Dagur - 16.04.1992, Side 11

Dagur - 16.04.1992, Side 11
Fimmtudagur 16. apríl 1992 - DAGUR - 11 Viðurkenning í smásagnasamkeppni Dags og MENOR: Orðin í rykmii - Höfundur: Rósa Jóhannsdóttir seðlum ... ég splæsti meira að segja á mig mellu ... helvíti flott stelpa ... ég fór nú illa út úr því ... hún smitaði mig af helvítis pöddum, en ég fékk pensilínsprautur á stíminu heim og hálf haltraði í land ... ég var svo marinn á rassgatinu ... en kerlingin slapp við pöddurnar ... hún komst aldrei að þessu ... strákarnir þögðu náttúrlega eins og einn maður ... ég var svo helvíti fullur ... djöfuls bölvað kæruleysi maður ... það borgar sig ekki að fikta við mellurnar, þær eru stór- hættulegar ... djöfull átti maður af peningum þá. Nú má maður þakka fyrir að verða ekki gerður upp af hinu opinbera ... annars er nú ekki um auðugan garð að gresja hjá mér ... kerlingin hirti allt eftir skilnaðinn ... eða réttara sagt, hún sat eftir í skuldasúp- unni ... ég setti bara mitt haf- urtask oní ferðatösku og flaug suður ... enda er ég frjáls maður ... ekki lífsgæðaþræll eins og hinir ... mér leið alltaf vel á sjónum ... djöfuls bölv- aður þrældómur auðvitað ... en samt ... maður finnur eitt- hvert frelsi þegar maður velt- ist þetta úti á ballarhafi og sér ekkert nema blautan sjó og himin allt í kring ... það var oft helvíti kalt að staulast út á dekk á morgnana með stír- urnar í augunum ... en maður vann sér bara til hita ... það var gott að slappa af eftir vaktina ... maður las ... ég las þennan rússneska ... hvað heitir hann? ... evskí eitt- hvað ... hann myrðir ein- hverja samansaumaða kerl- ingu með öxi fyrir einhverja smáaura ... Dostójevskí já ... alveg rétt ... glæpur og refsing ... helvíti fín bók ... mér fannst hún dálítið þung fyrst ... en svo náði ég að komast inn í hana ... djöfull mögnuð saga ... Raskolni- koff ... það er sko minn mað- ur ... maður skilur hann svo vel ... ég ætti kannski að fara vestur aftur? Kýla þennan dela sem er að hoppa á kerl- ingunni? ... Andskotinn ... það hefur nú lítið upp á sig ... ég er orðinn svo léleg- pr ... ég er viss um að ég get ekki einu sinni slegist leng- ur ... til hvers svo sem ... ég bankaði kerlinguna nokkrum sinnum ... það gekk náttúr- lega ekki til lengdar - enda finnst mér ódrengilegt þegar karlmenn berja konur, þær eiga það stundum skilið að danglað sé aðeins í þær, það er ekki það ... það er samt bara eitthvað lúalegt við það ... ég var nú alltaf svo fullur að ég mundi ekkert eftir því ... síðast endaði hún kjálkabrotin upp á spítala ... ég skrölti þangað uppeftir með blóm ... það sást varla í hana fyrir umbúðum - hún fékk taugaáfall þegar hún sá mig ... þeir hentu mér út með djöfuls látum ... krakkagrisl- ingarnir skíthræddir við mig ... ég lagði aldrei hendur ákrakkana ... mérþykirvænt um börnin mín. Ég hef komið vel fram við þau ... kom heim frá Grimsby með fulla ferða- tösku af fötum, leikföngum, gotteríi og alls konar helvítis drasli ... þau urðu alveg alsæl með það ... fínir krakkar ... helvíti fínir ... ætli maður sjái þau nema endrum og sinnum næstu árin ... veistu hvað mér finnst verst í sambandi við þessa krakka? Maður fær aldrei almennilega að fylgjast með þeim vaxa úr grasi, það var nú svona og svona þegar maður sjálfur var að alast upp - ég strengdi þess heit að vera almennilegur við börnin mín ... en svo var maður náttúrlega alltaf úti á sjó ... hitti þau sjaldan,, svo eru þau slitin frá manni einn góðan veðurdag ... maður sit- ur uppi einn og vitlaus ... manstu þegar löggan drap alla kettina mína ... og Grá- mann ... Grámann gamli, það var helvíti fínn köttur og þeir stútuðu honum fyrir framan mig ... maður var bara krakki þá - en það er sama ... mér þótti vænt um kettina mína ... manni þykir vænt um allan fjandann ... kerlinguna líka ... lífið ... þó að það sé helvíti skítt stundum ..." Ég sá að heljarmennið Grímur Jónsson var um það bil að tárast. Hann kyngdi kekkinum sem hann var