Dagur - 27.11.1991, Blaðsíða 15

Dagur - 27.11.1991, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 27. nóvember 1991 - DAGUR - 15 ÍÞRÓTTIR Jón Haukur Brynjólfsson Akureyri: Ishokkýmenn undirbúa Islandsmót - fyrsti leikurinn á Akureyri á laugardag - erlendur þjálfari væntanlegur Á laugardaginn lcikur Skauta- félag Akureyrar fyrsta leik sinn á Islandsmótinu í íshokký gegn Skautafélagi Reykjavík- ur. Akureyringar hafa æft af kappi upp á síðkastið undir handleiðslu Magnúsar Finns- sonar og Héðins Björnssonar og ætla sér auðvitað sigur á mótinu. Áhugi á skautaíþrótt- um virðist vera vaxandi á Akureyri um þessar mundir og Magnús Finnsson segir að einn megintilgangurinn með Islands- mótinu sem nú er að fara af stað sé að hefja íshokkýíþrótt- ina til vegs og virðingar. ,,Það hefur ekki verið sérlega mikil gróska í starfi íshokký- deildarinnar síðustu ár, einkum vegna skorts á mótherjum en nú stendur þetta til bóta,“ sagði Magnús þegar Dagur ræddi við hann nýlega. „í fyrra voru við með um 60 manns á skrá en hóp- urinn er nokkuð árgangaskiptur, við erum með nokkra sterka ár- ganga en það eru kannski 5-6 ár á milli þeirra. Skýringarnar á þessu er að finna í aðstöðunni sem við höfum búið við. Hún hefur reyndar lagast en mikið vantar upp á að hún fullnægi þeim kröf- um scm eðlilegt er að gera. Pað vantar nánast allt nema svellið. Þar má nefna yfirbyggingu yfir svellið, búningsaðstöðu, leik- mannabúr, tímavarða- og straffbúr, klukku, markatöflu og fleira. Við erum núna með kostn- aðaráætiun fyrir yfirbyggingu inni á borði hjá bæjaryfirvöldum en hofum ekki fengið nein við- brögð við henni ennþá. Það er vaxandi áhugi á íþrótt- inni í bænum en aðstöðuleysið hefur gert okkur erfitt fyrir. Síð- astliðinn vetur vorum við t.d. mjög óheppnir með veður og gekk illa að halda svellinu. Núna ætlum við að gera allt sem við getum til að halda því opnu í all- an vetur og þá náum við vonandi að halda uppi aðsókninni og rétta við reksturinn sem fór illa í fyrra.“ Svolítil harka Magnús segir að frá 1968 hafi verið haldnar bæjakeppnir í íshokký milli Akureyrar og Reykjavíkur nokkuð reglulega en þær hafi síðan lagst af þegar Reykvíkingar misstu aðstöðuna á Melavellinum. Síðan hafi íþrótt- in ekki farið hátt en nú virðist vera að rætast úr. En út á hvað gengur leikurinn? „Hann gengur fyrst og fremst út á að skora fleiri mörk en and- stæðingurinn. Tvö lið eigast við og er hvort skipað 18 leikmönn- um, þar af tveimur markvörðum. Aðeins sex leikmenn í hvoru liði eru þó inni á vellinum í einu, fimm útispilarar og einn mark- vörður. Nokkrum mönnum er skipt inn á í einu og mjög ört, svona á 40 sekúndna til 2 mfn- útna fresti. Af þessum sökum fá menn góða hvíld og geta tekið verulega á meðan þeir eru á svell- inu. Menn komast á allt að 40 km hraða á skautunum og pökkur- í kvöld: ÍBV-KA ÍBV og KA mætast í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik í kvöld. Leikurinn fer fram í Vest- mannaeyjum og hefst kl. 20. inn, sem spilað er með, getur far- ið á um 200 km hraða í skoti þannig að íþróttin byggist aug- ljóslega á hraða, snerpu og góðri skautakunnáttu." - Og svolítilli hörku? „Já, það er nokkur harka í þessu en hún er mismikil og eins og í mörgum öðrum íþróttum getur leikur verið harður án þess að vera grófur. Það er margt sem ekki er leyft, t.d. að krækja í menn með kylfunni og hreinlega berja þá en líkamleg samstuð eru leyfileg svo framarlega sem ekki er farið aftan í menn af ásetningi. Vissulega fer þetta oft út í svo- litla hörku en ég held að flestir hafi svolítið villandi mynd af þessu. Sennilega stafar það af því að það litla sem sýnt hefur verið af íshokký í sjónvarpinu er ein- mitt frá slagsmálum en ekki spili.“ - Hvaða möguleika á fullorð- inn maður sem aldrei hefur stigið á skauta á að verða sæmifegur í íshokký? „Það er auðvitað alveg ljóst að hann á ekki sömu möguleika og maður sem hefur verið á skautum síðan hann var 5 ára. Hann þyrfti a.m.k. að hafa einstaka hæfileika til þess. Menn geta hins vegar orðið alveg slarkfærir, kannski á svona þremur árum. Þetta fer auðvitað eftir líkamlegu ásigkomulagi og fleiru. Þetta er bara eins og með flestar aðrar íþróttagreinar, eftir því sem þú byrjar fyrr því meiri möguleika hefur þú á að ná árangri. Það má kannski í þessu sambandi minna á byrjendatímana okkar á mánu- dögum og miðvikudögum kl. 18. Þar geta menn kynnst íshokký eða hreinlega lært á skautum." Erlendur þjálfari væntanlegur Magnús er sjálfur gamall í hett- unni, byrjaði sem strákur að stunda skauta