Dagur - 16.04.1992, Blaðsíða 12

Dagur - 16.04.1992, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Fimmtudagur 16. apríl 1992 Það eru ekki margir sem reyna það að verja meira en hálfrar aldar starfsævi hjá sama fyrirtækinu. Og það eru færri fyrirtækin sem ná yflrleitt 50 ára aldri. Hvað þá að þau verði 60 ára og ráði til sín starfsmann sem hálfri Söludeild en þar var hann ekki lengi, verið var að byggja Hrunabúð, útibú í suðurbæn- um og þangað var Jónas lánaður í nokkra daga til að aðstoða Sólveigu Ingimundar- dóttur sem vera átti útibússtjóri. Dagarnir urðu að átta árum, en 1950 var nýtt aðal- verslunarhús kaupfélagsins opnað og þar tók Jónas við deiídarstjórastöðu í járn- og glervörudeild. öld síðar á eftir að halda upp á 50 ára starfsafmæli sitt. Þetta mun Kaupfélag Þingey- inga hafa gert fyrst íslenskra fyrirtækja. Fyrsti starfsmaðurinn sem á 50 ára starfsafmæli eftir að hafa ráðið sig til KÞ þegar fyrirtækið var komið á sjötugsaldurinn, er Jónas Fgilsson. Mikið keypt af exporti „Verslunin var tvískipt og Haukur Jónsson var deildarstjóri í matvörudeild. Þetta var stór búð og það var gaman að taka við þarna. Vöruúrval var aukið og fólki fjölgað frá því sem var í Sölku. Ég kynntist þarna mörgum ágætum viðskiptavinum sem ég átti að kunningjum og vinum. Þarna komu ógleymanlegir persónuleikar. Ég hugsa stundum um hvað mikill mis- munur er á vöruflokkunum sem voru afgreiddir þá og nú. Á þessum árum var allt bakað heima og við afgreiddum mikið af hjartasalti og geri. Það var mikið keypt af exporti, kaffibæti, sem ég held að þekkist ekki í dag. Öll matvara var í lausri vigt og Verslunarhættir voru þannig að margir komu ekki í kaupstað nema 3-4 sinnum á ári, en þetta breyttist síðan mikið á stuttum tíma.“ Skilvinda hægði á jólasveinunum „Við þurftum að stilla út í búðargluggana, þeir voru stórir og þetta var oft mikið verk og mikil vinna í það lög. Þá tíðkaðist ekki að greiða yfirvinnu svo þetta var oft sjálf- boðavinna dálítið langt fram á kvöldið. Við lögðum sérstaklega mikið á okkur við að skreyta gluggana fyrir jólin. Ég útbjó jólasveina sem gengu á reim, það var málað svið á bakvið þá, en reimin gekk á hjólum á sitt hvorum endanum. Þetta var drifið með rafmótor, en til að hægja á kraftinum notuð- um við skilvindu. Jólasveinarnir komu úr stokk undan fjöllum sem við bjuggum til og svo gengu þeir inn í berg um dyr sem við útbjuggum. Þetta vakti mikla athygli. Síðar útbjó ég spor með olíubíl, bíllinn gekk frá tanka og ók inn í port. Mér er minnisstætt að ég sá ókunnugan mann standa lengi við gluggann að vorlagi og seinna kom hann aftur og stóð og fylgdist segir Jónas Egilsson, deildarstjóri sem hefur starfað hjá Kaupfélagi Þingeyinga í 50 ár Gamla konan kom í dyrnar í þann mund sem slangan gaf sig - Jónas lítur eftir slöngunum á bensín- afgreiðslu Naustagils og iinnst nóg að þurfa að róa eina olíubaðaða konu á starfsæfinni. Dagur greindi frá starfsafmæli Jónasar sem var 1. apríl sl. en fannst þá ekki úr vegi að ræða aðeins nánar við manninn sem tollir hjá sama vinnuveitanda í 50 ár. Manninn sem í fyrra hélt upp á hundrað ára afmæli litla hússins síns á