Dagur - 16.04.1992, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 16. apríl 1992 - DAGUR - 23
Popp
Magnús Geir Guðmundsson
Ur ýmsum áttum
Vegna mistaka var mynd af Tori Amors birt í siðasta Helgarpoppi sem þar
átti ekki að birtast. Er hún hér með höfð aftur með punkti um hana.
Ein af nýstirnum poppsins,
söngkonan bandaríska Tori
Amors, mun líklega koma hingað
til lands í júlí og halda a.m.k.
tvenna tónleika. Vakti Tori mikla
athygli með frumburði sínum,
Little earthquakes, sem út kom í
fyrra og eru miklar vonir bundar
við hana í framtíðinni. Hefur
henni til að mynda verið líkt við
ekki minni söngkonu en Kate
Bush, sem ekki er amalegt fyrir
unga söngkonu á framabraut.
Gítarleikarinn Adrian Smith,
sem hætti í Iron Maiden fyr-
ir um tveimur árum og stofnaði
sína eigin hljómsveit, Adrian
Smith an Project, hefur lagt þá
sveit niður eftir aðeins eina plötu
og stofnað nýja. Kallast sú The
Untouchables og mun vera að
sögn Smith öllu rokkaðri sveit
heldur en ASaP, sem spilaði létt-
vægt popprokk. Með Smith í The
Untouchables eru m.a. Fabio
Del-Rio, fyrrum trommuleikari
Jagged Edge og Gary Liedeman,
sem eitt sinn var bassaleikari í
British Lions. Mun meiningin
vera að þeir félagar hefji vinnu á
sinni fyrstu plötu í sumar.
Dans/rapphljómsveitin Soul II
Soul, sem notið hefur tölu-
vert mikilla vinsælda á ferli
sínum, sendir frá sér sína
nýjustu afurð nú á mánudaginn
kemur. Nefnist hún því stutta og
laggóða nafni Just Right og hefur
lagið Joy af henni nú þegar kom-
ið út á smáskífu.
Sykurmolarnir hafa nú sent
frá sér aðra smáskífuna af
nýju plötunni Stick around for joy.
Er það lagið Walkabout, sem
hana prýðir á A hlið, en aukalega
eru svo tvö lög sem ekki er að
finna annars staðar, Bravo pop
og Top of the world, sem er
gamalt, frægt lag með Carpent-
ers.
Popphljómsveitin góða frá
Bretlandi XTC hefur lítið lát-
ið fara fyrir sér síðustu þrjú árin.
Nú hins vegar í lok mars kom út
nýtt lag með henni, The dissa-
pointed, sem er undanfari nýrrar
plötu er kemur út seinna í þess-
um mánuði. Mun hún bera nafnið
Nonsuch.
Hinn frægi og aldni garpur
Joe Cocker, sem garðinn
gerði frægan á Woodstock hér
um árið m.a. er aldeilis ekki
dauður úr öllum æðum og sendir
frá sér plötur reglulega, nú síðast
tónleikaplötu. Er hann svo þessa
dagana að koma með nýja sem
kallast Night calls.
AListahátíð sem formlega
hefst 29. maí, verður að
venju mikið um dýrðir. Hefur nú
verið tilkynnt um tvo af tónlistar-
viðburðum hátíðarinnar, sem
vert er að minnast á hér. Er þar
annars vegar um að ræða tón-
leika meö Sígunakóngunum í
Gypsy Kings 27. maí og hins
vegar tónleika með jass/blús
söngkonunni frægu Ninu Simons
4. júní. Þarf ekki að fjölyrða um
að hér eru á ferðinni miklir lista-
menn, sem mikill fengur er í að fá
til íslands.
Eins og skýrt var frá hér í
Poppi fyrir skömmu, þá hafa
sprelligosarnir í Madness verið
orðaðir við Reading tónlistar-
hátíðina í sumar. Ekki er ennþá
vitað frekar um hvort svo verði,
en hitt hefur nú hins vegar verið
staðfest að aðalhljómsveitirnar á
hátíðinni, sem stendur í þrjá
daga, verða Nirvana, Wonder
Stuff og Public Enemy. Annars er
það frekar um Readinghátíðina
að segja að deilur hafa sprottið
upp milli aðstandenda hennar
innbyrðis, sem ekki sér fyrir end-
an á. Munu þær væntanlega ekki
hafa áhrif á framkvæmd hátíðar-
innar.
Að vonum ráku margir upp
stór augu, þegar þeir lásu
fyrirsagnir í breskum poppblöðum
um að fyrrum félagarnir í The
Smiths, Johnny Marr og Morrissey,
væru saman komnir í „studioi".
Það kom hins vegar í Ijós þegar
lengra var lesið að ekki var um
hljóðver að ræða, heldur hönn-
unarver (design studio). Eru þeir
þar að vinna umslag fyrir útgáfu
á safnplötu með Smiths, sem
koma á út í sumarlok. Er það
WEA útgáfan sem gefur gripinn
út, en hún keypti réttinn til útgáfu
á fyrri verkum Smiths, af þeim
félögum Marr og Morrissey, sem
áður höfðu keypt hann af Rough
Trade fyrirtækinu.