kom- inn með í hálsinn og ég hélt að hann væri hættur að tala í bili, en svo hélt hann áfram. „Það er til dæmis helvíti skítt núna ... Grímur Jóns- son, maður á besta aldri, sjötíu og fimm prósent öryrki ... af eintómum þræl- dómi, skuldugur upp fyrir haus ... ég er ekkert að vor- kenna mér, þetta er bara svona ... eins og að spila í happdrætti, stóri vinningurinn fer til þeirra sem eiga nóg fyr- ir ... hinir halda áfram að leggja í púkkið handa næsta vinningshafa ... svona gengur það ... hring eftir hring eftir hring ... það er engin tilviljun að núll skuli vera táknað með hring ... þegar hringurinn lokast þá stendur ekkert eft- ir ... ekkert ...“ Hann reikaði út af barnum án þess að kveðja. Ég horfði á eftir honum. Hann sneri sér við á miðri leið, veifaði til mín og kallaði: „Alli - djöfull var gaman að hitta þig ... heyrðu, heldurðu að Grámann gamli hafi ekki farið til himna?“ „Jú, alveg örugglega“, kall- aði ég á móti. Ég sá hann hverfa í snjómugguna fyrir utan. Ég kláraði úr glasinu mínu og komst að því, að litlu vandamálin mín væru afskap- lega lítilsverð og í raun auð- leysanlegri en mig hafði órað fyrir. Ég gekk fagnandi út í hríðina og naut þess að finna kaldan vindinn bíta mig í kinnarnar. Það var orðið hrörlegt. Húsið. Gamalt. Og enginn hafði búið þar svo lengi. Enginn. Það hafði staðið autt. Lengi. Hún stóð við fúið garðs- hliðið. Horfði upp eftir gang- stígnum. Hálf földum. í grasi. Upp tröppurnar og á útidyrn- ar. Horfði. Á gluggana sem störðu tómum, hálfluktum augum hússins. Störðu á hana þar sem hún stóð og studdi hendi á hliðið. Þau störðu á hana myrkum augum hússins sem hún hafði eitt sinn yfir- gefið. Það héngu ennþá gardínur fyrir þeim. Gluggunum. Eng- inn hafði haft sinni á að taka þær niður. Enginn hafði haft sinni á að taka eitt né neitt niður. Hún kreisti lykilinn í hend- inni. Kreisti svo að hann skarst inn í lófann. Hún klappaði laust á hliðið. Nokkrum sinnum. Laust. Eins og til að heilsa. Eins og til að sýna að hún væri vinveitt. Eins og til að milda þessi myrku, sársaukafullu augu sem störðu svo stíft á hana. Augu sem hún hafði eitt sinn yfirgefið. Eins og til að biðjast fyrir- gefningar á að hafa farið. Far- ið svona fyrirvaralaust. Farið og skilið allt eftir. Þungbúin skýin voru lögst niður við jörð. Grétu tárun- um sem hún hafði skilið eftir. Og hún opnaði hliðið. Gekk upp stíginn. Gekk upp tröppurnar. Stóð kyrr. Hall- aði sér upp að hurðinni. Lagði vangann að hurðinni. Útidyr- unum. Eitt andartak. Strauk flagnaða málninguna burt. Með fingrunum. Hún fálmaði eftir skránni. Stakk lyklinum í og snéri. Snéri hægt. Það ískraði. Hún stóð á þröskuldinum og horfði inn. Gamalkunn lyktin kom á móti henni. Gamalkunn. Mettuð ryki margra ára. Hún gekk inn ganginn. Skildi eftir sig spor í rykinu. Kveikti ljósin í stofunni. Það var allt eins. Allt eins. Eins og það var þá. Nema rykið. Óskýrar útlínur undir ryklagi. Óskýrar. Hún lokaði augunum. Hljóðnaður hlátur þessa húss bergmálaði gegnum veggina. Hló að henni. Þöglar raddir fortíðarinnar þrengdu sér gegnum þykka þögnina. Þrúgandi, rykmett- aða þögnina. Orð sem voru aldrei sögð þyrluðust upp með rykinu. Þegar hún snerti. Þegar hún hreyfði sig. Órð sem voru aldrei sögð. Blönduðust hlátri hússins. Hlógu að henni. Orð. Sem hefðu breytt svo miklu. Breytt öllu. Orð. Sem verða aldrei sögð. Löngu gengið fótatak nálg- aðist hana. Hendur gripu um axlir hennar. Horfnar hendur. Snéru henni við. Sakbitin augun. Löngu lokuð. Horfðu á hana. Og orðin. Orðin dunuðu í eyrum hennar. Dundu á henni eins og hagl. Þrifu hana með sér. „Þér getur ekki verið alvara. Segðu að þér sé ekki alvara.