Búðarárbökkum, en þar hefur hann búið hátt í hálfa öld ásamt konu sinni, kaupfélagsstjóradótturinni, Huldu Þórahallsdóttur og sex börn þeirra vaxið úr grasi. Manninn sem hefur starfað drjúgt að félagsmálum en hefur einnig áhuga á lax- veiðum, rjúpnaveiðum og hestamennsku, hefur sterkar taugar til umhverfisins og yndi af að skreppa á jeppanum á kvöldin til að líta á haustlitina, eða fylgjast með fuglalíf- inu á vorin. Mann sem virðist lifa sáttur við sjálfa sig og aðra og una glaður við sitt, nokkuð sem öllum er ekki lagið á okkar tfð. Jónas er fæddur að Hraunkoti í Aðaldal 17. ágúst 1923. Foreldrar hans voru Sigfríður Kristinsdóttir og Egill Jónasson, hinn landskunni nagyrðingur. Þau fluttust til Húsavíkur með Jónas ársgamlan. Hann seg- ist hafa miklar taugar til Aðaldalsins því þar hafi hann verið í sveit á sumrin í Hraunkoti og Árbót, auk þess að vera eitt sinn þrjú misseri samfleytt í Árbót er erfiðleikar vegna veikinda voru á heimili hans. „Menn voru ekki lengi í stað á þessum árum. Mamma og pabbi fluttu fyrst í Veðramót. Síðan byggði pabbi Brimnes með Valdimar Þórarinssyni, sem var seinni maður ömmu minnar. Þar áttum við heima í allnokkur ár og á Völlum áttum við heima að minnsta kosti tvisvar sinnum, og að minnsta kosti tvisvar sinnum í Snælandi. En síðan innrétt- aði pabbi það sem hann kallaði Undir- heima, í kjallara verslunarhúss Bjarna Benediktssonar. Það var 1932 sem pabbi fór á Kristneshæli og þá var ég í Árbót á meðan. Það var ágætt. Að vísu komu þar fáir og ég var þar einn með þremur fullorðnum manneskjum. Mér leiddist, þó ég hafi kannski ekki skælt af leiðindum alla dagana. Ég mannaðist við þetta og varð sjálfsiæðari. Ég gekk í Barnaskóla Húsavíkur og síðan í Unglingaskóla Benedikts Björnssonar. Auðvitað fór ég að vinna strax og ég gat og 16 ára gamall hóf ég störf í verslun. Það var hjá Einari Guðjónssen í skó- og fatabúð, þar sem Veitingastaðurinn Bakkinn er í dag. Þar, og í Guðjónsensbúðinni, vann ég í tvö og hálft ár, og ég hef líklega verið sein- asti búðarmaðurinn hjá Guðjónsen sem tók á móti fiski og spilaði upp, eins og það var kallað. Notað var rafmagnspil til að spila upp vagna, þeir gengu á teinum sem lágu fremst fram á bryggju og upp bakkann við verslunarhúsin.“ Gat skrifað nótur „Það er svolítið gaman að hafa lifað þá tíma er þessi vinnubrögð voru notuð. Ég byrjaði að vinna í sláturhúsi Guðjónsens, en eftir nokkra daga komust menn að því að ég gat skrifað nótur og í framhaldi af því var mér boðið starf í búðinni. Sá háttur var á hafður að bjalla var í búðinni sem hringdi þegar viðskiptavinir komu inn. Ég vann á skrif- stofunni í næsta húsi og hljóp svo í búðina til að afgreiða þegar bjallan hringdi. Þarna var komin miðstöð sem þurfti að kynda og kveikja upp í flesta morgna. í gömlu Guðjónsenbúðinni þurfti að kveikja upp í ofni. Veturinn ’41, þegar Finnlands- styrjöldin geysaði, var mjög kaldur og þá var kalt að byrja á því að brjóta spýtur og kol til að kveikja upp í ofnunum, en það gerðum við Valdimar Kristinsson, móður- bróðir minn sem einnig vann hjá Guðjón- sen. Við þurftum að vera búnir að yla upp á morgnana áður en Guðjónsenarnir komu á skrifstofuna. Eftir að ég hætti hjá Guðjónsen vann ég fjóra mánuði í verslun Vernharðs Bjarna- sonar, sem hann rak þá í verslunarhúsi föð- ur síns.