Dagur - 16.04.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 16.04.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 16. apríl 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Að yfirborðsmennskan nái ekki yfirhöndinni Nú er dymbilvikan hafin og fram- undan eru páskar - önnur af stór- hátíðum kirkjunnar. í dymbilviku minnast kristnir menn pínu og dauða frelsarans en á páskadag upprisunnar sjálfrar. í hugum margra íslendinga eru jólin höfuð- hátíð kristninnar en páskarnir hafa aldrei náð að skipa þann sess sem þeim er þó ætlað í trúarlegu tilliti. Vera má að árstíðabundnar ástæð- ur valdi þar nokkru um. Jólin kveikja ljós á dimmum dögum en með páskunum hefst vorkoman í hugum margra. Á páskum er dag- inn farið að lengja og menn kjósa að njóta þessara frídaga við úti- veru eða í hvíld fjarri streitu hins daglega lífs. Dymbilvikan og páskahelgin hafa því tekið á sig nokkuð annan blæ á síðari árum án þess að unnt sé að tengja þær breytingar beinlínis við þverrandi trúaráhuga. Með komu dymbilvikunnar og páskanna hefst einnig sérstakt tímabil í starfi kirkjunnar - tímabil sem tengir einstaklinga sterkari böndum við trúarlífið en margt annað. Er þar átt við fermingarnar. Á síðari árum hafa margar raddir heyrst um að hinn trúarlegi þáttur þeirra skipti orðið minna máli. Fermingarundirbúningurinn og fermingarathöfnin sjálf séu aðeins tilefni til þess að gera sér daga- mun og það sem um munar í mörg- um tilvikum. Hinn kristni grund- völlur fermingarinnar vilji oft gleymast innan um veisluhöld úr hófi fram og ótrúlegt gjafaflóð. Unglingar gangi götuna upp að altari kristinnar kirkju fremur til þess að taka þátt í veislum og þiggja gjafir en meðtaka þann boð- skap - þær gjafir sem frelsarinn færði mannkyninu samkvæmt kristnum skilningi. Löngu er orðið ljóst að margir kosta meiru til hins veraldlega hluta fermingarinnar en þeir hafa í raun ráð á. Gjafir virðast ekki leng- ur gegna því hlutverki einu að gleðja börnin sem eru að búa sig undir unglingsárin - heldur sýna stöðu fólksins er þær færir. Sam- keppnin um hver gefur dýrustu gjafirnar er orðin of ríkjandi og í framhaldi af því vakna spurningar um hvað sé í raun verið að innræta börnum og unglingum með þvílíku athæfi. Fermingargjafir nútímans eru því miður komnar út í slíkar öfgar að vafasamt er að þær veki virðingu fyrir þeim efnislegu hlut- um sem óhjákvæmilega eru þó hluti af daglegu lífi fólks í nútíma samfélagi. Er orðin hætta á að verðmæti gjafanna veki upp þá hugsun að flestu megi eyða en hugmyndir um ráðdeild og sparn- að hverfi út í hin ystu myrkur? Um slíkt er erfitt að fullyrða en því meiri ástæða til þess að taka þau mál til íhugunar. Um páskadagana munu margir njóta hvíldar frá daglegu amstri. Aðrir munu eflaust sakna glaums og gleði hinna venjubundnu helga. Börn munu staðfesta fermingar- heit sitt og fjölskyldur og vinir fagna því við dýrindis veisluborð. Fermingarnar leiða oft saman ætt- ingja sem annars gefa sér nauman tíma til að hittast. Slíkt er af hinu góða og sem betur fer eru sam- skipti fólks og fjölskyldna hér á landi með öðru og nánara móti en tíðkast hjá mörgum nágrannaþjóð- um okkar. Engu að síður verðum við að gæta þess að yfirborðs- mennskan nái ekki yfirhöndinni í þeim mannlegu samskiptum. Hún leiðir tæpast til velfarnaðar en get- ur hæglega vakið togstreitu og öfund í garð náungans. í von um að landsmönnum auðnist að horfa til þess sem meira máli skiptir ósk- ar Dagur lesendum sínum gleði- legrar páskahátíðar. ÞI lAKÞANKAR Kristinn G. Jóhannsson Um yfirnáttúrulega sjóði og peninga sem helgast af frjálsborinni spillingu og gegnheilli hræsni Og nú er vorið á næstu grösum og Harpa, þessi besti mánuður ársins, að koma í hlaðvarpann. „Best eru vorirí' stendur í kvæðinu og ég er því sammála. Það breytir hins vegar ekki því að ekki verður öllu lengur slegið á frest að horfast í augu viö kartöflugarðinn og þaö er fjarri því að það auki mér bjartsýni. Ég er að vísu löngu byrjaður að horfa á hann en með ábyrgðar- lausu kæruleysi, þess konar augnagotum eins og gróður- mold fær einatt um vetrin. Þeg- ar ég horfi hins vegar núna á hann er mér hreint ekki skemmt. Hann hefur þess kon- ar yfirbragð að ég held hann sé gjaldþrota eins og svo margt annað eftir veturinn. Hann hefur alltaf verið magnaður með það þessi garður að taka sér einatt til fyrirmyndar það í umhverfi sínu sem síst er til eftirbreytni. Núna datt honum t.d. í hug að heimta