Dagur - 16.04.1992, Blaðsíða 10

Dagur - 16.04.1992, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 16. apríl 1992 Fyrstu verðlaun í smásagnasamkeppni Dags og MENOR: Grámann - Höfundur: Valgeir Skagflörð „Þrefaldan brennivín í kók... það þýðir ekkert að vera að þessu bjórsulli. Maður verður aidrei almennilega fullur. AIIi, hvað drekkur þú?“ Þetta var einn af þessum dög- um þegar allt gengur á aftur- fótunum. Fyrsti snjórinn féll á götur borgarinnar, örtröö á dekkjaverkstæðunum, svo aö ég ákvað að láta reka á reið- anum um stundarsakir og ætl- aði að koma vetrardekkjun- um undir bílinn næsta dag, eða þar næsta. Að loknum löngum vinnudegi, sem gekk mest út á það að troða tónlist inn í höfuðið á mis hæfileika- ríkum píanónemendum mín- um, þá freistaðist ég til að tylla mér inn á næsta vertshús og pantaði mér tvöfaldan viskí. Ég gat ekki hugsað mér að taka á hversdagslegum vandamálum heima fyrir, einkum eftir að ég komst að því að mínir nemendur hefðu sýnt slakastan árangur það sem af var vetri. Það hlaut að vera eitthvað meira en lítið bogið við þær kennsluaðferðir sem ég við hafði, eða máski mátti þar um kenna slælegum áhuga mínum á starfinu. Ég var búinn að svolgra í mig hálfu þriðja viskíglasinu þegar einhver settist við hlið mér, tók kumpánlega utan um axlirnar á mér og hristi mig. Það var eins og armar mínir væru fastir í skrúfstykki á meðan aðrir hlutar líkamans skulfu og nötruðu. Ég hélt fyrst að jarðskjálfti hefði riðið yfir höfuðborgina, en svo sá ég andlit hans, kringluleitt og þrútið af brennivínsdrykkju, há kollvikin, þunnt rauðbirk- ið hár sem ekki var mikið eftir af á höfðinu á honum, breitt bros sem opinberaði tann- garðinn, sem var eins og Dresden eftir loftárásirnar forðum. Það kvað við durgs- legur hlátur. Hann var í jakka- fötum sem litu út eins og hann hefði sofið í þeim marg- ar nætur í röð og framan á skyrtunni gat að líta matseðil síðustu viku. Tölurnar voru alveg við það að springa á maganum, sem lafði stór og hvelfdur fram yfir buxnastreng- inn og ég gerði ráð fyrir að hann sæi ekki tippið á sér nema í spegli. Bjarndýrs- hrammarnir vógu um það bil tonn og þegar hann skellti öðrum þeirra þéttingsfast á bakið á mér, lá við að ég kast- aðist yfir barborðið. Mér rétt tókst að forða því að þriðja viskíglasið mitt færi um koll og hélt um það dauðahaldi. Hann hló ennþá meira fyrir bragðið. Ég horfði á hann skelfingu lostinn og bjóst viö að verða kýldur þá og þegar, án þess að ég vissi nákvæm- lega fyrir hvað. „Þekkirðu mig ekki helvítis fíflið þitt“? drundi í honum. Ég þekkti hann ekki. Þó ég hefði átt að vinna mér það til lífs að muna nafn hans, þá gat ég ómögulega komið þessu heljarmenni fyrir mig. Ég kærði mig ekki einu sinni um að þekkja hann. Ég þorði þó ekki annað en að vera kurteis. „Bíddu nú hægur. Á ég að þekkja þig“? spurði ég, y.fir- máta kurteis. „Hvaða djöfuls bölvuð merkilegheit eru þetta í þér drengur - þykistu ekki muna eftir mér?“ Þetta var norðlenska, svo mikið var víst. Ég renndi í gegnum nafnaforritið á amer- ískum hraða. Það var fljótlegt að nota útilokunaraðferðina, ég þurfti bara að einbeita mér að Norðlendingum, ég þekkti nú ekki svo ýkja marga. Hann gaf mér ekki færi á að hugsa. „Það er svona þegar menn verða frægir á íslandi, þá nenna þeir ekki að þekkja venjulegt fólk ... ekkert nema merkilegheitin, með nefið upp í loft.“ Ég greip frammí fyrir honum. „Hvaða læti eru þetta, leyfðu heilasellunum að vinna“, sagði ég og reyndi að hljóma á svipuðum nótum og hann. Hann virtist kunna að meta það. „Ég gef þér eina mínútu“, svo sneri hann sér að barþjón- inum og sagði: „Þrefaldan brennivín í kók ... það þýðir ekkert að vera að þessu bjór- sulli. Maður verður aldrei almennilega fullur. Alli, hvað drekkur þú?