Dagur - 16.04.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 16.04.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 16. apríl 1992 Stjörnuspá Sigfús E. Arnþórsson W An ábyrgöar íí T ■Hpw+up 21. mars - 19. apríl Það er mikil spenna í kringum þig í dag og á morgun. Sleppir þú slysalaust fram á föstu- daginn langa, siglir þú létt yfir helgina. Á mánudag og þriðjudag ganga allir hlutir upp. Á síðasta vetrardag lendir þú í einhverjum ógöngum og sumardagurinn fyrsti færir þér lítið sumar. En daginn eftir verður léttara um að litast og uppgangurinn heldur áfram. /\)auf 20. apríl - 20. maí Öll sú magnaða dulúð er einkennir páska- haldið er að öllu jöfnu langt handan við skyn- sviö hinna jarðbundnu nauta. Það er helst maturinn og þá páskaeggin sem höfðatil þín. Kannski vekur verögildi fermingargjafa áhuga þinn en að likindum leggstu bara í rúmið af einskærum leiðindum. A mánudag- inn fer sólin inn i nautsmerkið og þú ferð að hressast og á sumardaginn fyrsta hleypur þú út á tún með halann upp í loftið. n Tvíb uf*af* 21. maí - 20. júní Þá er vorið á næsta leiti og heldur betur far- ið að lifna yfir tvíburum. Til dæmis verða dagurinn í dag og dagurinn á morgun alveg sérlega skemmtilegir dagar. Engu vil ég lofa en ekki kæmi mér á óvart þótt Amor væri á sveimi í kvöld. Alténd eru líflegir hlutir að gerast í ástamálum tvíbura. Farðu varlega næsta mánu- og þriðjudag. Árangursríkasti dagur næstu viku verður föstudagurinn. K^abbi 21. júní - 22. júlí Þaö verður einhver óþægileg spenna í loftinu í dag og á morgun en á föstudaginn langa verð- ur allt oröið eins og þú vilt hafa það og veröur þannig fram á páskadagskvöld. Fjölskylduboð eru jú þinn heimavöllur. Þú þarft að fara varlega síöasta vetrardag og sumardaginn fyrsta. Klæddu þig vel svo þú frjósir ekki milli sumars og vet- urs. Þú myndir ekki nást út fyrr en fyrsta vetrardag. l_jók\ 23. júlí - 22. ágúst Þú verður í sviðsljósinu hvar sem þú ferð í dag og á morgun. Föstudagurinn langi, laug- ardagur og páskadagur verða aftur á móti erfiðari. Eitthvert miðaldamyrkur sem þú færð ekki alveg höndlað. A mánudaginn skín sólin að nýju og þú leikur við hvern þinn fingur og velgengnin heldur áfram á þriðju- daginn í breyttri mynd. Óvænt ferðalag er fyrirsjáanlegt. W AÁeyja 23. ágúst - 22. september Þú átt eflaust ótal ókláruð verkefni sem þú ætlar að vinna í um páskana. Ég get sagt þér það strax að svo verður ekki. Frá föstudegin- um langa og fram á páskadagskvöld veröur þú í lykilhlutverki í páskahátíðarhöldunum. Hrein- leiki páskadagsins höfðar mjög sterkt til meyj- arinnar. Á annan vaknar þú til veruleikans en dugar ekki til. Þú færð á baukinn á þriðjudag. Á sumardaginn fyrsta færðu að gera þaö sem þér finnst skemmtilegast að gera í fríum: Vinna. fyrir dagana 15. til 24. apríl 'og 23. september - 22. október Kvöldiö í kvöld er þitt, sem og dagurinn á morgun. Vogir eru yfirleitt ekki mjög trúhneigt fólk, eða í það minnsta ekki mjög gefið fyrir seremóníur, svo að föstudagurinn langi, laug- ar- og páskadagur höfða ekki sérstaklega til þín en líða hjá í rólegheitum. Þú ferð í gang á annan og skemmtir þér vel aö kvöldi hans og á þriðjudag. Eitthvað verður þú miður þín á sumardaginn fyrsta en heppin(n) á föstudag. % Spopðd Peki 23. október-21. nóvember Föstudagurinn langi, laugardagur og páska- dagur eru dagar dauða og upprisu og höfða því sérstaklega til sporðdrekamerkisins en líf sporðdreka einkennist jú öðru fremur af dauða, hreinsun og endurfæðingu á öllum sviðum. Þetta eru þínir dagar, eilífar sálu- messur og bænagjörðir. Síðasti vetrardagur og sumardagurinn fyrsti veröa skemmtilegir en föstudagurinn að þeim loknum afleitur. 