greiðslustöðvun til að endurskiþuleggja sig og koma á aukinni hagræðingu. Ef ég þekki hann rétt heimtar hann næst að verða tekinn til gjald- þrotaskipta eða að hann verði einkavæddur og þar á eftir stofnað um hann almennings- hlutafélag. Mér líst ekkert sér- lega vel á þetta en er þó að hugsa um að sækja um lán til að leggja hann niður og taka upp úr honum þær fáu kartöflur sem enn eru í honum síðan síðast. Frú Guðbjörg sem er oft raunsærri en hentar umhverfi hennar, stakk uþp á því um daginn að best væri að hellu- leggja hann. Þessa uppástungu byggir hún á reynslu af upp- skerunni undanfarin ár. Svona raunsæi er öndvert þeirri rómantísku athafnasemi sem við hin erum haldin og er undir- staða fjölbreytts atvinnulífs í fiskeldi, loðdýrarækt og kvik- myndagerð. Sem sannur islendingur vil ég auðvitað halda rekstri kart- öflugarðsins áfram og ætla að setja niður í hann bláar kartöflur í vor og ef svoleiðis útsæði er ekki til hjá „Öngli“ skal ég mála útsæðið sjálfur til að fá þetta afbrigði sem enn er ekki sann- reynt að drepist í þessari sér- stöku mold sem ég á þarna. Eins og aðrir athafnamenn tek ég allt framyfir rök og reynslu enda lét ég fyrir löngu gera arðsemisútreikninga fyrir þetta fyrirtæki mitt og þeir sýna svart á hvítu að ég er alltaf að græða á þessu og þótt gróðinn sé nei- kvæður um þessar mundir og hefir raunar alltaf verið dettur mér ekki í hug að gullaugað geti storkað hagfræðinni til lengdar. Allra síst blátt gull- auga. Nú virðist ekki auðugt um rekstrarlán hjá venjulegum pen- ingastofnunum og ég tel að bor- in von sé að Halldór Blöndal láti mig fá úreldingarlán á garðinn minn og því hefi ég sótt um fyrirgreiðslu úr þeim einum sjóði íslenskum þar sem aldrei er þurð og heitir Auglýsinga- og hjálparsjóður ríkisins. Þessi sjóður á sér uppsprett- ur sem enginn veit hvar eru en eru óþrjótandi. Hann hefur líka þá náttúru að honum er varið þannig að tryggt sé að hann komi að sem minnstu gagni því málefni sem hann á að sinna. Þetta er góður sjóður og hefur á sér það yfir- bragð frjálsborinna hugsjóna sem gefur allri hagfræði langt nef. Ég veit þið hafið tekið eftir því eins og ég að okkur eru stund- um birtar tölur af öðrum heimi en viö lifum í. Þetta eru tölur sem eiga til allrar hamingju ekk- ert erindi við efnahagskreppu, samdrátt eða skerðingu. Þið hafið glaðst eins og ég þegar okkur var sagt t.d. á dögunum að Ólafur okkar Ragnar hefði varið um það bil átta hundruð milljónum til að „markaðssetja" Spariskírteini Ríkissjóðs. Ég veit þiö hafið líka tekið eftir því að auglýsingar vegna skatta- mála og breytinga á skattakerf- inu voru utan við hversdagsleg- an raunheim okkar hinna og fleiri dæmi eru tiltæk af þessari sérstöku fjárfestingu. Það sem var síðan frumlegast við úthlut- un þessarar frjálsbornu milljóna var að dreifing þeirra var einatt i öfugu hlutfalli við áhrifamátt þeirra fjölmiðla sem nutu þeirra. Það er líka skemmtilegt við þennan sjóð að ekki er vitað til að nokkur þurfi um að fjalla hvernig honum er varið. Núna upþ á síðkastið hefur hluti þjóð- arinnar staðið dálítið á öndinni þegar annar Ólafur en Ragnar hefur upphafið kröfur um að skólakerfið skuli hírudregið um svo sem fjórðung þess sem varið var í „markaðssetningu" sparnaðar. Það datt engum í hug það væri umræðuvert að verja milljarði eða tveimur í auglýsingastofur og hálfdauð flokksmálgögn. Það er eins og sést á þessu litla dæmi expressioniskur svip- ur á hagkerfinu og það er að því leyti afstrakt að það hefur eng- an samjöfnuð við neitt sjáanlegt sem við þekkjum og þess vegna veit ég ekki nema þjóðráð frú Guðbjargar væri tilvalið í þessu dæmi þ.e. að helluleggja kerfið þannig að hvorki verði í það sáð né neinn svona kostulegur ávöxtur upp úr því tekinn. En áður en það gerist ætlast ég til að eitthvert ráðuneytið setji upp skilti í garðinum mínum og greiði fyrir úr þessum sérkenni- lega sjóði sem er hafinn yfir lög og alþingi. Mérfinnst að auglýs- ingin á garðspjaldinu mínu gæti verið: „Eyðið sparnaðinum sem fyrst, hann fer hvort sem er í skattinn fyrr en varir.“ Þar sem garðurinn minn er ekki í alfara- leið og fáir mundu sjá auglýs- inguna held ég hann fullnægi ítrustu kröfum Auglýsingasjóðs ríkisins. Hvað á svo að spara mikið í heilbrigðiskerfinu? Væri ekki rétt að auglýsingasjóðurinn taki að sér rekstur gjörgæsludeilda og Rio-peningar gætu síðan ábyrgst fæðingaheimilin. Kr.G.Jóh.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.