á malarvellinum fyrir neðan Akureyrarvöll og fór að spila með íshokkýliðinu 16-17 ára gamall. Hann spilar þó ekki þessa dagana þar sem hann sleit hásin í tennis í vor. Þess í stað sér hann um þjálfun liðsins ásamt Héðni Björnssyni. Héðinn dvaldi um tíma út í Svíþjóð og æfði með liði frá Norköpping og Magnús æfði um tíma með liði í Dan- mörku. Þá hafa þeir einnig lesið sér til um þjálfun. „Við eigum von á erlendum þjálfara 16. desembersem verður lijá okkur fram í janúar og kemur á uppskeruhátíð Völsungs Á uppskcruhátíð íþróttafé- lagsins Völsungs sem haldin var nýlega á Húsavík hlutu eftirtaldir aðilar viðurkenning- ar: 7. flokkur. Arnór Sigmarsson efnilegasti leikmaður. Pálmi Pálmason prúðasti leikmaður. Sigmundur Jósteinsson besti leikmaður. 6. flokkur. Birkir Vagn Ómarsson efnileg- asti leikmaður. Hörður Sigurgeirsson prúðasti leikmaður. Gunnar Jónsson besti leikmaður. 5. flokkur. Ómar Þorgeirsson efnilegasti leikmaður. Aðalsteinn Sigurkarlsson prúð- asti leikmaður. Baldur Aðalsteinsson besti leikmaður. 4. flokkur. Arngrímur Arnarson efnilegasti leikmaður. Magnús Þór Þorvaldsson prúð- asti leikmaður. Dagur Sveinn Dagbjartsson besti leikmaður. Yngri flokkar Völsungs náðu góðum árangri í sumar og kom- ust tveir flokkar í úrslit Islands- mótsins, 6. flokkur og 4. flokkur. En 5. flokkur vann KÞ-mótið sem haldið var í fyrsta sinn í sum- ar á Húsavík, alls tóku 12 lið þátt í mótinu. IM Magnús þjálfari útskýrir hér leyndardónia næstu æfingar. Mvndir: JHB „íþróttin byggist á hraða, snerpu og góðri skautakunnáttu.“ svo aftur um mánaðamótin febrúar-mars og verður hjá okk- ur í þrjár vikur. Þetta er finnskur þjálfari sem hefur spilað með ýmsum liðum á Norðurlöndum, í Austurríki og Ástralíu. Hann var markahæstur í norsku úrvals- deildinni fyrir fjórum árum en spilar núna með íshokkýfélagi í Danmörku. Það er geysilega mikilvægt að fá svona mann til okkar. Við höfum ekki haft þjálf- ara síðan 1980 en þá fengum við sænskan þjálfara sem var hérna í 3-4 vikur og lærðum mjög mikið af honum. Maður getur ekki ver- ið að kenna sjálfum sér endalaust og það er ekki spurning um að þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur. Við vorum á tímabili að láta okkur dreyma um að hafa hann hér í allan vetur en sáum því miður ekki að það væri fjár- hagslegur grundvöllur fyrir því.“ Ágætir möguleikar á sigri í mótinu íslandsmótið sem hefst um helg- ina verður það fyrsta þar sem þátttökuliðin eru fleiri en tvö. Liðin sem leiða saman hesta sína eru SA, SR og Björninn í Reykjavík. „Við vonumst til að mótið verði lyftistöng fyrir íþróttina og við náum með því að vekja ein- hverja athygli. Það er ein höfuð- ástæðan fyrir því að farið er út í þetta. Við teljum okkur eiga ágæta möguleika á sigri enda höfum við yfirleitt haft undirtökin þrátt fyrir að Reykvíkingar hafi oit staðið í okkur. SR mætir reyndar til leiks með tvo Rússa úr sendiráðinu í Reykjavík, annar þeirra hefur spilað með þeim lengi og er þokkalegur en nú er þeir búnir að fá annan sem spilaði með 1. deildarliði í Moskvu á árum áður. Björninn er ungt félag sem hefur tvo Bandaríkjamenn af „vellinum“ í sínum röðum en við óttumst þá ekki sérstaklega. Önnur umferð á íslandsmóti 3. flokks í handknattleik fór fram um síðustu helgi. Þórsarar féllu úr 1. deild en KA-menn komust hins vegar upp úr 2. deild. Þórsarar áttu sæti í 1. deild ásamt fjórum öðrum liðum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að grafa upp úrslit úr leikjum liðsins en þó er vitað að það gerði Þessi tvö lið spiluðu æfingaleik fyrir skömmu og SR vann þann leik 12:2. Það má því búast við að baráttan veröi á milli okkar og SR. Annars getur allt gerst, menn eru taugaspenntir því leik- reynslan er af eðlilegum ástæðum ekki mikil. Þá er ekki nóg að hafa betri skautakunnáttu því það verður að skora mörk og það get- ur vafist fyrir mönnum. En það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn. Við lofum skemmti- legum leik á laugardaginn og vonumst til að fylla áhorfenda- stúkuna okkar sem er nú reyndar ekki mjög stór.“ jafntefli við Val en tapaði hinum leikjunum þremur. Þór hlaut því eitt stig og féll í 2. deild. KA-menn léku í b-riðli 2. deildar. Þeir gerðu jafntefli við Víking, 17:17, en sigruðu Gróttu 21:16, HK 22:16 og Fram 22:15. Þeir hlutu 7 stig eins og Víkfngar en voru með mun betra marka- hlutfall og eiga því sæti í 1. deild í næstu umferð. Leikmenn verðlaunaðir Handknattleikur, 3. ílokkur: Þór niðnr - KA upp

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.