“ Þann 1. apríl hóf Jónas störf hjá Kaupfé- lagi Þingeyinga, grunlaus um að þar mundi hann enn vinna hálfri öld síðar. Á þessu ári, 1942, voru mikil hátíðarhöld í tilefni 60 ára afmælis kaupfélagsins. Jónas hóf störf í neðstu skúffurnar voru á hjólum, það þætti fyrirhöfn að afgreiða vörur með þessum hætti í dag. í Söludeild þurftum við að hífa allar vörur upp á loftið í höndunum með talíu, og bera þær síðan niður í búðina. með bílnum, en hann var með úrið sitt í hendinni og tók tímann af hvað bíllinn væri lengi að aka hringinn. Við lögðum verulega upp úr gluggaskreyt- ingum fyrir hátíðir og það var ekki alltaf Fimmtudagur 16. apríl 1992 - DAGUR - 13 sofið mikið fyrir jólin meðan maður var að þessu veseni.“ Olíudreifing frá Keflavík til Vopnafjarðar Með starfinu í Hrunabúð hafði Jónas verið með bensínsölu fyrir Esso frá 1947 og hann sá einnig um olíusöluumboðið frá 1950 en 1957 var það gert að sjálfstæðri deild. „Þegar olíusalan óx og við þurftum meira pláss var farið að leita eftir því hvar við gæt- um borið niður. Það voru tveir bílstjórar farnir að keyra út olíu og mikið bókhald í kring um þetta. Það var að verða mér ofviða að sjá um það allt svo ég bað Finn, sem þá var orðinn kaupfélagsstjóri, að leyfa mér að fara út með olíuna og gera þetta að sérstakri deild. Fyrst var ég líka með varahlutaþjón- ustu fyrir dráttarvélar. Fyrst vorum við í norðurendanum á kaupfélagshúsinu en svo var byggt ofan á gömlu kembivélahúsin, þar sem við erum enn í dag. Ég held að við hefðum aldrei fengið að byggja ofan á þessi gömlu hús nema fyrir það að Friðgeir Axfjörð var byggingafulltrúi. Margir héldu að þetta væri ónýtur kjallari en Friðgeir sá að það var mesta vitleysa. Þarna fannst okkur við vera komnir í mjög góða aðstöðu en síðán er búið að byggja tvisvar sinnum við húsið. í dag er hér olíusala, bensínafgreiðsla og skyndibita- staður. Fjórir olíubílar eru í keyrslu og olíu- dreifing hjá okkur hefur náð frá Keflavík til Vopnafjarðar, eins og ég segi stundum því einu sinni sendum við bensín á tunnu til Keflavíkur, en ég man ekki lengur hvernig á því stóð. Annars er dreifingarsvæði okkar frá Ljósavatnsskarði til Vopnafjarðar.“ Aðspurður segir Jónas að aldrei hafi komist neisti í bensínið, þó stundum hafi legið nærri. Hann segir að á þeim árum þeg- ar Kyndill sá einn um olíuflutningana hafi ekki verið vaktmenn frá slökkviliði við upp- skipun, eins og er í dag. Eitt sinn hafi hann staðið upp í brúnni á tali við skipstjóra er hann sá þrjá stráka koma fram bryggjuna: „Þeir voru á þeim aldri að mér datt í hug að þeir gætu verið farnir að reykja. Það stóð heima að þegar ég kom niður á bryggjuna var einn þeirra kominn þar með vindla- kveikjara sem hann var að kveikja og slökkva á til skiptis. Við vorum að landa bensíni og það var allt mettað af bensíni þarna í kring. Þarna mátti ekki miklu muna. Það kom líka eitt sinn aðkomubílstóri til að fá bensín og þegar ég leit upp var hann að fara að kveikja sér í sígarettu í portinu hjá okkur. Sennilega