Dagur - 27.11.1991, Blaðsíða 4

Dagur - 27.11.1991, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 27. nóvember 1991 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31 PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÓRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Að alast upp í þjóð- félagi áfengistísku Meirihluti þeirra sem slitið hafa barnsskónum neytir áfengis, flestir í hófi en aðrir í óhófi. Margir verða drykkjusýki að bráð, en sýnt hefur verið fram á að sá sjúkdómur leiðir til geðveiki eða dauða nema gripið sé inn í þróunina og viðkomandi hætti að drekka. Þrátt fyrir að langflestir þekki dæmi um hörmulegar afleiðingar ofdrykkju, ekki bara fyrir alkóhólistann heldur einnig maka, börn eða aðra aðstandendur, og þótt enginn óski börnum sínum slíkrar framtíðar þá tröllríður áfengistískan húsum í þjóðfélagi voru: Áfengi er fínt, það skal lofað á mannamótum, það er sannur gleðigjafi og jafn- framt slökunarlyf og sálusorgari. Það skal prýða hillur í híbýlum manna og vera til taks, kalt og svalandi, í ísskápnum. Við leggjum áherslu á að fá sérfróða menn í skól- ana til að fræða börn okkar um hættuna af fíkniefn- um en ekki er jafn vinsælt að kalla til fyrirlesara sem fara ofan í saumana á áfengismálunum. Nei, við náum okkur í bjór úr ísskápnum, setjumst fyrir framan sjónvarpið og spyrjum unglinginn á heimil- inu hvort hann hafi fengið einhverja fræðslu um fíkniefni í skólanum. Þannig hefur áfengistískan brenglað annars heilbrigða skynsemi. í dag er Bindindisdagur fjölskyldunnar. Að hon- um standa mörg bindindissinnuð samtök á land- inu undir forystu Stórstúku íslands. Tilgangurinn með þessu framtaki er að vekja foreldra til umhugsunar um ábyrgt uppeldi barna sinna, vekja athygli á forvarnarstarfi og hvetja til þess og styrkja vímulausa ímynd fjölskyldunnar. En hvers vegna bindindisdagur fjölskyldunnar? Ingjaldur Arnþórsson, ráðgjafi hjá Norðurlandsdeild SÁÁ, svarar þeirri spurningu í grein sem birtist í blaðinu í dag: „í mínum huga er bindindisdagur fjölskyldunnar fyrst og fremst táknrænn fyrir þá skoðun að allir aðilar innan fjölskyldunnar verði að vera sam- kvæmir sjálfum sér. Það er alveg tilgangslaust fyrir okkur, sem fullorðin eigum að teljast, að segja börnum okkar að áfengi sé vanabindandi, róandi lyf sem þau eigi að forðast, á sama tíma og við ger- um það spennandi fyrir þau að fá að sleikja froðuna ofan af bjórglasinu eins og þau væru að sleikja rjóma af þeyturum. Það verður að vera eitt- hvert samhengi á milli orða og athafna. “ Ástæða er til að hugleiða þessi orð og þá stað- reynd sem tölur frá Vogi sýna að æ fleiri unglingar þurfa á meðferð að halda vegna ofneyslu áfengis og/eða annarra fíkniefna. Bindindisdagur fjöl- skyldunnar er því ekki hjóm eitt, hann gefur fólki færi á að staldra við og líta í eigin barm, en athöfn verður að fylgja orðum. Reynslan sýnir að þess er vissulega þörf. SS AVARP í tilefni af Bindindisdegi fjölskyldunnar / dag, miðvikudaginn 27. nóvember 1991, gangast mörg bindindissinnuð fé- lagasamtök víða um land undir forystu Stórstúku íslands fyrir BINDINDIS- DEGI FJÖLSKYLDUNNAR. Afegintilgangur dagsins er að: VEKJA foreldra til umhugsunar um ábyrgt uppeldi barna sinna. VEKJA athygli á forvarnarstarfi og hvetja til þess. STYRKJA vímulausa ímynd fjölskyldunnar. VEKJA fólk til umhugsunar um þær hættur sem eru samfara áfengisneyslu. Hé r er um þarft framtak að ræða. Það er von okkar að sem flestir leggi sitt af mörkum til að ná markmiðum dagsins - að hann megi verða að: Raunverulegum BINDINDISDEGI FJÖLSKYLDUNNAR Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands Ólafur Ólafsson landlæknir Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra Ólafur Skúlason biskup Bindindísdagur fjölskyldunnar Stórstúka íslands stendur fyrir bindindisdegi fjölskyldunnar í dag, miðvikudaginn 27. nóv- ember. Til hvers bindindisdag fjölskyldunnar? í mínum huga er bindindisdagur fjölskyldunnar fyrst og fremst táknrænn fyrir þá skoðun að allir aðilar innan fjölskyldunnar verði að vera