Dagur - 16.04.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 16.04.1992, Blaðsíða 6
r- I IA ÍO ''HO I. ■* U < 6 - DAGUR - Fimmtudagur 16. apríl 1992 BÖRNIN OKKAR Kristín Linda Jónsdóttir Hver er staða foreldra á íslandi í dag? Eftir að hafa skrifað á annan tug greina, um börn, verður mér sífellt betur og betur ljóst að það er fyrst og fremst einn eiginleiki sem foreldrar í nútímasamfélagi þurfa að hafa til að bera. Það er að segja að vera „ofurmenni“. „Ofurforeldrar“ sem geta allt, vita allt, hafa endalausan tíma og orku og missa aldrei stjórn á sér í hita Ieiksins. For- eldrar sem gera og velja alltaf allt sem er börnun- um þeirra fyrir bestu og aldrei neitt annað. „Ofur- menni“ sem jafnframt foreldrahlutverkinu sinna öllum öðrum skyldum í mannlegu samfélagi, standa sig í vinnunni, áhugamálunum, félagsstörf- unum og samkvæmislífinu. En öll erum við mannleg og löng yrði leitin að „ofurforeldr- unum“. Segja má að eitthvert örlagaríkasta skref á lífsferli hvers einstaklings sé að vera for- eldri. Jafnvel val á maka og ævi- starfi má endurskoða en hver sá sem tekur í fangið lítið ósjálf- bjarga barn, barnið sitt, verður ávallt foreldri þess barns. Hvernig líður þér og mér sem foreldrum? Hvað er að vera for- eldri? Er það staða, starf, auka- vinna, áhugamál eða aðalhlut- verk okkar í lífinu? Hver er staða foreldra á íslandi í dag? Til að leita svara við þessum spurningum kvaddi ég dyra hjá Karólínu Stefánsdóttur, félags- ráðgjafa, sem er fjölskylduráð- gjafi hjá Heilsugæslustöðinni á Akureyri, heyrum hvað hún hef- ur að segja. - Karólína, hver er staða for- eldra á íslandi í dag? „Staða foreldra á íslandi í dag, og ef til vill í öllum hinum vest- ræna heimi, er á margan hátt ákaflega erfið og engan veginn í samræmi við mikilvægi foreldra- hlutverksins. Segja má að for- eldrar séu einskonar byggingar- meistarar fjölskyldunnar sem er grunneining þjóðfélagsins. Þeir miðla ríkjandi hefðum og gildum samfélagsins til komandi kyn- slóða. Ungt fólk fær mjög litla fræðslu og stuðning til að geta tekist á við þetta mikilvæga hlutverk. Við getum spurt okkur hvort einhver eining eða stofnun í samfélaginu gegni mikilvægara hlutverki en að viðhalda mann- legu lífi á jörðinni? Það er viðurkennt og jafnvel talið nauðsynlegt og eðlilegt að hver sá sem ætlar að ala upp og temja hund eða hest sæki nám- skeið eða skóla til að valda því hlutverki. Hæfni okkar sem for- eldra komandi kynslóðar virðist hins vegar vera talin meðfædd og því engin þörf á fræðslu eða stuðningi til handa foreldrum! Þetta er auðvitað alrangt." Brýnasta verkefnið Að sögn Karolínu valda ýmsir samverkandi þættir í íslensku nútíma þjóðfélagi því hve erfið staða foreldra er. Þættir eins og langur vinnudagur, breytt fjöl- skyldugerð, óhagstæð húsnæðis- stefna og skortur á gæslu fyrir börn á leikskólum og skóladag- heimilum. „Við getum orðað það svo að fjölskyldan sé vanrækt af hálfu hins opinbera sem aftur má telja til ríkjandi viðhorfa sem við fæð- umst öll inn í og gera það að verkum að okkur hættir til hverju og einu að loka á tilfinningalegar þarfir. Það bitnar harðast á börn- unum. Á árum áður var mun meiri samfella í lífi fólks, þá bjuggu jafnvel þrjár kynslóðir undir sama þaki, tengsl við náttúru og dýr voru meiri og samfélagið í heild sinni og hlutverk hvers ein- staklings mun einfaldari en nú er. Að mínu mati er eitthvert brýnasta verkefnið í okkar sam- félagi að leita leiða til að efla og styrkja heilbrigt fjölskyldulif,“ sagði Karolína. Tilfinningaleg nærvera - Hver er mikilvægasti þátturinn í að byggja upp heilbrigt fjöl- skyldulíf? „Nýjustu rannsóknir, á þessu sviði, benda til þess að mikilvæg- asti þátturinn í foreldrahlutverk- inu sé tilfinningaleg nærvera og hvernig tilfinningaleg tengsla- myndun tekst til. Það skiptir grundvallarmáli fyrir andlega og tilfinningalega heilsu barnanna okkar og líðan foreldranna. Leitt hefur verið líkum að því, að til- Eru börnin okkar best þegar þau sofa? finningaleg vanræksla á börnum sé einn höfuð orsakaþátturinn að alvarlegustu vandamálum sam- tímans. Ef okkur tekst að upp- fylla tilfinningalegar þarfir barn- anna okkar og þróa einlæg sam- skipti sem byggjast á réttlæti, fullri athygli, hlustun og skilningi verður foreldrahlutverkið bæði margfalt auðveldara og ánægju- legra en ef mannleg samskipti eru í molum. Veganesti okkar for- eldranna er eðlilega misjafnt en það er okkar að vinna úr því og leitast við að ná þeirri færni í mannlegum samskiptum að við getum tekist á við erfiðleika og vandamál sem alltaf geta komið upp. Ef við „lokum á vandann“ upplifum við vaxandi spennu. Óleystir samskiptaerfiðleikar lag- ast ekki af sjálfu sér þeir geta grafið um sig og verða oft erfiðari viðfangs því lengra sem líður.