Dagur - 16.04.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 16.04.1992, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 16. apríl 1992 - DAGUR - 5 Milljarður á ári Fjárfestingargleði íslendinga hefur verið með ólíkindum á síðasta áratug. íbúða- hverfi hafa sprottið upp - einkum á höfuð- borgarsvæðinu. Verslana- og skrifstofu- hallir hafa risið. Fiskeldisker hafa vaxið á ströndinni og loðdýrahús standa á hólum og melkollum til sveita. Þá má nefna bygg- ingar á borð við Kringluna í Reykjavík sem minnir einna helst á fjarlæga undraveröld þegar inn er komið. Moskulaga útsýnis- húsið kúrir á Öskjuhlíð og ekki má gleyma byggingu aldarinnar - ráðhúsi höfuðborg- arbúa. Ráðhúsið hefur þó þann kost til að bera að minna á einn mesta uppgripatíma í sögu þjóðarinnar. Hinn braggalaga bygg- ingarstíll hefur óneitanlega á sér blæ þeirr- ar húsagerðarlistar er hermenn hennar hátignar og síðar Bandaríkjamanna fluttu hingað í því „blessaða stríði" sem gerði þjóðina ríka. Og síðan hefur hún verið rík - að minnsta kosti rík af hugmyndum um á hvern hátt væri unnt að eyða peningum. En þessi upptalning dugir skammt til þess að sýna þann fjárfestingarkraft sem býr í okkar 250 þúsund manna þjóð. Ein- hverjar mestu fjárfestingar hennar á liðn- um áratug eru ekki sýnilegar á aðalleik- svæði hennar við sunnanverðan Faxafló- ann. Þær eru jafnvel ekki allar til sýnis ofan jarðar. Á síðustu tíu árum hefur Landsvirkjun fjárfest fyrir um 22 milljarða króna eða ríf- lega milljarð á hverju einasta ári. Og þær fjárfestingar eru sama marki brenndar og umframverslunarhúsnæði, fiskeldisstöðv- ar, loðdýrahús, útsýnishúsið á Öskjuhlíð og ráðhús höfuðborgarbúa. Enginn arður er af þessum fjárfestingum. Þótt virkjanir eigi að geta skilað hagnaði verður slíkt ekki að veruleika nema einhver kaupandi sé að orkunni, en enginn hefur fundist að þeirri orkuframleiðslu, sem stofnað hefur verið til á síðasta áratug. Fjárfestingar í óarðbærum orkuverum eru orðnar tvisvar sinnum hærri en þeir fjármunir er glatast hafa vegna fiskeldis og loðdýraræktar. Ef þessi leið hefði ekki ver- ið farin væri nú unnt að lækka orkukostnað heimila og fyrirtækja í landinu um milljarða og spyrja má hvort slíkt myndi veita aukið rúm til hagvaxtar. Menn geta verið vitrir eftir á og oft hefur því verið haldið fram að óhöpp hafi valdið skaðanum í fiskeldinu, loðdýraræktinni og raforkuframleiðslunni. Víst hafa orðið óhöpp en þó hafa þau einkum átt sér stað í hugsun manna. Því miður eru þau sjón- armið rík í hugum okkar íslendinga að allt- af megi afla eftirá eða „þetta reddast" eins og sagt er á vondu tungumáli. Ef meiri skynsemi og gætni væri stjórnendum og raunar íbúum laridsins eðlislæg er ekki víst að búið væri að grafa rúman milljarð á ári í tíu ár í auðnir landsins til þess að mala gull úr fallvötnunum án þess að nokkur kaupandi væri að framleiðslunni því eins og Guðbergur Bergsson, rithöf- undur komst eitt sinn að orði: „Við étum ekki jökla. Við drekkum ekki fjallavötnin fagurblá." Ég ræddi dálítið um skoöanakannanir í stðasta pistli f framhaldi af niðurstöðum bresku kosninganna. Þar minntist ég örlftið á skekkjur f þess konar könnunum hér á landi en þær virðast sumar hverjar vera fnn- byggöar. Félagsvfsindastofnun reyndi fyrir sfðustu kosningar að vinna gegn þeim skekkjum sem komið höfðu fram og gáfu Sjálfstæðisflokki alltaf meira en hann fékk í kosningum og allaböllum og Kvennalista minna. Það tókst þó ekki að sannfæra áhugamenn um pólitfk að tekist hefði að