Dagur - 16.04.1992, Blaðsíða 19

Dagur - 16.04.1992, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 16. apríl 1992 - DAGUR - 19 Skotfélagið Ósmann í Skagafirði: Stórkostleg byssusýning í Safnahúsinu Áhugi fyrir byssum og skot- veiði virðist fara vaxandi hér á landi. Skotfélögum ýmiskonar fer fjölgandi og á síðasta ári leit eitt slíkt dagsins Ijós á Sauðárkróki; Skotfélagið Ósmann. Um síðustu helgi réðust félagar í Ósmanni síðan í viðamikla byssusýningu í Safnahúsinu á Sauðárkróki, þar sem sýnd voru skotvopn af ýmsum gerðum og frá hinum ýmsu tímum. Var það mat þeirra er sýninguna sóttu, að þarna væri um að ræða eina stærstu byssusýningu sem haldin hefur verið á Islandi. Skotfélagið Ósmann var stofn- að í maímánuði árið 1991 og verður því bráðlega eins árs. Félagið heitir eftir einum þekkt- asta veiðimanni Skagafjarðar, Jóni Magnússyni Ósmann, en sagan segir að hann hafi verið sérstakur veiðimaður og veitt jafnt fisk, fugl sem sel. Aðallega var hann samt þekktur fyrir sel- veiðar sínar og sú selabyssa sem Jón notaði hvað mest var hið mesta vopn, nr. 4, í alskefti og framhlaðin og var sú byssa meðal sýningargripa á byssusýningu skotfélagsins. Meðlimir Skotfélagsins Ósmanns koma víða að úr Skaga- firði og eru á fjórða tug, þar af tvær konur. Formaður er Smári Haraldsson og segir hann helsta markmið félagsins vera að koma upp góðu æfingasvæði fyrir skotmenn. „Aðalmarkmiðið er að koma upp góðu æfingasvæði með raf- Jón Pálmason, framkvæmdastjóri byssusýningarinnar. Þýsk þríhleypa með tveimur hagla- hlaupum og einu riffilhlaupi. magnskastvélum o.fl. þar sem menn geta æft sig og prófað skot. Að hafa góða æfingaaðstöðu er nefnilega mikilvægt siðferðislega fyrir þá sem eru í skotveiði, því ef þú tekur ekki í gikkinn milli veiðitímabila, fara fyrstu skotin alltaf í æfingu og þá er hætta á að þú særir fuglinn,“ segir Smári. Funda einu sinni í mánuði Félagið er búið að fá svæði undir æfingaaðstöðu sína og er það í landi bæjarins Steins, skammt fyrir utan Sauðárkrók. Að sögn Smára er stefnan að koma þar upp góðu æfingasvæði fyrir skotæfingar með haglabyss- um, en hann segir að trúlega verði að leita annað með riffil- braut. Að sögn Smára eru félags- gjöldin helsta fjármögnun félags- ins, en einnig segir hann, að ætl- unin sé að hver sem er geti kom- ið á æfingasvæðið hjá Ósmanni og skotið þar gegn vægu gjaldi. Auk þess segir hann að stefnt sé á að taka upp samstarf við lögreglu í sambandi við námskeið í með- ferð skotvopna og hafa sýni- kennslu fyrir þá er sitja þau námskeið. En félagar í Ósmanni hafa ekki einungis hafist handa við upp- byggingu æfingasvæðis, heldur er félagsstarfið sjálft mjög líflegt og einu sinni í mánuði koma menn saman og ræða málin. „Við hittumst fyrsta þriðjudag hvers mánaðar og þá skoðum við myndbönd og spjöllum um allt sem viðkemur byssum og veið- um. Ætli megi ekki segja að við Smári Haraldsson formaður Skot- félagsins Ósmanns. „Eitt af því sem þessi félags- skapur hefur gert að verkum, er að menn hafa kynnst mjög vel og það er næsta víst að nú verður farið að hópa sig meira saman í veiðiferðir en áður hefur verið gert. Enda er ekkert gaman að vera einn á veiðum, því það verð- ur einhver að staðfesta sögurnar manns,“ segir Smári. Töluverð vinna Jón Pálmason, stjórnarmaður í Ósmanni, var einskonar fram- kvæmdastjóri byssusýningarinnar og segir hann að ágætlega hafi gengið að virkja félagsmenn við undirbúninginn. „Undirbúningurinn hefur kannski ekki verið svo ýkjalang- ur, en vinnan hefur verið tölu- verð. Það hefur samt tekist að virkja mannskapinn nokkuð vel og menn voru áhugasamir við að snapa uppi gamla gripi og skrá sögu þeirra ef hún var þekkt. Eins þurfti