“ Hann kallaði mig Alla. Það hafði enginn kallað mig Alla síðan í gagnfræðaskóla. Ég hélt áfram að gramsa í minnis- stöðvum heilans. „Ertu heyrnarlaus? Hvað viltu drekka?“ hélt hann áfram. »Ég er með ... þakka þér fyrir samt.“ „Hvað er þetta - má ég ekki bjóða þér upp á smá dramm? Ertu orðinn svona djöfull fínn með þig maður? Er ekki sama hvaðan brjóst- birtan kemur eða hvað?“ „Viskí“, sagði ég lágróma og stóð mig að því að líta í kringum mig. Hann ítrekaði pöntunina við barþjóninn og hélt síðan áfram að tala. „Djöfull er langt síðan ég hef séð þig maður ... þú gerir það bara helvíti gott ... áttu ekki kerlingu og krakka? Ég lét gömlu sigla ... og krakk- ana ... fjögur stykki maður - helvíti fínir krakkar ... strák- urinn farinn á sjóinn ... heyrðu, ég var ekki fyrr flutt- ur út þegar hún tók annan stegg inn á sig ... þessar kerl- ingar maður ... alveg óút- reiknanlegar ... svo þurfti maður að punga út ... djöfull þurfti maður að blæða af seðl- um ... síðasti túrinn á vertíð- inni fór beint í helvítis með- lögin, já karlinn minn, það er sko engin miskunn hjá Magn- úsi, það þarf sko að gjalda keisaranum það sem keisar- ans er ... ertu ekki að koma með brennivínið maður“! öskraði hann svo á barþjón- inn. Svo hélt hann áfram að tala. Ég var enn ekki búinn að átta mig á hver þetta var. „Ég fór í uppskurð um dag- inn ... það var nú meira havaríið, ég varð svo kolrugl- aður af sprautunni sem ég fékk að ég var næstum búinn að nauðga einni hjúkkunni ... það tók þá hálftíma að svæfa mig ... sögðust bara aldrei hafa lent í öðru eins ... það hefði verið betra að láta kjöt- iðnaðarmenn krukka í mig en þessa andskotans blábjána á spítalanum ... en mikið djöf- ull voru þær flottar sumár hjúkkurnar þarna maður ... helvíti næs ... ég fór að grín- ast við eina og sagði svona við hana - getur maður nokkuð fengið sér á broddinn þegar bakið á manni er orðið svona liðónýtt? Ha, ha, ha. Hún flúði út af stofunni ... helvíti flott kerling ... Þeir skáru sundur og saman á mér bak- ið ... eins og flesk ... maður lá þarna í góðu yfirlæti eins og úrbeinað svín ... ha, ha, ha ... verst að geta ekki unn- ið ... helvítin ætluðu að reka mig í megrun ... sögðu að hryggurinn á mér mundi ekki þola álagið til lengdar ... ég hló bara að þeim ... maður er búinn að þræla til sjós í fimmtán ár og hefur látið sig hafa hitt og þetta, skvett í sig, farið upp á hundrað kerling- ar, rotað nokkra; svo segja þeir að ég megi ekki vinna ... ha, ha, ha, manstu þegar við slógumst í portinu fyrir aftan verbúðina? Útaf kerlingu ... stelputuðru ... ég man ekki einu sinni hvort hún valdi mig eða þig ... kannski hvorug- an ... þá var öldin önnur Barþjónninn hafði lagt glösin á borðið og ég horfði á heljarmennið hvolfa hálfu glasinu í sig í einum sopa. Ég var smám saman farinn að átta mig á hver þarna var á ferðinni, en breytingin á manninum var svo lygileg að ég var ennþá í hálfgerðum vafa. Hann hét Grímur og sat með mér allan barnaskólann og tvo vetur í gagnfræða- skóla, en þá þurfti að senda hann til vandalausra norður í land vegna þess að móðir hans dó úr berklum, en faðir hans hafði flust til Ástralíu. Ég mundi eftir honum sem viðkvæmum dreng sem ekki mátti neitt aumt sjá. Hann safnaði að sér flækingsköttum úr hverfinu og geymdi þá í gömlum kartöflukofa ekki langt frá húsinu sem hann bjó í. Þeir fjölguðu sér ört og ekki leið á löngu þar til þeir urðu hálfgerð plága á hverfinu, svo lögreglan tók sig til einn dag- inn og grisjaði stofninn. Gamli kartöflukofinn var jafnaður við jörðu. Við strákarnir stóðum hjá og mótmæltum þessari