dauöhreinsa forritið. En það eru kannaöar fleiri skoðanir, venj- ur og viðhorf en þau sem lúta að kosninga- hegöun almennings. Ekki alls fyrir löngu voru birtar niöurstööur úr Gallup-könnun á lestri btaða og tfmarita. Dagana eftír aö fyrstu tölur voru birtar kepptust Mogginn og DV við að sýna fram á að fleiri læsu annað hvort blaðiö en hitt og raunar var erfitt aö átta sig á því hvort hafði rótt fyrir sór. Þessi misjafna túlkun helgaöist af því að úrtakinu var skipt niður eftir aldri og í einhverjum hópnum, þeim yngri, hafði DV betur en Mogginn. Þaö var svo heldur kátlegt að sjá innlegg Pressunnar en þar var þvf haldiö fram aö Pressan væri betur lesin en DV og Mogg- inn. Birti blaöfð súlurit sem sýndu aö þeir sem lásu Pressuna lásu mun stærri hluta af efninu en lesendur hinna blaöanna. Þar held óg að komi fyrst og fremst til eðli blaðs- ins sem er eiginlega mltt á milli dagblaös og tímarits. Tfmarít eru betur lesin en dagblöð þar sem þau hafa lengrl líftfma. Svo mætti alveg hugsa sór aö þeir sem eyða 230 krón- um f aö kaupa Pressuna telji rótt að nýta þá fjárfestingu betur en hinir sem kaupa Mogg- ann eða DV fyrir helmingi minna fé. En kannski var það athyglisverðast í þessari Gallup-könnun hversu lítill munur reyndist vera á Mogganum og DV. Þrátt fyrir yfirburði Moggans er greinilegt aö litli bróö- irinn morgunsvæfi reynir að klóra í bakkann, Ég hef reyndar aldrei skiliö hvers vegna DV er svona mikið lesið, mér finnst það hafa verið afskaplega metnaðarlaust um langt skeiö. Mogginn hefur hins vegar verið í sókn hvaö efni og útiit varðar þótt sumum finnist þar ekki vera neitt nema auglýsingar og minningargreinar. Könnunin sýndi okkur Ifka þaö sem viö máttum vita að hér á landi er að festa sig í sessi ákveðiö mynstur á blaðamarkaði sem fyllsta ástæða er til að hafa áhyggjur af. í því mynstri er eitt morgunblað, eitt síödegisblaö og eitt vikublaö, öll í eigu liösmanna sama flokks. Þótt vissulega endurspegli þessi þrjú blöð sundurlyndi Sjálfstæðisflokksins hijóta liösmenn annarra flokka, að ekki sé talaö um þá sem utan flokkanna standa, aö vilja sporna viö þvf að öil blaðaútgáfa á lands- mælikvarða færist á svo fáar hendur. Eins og menn muna var mikið um þaö rætt í fyrrahaust að stofna nýtt dagblaö sem gæti oröiö mótvægi viö Moggann og DV. Þá höföu menn mörg og fögur orö um nauðsyn á slíku blaði, það virtist bókstaflega um Iff og dauða lýöræöisins aö tefla. Stofnaö var félag sem tók að sór aö koma slíku blaöi á laggirnar og um nokkurra vikna skeiö var blaöiö um það bil að komast á koppinn. Svo sló f bakseglin. Hluthafarnir f Stöð 2 reyndust ekki eíns ginnkeyptir fyrir hug- myndinni um nýtt blað og talið hafði veriö. Þeir hættu viö og þá varö allt f einu vonlaust að afla fjár til þess að stofna blað. Sföan hefur lítiö gerst, a.m.k. svo vitað sé. Þótt þessi tílraun hafi ekki gengiö sem skyldi og ekkert bendi f augnablikinu til þess að nýtt blað sjáí dagsíns Ijós á næstunni er áöurnefnd Gallup-könnun til marks um aö þörfin er enn fyrir hendi. Kannski var þaö sem klikkaði í haust aö þeir sem þar fóru af staö höföu fyrst og fremst áhuga á þvf aö koma á fót blaði sem þeir gætu ráöiö yfir. Eöa af hverju hefur enn ekki veriö farið út til almennings og kannað hvort fólk hafi áhuga á að leggja eitthvað af mörkum til þess aö hnekkja einveldi DV og Moggans? Saga Boutique ulnemd til verð- launa fyrir bestu flugbúðina Saga Boutique, tollfrjálsa verslunin í Flugleiöavélunum, hefur verið tilnefnd til verö- launa tímaritsins