Dagur - 16.04.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 16.04.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 16. apríl 1992 Fréttir Mjólkursamlag Kaupfélags Eyfirðinga: Um 9,3% samdráttur í framleiðslu mjólkur á samlagssvæðinu á síðasta ári - aðeins búist Mjólkursamlag Kaupfélags Eyfirðinga tók á móti 20,4 milljónum lítra mjólkur á árinu 1991. Er það 5,34% minna magn en lagt var inn hjá samlaginu á árinu áður en þá var tekið á móti samtals 21,5 milljónum lítra mjólkur. Sam- drátturinn í framleiðslu mjólk- ur á árinu 1991 er því svipaður þeirri aukningu sem varð árið á undan. Um 375,7 þúsund lítrar voru lagðir inn hjá Mjólkursamlagi Kaupfélags Eyfirðinga utan fullvirðisréttar á verðlagsárinu 1990 til 1991. Ekki reyndist unnt að greiða fyrir þá mjólk og raunar vant- aði 13 krónur á hvern lítra til að fá vinnslukostnað þessarar umframmjólkur greiddan að fuUu. Þessar upplýsingar koma fram í ársskýrslu Kaupfélags Eyfirðinga sem kom út í tengslum við aðalfund félags- ins í síðustu viku. Nokkur samdráttur varð í sölu nýmjólkur á árinu 1991 en aukin sala á Iéttmjólk og undanrennu náði að vega að verulegu leyti á móti þeim samdrætti. Sömu vör- ur voru að mestu leyti unnar úr mjólkinni og árið áður þótt alltaf verði einhverjar breytingar á milli einstakra vörutegunda. Sala á smjörva dróst saman í fyrsta skipti frá því framleiðsla á hon- um var hafin og varð því að leggja aukna áherslu á fram- leiðslu smjörs en annars hefði orðið. Hluti þess vanda er til kominn vegna þess að mjólkur- samlögin á Blönduósi og Sauðár- króki hófu framleiðslu á smjörva en Mjólkursamlag Kaupfélags Eyfirðinga hafði áður keypt rjómann af þessum samlögum. við um 19 milljónum lítra á þessu ári í árskýrslu Kaupfélags Eyfirð- inga segir að rekstur Mjólkur- samlagsins hafi verið viðunandi á árinu þrátt fyrir meiri erfiðleika í rekstri en árið 1990. Aðalástæður þess sé að mun minna mjólkur- magn hafi borist til vinnslu en árið áður. Búist hafði verið við ákveðnum samdrætti vegna þess að leyfð hafði verið tilfærsla á 15% af fullvirðisrétti til fram- leiðslu mjólkur árið áður, sem margir bændur hafi nýtt sér og var sú aukning að fullu komin fram. í ársskýrslunni er einnig bent á að enn sé útlit fyrir sam- drátt í mjólkurframleiðslunni og látið að því liggja að einungis um 19 milljónir lítra muni berast til vinnslu í Mjólkursamlagi Kaup- félags Eyfirðinga á yfirstandandi ári. Millj. Itr. Innvegin mjólk 1987-1991 1987 1988 1989 1990 1991 Þungt í Mtrúum aðalfundar KÞ vegna ákvarðana bæjaryfirvalda á Húsavík: „Kaupfélagið ætti að njóta vinsælda bæjarins - sagði Óskar Sigtryggsson Kaupfélag Þingeyinga hefur sótt um leyfi til viðbyggingar við aðalverslunarhús kaupfé- lagsins að Garðarsbraut 5. Yiðbyggingin er fyrirhuguð til stækkunar á Matbæ, matvöru- verslun kaupfélagsins en um er að ræða límtrésbyggingu á steyptum sökklum. Erindi kaupfélagsins var hafnað með atkvæðagreiðslu í bygginga- nefnd, en á fundi bæjarstjórn- ar í síðustu viku var málið sent bygginganefnd aftur til endur- skoðunar. Á aðalfundi Kaupfélags Þing- eyinga sl. laugardag lágu frammi þær teikningar sem fyrir bygg- inganefnd höfðu verið lagðar. Mjög brýnt er talið fyrir verslun- ina að fá heimild til stækkunar húsnæðis síns. Nokkrir aðalfund- arfulltrúar tjáðu sig um mál þetta og virtust undrandi á tregðu bæjaryfirvalda til byggingaleyfis- ins. Óskar Sigtryggsson