sví- virðilegu aðför að blessuðum kettlingunum hans Gríms með því að kasta grjóti í löggu- bílinn, en þeir svöruðu okk- ur með því að rífa uppáhalds fressköttinn hans Gríms úr fanginu á honum og skjóta hann fyrir augunum á honum. Hann var grettinn, grár og Ijótur, með hálfa rófu, á stærð við fjárhund og grimmur eins og ljón, en var hændur að Grími, sem kallaði hann Grá- mann. Grámann var meira að segja pantaður alveg sérstak- lega í hús til að ráða niðurlög- um stórrar rottu sem kom upp um klóakið í kjallaranum og skelfdi húsmóðurina svo, að leggja varð hana inn á sjúkra- hús með alvarlegt taugaáfall. Eftir klukkustundar langan, erfiðan og tvísýnan bardaga, tókst Grámanni að drepa völskuna og dró hana á kjaft- inum fram á tröppurnar þar sem við strákarnir klöppuðum honum lof í lófa. Það var að vísu all sóðalegt um að litast í íbúðinni og Grámann hlaut nokkra áverka, en engu að síður var hann hetja dagsins og við leyfðum honum að éta allan aflann sem við drógum á land með færunum okkar á bryggjunni. En Grámann var allur og Grímur sást ekki úti við í marga daga á eftir. Hann grét sig í svefn á hverju kvöldi og mamma hans fékk engu tauti við hann komið. Síðast hitti ég Grím þegar ég var að spila á dansleik vest- ur á fjörðum. Það var einmitt eins og hann sagði, við slóg- umst í portinu fyrir aftan ver- búðina út af kvenmanni - en sá kvenmaður var þá unnusta hans, sem hann átti síðar eftir að kvænast og eiga með fjög- ur börn. Sú gamla sem hann hafði látið sigla. Ég hafði víst eitthvað verið að gera mér dælt við hana, hún hafði reyndar ekki fyrir því að segja mér að hún væri trúlofuð. Við vorum að kyssast á bakvið tunnustafla í portinu þegar hann kom að okkur. Einhver hafði sagt til okkar. Það skipti engum togum, að ég var kýld- ur í klessu, en svo þekkti hann mig aftur og vildi þá ólmur sættast við mig - bauð mér heim til sín og hellti í mig miklu magni af brennivíni sem blandað var með volgu kóka kóla svo að ég dó á endanum uppi í sófa þegar komið var fram á næsta morgun. Félagar mínir í hljómsveitinni leituðu mín hús úr húsi í tvo klukkutíma áður en þeir fundu mig og hálf báru mig út í bílinn sem skrölti með okkur yfir grýtta fjallvegi suður til Reykjavík- ur. Ég rankaði við mér á miðri leið og mundi tæpast eftir atburðum næturinnar. Þarna sat Grímur ljóslif- andi við hlið mér á barnum og rakti fyrir mér raunir sínar, rétt eins og ég hefði hitt hann síðast í gær. „Þú ert alltaf eins ... mér líkaði alltaf vel við þig ... þú varst bölvaður tittur, en ágæt- is strákur ... ég vissi alltaf að þú mundir verða eitthvað ... þú varst alltaf svo helvíti flinkur að spila maður ... skólaskemmtanirnar í gamla daga ... manstu? Það var hel- vítis stuð alltaf í kringum þig ... og partíin ... ef það var píanó á staðnum - þá hélst þú alltaf uppi fjör- inu ... Litli Mozart ... ég man það alltaf ... stelpurnar kölluðu þig litla Mozart ... djöfull var alltaf gaman að þér drengur ... ég fór upp í trygg- ingar í dag og náði í pappír- ana mína ..." Hann dró upp einhverja pappíra og sýndi mér. „Þetta er ég í dag ... sjötíu og fimm prósent öryrki ... ég ætti kannski að setja það í símaskrána ha? Grímur Jóns- son öryrki ... það er helvíti flott ... maður hættir að draga verðmæti úr sjónum og fer í staðinn að búa til möpp- ur handa möppudýrum inni á vernduðum vinnustað ... maður verður alveg moldrík- ur á því ... þrjú hundruð kall á tímann ... ég þarf að búa til möppur í heilt ár til að hafa upp í einn sæmilega góðan tíu daga túr ... eða tvö ár til að fá það sama og ég fékk í fyrra þegar við seldum aflann í Grimsby ... þá óð maður í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.