íslensk útgáfa
r
Ymisleg íslensk útgáfa hefur
verið að slæðast inn á mark-
aöinn að undanförnu eða er
væntanleg bráðlega. Má þar fyrst
nefna nýja safnplötu frá Steinum
sem nefnist Aldrei ég gleymi og
geymir sígild íslensk dægurlög.
Þá er hafin gríðarlega mikil
endurútgáfa á geisladiskum með
gullaldartónlist hjá Steinum, sem
m.a. geymir margar perlur frá
útgáfudögum SG og Fálkans.
Eru komnir út diskar með Spil-
verki þjóðanna (Sturla), Þursa-
flokknum (hinn íslenski Þursa-
flokkur), Heimi og Jónasi (Fyrir
sunnan Fríkirkjuna) og Savanna-
tríóinu (Folksongs from lceland).
Síðan mun svo vera von á
endurútgáfum með Ríó tríó og
Egó.
Hjá Skífunni er líka endurút-
gáfa í gangi. Már þar nefna
Langspil með Jóhanni G.
Jóhannssyni, Bráðabirgðabúgi
með Spilverkinu, Ég syng fyrir
þig og Björgvin með Björgvini
Halldórssyni, Emil í Kattholti o.fl.
Þá mun vera tilbúin til útgáfu hjá
Skífunni plata með Tregasveit-
inni (þar fer fremstur í flokki Pét-
ur Tyrfingsson Aðalstöðvarblús-
ari og afvötnunarsérfræðingur).
Loks ber svo að geta plötu með
þungarokkshljómsveitinni Exzit,
en í henni eru vanir menn á borð
við Eið Eiðsson, fyrrum söngvara
Þrumuvagnsins, Gunnlaug Falk,
sem spilað hefur með Gildrunni
og Sigurð Reynisson sem
trommaði með Drýsli.
XTC er komin á kreik á ný eftir þriggja ára hlé.
Leiðsögumenn
Óskum eftir að ráða leiðsögumenn til starfa í
sumar. Bæði enska og þýska áskilin.
Upplýsingar í síma: 96-23510 og 96-26518 eftir kl.
18.00.
SÉRLEYFISBÍLAR
AKUREYRAR S/F
Blaðamaður
á Sauðárkróki
Dagur óskar eftir að ráða blaðamann til
starfa á Sauðárkróki frá og með 1. júní næst-
komandi.
Um er að ræða fullt starf og mun viðkomandi jafn-
framt verða umboðsmaður blaðsins á Sauðárkróki.
Góð íslensku- og vélritunarkunnátta áskilin.
Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf, sendist ritstjóra Dags, Strand-
götu 31, 600 Akureyri, fyrir 20. apríl nk., merkt:
„Blaðamaður".
SBA
Kærar þakkir til allra þeirra er
gerðu mér afmælisdaginn 2. mars
ógleymanlegan.
ÞRÁINN ÞÓRISSON,
Skútustöðum.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN KRISTINN SIGURÐSSON,
skipstjóri,
lést að Dvalarheimili aldraðra, Dalbæ, Dalvík, 13. apríl.
Jarðarförin fer fram frá Dalvíkurkirkju, laugardaginn 18. apríl,
kl. 14.00.
Hulda Helgadóttir,
Sævar Kristinsson, Gyða Pálsdóttir,
Guðrún Kristinsdóttir, Karel Guðmundsson,
Ingibjörg Kristinsdóttir, Hafsteinn Þorbergsson,
Karl Kristinsson, Hólmdís Karlsdóttir,
Kristín Kristinsdóttir, Willy Henrikssen,
Sigursteinn Kristinsson, Elsa Jónasdóttir,
Grétar Kristinsson, Margrét Hafliðadóttir,
Sigrún Kristinsdóttir, Magnús R. Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
Við þökkum ykkur öllum sem hafið sýnt okkur hlýhug og
samúð við lát,
ÖNNU STEFÁNSDÓTTUR,
kennara frá Eyjardalsá.
Heiður Vigfúsdóttir
og fjölskylda.
Við þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og
útför, föður míns, tengdaföður og afa okkar,
HÖSKULDAR STEFÁNSSONAR,
Víðilundi 20, Akureyri.
Við þökkum starfsfólki i Hlíð fyrir alla hjálpina undanfarna
mánuði.
Sigrún Höskuldsdóttir, Simon Steingrímsson,
Pálmi Símonarson, Einar Símonarson.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför,
SIGRÍÐAR LÍNDALS,
Steinholti, Dalvfk.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Dalbæjar fyrir góða hjúkrun og
umönnun.
Anna Kristjánsdóttir,
Brynjólfur Eiríksson.