hef ég ekki verið mjög blíður þá. Ég hef verið afskaplega heppinn. Þetta veltur allt á fólkinu og ég hef aldrei lent í því að vera óheppinn með fólk. Við höfum t.d. aldrei verið með vörurýrnun, sem er eitt það versta sem hægt er að lenda í af því að aldrei er hægt að vita hvað verður af því sem hverfur." Og þá sprakk slangan í gegn um tíðina kynnist maður mörgu fólki og misjöfnu. Flest fólk er gott og þægilegt, að sögn Jónasar. Hann er tregur til að segja frá spaugilegum atburðurm frá liðnum árum þó hann viðurkenni að ýmislegt hafi á dag- ana drifið í starfinu. Hann rifjar þó upp minnisstætt atvik frá þeim tíma er hús í bænum voru kynt með olíu og olíubíllinn ók á milli og bætti á tankana. Aðkeyrsla fyrir bílinn var ekki allsstaðar greið og svo hátt- aði til við eitt húsanna að maður þurfti að fara með slönguna úr sjónmáli við bílinn. Stóð einn maður við bílinn og annar við tankann, og gátu báðir skrúfað fyrir olíu- streymið. Fyrir misskilning skrúfaði aðeins sá sem var við tankann fyrir. Slöngurnar frá bílnum voru ekki alveg nýjar, og gömul kona albúin til bæjarferðar birtist í dyrum hússins í þann mund er slanga við dyrnar lét undan þrýstingnum og gusaði olíunni yfir konuna. Þetta atvik var víst ekkert spaugi- legt fyrir þá sem fyrir urðu, en allir voru sáttir eftir að Jónas hafði farið og samið við konuna um að bæta henni kápu og treyju. „Það hefur ýmislegt komið fyrir. Tvisvar sinnum kom vatnsflóð í kjallarann eftir að við fluttum í aðalverslunarhúsið. í annað skiptið var það vegna þess að maður sem sá um kyndinguna var að setja vatn á miðstöð- ina og gleymdi að skrúfa fyrir. Mikið kenndi ég í brjósti um hann. Eftir þetta atvik reyndi ég að taka upp þá þyngstu byrði sem ég hef glímt við. Það var 100 kg. kartöflumjöls- sekkur sem hafði dregið í sig vatn í flóð- inu.“ Samviskusamir og drenglyndir kaupfélagsstjórar Fólk sem frétti að starfsmaður hjá Kaupfé- lagi Þingeyinga ætti 50 ára starfsafmæli á dögunum gat ekki giskað á um hvern væri að ræða. Það hefur ekki verið búið að færa Jónas yfir í karladeildina svona í huganum, hann er nefnilega einn af þessum síungu. Hefur kaupfélagið farið svona vel með hann? „Já, kaupfélagið hefur farið vel með mig. Ég hef ekki kynnst öðru en ágætu fólki í gegn um starfið. Kaupfélagsstjórarnir hafa verið þrír. Þeir voru hver öðrum betri, en hver öðrum ólíkir. Eitt hafa þeir þó átt sam- eiginlegt, og það er samviskusemi og dreng- lyndi. Ég hef ekki kynnst öðru um dagana. Texti og myndir: Ingibjörg Magnúsdóttir. Þegar ég var hjá Guðjónsen var Einar Guðjónsen svona akkúrat maður. Hann var kröfuharður, hann var sanngjarn og þar lærði ég að gera vel, vanda mig. Tengdafað- ir minn var harður húsbóndi. Hann reifst ekki eða skammaðist, en hann var afskap- lega duglegur sjálfur og ætlaðist til mikils af öðrum. Það var alltaf hægt að fyrirgefa hon- um þó að manni fyndist hann ætlast til of mikils, af því að hann var svo duglegur sjálf- ur að auðvitað vildi maður vera að líka. Þetta er breytt í dag, nú vinnur fólk yfirleitt ekki eftirvinnu nema að fá hana greidda, en það þekktist ekki á þessum tímum. Sem dæmi um dugnað Þórhalls get ég sagt þér að langtímum saman hætti hann ekki að vinna fyrr en klukkan 10 á kvöldin. Yfir sláturtíð- ina fór hann heirn með gærukladdann og kjötkladdann og reiknaði út og skrifaði nót- ur á kvöldin.