Dagur - 16.04.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 16.04.1992, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 16. apríl 1992 - DAGUR - 9 9* , Smásagnasamkeppni Dags og MENOR: A það tö að setjast niður og skrifa“ Höfundur sögunnar Grámann, sem fékk verðlaun í smásagna- samkeppni Dags og MENOR, er Valgeir Skagfjörð. Valgeir kom inn í menningarlífið á Akureyri á síðasta leikári Leikfélags Akureyrar þegar hann lék stórt hlutverk í Ætt- armótinu. Siðan hefur hann látið til sín taka í leiklist og tónlist, ekki síst með því að semja söngleikinn Tjútt & trega og leikstýra honum. Og nú var komið að ritlistinni. „Þetta er í rauninni einn kafli úr skáldsögu sem ég byrjaði á fyr- ir tveimur árum,“ sagði Valgeir um verðlaunasöguna Grámann. „Aðalpersónan í sögunni, tónlist- arkennarinn, er í vondum málum. Konan er búin að henda honum út og hann rambar inn á bar og hittir þar fyrir Grím, æskufélaga sinn. Ég notaði þenn- an kafla, breytti upphafinu og lokaði sögunni. Þannig fannst mér þetta ganga upp sem sjálf- stæð smásaga. En það kom mér mjög á óvart að hún skyldi vinna til verðlauna." - segir Valgeir Skagfjörð, sem fékk verðlaun fyrir söguna Grámann Hann kvaðst vera mjög ánægð- ur með að fá öll leikrit Shake- speares á einu bretti svo og Heimskringlu Snorra Sturluson- ar. „Samsamar sjálfan sig persónunni“ Valgeir sagðist hafa grafið þessa sögu upp, sem hann átti í tölv- unni hjá sér, og fínpússað kafl- ann fyrir smásagnasamkeppnina. - Hefurðu fengist eitthvað við að skrifa sögur? „Já, ég hef alltaf verið að skrifa. Eftir að ég lauk leiklistar- námi hef ég skrifað leikrit og það form hefur hentað mér vel en ég fiktaði við að skrifa sögur sem krakki. Mér finnst smásagna- formið líka mjög skemmtilegt og þegar eitthvað gerist í lífinu á ég það til að setjast niður og skrifa." - Nú er aðalpersónan í sög- unni píanóleikari og tónlistar- kennari. Er eitthvað af sjálfum þér í þessari persónu? „f>að er yfirleitt alltaf eitthvað af sjálfum mér í þessum sögum. Valgeir Skagfjörð. Maður samsamar sjálfan sig per- sónunni og hefur líka ákveðnar fyrirmyndir að öðrum persónum. Maður hefur hitt Grím alls staðar, þessi persóna er á flestum Smásagnasamkeppni Dags og MENOR: „Sagan kom í iimblæstri“ - segir Rósa Jóhannsdóttir um viðurkenningarsögu sína Rósa Jóhannsdóttir fékk viðurkenningu fyrir smásögu sína Orðin í rykinu. Dóm- nefndin komst að þeirri niður- stöðu að sagan væri heilsteypt, stílhrein og Ijóðræn og vel að viðurkenningu komin. Rósa er til heimilis að Hleiðargarði í Eyjafjarðarsveit en starfar fyr- ir sunnan við rannsóknir að Keldum. Dagur spjallaði við Rósu og fyrsta spurningin snerist um hver hún væri. „Veit maður nokkuð alveg hver maður er? Er maður ekki alltaf að leita að sjálfum sér? Ég varð stúdent frá Menntaskólan- um á Akureyri 1983 og fór síðán til Bandaríkjanna og bjó þar í fimm ár. Ég lærði örverufræði vestra og er að vinna við það fag núna á Keldum. Hins vegar hefur áhuginn snúist hundrað og átta- tíu gráður og ég hugsa að ég fari í eitthvert listnám frekar en að halda áfram í líffræðinni," sagði Rósa. Mörkin milli Ijóðs og sögu þurrkuð út Systir Rósu, Dóra Bjork, tók á móti viðurkenningu hennar í Gamla Lundi sl. sunnudag. Það var einmitt hún sem sendi smá- sögu Rósu í samkeppnina, en Orðin í rykinu er saga sem Rósa átti í fórum sínum og hún var því ekki samin sérstaklega fyrir smásagnasamkeppnina. - Þú ert greinilega ekki byrj- andi á ritvellinum. Hefurðu sam- ið margar sögur? „Ég er alltaf að semja. Þetta kemur ósjálfrátt og ég kemst eig- inlega ekki hjá því að skrifa. Þetta er eins og árátta. Ég fæ hugmyndir og losna ekki við þær fyrr en ég set þær á blað. Ég sem aðallega ljóð, eins og sagan ber kannski með sér. Hún er í raun- inni ljóð, enda er oft stutt á milli ljóðs og sögu. Ég hef mjög gam- an af því að taka mörkin milli sögu og ljóðs og þurrka þau út. Þessi saga er samin þannig og líka fleiri sögur sem ég hef samið. Þær eru frekar stuttar og ljóðræn- ar. Það er mjög gaman að kljást við orðið.