“ Byggjum upp eigin sjálfsmynd - Áttu einhver góð ráð til að bæta mannleg samskipti? „Aukin sjálfsþekking, sjálfs- styrkur, einlægni og virðing gagn- vart sjálfum sér og öðrum eru allt lykilatriði í bættum samskiptum. Það er mikill fróðleikur í því fólginn að kynna sér fortíð sína, sögu formæðra og forfeðra, kynn- ast eigin bakgrunni og vinna úr þeirri þekkingu. Við erum að spinna okkar eigin fjölskyldu- sögu, ákvarðanir okkar og val í dag mun hafa áhrif á komandi kynslóðir í gegnum börnin okkar. Við sem foreldrar þurfum að átta okkur á því að það er öllum fyrir bestu, ekki síst börnunum okkar, að við virðum og berum ábyrgð á andlegri og líkamlegri heilsu okkar sjálfra. Allt sem við gerum jákvætt fyrir okkur sjálf hefur áhrif á sjálfsmynd okkar, líðan og samskipti við annað fólk. Við þurfum að vera fær um að viðurkenna og tjá eigin tilfinn- ingar og langanir hvort sem um er að ræða jákvæðar eða erfiðar tilfinningar. í foreldrahlutverkinu getur verið ákaflega mikils virði að ýta hversdagslegu amstri til hliðar, eitt andartak, og njóta þess að vera til með börnunum sínum, eiga með þeim ótal litlar ánægju- stundir.“ „Ofurmömmur“ sem ætla að láta dæmið ganga upp - Nú starfar þú sem fjölskyldu- ráðgjafi, hver eru algengustu vandamálin sem foreldrar leita til þín með? „Þau eru af ýmsum toga, en ég býst við að samskiptavandamál og um leið tilfinningaleg vanlíðan sé útbreiddasti vandinn. Þar eiga annars vegar hefðbundin kyn- hlutverk og hins vegar aukin streita og firring nútímans sinn þátt. Það er mjög algengt munstur að mæður eiga erfitt með að gæta eigin þarfa í foreldrahlutverkinu. Þær stunda sína vinnu og sinna auk þess börnum og heimilis- störfum. Þær ýta oft eigin þörfum til hliðar og verða mjög bundnar börnum og heimili. Feðurnir vinna mikið og sinna gjarnan áfram eigin áhugamálum þrátt fyrir foreldrahlutverkið. Mæð- urnar leitast við að láta heimilis- lífið ganga en að því kemur að þær fyllast reiði og óþoli eða dep- urð og kvíða. Feðurnir upplifa hins vegar gjarnan að mæðurnar geri til þeirra ósanngjarnar kröfur, séu tilfinningasamar og mikli allt fyrir sér. Þar með eru allir vansælir. Auðvitað þarf að virða þarfir beggja og deila ábyrgðinni sem fylgir foreldra- hlutverkinu og rekstri heimilisins á sem sangjarnastan hátt. Öll togstreita og andleg kreppa for- eldra bitnar á tengslum þeirra við börnin sín.“ Breytum til vetri vegar - Hver er lausnin? „Það er nauðsynlegt að leita lausna sem hæfa þörfum allra fjölskyldumeðlima. Leitast við að semja um hlutina, hagræða, velja og hafna. Þar sem báðir for- eldrar sameinast um uppeldið þurfa þeir að hafa tíma fyrir sjálfa sig, með börnunum, og tíma til að rækta sambandið við makann. Stöldrum því við og veltum því fyrir okkur hvað það er sem raunverulega skiptir máli í lífinu. Hvert er okkar stærsta hlutverk? Veljum sjálf og höfnum en lát- um ekki stjórnast af þrýstingi frá umhverfinu. Hvers virði er allt það sem við nýtum tíma okkar til? Hverju viljum við sleppa og hvað skiptir okkur sjálf raun- verulega máli? „Ofurforeldris- ímyndin" hefur fyllt marga for- eldra vanmetakennd og sektar- kennd. Gætum þess að reyna ekki að geðjast öllum. Viður- kennum einlæglega fyrir sjálfum okkur og öðrum að við séum mannleg og höfum hvorki enda- lausa orku eða tíma, gleymum ekki eigin þörfum þvf þá kemur sá dagur að við kiknum undan álaginu. Minnumst þess að samveru- stundir með börnunum okkar hjálpa okkur til þess að verða ríkari og betri manneskjur.“ Rannsóknir sýna eftirfarandi ein- kenni á heilbrigðri fjölskyldu: Hún sýnir jafnvægi, hreinskilni og hlýju í tengslum milli einstaklinga. - Sýnir góð tjáskipti innbyrðis. - Sýnir hollustu í verki, sýnir traust. - Sýnir stuðning. - Sýnir gagnkvæma virðingu. - Er samvistum, bregður á gaman innbyrðis, skemmtir sér saman. - Greinir glöggt milli kynslóða. - Innrætir ábyrgð. - Kennir mun á réttu og röngu. - Heldur í gamlar hefðir. - Virðir einkalíf hvers og eins. - Kann að meta gagnkvæma hjálpsemi. - Leitar aðstoðar, ef nauðsyn krefur. Samkvæmt bandarískri könnun. Næsti þáttur: Börn og slys

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.