Dagur - 16.04.1992, Blaðsíða 22
22 - DAGUR - Fimmtudagur 16. apríl 1992
Kvikmyndasíða
Eltur af fortíðiiuii
leggur sálfræðingnum Lowenstein
(Streisand) lið við að hjálpa syst-
urinni. Við þetta kemst rót á löngu
gleymdar, eða að minnsta kosti
vel geymdar, minningar frá æsku-
árunum. Fjölskylduleyndarmál eru
afhjúpuð og Tom neyðist til að
horfast í augu við sjálfan sig.
Conroy gerði fyrsta uppkastið að
kvikmyndahandritinu árið 1985 en
það kastaðist í kekki á milli hans
og væntanlegs framleiðanda sem
varð til þess að handritið fór ofan í
skúffu. „Ég sagðist ekki vilja
koma nálægt þessu framar. En
fyrir um það bil ári síðan hringdi
Barbara í mig en fyrst í stað hirti
ég ekki einu sinni um að svara í
símann segir Conroy. Honum
hafði sámað mjög við framleið-
andann og var alveg búinn að af-
skrifa kvikmyndina, að minnsta
kosti var hann staðráðinn í því að
koma sjálfur þar hvergi nálægt.
„En að lokum hafði Barbara hend-
ur í hári mínu á einhverju hóteli
og sannfærði mig um að koma til
New York í þrjár vikur. Þetta voru
skemmtilegir dagar og ég lifði
eins og kóngur.“ En Streisand var
harður húsbóndi og rak Conroy
áfram. Hann hafði fallist á að
skrifa handritið upp aftur og eftir
Barböru Streisand er ekki fisjað
saman. í Prince of Tides er hún
ailt í öllu. Hún leikstýrir mynd-
inni, er framleiðandi og fer með
annað aðalhlutverkið, sálfræðings-
ins Susan Lowenstein. Mótleikari
hennar er Nick Nolte. The Prince
of Tides var tilnefnd til 7 Ósk-
arsverðlauna, þar á meðal sem
besta myndin. Streisand sjálf var
þó ekki orðuð við nein verðlaun,
hvorki sem besta leikkonan né
héldur besti leikstjórinn.
Prince of Tides byggir á skáld-
sögu Pat Conroy’s um ensku-
kennara í Suður-Karólínu, Tom
Wingo (Nick Nolte), sem heldur
til New York þegar systir hans,
Savanah Wingo (Melinda Dillon),
reynir að fremja sjálfsmorð. Tom
Nick Nolte og Brad Sullivan í The Prince of Tides. Nolte var tilnefndur tU
Óskarsverðlauna vegna frammistöðu sinnar í þessari mynd Barböru
Streisand.
Aðalfundur
FEN og Mjólkursamlag KEA boða til aðalfundar
á Hótel KEA þriðjudaginn 21. apríl 1992 kl.
20.30.
Dagskrá
1. Skýrsla stjórnar FEN og reikningar.
2. Kosningar.
3. Skýrsla og reikningar Mjólkursamlags KEA kynntir.
4. Erindi gesta.
a. Ólafur Jónsson dýralæknir hjá Mjólkursamlagi
KEA ræðir um frumutölu og mjólkurgæði ásamt
notkun á Freoni við kælingu mjólkur.
b. Stefán Tryggvason framkv.st. Landsambands
kúabænda ræðir um horfur og framtíð mjólkur-
framleiðslu, þegar nýr Búvörusamningur tekur
gildi 1.09. 1992.
5. Verðlaunaafhending Mjólkursamlags KEA fyrir úrvals
mjólk á árinu 1991.
6. Önnur mál.
Kaffiveitingar í boði Mjólkursamlags KEA.
Stjórn FEN.
Mjólkursamlag KEA.
Mjólkursamlag KEA
Akureyri
það var engin undankomuleið.
“Að vinna undir stjóm Barböru er
eins og að vera í hemum. Hún gaf
mér kannski 6 verkefni að kvöldi.
Þegar ég hafði lokið þeim las hún
sinn part og ég tók að mér hlut-
verk Toms. Þegar lestrinum lauk
sagði hún kannski; mér fannst mitt
hlutverk hljóma betur. Og ég svar-
aði; það er vegna þess að þú hefur
unnið til Óskarsverðlauna en ekki
é.g-“
A síðastliðnum 5 ámm hafa ótru-
lega margir komið nálægt því að
breyta kvikmyndahandriti Con-
roys. Allir hafa horfið frá því, þar
á meðal Becky Johnston en hún
komst þó svo langt að vera talin
samhöfundur Conroy’s að kvik-
myndinni. Sjálfur segist Conroy
aldrei hafa hitt eða talað við kon-
una: „Ef hún réðist að mér með
byssu myndi ég ekki hafa hug-
mynd um hver hefði rænt mig.“
Þetta er að mati rithöfundarins
einkennileg vinnubrögð, eitthvað
sem sérkennir Hollywood og hann
hefur aldrei skilið.