“ Þau svifu um í loftinu þessi orð. Flögruðu í kringum hana. Voru skrifuð yfir allt. En hvar, hvar var svarið? Svarið hennar. Svarið sem aldrei kom. Svarið sem tætti hana í sundur. Ennþá. Ennþá. Fótatakið fjarlægðist. Mjúkt fótatakið. Hulið lík- klæðum tímans. Hurðinni skellt. Hún hrökk við. Þannig hafði hann skellt. Og hún var ein. Alein. Aftur. Aftur. Aftur. Andlit hennar var vott af tárum. Tárum sem hún hafði ekki úthellt fyrr en nú. Bann- að sjálfri sér af stolti. Og nú duttu þau ofan í kóngulóar- vefinn í sófanum. Festust í honum eitt af öðru. Eitt. Af öðru. Regndropar. Regn- dropar fortíðarinnar. Hún gekk upp stigann. Það brakaði og brast. Þannig hafði það alltaf verið. Brakaði í hverju spori. Allt rykfallið uppi líka. Hún sá óljósa mynd sína í speglinum. í gegnum skúmið. Speglinum hennar. Hún hafði keypt hann sjálf. Sett hann upp sjálf. Og nú var hann hul- inn skúmi. Hún virti fyrir sér andlit sitt. Tárvott. Hún hörf- aði. Það var ekki hennar andlit. Það var hann. Það var spegilmynd hans. Óljós. Hul- in skúmi. Ósjálfrátt snéri hún sér við. Enginn. Hún leit aftur í spegilinn. Sorgmædd augun. Hún stóð kyrr. Negld. Ríg- negld við gólffjalirnar. Horfði í augun. Augun hans. Kökkurinn fyllti upp í háls- inn á henni. Þrengdi sér út. Út. Hún þreif ilmvatnsglas af snyrtiborðinu. Öskrið reif þögnina í sundur. Reif þögnina í smá- parta sem hrundu niður með spegilbrotunum. Hrundu niður. Dreifðu sér. Yfir borðið. Gólfið. Yfir hana. Hún starði. Starði á tóma spegilumgjörðina. Ilmvatns- glasið datt á gólfið. Það sem eftir var af því. Datt á gólfið. Ofan í glerbrotin og skildi eft- ir sig smáskell. Sem sveif um í rykinu. Hún rankaði við sér. Gekk fram á ganginn. Út að glugganum. En þá sá hún hana aftur. Spegilmyndina. Af honum. í glugganum. Tár- vott andlit. Sorgbitin augun. Kökkurinn í hálsinum. Fyllti út í. Þrengdi sér út um augun. Blautur. Hún þreif gólfvasann. Lét hann vaða út. Út um glugg- ann. Gegnum andlit hans. Út. Út í gráu skýin. Og hann með. Tárvott andlitið samein- aðist rigningunni fyrir utan. Brothljóðið bergmálaði í hús- inu. Þrengdi sérinn í hana. Hún hrökklaðist út í horn. Lak niður. Sat á gólfinu. í hnipri. Grét í rykið: Rykið á gólfinu. Það voru gluggar alls stað- ar. Og speglar í herbergjun- um. Hann vildi hafa það þannig. Hún skildi það núna. Skildi það. Hún myndi aldrei losna. Aldrei. Mistökin myndu elta hana alla tíð. Hún fengi ekki að lifa í friði. Hann yrði þar alltaf líka. Vindurinn ýlfraði inn um gluggann. Það hafði hvesst. Það hafði dimmt. Hún skalf og nötraði. Af ekka. Skalf. Og nötraði. í vindinum sem blés inn um gluggann. Hún staulaðist á fætur. Gekk inn ganginn. Inn í hin herbergin. Leit í speglana. Gluggana. Hann var þar líka. Braut. Síðasti spegillinn. Hún lyfti hendinni. Tilbúin að brjóta. Mola hann. Horfði í sorg- mædd augu hans. Grænu aug- un sem hún hafði þekkt svo vel. Óskýr af tárum. Hennar eigin tárum. Og þau bergmál- uðu. Bergmáluðu gegnum vegginn. Gegnum spegilinn. Orðin. Orðin hans: „Þér er ekki alvara. Þér getur ekki verið alvara. Segðu að þér sé ekki alvara.“ Mjúk. Biðjandi orðin. Hún lét höndina síga. Snart hann mjúklega. Strauk fingr- um yfir kinnina. Yfir tárin. Strauk þau í burtu. í burtu með skúminu. Strauk yfir var- irnar. Kyssti þær. „Nei.“ Orðin streymdu yfir þögn hússins. Orðin hennar. Streymdu. Skriðu. Seytluðu í gegnum veggina. Eins og vatn um sprungur í klettum. Klett- um þagnarinnar. Seytluðu mjúklega. Frusu. Og sprengdu. „Nei! Mér er ekki alvara. Mér var ekki alvara. Aldrei alvara...“ Og þau urðu að hvísli. Hvísli sem hríslaðist um kóngulóarvefina. Settist að í rykinu. Til að vera þar um aldur. „Fyrirgefðu.“ Hurðin lokaðist á eftir henni. Ojg hún gekk niður stíginn. An þess að kveðja. Út um garðshliðið. Sem lok- aðist líka. Augu hússins störðu á eftir henni. Horfðu á hana hverfa inn í skýin. Þokuna. Og húsið var aftur eitt. Tómt. Rykfallið. Fótspor í rykinu. Glerbrot út um allt. Spegilmynd í brotunum. Mynd af sorgbitnum augum. Grænum augum. Og svo regndropamir. Sem hún skildi eftir í kóngulóar- vefnum. Regndropar fortíðarinnar. Fastir í kóngulóarvef fram- tíðarinnar. Sem einn góðan veðurdag hverfur. Hverfur undir líkklæði tímans.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.