náttúrlega að vinna sýningarskrá og athuga sérstak- lega hverjar af eldri byssunum byggju yfir skemmtilegum sögum og finna myndir tengdar þeim,“ segir Jón. Byssusmiður á staðnum Að sögn Jóns voru flestar byss- ur sýningarinnar úr Skagafirði og meirihluti þeirra sem fengnar voru að, ættaðar úr firðinum. Það var þó ekki nóg með að ein- ungis væru sýndar byssur á sýn- ingunni, því á fyrri degi byssu- sýningarinnar var Agnar Guð- jónsson, byssusmiður, á staðnum og ræddi við fólk. „Agnar var með faglega ráð- gjöf hvað snertir meðferð skot- vopna, en tók einnig á móti pöntunum á varahlutum og við- gerðum. Auk þess kom hann með mikið magn af skammbyss- um með sér sem fólk hafði gaman af að skoða og sérsmíðaðar haglabyssur, metnar á hundruð þúsunda,“ segir Jón. Ánægðir með aðsókn Jón segist vera ánægður með aðsóknina á sýninguna, en á þriðja hundrað manns komu, skoðuðu og ræddu saman um skotvopn og skotveiðar. Meiri- hluti sýningargesta var úr Skaga- firði, en þó komu áhugasamir menn alla leið sunnan úr Reykja- vík og víðar að, til að skoða sýn- inguna. „Við erum mjög ánægðir með aðsóknina og ég hef ekki heyrt sagt neitt neikvætt um sýninguna sem slíka, enda held ég að segja megi að nokkuð myndarlega hafi verið að þessu staðið, þrátt fyrir að þetta hafi auðvitað engan veg- inn verið tæmandi hvað varðar fjölbreytileika. Merkustu byssurnar í augum Skagfirðinga, eru náttúrlega byssurnar sem Jón Ósmann átti, en að auki vorum við með stærstu haglabyssu landsins, sem er núm- er tvö og afmælisútgáfu af Rem- ington, metna á um hálfa milljón króna svo nokkuð sé nefnt. Ann- ars ræddu sýningargestir mikið saman og við fengum að heyra bæði gamlar og nýjar sögur af mörgum byssum sýningarinnar," segir Jón. Gaman að hafa staðið í þessu Sýningargripir í Safnahúsinu þessa helgina, voru vel á annað hundrað. Ekki bara venjulegar haglabyssur og rifflar, heldur á annan tug framhlaðninga, ein fallbyssa, nokkrar skammbyssur og sambyggð vopn fyrir hagla- skot og riffilskot. Einnig var sýnt hvernig gamlar byssur líta gjarn- an út þegar þær finnast. Það má því segja að byssu- menningin hafi blómstrað á Sauðárkróki um síðustu helgi, en væru félagar í Ósmanni til í að leggja í slíka framkvæmd aftur? „Eg hugsa að það gæti bara verið gaman að prófa þetta aftur að nokkrum árum liðnum. Þó hugsa ég að alveg megi eiga von á, að einhverjir aðrir muni fara af stað með byssusýningu í kjölfar þessarar annars staðar á landinu, enda var þetta engan veginn tæmandi sýning. Hvort við hengj- urn aftur upp í Safnahúsinu í framtíðinni verður tíminn bara að leiða í ljós, en altént er gaman að hafa staðið í þessu," segir Jón Pálmason. SBG Afmælisútgáfa af hálfsjálfvirkri Remington, metin á hálfa milljón. Dæmi um hvernig byssur geta litið út þegar þær finnast. ræðum um byssur eins og hesta- mennirnir um hestana. Meðal þess sem rætt hefur ver- ið um, er að félagið komi sér upp veiðisvæðum til að vernda hags- muni félagsmanna, m.a. vegna þess að Sunnlendingar ollu umtals- verðum búsifjum hér í firðinum á síðasta hausti og skyldu eftir sig sviðna jörð og óánægða bændur. Slíkt bitnar náttúrlega á okkur heimamönnunum og algerlega óhæft að menn séu að skilja eftir sig tómar bjór- og brennivíns- flöskur ofan í skurðum auk skot- hylkja," segir Smári. Dagfarsprúðir menn Smári segir að á hverju ári megi búast við einhverri uppá- komu hjá Skotfélaginu Ósmanni og segir hann það nauðsynlegan þátt í að minna á tilvist félagsins. Með uppákomum eins og byssu- sýningunni, segir hann að félags- menn sýni einnig fram á, að þeir séu ekki bara einhverjir skot- brjálæðingar, heldur dagfars- prúðir menn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.