“ „Eitt rak ég mig strax á þegar ég kom í kaupfélagið og það var hvað málvöndun var þar ríkjandi, bæði í búðinni og á skrifstof- unni. Þetta var komið alveg frá Benedikt Jónssyni. Þegar nýliðar komu til starfa, eða til að leysa af, var eins gott fyrir þá að vera ekki með mikið af stafsetningarvillum í nöfnum manna, þá fengu þeir nóturnar í hausinn aftur. Þetta var mjög gott og lær- dómsríkt. Eins var með talað mál. Þetta hélst mjög lengi og enn starfa menn hjá kaupfélaginu sem tömdu sér þessa málvönd- un.“ Að breyta, bæta og laga En Jónas hefur ekki aðeins haldið tryggð við vinnuveitanda sinn. Hann hefur líka haldið tryggð við húsið sitt. Hann keypti Árholt 1957, lítið hús í jaðri skrúðgarðs Húsvíkinga. En Jónas og Hulda hafa búið í Árholti frá 1943, allan sinn búskap. Faðir hennar átti húsið en Sigtryggur afi hennar byggði það og um tíma átti tengdasonur hans, Klemens Klemensson Árholt. „Þegar við komum í Árholt var þar kola- eldavél og einn kolakyntur ofn að auki. Þessu fékk ég breytt og lét setja upp tvo olíuofna. Mesta breytingin varð þó þegar ég setti miðstöðina í húsið. Og það er búið að vinna mörg handtök í húsinu. Sigtryggur byggði húsið 1891. Hann var þurrabúðar- maður og var með nokkrar kindur en vann einnig eitthvað hjá Guðjónsen og Örum og Wulf. Húsið er byggt í svo mikilli fátækt að það var tjaldað innan með striga og ekki var gólf í húsinu heldur gengin skán. Ég sá þetta þegar ég skipti um gólf í stofunum. Klemens byggði stofu og herbergi við húsið 1912. I haust hélt fjölskyldan upp á 100 ára afmæli hússins, en hún var búin að koma fyrr um sumarið og hjálpa til við að mála. Þessi afmæiishátíð var mjög skemmtileg og við áttum þarna ágæta daga. En mér hefur oft verið legið á hálsi fyrir að eyða í það peningum og tíma að laga þetta hús og halda því við.“ Að una glaður í litlu 100 ára gömlu húsi og fimmtíu ár í starfi hjá sama fyrirtæki. Er maðurinn svona nægjusamur eða kann hann að meta það er máli skiptir í lífinu? „Kannski er ég nægjusamur. Ég var ekki alinn upp við neinar allsnægtir og snemma lærði ég að vera nýtinn. En ég átti ákaflega góða foreldra og bý að því alla ævi, því þar er grunnurinn lagður. Mér hefur liðið svo vel í þessu húsi að ég hef aldrei haft ástæðu til að fara þaðan. En ég hefði aldrei unað mér svo vel nema af því að ég á góða konu og við höfum átt barnaláni að fagna. Kannski er þetta tryggð sem maður tekur við húsið, og það er líka hægt að segja í sambandi við vinnuna að það hafi verið kjarkleysi að þora aldrei að hætta af ótta við að fá ekki neitt annað að gera. Starfið hefur verið fjölbreytt og ég hef fengið að færa mig til. Ég hef alltaf haft áhuga á að breyta, bæta og laga en ekki endilega að henda öllu frá mér til að byrja upp á nýtt. Ég er þakklátur því fólki sem ég hef unn- ið með og tel að ég hefði aldrei verið svo heppinn og laus við árekstra ef þess hefði ekki notið við.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.