Dagur - 27.11.1991, Blaðsíða 1

Dagur - 27.11.1991, Blaðsíða 1
74. árgangur Akureyri, miðvikudagur 27. nóvember 1991 226. töliiblað Vel í fö | klæddur •turn frá ukrnharot lenrabudin T | HAFNARSTRÆTI92 602 AKUREYRI SÍMI96-26708 BOX 397 Það getur verið þreytandi þegar blikkbeljurnar fara fyrirvaralaust í „verkfall“. Þessi bíll valdi fremur óheppilegan stað, á mótum Hafnarstrætis og Kaupvangsstrætis á Akureyri, til þess að „fara í frí“. Mynd: Golli Viðræður um nýjan aðalkjarasamning: Vilji til að semja fyrir áramót - segir framkvæmdastjóri VMSS í vikunni var fyrsti fundur undir- nefnda aðila vinnumarkaðar- ins, sem munu fara í saumana á fjórum þáttum til undirbún- ings að gerð nýs aðalkjara- samnings. Nefndirnar fjalla um vexti og skatta, fjárlögin, atvinnumál og þjónustugjöld. Ætlunin er að nefndirnar Ijúki sinni vinnu fyrir lok næstu viku. í hverri nefnd eiga sæti þrír fulltrúar Alþýðusambandsins, einn frá Vinnuveitendasamband- inu og einn frá Vinnumálasam- bandi samvinnufélaganna. Hjörtur Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Vinnumálasam- bandsins, segir að menn séu sam- mála um að það sé lífsspursmál að Margra ára tap Slippstöðvarinnar hefur gengið verulega á eigið fé fyrirtækisins: ná niður vöxtunum og gera verði þá kröfu að ríkið hækki ekki þjón- ustugjöld. Hjörtur sagði að töluverður þrýstingur væri orðinn á gerð nýs aðalkjarasamnings fyrir áramót. „Ég taldi að ekki yrði samið fyrr en seint í janúar, en nú virðist mér vera ákveðin stemmning fyr- ir því að Ijúka þessu fyrir áramót. Það er enginn vandi að semja ef menn ætla sér það,“ segir Hjörtur. óþh Átak hf. á Sauðárkróki: Góð viðbrögð fyrirtækja Leitað til eigenda um leiðir til endurfjármögnunar - samvinna höfð við Landsbankann um sölu á hlutabréfum í ÚA Endurfjármögnun Slippstöðv- arinnar hf. á Akureyri stendur nú fyrir dyrum. Fyrirsjáanlegt er um 170 miiljóna króna tap á þessu ári sem að stærstum hluta á skýringar í því tapi sem stöðin verður fyrir af nýsmíða- verkefnum þeim sem hún hef- ur verið með síðustu ár. Hlut- hafar í stöðinni hafa nú til skoðupar leiðir til endurfjár- mögnunar á fyrirtækinu sem nauðsynleg er þar sem gengið hefur verulega á eigið fé stöðv- arinnar á síðustu árum. Þá hef- ur stjórn Slippstöðvarinnar tekið ákvörðun um að selja hlut hennar í Útgerðarfélagi Akureyringa og létta með því skuldabyrði fyrirtækisins en í dag er markaðsverð þessara Hvammstangi: Undirbúningur atvinnuþróunarfélags Undirbúningsnefnd sem unnið hefur að könnun á grundvelli fyrir stofnun atvinnuþróunar- félags í V.-Hún. fundaði á Hvammstanga sl. mánudag. Akveðið var að boða til undir- búningsstofnfundar miðviku- daginn þann 4. des. Að sögn Bjarna Þórs Einars- sonar, sveitarstjóra og eins nefndarmanna, hafa komið jákvæð svör frá fyrirtækjum á svæðinu varðandi þátttöku í félaginu. „Það eina sem hefur tafið okk- ur dálítið er að Byggðastofnun treysti sér ekki til að segja hvað hún gæti gert, á þeirri forsendu Blönduós: Sex íýrirspurair um þjónustuna Blönduósbær auglýsti fyrir nokkru eftir aðilum sem gætu hugsað sér að setja upp þjón- ustufyrirtæki á Blönduósi. Auglýst var sérstaklega eftir tækni-og verkfræðiþjónustu og bókhaldsþjónustu. Fyrirspurn- ir eru farnar að berast til bæjaryfirvalda. „Búið er að leggja inn einar sex fyrirspurnir og væntanlega munu hefjast viðræður við þá aðila fljótlega,“ segir Ófeigur Gestsson, bæjarstjóri á Blöndu- ósi. Að sögn Ófeigs eru þeir sex aðilar sem lagt hafa inn fyrir- spurnir bæði af tækni- og bók- haldssviðinu og bæði frá höfuð- borgarsvæðinu og landsbyggð- inni. Hann segist ekki vita nákvæmlega hvernig ferillinn verði, en reikna megi með að rætt verði við þá aðila á Blöndu- ósi sem gætu komið til með að notfæra sér þessa þjónustu sam- hliða viðræðum við hina áhuga- sömu þjónustuaðila. SBG að ekki er búið að samþykkja fjárlög. Við vitum samt að þar á bæ eru menn tilbúnir til að taka þátt í þessu og það nákvæmlega á þann hátt sem við stillum dæminu upp,“ segir Bjarni Þór. Bjarni segir að reiknað sé með að á fundinum þann fjórða verði ákveðið að stofna félagið, en síð- an gefist verðandi hluthöfum ein- hver tími til að skrifa sig fyrir hlutafé. Búið er að semja upp- kast að stofnsamningi og sam- þykktum fyrir félagið og verður það Jagt fyrir fundarmenn að sögn Bjarna, en félagið á að taka við af Átaksverkefni V.