13oc)VY\c\chAr- 22. nóvember - 21. desember Dagurinn í dag, kvöldið í kvöld og dagurinn á morgun verða að sönnu sérlega skemmti- legir dagar en „þínir dagar“ þessa páska- hátíð eru þó mánudagur og þriðjudagur þegar þú verður í aöalhlutverkinu. Sumar- dagurinn fyrsti fer framhjá þér að mestu en föstudagurinn þar á eftir verður sérlega skemmtilegur þegar þú lendir í aukahlutverki í óvæntri atburðarás. VT 5teikA0eif 22. desember- 19. janúar Það gengur allt á afturfótunum hjá þér í dag og morgundagurinn verður litlu skárri. Á föstu- daginn langa snýst svo blaðið alveg við og allt gengur eins og í sögu fram á páskadags- kvöld. Síðasti vetrardagur og sumardagurinn fyrsti verða svo alveg einstaklega skemmti- legir með óvæntum ævintýrum og uppá- komum þar sem þú verður í aðalhlutverkinu. VaMsbePÍ vSA 20.janúar- 18. febrúar Hvaö svo sem þú tekur þér fyrir hendur í dag eða á morgun mun lukkast vel. Raunar er líklegt að þú takir þér engin ósköp fyrir hendur en eigir þess í stað ánægjulegar samræður við áhugavert fólk sem skila þér tilsettum árangri. Auðvitaö fer helgihald páskanna í taugarnar á þér, eins og raunar allt helgihald, en á annan styttir upp og næsta vika verður ánægjuleg með föstudag- inn sem hápunkt. X Piskar 19. febrúar-20. mars Föstudagurinn langi, laugardagur og páska- dagur innihalda þessa passlegu blöndu af dulúö og súkkulaði sem fiskum er svo kær. Hvort sem þú unir þér við málshætti og myndbönd eöa ferð á skíði á Golgata verða þetta dýrmætir dagar. Á annan syrtir í álinn og þriðjudagur verður erfiður. Síðasti vetrar- dagur og sumardagurinn fyrsti verða aftur á móti ævintýradagar. Afmæliskveðja: Krístjana Einarsdóttir Ólafsfirði Stjana amma er 90 ára í dag. Ég hlakka til aö fara í afmælið út í Ólafsfjörð, hitta hana, skoða fjölskyldumyndirnar í stofunni hennar, athuga hvort það hefur bæst við ný mynd frá því ég var þar síðast, fá að vita hvaða brúð- arpar þetta er eða hver eigi þetta nýja barn. Á þennan hátt hefur mér tekist að fylgjast með fjölguninni í risastóru fjölskyld- unni sem ég á í gegnum ömmu. Hún amma mín er líka tengsl mín við uppruna minn. Það er hún sem hefur sagt mér frá ætt- ingjum í Grfmsey, úr Svarfaðar- dal, úr Ljósavatnsskarði. Þegar ég var lítil stelpa og hún var að kemba hárið á mér eftir ferðir á milli Akureyrar og Ólafsfjarðar með gömlu Ester sagði hún mér frá Þorgeirsbola og Bakkabræðr- um og ég veit ekki enn hvort hún var að stríða mér þegar hún sagði að þetta væru frændur mínir. Allavega sagði ég engum frá þessum hugsanlega skyldleika. fjallagrasasúpu, en það tókst ekki - og ég hef ekki reynt það síðan. Það er bara amma sem býr til þennan mat eins og á að gera. Amma Stjana tengist mörgum stærstu stundum lífs míns. í þeim minningum er hún oft í kirkju- fötunum sínum, en það kallaði ég peysufötin hennar. Þegar ég gifti mig kom hún inn á Akureyri uppábúin í peysufötum og rifjaði upp þegar ég sem lítil stelpa var að hjálpa henni að klæðast bún- ingnum og þegar hún lét það eftir mér að klæða sig upp heima í stofu, bara fyrir mig. Ég dáði þennan klæðnað og það urðu mér mikil vonbrigði þegar ég svo gat ekki klæðst honum á 1. des. há- tíðinni í M.A. á sínum