“ Rósa Jóhannsdóttir. - Hefurðu tekið þátt í smá- sagnasamkeppni áður? „Já, ég tók þátt í henni síðast þegar Dagur og Menningarsam- tökin voru með samkeppni. Þá sendi ég inn mjög vonda sögu. Hún var alveg hörmung.“ „Orðið tók völdin“ - Hvaða gildi hefur þessi viður- kenning fyrir þig? „Hún er mér mikil hvatning. Ég finn að það sem ég er að gera er einhvers virði. Mér finnst þetta mjög skemmtileg keppni og vil endilega að þið haldið þessu áfram. Eg lield að það séu afskaplega margir að skrifa hér á íslandi, bæði ljóð og sögur, og svona samkeppni er þrælsniðugur vettvangur.“ Rósa sagðist ekki hafa farið út í útgáfu á hugverkum sfnum og ekkert hefur birst eftir hana á prenti nema tvö ljóð í Lesbók Morgunblaðsins. „Ég er komin með alveg nóg efni í bók en ég veit ekki hvað ég geri, enda veit ég aldrei hvað ég ætla að gera við það sem ég skrifa. Þetta verður bara til.“ - Hvernig varð sagan Orðin í rykinu til? „Ég man ekki betur en hún hafi bara byrjað með orðinu. í upphafi var orðið og orðið var orð. Ég var að bögglast með þessi orð lengi og ætlaði að gera ljóð úr þessu en ég ræð því sjaldnast sjálf hvað verður úr og sagan kom í innblæstri. Orðið tók völdin, eins og það gerir oftast. Sagan fjallar ekki um neinn sérstakan atburð í mínu lífi, hún er í rauninni spunnin í kringum fáeinar setn- ingar. Síðan hellti ég einhverjum tilfinningum í þetta og hrærði í og þetta var útkoman,“ sagði Rósa. SS börum. Reyndar má segja að þessi hugmynd sé stolin úr Glæp og refsingu Dostojevskís.“ - Já, Grímur minnist líka á Glæp og refsingu. En stíllinn, sem minnir mig dálítið á Einar Kárason, hvaðan kemur hann? „Ég held að hann komi úr leikhúsinu. Þegar persónurnar tala eru þær oft að hugsa allt ann- að en þær segja, eins og stundum kemur fram í undirtextum í leikritum.“ „Hvatning til frekari afreka“ - Hvaða skoðanir hefurðu á bókmenntasamkeppni af þessu tagi? „Allar slíkar samkeppnir eru af hinu góða og mér finnst að leikhúsin ættu að gera meira af þessu. Einnig væri sniðugt að efna til samkeppni um kvik- myndahandrit. Þetta hvetur fólk til dáða.“ - Ertu farinn að huga eitthvað að útgáfumálum? Verðurðu kannski með í næsta jólabóka- flóði? „Ég hef verið að gæla við þessa tilhugsun en ég er mikill áhlaupa- maður og er mun fljótari að skrifa leikrit. Skáldsagan vex mér dálítið í augum. Kannski maður dundi við skriftir í ellinni þegar maður er búinn að kaupa sér jörð einhvers staðar. Ég býst hins veg- ar við að skoða aftur söguna af tónlistarkennaranum fyrst kafli úr henni vann til verðlauna. Ég lít á það sem hvatningu til frekari afreka.“ Valgeir er Reykvíkingur en fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Akureyrar. Hann hefur sett mark sitt á listalífið í bænum og nú enn frekar með smásögu sinni. „Ég var að velta því fyrir mér hvort fólk væri ekki farið að hugsa hvað þessi flatlendingur vildi upp á dekk hérna fyrir norðan. Hversu lengi þarf maður að búa hér til að aðkomumanns- stimpillinn fari af manni?“ spurði Valgeir og þegar blaðamaður svaraði að reynslutíminn fyrir aðkomumenn á Akureyri væri 25 ár þá féllust honum hendur, enda er hann aðeins búinn að vera á Akureyri síðan haustið 1990. SS þjónusta í Veganesti við Hörgárbraut Bjóðurm úr kœliborði úrval af kjötvörum, áleggsvörum, mjólk, mjólkurvörum. Nýlenduvörur á hagkvœmu verði. Nýtt brauð kl. 9 alla morgna. Tilboð vikunnar — Ótrúlegt verd: Lambahamborgarhryggur............. 832 kr. Londonlamb........................ 987 kr. Hangilœri úrbeinað................ 1.338 kr. kg kg kg R.C. Cola í gleri......................... 19 kr. flaskan Nú er hagkvœmt að versla allar vörur til heimilisins í Veganesti. Opið virka daga frá kl. 08.00-23.30. Helgar frá kl. 09.00-04.00. Veganesti við Hörgárbraut, sími 22880

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.