frá Reykjarhóli sagðist að vísu kunna vel við þrengslin í Matbæ og vísaði til ummæla Benedikts frá Auðnum áratugum fyrr um Sumardekkin undir fyrir 15. apríl: Flestir æfla að bíða með að skipta fram yfír páska Nokkuð er um að bifreiðaeig- endur séu farnir að setja sumarhljóbarða undir bíla sína en samkvæmt reglugerð eiga vetrardekk að vera farin undan bflum 15. aprfl. Flestir virðast þó ætla að bíða framyfir páska með að skipta yfir á sumar- dekkin og á landlæg trú á páskahret ugglaust einhvern þátt í því. Á þeim hjólbarðaverskstæðum sem samband var haft við í gær fengust þær upplýsingar að nokk- uð væri um að bíleigendur væri farnir að skipta um dekk. Eink- um hefði þess orðið vart á tveim- ur síðustu dögum. Forsvarsmenn hjólbarðaverkstæðanna kváðust þó ekki búast við stóru törninni fyrr en eftir páska - margir teldu tryggara að hafa vetrardekkin undir þar til að þeim loknum. Að sögn hjólbarðaviðgerðamanna, sem talað var við, eru vetrardekk mjög illa farin eftir snjólausan vetur og í sumum tilfellum sé skynsamlegt að draga naglana úr dekkjunum og slíta þeim í sumarakstri. í»I „blessuð þrengslin" þegar ös var í gömlu Söludeild. Óskar sagði að hugmyndin að viðbyggingunni gæti minnt á seðlabankabygging- una og Húsvíkingar hefðu greini- lega ekki sama smekk á bygg- ingalist og Reykvíkingar því eng- in rök bygginganefndar hefði hann heyrt á móti viðbygging- unni nema að hún þætti ljót. Sagði Óskar að sér fyndist að kaupfélagið ætti að njóta vin- sælda bæjaryfirvalda á Húsavík því að þar hefði ýmislegt verið framkvæmt á vegum KÞ sem gera hefði mátt annars staðar. Óskar lýsti einnig furðu sinni á kaupum bæjarsjóðs á hlutabréf- um í matvöruversluninni Kjara- bót hf., samkeppnisaðilaMatbæj- ar, sem gerð voru til fyrirgreiðslu á skuldaskilum einstaklings við Bæjarstjórn Akureyrar: Dalvfldngum og Ólafs firðingum heimilt að urða sorp á Glerárdal Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar sl. þriðjudag var sam- þykkt að heimila Olafsfirðing- um og Dalvíkingum að urða sorp frá þessum bæjum á sorp- haugum Akureyrarbæjar á Glerárdal og var yfirverkfræð- ingi Akureyrarbæjar falið að ganga frá samningum við sveit- arfélögin um urðunina. Fram kom í máli bæjarfulltrúa það álit að sorpurðun á Glerárdal væri aðeins skammtímalausn og sorpeyðingu á Eyjafjarðarsvæð- inu yrði að finna annan farveg en urðun áður en langt um liði. Á bæjarráðsfundi 9. apríl sl. lögðu Þórarinn E. Sveinsson (B) og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir (B) fram eftirfarandi bókun vegna þessa máls: „Eins og málum er háttað er ekki annað hægt en að verða við beiðni nágrannasveitar- félaganna um urðun sorps á Gler- árdal. Nauðsynlegt er þó að finna aðra framtíðarlausn á sorpmálum í Eyjafirði en urðun á útivistar- svæði ofan stærsta þéttbýliskjarn- ans. Urðun sorps á Glerárdal er ófullnægjandi lausn og verða sveitarfélögin við Eyjafjörð að sameinast um fullnægjandi fram- tíðarlausn sorpmála. Þessu erindi er sérstaklega beint til héraðs- nefndar Eyjafjarðar. Því fyrr sem urðun sorps á Glerárdal linnir því betra.