samkvæmir sjálfum sér. Það er alveg tilgangslaust fyrir okkur, sem fullorðin eigum að teljast, að segja börnum okkar að áfengi sé vanabindandi, róandi lyf sem þau eigi að forðast, á sama tíma og við gerum það spennandi fyrir þau að fá að sleikja froðuna ofan af bjórglas- inu eins og þau væru að sleikja rjóma af þeyturum. Það verður að vera eitthvert samhengi á milli orða og athafna. „Börnin veröa ekki vör við neitt“ Skynjun barna á umhverfi sínu er miklu næmari en fullorðinna. Til dæmis virðumst við sem eldri erum eiga í erfiðleikum með að finna að eitthvað „liggi í loftinu“, fyrr en það er komið á það stig að vera orðið mjög áberandi. Við komum kannski inn í herbergi þar sem fólk er fyrir, skrafandi, og þegar við göngum inn um dyrnar verður snögglega dauða- þögn, þá fyrst skynjum við kannski að það „liggur eitthvað í Ioftinu“. Á þessu stigi er það orð- ið mjög áberandi. Barn aftur á móti sem er 36 tíma gamalt, skynjar t.d. skapgerðarbreyting- ar hjá móður sinni þótt það skilji ekki talmálið, og börn undir skólaaldri átta sig mikið betur á því hvernig okkur Iíður með því að fylgjast með framkomu okkar og hegðun heldur en að hlusta á það hvað við segjum. Ég heyrði barn einu sinni segja frá því að það vissi alltaf með löngum fyrir- vara hvenær mamma þess færi að drekka, því um það bil viku áður færi hún að nota varalit sem hún annars aldrei gerði og svo færi hún að tala hraðar. Á þennan hátt sjá börn og skynja umhverfi sitt öðruvísi en við sem eldri erum. Vímulaus æska, hvað? Ég fagna bindindisdegi fjölskyld- unnar vegna þess að þar eru allir fjölskyldumeðlimir gerðir sam- ábyrgir. Við sjáum líka hvað það er hallærislegt að segja börnum okkar að gera ekki eins og við gerum. Það er sí og æ verið að biðja mig um að fræða ungling- ana í skólunum um hættuna af fíkniefnum, en sjaldan um hætt- una af bjórnum, jafnvel þótt allir Ingjaldur Arnþórsson. viti að það er í gegnuni bjór- neyslu sem önnur áfengisneysla þróast og síðan þaðan í gegnum hugsanlega í önnur efni. Eg vildi óska að þetta breyttist einhvern tímann í þá veru að ég fengi að tala við foreldra ung- linga á grunnskólaaldri um áfeng- isneyslu og fordæmisgildi. Einu sinni stofnuðu meira að segja for- eldrar foreldrasamtökin Vímu- laus æska, til að reyna að stuðla að auknu bindindi unglinga. Gott og vel, en ég held að nær væri að unglingar stofnuðu unglinga- samtökin Vímulaus heimili eða Vímulausir foreldrar. Það hljóta að teljast eðlileg mannréttindi og krafa hvers unglings og barns að eiga foreldra sem eru allsgáðir hvenær sem þau þurfa á þeim að halda og að áfengisneysla á heim- ilum þeirra sé í algjöru lágmarki. Þökk sé stúkunni Alveg frá því fyrir síðustu alda- mót hefur Stúkan verið einn virk- asti vettvangur bindindisfólks og árangur af starfi Stúkunnar verið mikill alla tíð. í kringum 1950 fóru Bandaríkjamenn að með- höndla alkóhólista sem sjúklinga og árið 1977 var S.Á.Á. stofnað og í framhaldi af því gangsett sér- hæfð meðferð fyrir alkohólista hér á landi. í framhaldi af þessu er eins og það verði einhver breyting á virkni Stúkunnar út á við. í stað- inn fyrir samstarf allra þeirra aðila sem vilja veg bindindis sem mestan, myndaðist einhvers kon- ar veggur milli Stúkunnar og þessarar nýju meðhöndlunar, því miður. Ég vona að við, sem boð- um bindindi sem einu færu leið- ina til heilbrigðis, berum gæfu til þess að standa saman í auknum mæli í framtíðinni, í stað þess að halla hver á annan. Ég vil að lokuin fagna frum- kvæði Stúkunnar um þennan bindindisdag fjölskyldunnar, og óska landsmönnum öllurn til hamingju með daginn. Ingjaldur Arnþórsson. Höfundur cr ráðgjafi. (Hcimildir: Vi föráldrar, nr. 3, mars 1988). „Það er alveg tilgangslaust fyrir okkur, sem fullorðin eigum að teljast, að segja börnum okkar að áfengi sé vanabindandi, róandi lyf sem þau eigi að forðast, á sama tíma og við gerum það spennandi fyrir þau...,“ segir Ingjald- ur m.a. í grein sinni. Teikning: Brian Pilkington, úr ritinu „Okkar á milli").

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.