-Hún. sem lýkur um næstu áramót. SBG Leikfélag Skagastrandar: Árni Blandon leikstýrir „Það hefur verið deyfð yfir þessu hjá okkur undanfarið og t.d. var ekkert sett upp í fyrra,“ segir Steindór Haralds- son, varaformaður Leikfélags Skagastrandar, en ætlunin hjá félaginu er að setja upp söng- leik eftir áramótin. Leikfélagið er búið að ráða Árna Blandon sem leikstjóra, en að sögn Steindórs er ekki alveg búið að koma sér saman um hvert verkefnið verði, þó sé ljóst að það verði eitthvert söngverk. Steindór segir að karlleikara vanti tilfinnanlega í félagið. Að sögn Steindórs var búið að skipuleggja leiknámskeið hjá félaginu um síðustu helgi og búið að fá Þráin Karlsson, leikara, til að leiðbeina. Á leiðinni til Skagastrandar lenti hann út af og rifbeinsbrotnaði svo ekkert varð af námskeiðinu. „Við erum ákveðin í að byrja upp úr tíunda janúar að æfa, en hvert stykkið verður, kemur bara í ljós,“ segir Steindór. SBG hlutabréfa rúmar 100 milljónir króna. Slippstöðin hefur tapað um- talsverðum fjármunum á smíði nýsmíðaskipsins B-70 sem og smíði Þórunnar Sveinsdóttur VE. Tapið á B-70 nemur í heild um 180 milljónuin króna en þar er um að ræða tap á síðustu þremur árum sem afskrifað er í ár. Sem kunnugt er var B-70 selt til Vestmannaeyja fyrr í haust og skömmu síðar tók stjórn Slipp- stöðvarinar ákvörðun um fækkun starfsmanna um 30%. í fram- haldi af þessari aðgerð var unnin skýrsla til hluthafa Slippstöðvar- innar um endurfjármögnun fyrir- tækins. „Nú þarf að endurfjármagna stöðina og byggja hana upp með breyttum áherslum. Nú ætla menn ekki að leggja áherslu á nýsmíðar enda er búið að sýna sig að við höfum stórtapað á þeim nýsmíðaverkum sem við höfum verið með undanfarið. Þess vegna einbeita menn sér nú að viðgerðarverkefnum og því ákváðum við að fækka starfs- mönnum sem nam þeim fjölda sem þurfti í nýsmíðarnar," segir Hólmsteinn Hólmsteinsson, stjórnarformaður Slippstöðvar- innar. Stærstu hluthafar í Slippstöð- inni eru ríkissjóður og Akureyr- arbær. Hólmsteinn segir að hlut- hafarnir skoði nú gögn um stöðu fyrirtækisins og síðan muni stjórnarmenn ræða við þá um hvað gera skuli því Slippstöðin þurfi á endurfjármögnun að halda. Aðspurður segir hann of snemmt að segja til um hve lang- an tíma hluthafar taki sér til að skoða leiðir í endurfjármögnun stöðvarinnar en því fyrr sem niðurstaða liggi fyrir, því betra. Hólmsteinn segir að hlutabréf- in í ÚA verði seld ef viðunandi verð fæst fyrir þessi bréf. Hann segir að samvinna verði höfð við Landsbankann um þessa sölu en þessum fjármunum verði varið til að létta skuldum af stöðinni. JÓH „Okkur hafa borist nokkrar fyrirspurnir frá stærri sem smærri fyrirtækjum. Lítið er samt hægt segja um málið að svo stöddu, annað en við- brögðin eru góð og við munum að öllum líkindum auglýsa fljótlega aftur,“ segir Jón Asmundsson, starfsmaður Átaks hf. Átak hf., átaksverkefnið á Sauðárkróki, auglýsti fyrir nokkru eftir fyrirtækjum sem hefðu áhuga á að selja, leigja eða flytja starfsemi sína til Sauðár- króks. Jón segir að fyrirspurnir hafi borist frá fyrirtækjum með hugmyndir um að flytja starfsemi sína sem og söluhugmyndir. Hann segir að lítið sé samt farið að vinna í málinu enda þarna á ferðinni hlutir sem gerast ekki einn, tveir og þrír. „Þetta eru hlutir sem verður að skoða mjög nákvæmlega og sér- staklega suma þessara mögu- leika. Því má reikna með tölu- verðum tíma þangað til eitthvað fer aö komast af stað, en þó gæti verið að eitt þessara atriða dytti inn innan tíðar,“ segir Jón. SBG Hótel Húsavík: Nýr hótel- stjóri ráðinn Benedikta Sigríður Steingríms- dóttir hefur verið ráðin hótel- stjóri á Hótel Húsavík, í stað Fjólu Stefánsdóttur sem sagt hefur starfi sínu lausu frá nk. áramótum. Ráðning Benediktu var ákveð- in á fundi stjórnar hótelsins sl. sunnudag og mun hún taka við stöðunni í febrúar á næsta ári. Benedikta flytur frá Hvolsvelli til Húsavíkur, ásamt eiginmanni og tveimur börnum. Hún er upp- alin á Húsavík og starfaði þar sem launafulltrúi á sjúkrahúsinu á árum áður. Á undanförnum árum hefur hún m.a. starfað við stjórnunarstörf, að sögn Brynjars Sigtryggssonar, stjórnarformanns Hótels Húsavíkur. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.