“ Á fundi bæjarstjórnar sl. þriðju- dag tók Heimir Ingimarsson (G) undir það sjónarmið að hér væri ekki um framtíðarlausn að ræða og í sama streng tók Gísli Bragi Hjartarson (A). óþh Grásleppuvertíðin á Siglufirði „Þetta er lélegt“ „Fimmtán bátar eru gerðir út á grásleppu frá Siglufirði og Ný verslun Rúmfatalagersins á Akureyri: Framkvæmdir hefjast eftir páska Nú er Ijóst að Járntækni hf. á Akureyri mun selja Rúmfata- lagernum hf. húsgrunn sinn að Norðurtanga 3 á Akureyri og verður þar reist 1100 fermetra verslunarhús á næstu mánuð- um. Járntækni mun hafa umsjón með byggingarfram- kvæmdum fyrir Rúmfatalager- inn en samkvæmt upphafleg- um hugmyndum var gert ráð fyrir að nýja verslunin yrði opnuð í haust. Nú eru reknar hér á landi þrjár verslanir undir merkjum Rúm- fatalagersins. Sama hlutafélagið er að baki þessum verslunum og það er þetta hlutafélag sem kaup- ir húsgrunninn af Járntækni. Jógvan Purkhus, verslunar- stjóri Rúmfatalagersins á Óseyri 4 á Akureyri, segir að nýja hús- næðið verði nokkru stærra en það sem verslunin er nú í. Aðstaða verði betri fyrir starfsfólk auk þess sem lageraðstaða verður mun meiri og betri. Jógvan segist reikna með að framkvæmdir hefjist fljótlega eftir páska en á þessari stundu er ekki ljóst hve- nær nýja verslunin verður opnuð þar sem nokkur bið hefur verið á málinu meðan beðið var leyfis frá bæjaryfirvöldum. JÓH veiðin hefur verið treg það sem af er,“ segir Hilmar Þór Zophaníasson, skipstjóri á Víkurbergi SK 72. Sjómenn á Siglufirði fóru til grásleppuveiða strax og leyfilegl var, þ.e. 20. mars. Veiðarnar hafa farið rólega af stað og djúpt stendur á grásleppunni enn sem komið er. „Við áttum von á að hún kæmi í einhverju magni með síðasta straum, en svo var ekki. Þetta er allt á sama róli og í fyrra, en þá var veiðin fremur léleg. Við á Víkurbergi erum með 150 net í sjó og erum búnir að fá 16 tunnur. Sömu sögu er að segja af öðrum grásleppukörlum á Siglu- firði. Þetta er lélegt,“ sagði skip- stjórinn á Víkurbergi. ój bæinn. Nokkrir fundarmanna tóku í sama streng og fannst KÞ eiga skylda meiri velvild bæjar- yfirvalda. Bjarni Aðalgeirsson, bæjarfulltrúi svaraði fundar- mönnum og sagði að þarna væri um tvö aðskyld mál að ræða og bæjaryfirvöld vildu gæta hags- muna kaupfélagsins rétt eins vel og annarra aðila í bæjarfélaginu. IM Ákureyri: Afgreiðslu erindaum byggingamál verði hraðað Bæjarstjóm Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum sl. þriðjudag heimild til bygg- ingafulltrúa bæjarins að breyta skipan á afgreiðslu erinda, sem berast bygg- inganefnd til umfjöllunar. I bréfi sem byggingafulltrúi sendi bæjarráði dagsett 9. apríl sl. kom fram það álit hans að hraða mætti afgreiðslu fjölda mála og fækka fundum í bygg- inganefnd. í þessu felst að f stað þess að öll mál fari fyrir bygginganefnd, þá geti embætti byggingafulltrúa afgreitt minniháttar mál. óþh Hlíðarfjall: Flugleiðatrimm á páskadag Flugleiðatrimm á gönguskíð- um fer fram á páskadag. Gangan hefst við Strýtu í Hlíðarfjalli kl. 14.00 og end- ar við efra gönguhúsið. Gengnir verða 3 og 5 km og fer skráning fram við Strýtu kl. 13.30 á páskadag. Engin aldursskipting er í Flugleiðatrimminu og heldur engin kynjaskipting. Veitt verða vcrðlaun fyrir þrjú efstu sætin í 3ja km göngunni og einnig verður dregið úr núm- erum þátttakenda og eru verð- launin flugferð á flugleiðinni Ak-Rvk-Ak. Slíkt fyrirkomu- lag verður einnig í 5 km göng- unni. Þá verður einnig dregið úr númerum allra keppenda og eru verðlaunin flugmiði til Evrópu. Þátttakendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að kom- ast upp að Strýtu, því hægt verður að nota skíðalyftuna. -KK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.