tíma. Hann var alltof stór. En þannig er amma Stjana, bæði í raunveru- leikanum og í mínum minning- um. Stórbrotin og glæsileg kona og ég er gæfusöm að eiga hana fyrir ömmu. Það erum við öll, afkomendur hennar. Til hamingju með afmælið, amma mín. Stefanía Traustadóttir. Stjórn Varðar: Til hægri er Páll Erland, þá Magnús Jóhannesson, Friðrik Arnarsson, Magnús Sæmundsson og Ólafur R. Jónsson. Fremst á myndinni eru Einar Már Guðmundsson og Gísli Símonarson. Páll Erland kjörrnn formaður Aðalfundur Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, var haldinn fyrir nokkru og var þá meðal annars kosin ný stjórn. Kosningin fór þannig að Páll Erland var kjörinn formaður, Gísli Símonarson varaformaður, Magnús Jóhannesson gjaldkeri, Friðrik Arnarsson ritari, Ólafur R. Jónsson spjaldskrárritari, Ein- ar Már Guðmundsson með- stjórnandi og Magnús Sæmunds- son meðstjórnandi. Vörður hefur starfað af krafti í vetur og meðal annars eru haldn- ir fundir á hverju mánudags- kvöldi kl. 20.00 í húsnæði Sjálf- stæðisflokksins í Kaupangi. Allt ungt fólk sem hefur áhuga á að kynna sér þessi mál er hvatt til að mæta og taka þátt í áhuga- verðu starfi. Útflutningsverðlaim forseta íslands 1992 - afhent á sumardaginn fyrsta Þær eru ófáar minningarnar úr æsku sem tengjast henni og Gesti afa og húsinu þeirra við Kirkju- veg 6 í Ólafsfirði. Þar var mitt annað heimili, þangað fékk ég að fara og vera þegar mamma og pabbi þurftu að fara burt t.d. til Reykjavíkur í Sjómannaskólann. Já - ég trúði að mamma væri þar líka, og amma var ekkert að Ieið- rétta þann misskilning. Þegar ég kom aftur inn á Akureyri vildi ég alltaf hræring einsog ég hafði fengið hjá ömmu. En hann varð aldrei eins og hann átti að vera. Þegar ég fór sjálf að standa í matargerð vildi ég búa til hræring og gefa dóttur minni og hafði því samband við ömmu. Eg fór eftir því sem hún sagði, reyndi líka við Á sumardaginn fyrsta, 23. aprfl næstkomandi kl. 17.00, mun forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, afhenda Útflutn- ingsverðlaun forseta Islands við hátíðlega athöfn á Bessa- stöðum. Þetta er í fjórða sinn sem þessi viðurkenning er veitt en forsetaverðlaunin eru veitt í samráði og í samvinnu við Útflutningsráð íslands. í fyrra hlutu Flugleiðir hf. þessi verð- laun en einnig hafa Marel hf. og Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna hreppt hnossið. Útflutningsverðlaun forseta íslands eru veitt í viðurkenning- arskyni fyrir markvert framlag til eflingar útflutningsverslunar og gjaldeyrisöflunar íslensku þjóð- arinnar. Úthlutunarreglur kveða á um að verðlaunin skuli veitt fyrirtækjum eða einstaklingum, íslenskum eða erlendum, fyrir árangursríkt starf að útflutningi íslenskrar vöru og þjónustu til annarra landa. Samkvæmt úthlut- unarreglum á veiting verðlaun- anna að taka tillit til verðmætis- aukningar útflutnings, hlutdeild- ar útflutnings í heildarsölu, mark- aðssetningar á nýjum mörkuðum og fleira. Sérstök úthlutunarnefnd velur árlega verðlaunahafa útflutnings- verðlaunanna en í henni eiga sæti Brynjólfur Sigurðsson, prófessor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Islands, formaður; Ólaf- ur B. Thors, frá Landsnefnd Alþjóða verslunarráðsins; Ragna Bergmann, frá Alþýðusambandi íslands; Sveinn Björnsson, frá embætti forseta íslands; og Ingjaldur Hannibalsson, fram- kvæmdastjóri Útflutningsráðs íslands.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.