Frontier fyrir bestu tollfrjálsu flugbúöina. „Frontier er fremsta fagtímarit þeirra em starfa að tollfrjálsri verslun og þessi verðlaun eru nokkurs konar Óskarsverðlaun greinarinnar,“ segir í frétt frá Flugleiðum vegna tilnefningar- innar. Búast má við að 8-10 flugfélög verði tilnefnd til verð- launanna. í fyrra fékk hollenska flugfélagið KLM Frontier verð- launin. Niðurstöðu úr vali 9 manna dómnefndar er að vænta í október. Pétur Ómar Ágústsson, deild- arstjóri Saga Boutique, segir að útnefningin sé í sjálfu sér mikil viðurkenning. Ástæður tilnefn- ingarinnar séu fyrst og fremst vöruúrval og markaðssetning. Óvíða sé meiri sala um borð í áætlunarflugi en hjá Flugleiðum. Pétur Ómar segir að því ráði öðr- um þræði hagstæð verðlagning en einnig góð kynning og gott vöru- úrval. Saga Boutique gefur út eigin sölubækling, sem dreift er til allra farþega í millilandaflugi Flug- leiða. Að auki er bæklingnum dreift í gegn um söluskrifstofur, ferðaskrifstofur og umboðsmenn hér heima og erlendis. Hluti af vöruúrvali Saga Boutique er einnig kynntur í sérstökum sýn- ingarskápum á ferða- og sölu- skrifstofum. Nýr Saga Boutique bæklingur kemur út 1. maí. Þar gefur að líta ýmsar nýjungar í vöruúrvali og sérstök áhersla er lögð á sumar- vörur. Líkhús og kapella við kirkjugarðinn: Hvað með skriðuhættu? - nóg pláss annars staðar Pað hefur væntanlega komið mörgum Akureyringum á óvart þegar í Degi í gær sást að sam- þykkt hafði verið í bæjarstjórn að byggð yrði kapella og líkhús á brekkubrúninni við norðurhorn kirkjugarðsins. Ég er æði ósáttur við hversu lágt þetta mál hefur farið þar sem ég stóð í þeirri trú að þetta hús yrði byggt við Þórunnarstræti og þyrftum við Innbæingar, sem búum undir brekkunni, ekki að hafa neinar áhyggjur af þessum framkvæmdum kirkjugarðsins. Við sem búum við Aðalstrætið undir brekkunni höfum séð að skriður sem hafa fallið úr brekk- unni geta leikið hús okkar illa. Við höfum staðið í þeirri trú að eftir það slys sem varð þegar skriða grandaði húsinu að Aðal- stræti 18 þá þyrftum við ekki að búa við þær áhyggjur að fá fleiri skriður í hausinn sem rekja megi orsök til reksturs kirkjugarðanna á þessum stað. Ég vil benda á að í skýrslu sem Halldór Pétursson, jarðfræðing- ur, gerði í tengslum við skriðuna sem féll á Aðalstræti 18 er bent á að þetta svæði allt er ekki nógu vel kannað með hliðsjón af skriðuhættu og er ég stórkostlega undrandi á því að þetta hús sé sett á þennan stað þegar horft er til þess að það er til nóg pláss undir það annars staðar. Hörður Geirsson. (Höfundur er áhugamaöur um málefni Innbæjarins.) Aðalfundur Veiðifélags Hörgár fyrir áriö 1991 verður haldinn sunnudaginn 26. apríl, kl. 14.00, í Félagsheimilinu Melum. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórnin. Viðskiptavinir athugið! í vlkunnl eftlr páska koma einungls út þrjú blöð. Það fyrsta mlðvlkudaglnn 22. aprfl, frestur til að sklla aug- lýsingum í það blað er til kl. 11.00 þriðjudaginn 21. aprfl. Fimmtudaglnn 23. aprfl, sumardaglnn tyrsta, kemur út blað með sumarkveðjum og fleira efnl. Skllafrestur auglýsinga í það blað er tll kl. 14.00 þriðjudaglnn 21. aprfl. Laugardaglnn 25. aprfl kemur svo út venjulegt helgarblað. Skllafrestur auglýslnga f helgarblaðlð er tll kl. 16.00 mlð- vikudaginn 22. apríl. Föstudagurinn 1. maí er frídagur og því verður blaðlð okk- ar þann dag f helnarblaðsbúnlngi, en Dagur kemur ekki út laugardaginn 2. maf. auglýsingadeild, sími 96-24222

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.