Castle Rock
undirbýr
Það er nú kannski undarlega til
orða tekið að tala um væntanlega
stórsókn þeirra félaga hjá Castle
Rock. Þeir hafa á undanfömum
ámm verið á mikilli siglingu.
Skemmst er að minnast Cty
Slickers sem skilaði fyrirtækinu á
síðasta ári vel yfir 120 milljónum
dollara í tekjur frá bíóhúsum ein-
um, myndabandamarkaðurinn er
þama fyrir utan. When Harry met
Sally er önnur stórgróðamynd
Castle Rock og Misery sú þriðja. í
tveimur þeim fyrmefndu lék Billy
Cristal aðalhlutverkið, kaldhæðinn
gaur, svolítið lífsþreyttan en þó á-
kafan í að finna hina sönnu lífs-
stórsólm
nautn. Framhald City Slickers er
nú í smíðum, Crystal fer auðvitað
með aðalhlutverkið. Hann á raun-
ar að leika stórt hlutverk í annarri
kvikmynd frá Castle Rock en sú
er ekki væntanleg neitt á næst-
unni. Leikstjóri verður Rob Reiner
en þeir em góðkunningjar hann og
Crystal.
Hin mikla velgengni Castle Rock
þykir sýna að samvinnan við Jap-
ani þurfi ekki endilega að binda
hendur bandarískra kvikmynda-
framleiðenda en Sony Pictures
Entertainment á einn þriðja í fyrir-
tækinu.
Enskir karlar
og Óskarinn
Eins og flestir vita rakaði The Si-
lence of the Lambs til sín Ósk-
arsverðlaunastyttum. Fégírugir
kanar vom auðvitað fljótir að
finna óskosti þessa, Lambam'ynd-
in væri svo langt komin á sölu-
brautinni - búin með bíóferilinn að
mestu leyti og komin á mynd-
bandamarkaðinn - að verðlaunin
væm ekki líkleg til að auka gróð-
ann af henni umtalsvert. Anthony
Hopkins var ekki í neinum slíkum
hugleiðingum þegar hann tók við
styttunni. Glaður og ánægður undi
hann við sitt, já raunar feiknakátur
enda ekki fengið slík verðlaun
áður. Það er þó annar flötur á
þessu máli sem sumir vestan hafs
em byrjaðir að hyggja að. Hann er
sá að Bretar hafa nú undanfarin
þrjú ár fengið verðlaunin fyrir
bestan leik karls í aðalhlutverki.
Árið 1990 var það Daniel Day-
Lewis fyrir My Left Foot. í fyrra
Jeremy Irons og nú Hopkins.
Vesen,
Það er engum ofsögum sagt að
Carolco virðist sífellt eiga í ein-
hverjum vandræðum, peninga-
flæðið er sífelldur höfuðverkur og
nú nýlega bættist við nýtt vanda-
mál. Næsta stórverkefni fyrirtæk-
isins átti að vera (og er enn eftir
því sem ég kemst næst) að kvik-
mynda stórfenglega sögu um
fjallaklifrara, raunir þeirra og
áhættusamt lífemi. í aðalhlutverki
er ekki minni maður en Sylvester
Stallone. Renny Harlin leikstýrir.
Handritið keypti Carolco á 54
milljónir íslenskra króna en nú em
uppi raddir um að meintur höf-
undur, Mike France, sé ekki í raun
sá er skrifaði það. Þræðimir em
raktir í nánast allar áttir. John
nokkur Long, fjallagarpur og rit-
höfundur, er sagður upphafsmaður
að sögunni. Hann hafi á sínum
tíma skrifað skáldsögu sem kvik-
myndahandritið var byggt á. Long
fullyrðir raunar að hann hafi
einnig skrifað handrit að kvik-
mynd eftir sögu sinni, fært það
lögmanni sem síðan setti það í
hendumar á Mike France þegar
Long einhverra hluta vegna gekk
úr skaftinu. Síðan sneri lögmaður-
vesen
inn sér að öðrum hlutum og hug-
leiddi ekkert frekar þetta mál. Síð-
an þegar France seldi handritið
vöknuðu þeir til lífsins Long og
lögmaðurinn og heimta sinn hlut.
Og nú er að bíða og sjá hvort
Stallone fær að fara til fjalla.
Danson í
nýju Mutverki
Ted Danson, sem fær um þessar
mundir 27 milljónir íslenskra
króna fyrir hvem Staupasteins-
þátt, hefur nýlega fallist á að ger-
ast aðstoðar-framleiðandi nýrrar
myndar er Paramount hefur á
prjónunum, „Dansin“ Cross the
River. Sagan segir frá Danny
Sheehan sem stofnar félag til að
standa vörð um réttindi þegnanna,
svartra sem hvítra. Sheehan lætur
til sín taka þegar svertingi er rang-
lega ásakaður um glæp og sendur
í fangelsi til þess eins að hægt sé
að koma honum fyrir kattamef.
Ekki er talið ólíklegt að Danson
leiki sjálfur aðalhlutverkið.