að vera útilok- að. íbúar EB-ríkja munu horfa til EFTA-Iandanna EFTA-löndin búa við minna atvinnuleysi en ríki Evrópu- bandalagsins þannig að mun minni líkur eru til þess að íbúar þeirra sækist eftir einhverju í öðrum löndum. Miklir fólksflutn- ingar frá þeim eru því taldir ólík- legir, að minnsta kosti á næst- unni. Öðru máli gegnir um íbúa margra EB-landa. Búast má við að fólk þar muni renna hýru auga til EFTA-landanna og þá einkum Norðurlandanna í framtíðinni ef efnahagsleg þróun verður áfram með svipuðum hætti og verið hefur. ÞI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.